Þjóðviljinn - 21.04.1983, Side 13

Þjóðviljinn - 21.04.1983, Side 13
Fimmtudagur 21. aprH 1W3 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Guðrún Helgadóttir ásamt flokksráðsfundarfulltrúum af ísafirði, Selfossi og Reykjavík. Vinnufundur kvenna i nýju fiokksmiðstöðinni. Jafnrétti kynjanna til menntunar, í atvinnulífinu og á sviði stjórnmála er mikilvægur þáttur i almennri baráttu sósialista fyrir jafnrétti og jöfnuði fólks á öllum sviðum. Reynslan hefur sýnt að formlegt jafnrétti kynjanna er ekki nægjanlegt til að jöfnuður náist í reynd. Alþýðubandalagið vill stuðla að þvi að bæði kynin geti hagnýtt sér réttindi sín m.a. með: • raunhæfu launajafnrétti og breyttu mati á vinnuframlagi kvenna • afkomutryggingu fyrir einstæða foreldra • lengingu fæðingarorlofs • nægum og góðum dagvistar- og skóladag- heimilum • samfelldum skóladegi Ef þú vilt vinna með Alþýðubandalaginu að þessum málum þá bjóðum við þig velkomna. í engum íslenskum stjórnmálaflokki er hlutur kvenna jafnstór og í Alþýðubandalaginu, bæði í valdastofnunum bess oa meðal kiörinna fulltrúa í bæja- og sveitastjórnum. Miðstöð kvenna í Al- þýöubandalaginu gefur reglulega út fréttabréf og boðar til vinnufunda kvenna í tengslum við starf flokksins. Þannig styðjum við hver aðra og þetta starf er bæði skemmtilegt og skilar árangri. Hafðu samband i síma 17500 eða komdu við á Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Full atvinna og atvinnuöryggi er helsta krafa Alþýðubandalagsins í komandi kosningum. Atvinnuleysi bitnar ævinlega fyrst á konum. Atvinnuöryggi þeirra er nú í meiri hættu en áður vegna áhrifa af tækninýjungum sem fyrst og fremst snerta dæmigerð kvennastörf. Tækniþró- uninni verður að stýra þannig að svigrúm náist fyrir konur til að afla sér aukinnar menntunar og starfsþjálfunar. Alþýðubandalagið telur því brýnt að aukin verði fjölbreytni og framboð hvers kyns fræðslu og starfsþjálfunar með námskeiðum og á annan hátt. Svokölluð kvennastörf eru iðulega lægst launuðu störfin. Alþýðubandalagið krefst endur- mats á vinnuframlagi kvenna og bendir á nauðsyn þess að rofnir verði múrar kyngreinds vinnumark- aðar með skipulegu átaki og áróðri. Bæta verður aðstöðu kvenna til þátttöku í atvinnulífinu með því að taka upp sveigjanlegan vinnutíma og heimila fjarvistir í veikindum barna. Alþýðubandalagið minnir á þá staðreynd sem óneitanlega vekur tortryggni að fátítt er að karlar taki laun eftir afkastahvetjandi launakerfum eins og þau tíðkast við kvennastörf í fiskiðnaði og al- mennum iðnaði. Alþýðubandalagið vísar til rann- sókna á áhrifum bónusvinnu á andlega og líkam- lega heilsu starfsfólks og mun í samvinnu við yerkalýðshreyfinguna beita sér fyrir endurskoðun á fyrirkomulagi þessara launakerta i þvi skyni að tryggja starfsfólki manneskjuleg vinnuskilyrði. Afkomutrygging einstæðra foreldra er næsta skref sem Alþýðubandalagið vill stíga til að jafna kjör landsmanna. Engar fjölskyldur í landinu búa nú við lakari kjör en fjölskyldur ein- stæðra foreldra, sem langflestar eru fjölskyldur einstæðra mæðra. Ennþá fer því fjarri að fullum launajöfnuði karla og kvenna sé náð og mikill meirihluti einstæðra mæðra vinnur hefðbundin kvennastörf, - láglaunastörf, sem engan veginn duga til framfærslu fjölskyldu. Alþýðubandalagið vill leggja niður löngu úreltar greiðslur mæðra- og feðralauna, en taka þess í stað upp afkomutryggingu sem tryggirfjölskyldum einstæðra foreldra þær viðbótartekjur, sem nauð- synlegar eru til reksturs heimilis og framfærslu barna. Lengra fæðingarorlof er nú meginkrafa Alþýðubandalagsins, en fyrir forgöngu flokksins og Svavars Gestssonar fé- lagsmálaráðherra náðist sá mikilvægi áfangi 1. janúar 1981 að nú eiga allar konur rétt á 3ja mán- aða orlofi við barnsburð án þess að missa við það tekjur. Enn er þó langt þvi frá að íslenskar konut njóti sama réttar og kynsystur þeirra á hinum Norðurlöndunum i þessum efnum. Lenging orlofsins er næsta skref og nauðsynleg forsenda þess að móðir fái nægan tíma til að jafna sig eftir barnsburðinn og barnið njóti óslitinnar umönnunar foreldra þegar það þarf mest á henni Margrét Frímannsdóttir, Suðurlandi. Guðrún Helgadóttir, Þurtður Pétursdóttir, Reykjavík. Vestfjörðum. Svanfríður Jónasdóttir, Norðurlandi eystra. Jóhanna Leópoldsdóttir, Vesturlandi. Ingibjörg Hafstað, Norðurlandi vestra. Alþýðubandalagið hefur á að skipa fjölmörgum hæfum konum, sem með störfum sínum á alþingi, í sveitarstjórnum og í stéttarfé- lögum hafa sýnt að þær eru trausts verðar. Það þarf heldur enginn að fara í grafgötur með skoðanir þeirra, hvorki í jafnréttismálum, atvinnumálum né utanríkismálum. Við minnum á konurnar sem skipa sæti á G-listum um allt land og baráttumál flokksins í jafnrétt- ismálum. að halda. Lengra orlof gerir feðrum einnig mögu- legt að taka á sig ábyrgð af heimilishaldi og umönnun barna sinna en þaö er mikjlvægt fyrir framhald jafnréttisbaráttunnar. Skólinn er vinnustaður bamanna og að honum þari að búa í samræmi við það. Samfelldur skóladagur og máltíöir handa nemendum er það sem Alþýðu- bandalagið vill vinna að, bæöi í þágu nemenda sjálfra og heimilanna. Til að koma betur til móts við þarfir hvers nem- arida þarf að fækka í bekkjardeildum og tryggja skólanum fjármagn til nýjunga i skólastarfi, ekki sist nú á timum tölvubyltingar og breyttra atvinnu- hátta. Næg og góð dagvist fyrir öll börn er sú krafa sem Alþýðubandalagið hefur sett fram og barist fyrir, enda eru dagvistar- heimili og skóladagheimili hluti af þeirra samfél- agsþjónustu sem erforsenda aukins jafnróttis og aðstöðujöfnuðar í þjóðfélaginu. Við gerð kjarasamninga 1980 samþykkti ríkis- stjórnin að þörfinni fyrir dagvist barna yrði fullnægt á næstu 10 árum og hefur veri.ð unnin sérstök áætlun um þá uppbyggingu. Alþýðubandalagið mun fylgja því fast eftir aö við þessa áætlun verði staðið. I samræmi við lagabreytingu sem Guðrún Helgadóttir fékk samþykkta á alþingi í maí 1981 er einnig unnið að starfsáætlun um markmið og leiðir í uppeldisstarfi og dagvistarheimila. Konur, hvert liggur leiðin? Til vinstri! Elsa Kristjánsdóttir, Reykjanesi. Þorbjörg Höskuldsdóttir, Austurlandi. Guðrún Hallgrímsdóttir, Reykjavik. Frá hádegisfundi kvenna á flokksráðsfundi s.i. haust.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.