Þjóðviljinn - 21.04.1983, Side 14

Þjóðviljinn - 21.04.1983, Side 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. apríl 1983 ,i ,<>,) Fimmtudagur 21. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 \ Eina framboðið til vinstrí Það er mikið í húfi fyrir okkur öll Við höfum hið dagiega brauð að verja og sjálf- sagða hlutiað sækja • Sem beturferer vinstrafólkkröfugerðarfólk- og mun áreiðanlega aldrei slá af í málafylgju fyrir réttlætismálum sínum. Hitt er svo annað mál hvort gleymskan sé ekki helsti fyrirferðarmikil í farteski hæstvirtra kjósenda nær þeir ganga að kjörborði í kosningunum á laugardaginn. Að minnsta kosti er ýmislegt í kosningabaráttunni - og umfram allt í skoðanakönnunum, sem bendir til þess að f jöldi fólks hafi ekki hugmynd um hversu mikils virði félagslegir ávinningar eru, hversu mikið þrátt fyrir allt hefur áunnist - og síðast en ekki síst hversu mikiðer íhúfi. • Félagslegir ávinningar í þjóðfélaginu eru nær einungis til komnir fyrir baráttu fólks og flokka launamannahreyfingarinnar. Áður en nokkur veit af eru hinir einstöku ávinningar orðnir daglegt brauð, sjálfsagðir hlutir. Það þarf ekki mörg ár til að fyrnist yfir slíka ávinninga. Og víst er að AljDýðubandalaginu, sem máske hefur tekist að þoka slíkum félagslegum réttindamáium í höfn í stjórnartíð sinni, er alls ekki þakkað eða umbunað í kosningum. • Ástæðan er m.a. sú, að ávinningarnir þykja svo sjálfsagðir þegar þeir loks komast á, að fáir muna stundinni lengur hvernig þeir eru til komnir. Auk þess eru þeir aldrei svo góðir að ekki verði úr bætt. • Það eru ekki margir kjósendur sem vita t.d. að það er ekki lengra síðan en 1. janúar 1981, að fæðingarorlof fyrir allar konur, til þriggja mánaða var í lög leitt í landinu. • Þetta eru sjálfsögð félagsleg réttindi - en það er ekki lengra síðan en þau urðu að veruleika. Og nú vill Alþýðubandalagið lengra fæðingarorlof-aðsjálfsögðu. • Hin félagslegu réttindi hafa ævinlega mætt andspyrnu borgaraflokkanna. Verkalýðshreyfingin og Alþýðubandalagið hafa þurft stundum í áratugi að heyja harðvítuga baráttu fyrir slíkum réttindum. Iðulega trúa ungir íhaldsmenn því ekki sjálfir hversu forverar þeirra hafa verið forstokkaðir gagnvart kröfugerð að þessu tagi. • Þannig hefur baráttan fyrir barnaheimilum, baráttan fyrir lágmarkshvíld og betri aðbúnaði á vinnustöðum verið háð í harðri andstöðu við atvinnurekendavaldið hverju sinni. Og ennerþað svo. • Ásl. þingi voru samþykkt lög um lengingu orlofs um eina viku. Þetta þýddi hækkunorlofsfrá8.33% í 10.17% ákaup. Sjálfstæðisflokkurinn á þingi snérist öndverður gegn þessari hugmynd, trúr uppruna sínum. • Mestar líkur eru á því að Sjálfstæðisflokkurinn muni grípa til hliðstæðra efnahagsaðgerða og bræðraflokkar hans erlendis. Þeim fylgja árásir á félagslega ávinninga. • Þeim árásum fylgja líka árásir á tjáningafrelsi og önnur mánnréttindi. Þeir sem muna bælingar viðreisnaráranna vita gleggst á hverju er von. Kosningarnar snúa einnig um mannréttindamál. • Með valdatöku Sjálfstæðisflokksins næði atvinnurekendavaldið að spyrja við fótum gagnvart kröfum um félagslegar úrbætur. • Með valdatöku Sjálfstæðisfiokksins og fylgiflokka hans er veruleg hætta á því að ríkisvaldið ráðist gegn félagslegum ávinningum síðastliðinna ára. • Allt vinstra fólk í landinu hlýtur að vilja verja félagslega ávinninga undangenginna missera og skapa baráttustöðu til nýrrarsóknar. • Gleymskan er hættulegur förunautur á kjörstað. - óg Húsnæðismál Alþýðubandalagið • Stórátakhefurveriðgertí byggingu íbúðaá félagslegum- grundvelli. Sett hafa verið ný lög sem tryggja Byggingarsjóði verkamanna meira fjármagn til féiagslegra íbúðabygginga. Jafnframt hefur öllum verkalýðsfélögum opnast aðgangur að íbúðakerfinu. • Alþýðubandalagiðleggurtilað haldið verði áfram með uppbyggingu félagslegra íbúðakerfisins. Auk þess leggur bandalagið til að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar til að fjármagna kaup á hóflegu húsnæði fyrir fólk sem er að kaupa og byggja í fyrsta sinn. Sjóðnum verði tryggt fjármagn þegar í upphafi m.a. með lögbundinni þátttöku bankakerfisins, lífeyrissjóða og hugsanlega einu söluskattstigi. • Auk þess leggur Alþýðubandalagið til að hafin verði bygging sérstakra kaupleiguíbúða, námsmannaíbúða, og á íbúðum fyrir gamalt fólk. Þá verði byggingarsamvinnufélögum veitt sérstökfyrirgreiðsla. • Alþýðubandalagiðstóðfyrir skuldbreytingu húsnæðiskaupenda og byggjenda 1980 sem fór þannig fram að hægt var að safna saman skammtímalánum á eitt stærra lán til lengri tíma. • Alþýðubandalagiðgerðitillögu um það sl. haust að aftur yrði gengið til skuldbreytinga til að koma húsbyggjendum úr klemmu vegna afleiðinga raunvaxtastefnunnar. Tillaga um lánalengingu til 12 ára var felld en samþykkt lánalenging til fimm ára í ríkisstjórninni. -óg Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkur • Sjálfstæðisfiokkurinnog Framsóknarflokkurinn hafatalað um að stefna eigi að 80% húsnæðislánum til lengri tíma. Ekkert er minnst á f jármögnun. • Sjálfstæðisflokkurinn predikar „eign fyrir alla“ og lætur ýmis lítilsvirðingar- og fyrirlitningarorð falla um félagslegar ibúðir. • Útibú Sjálfstæðisf lokksins talar hreint út og leggur til að allt fjármagn verði tekið frá Byggingarsjóði ríkisins frá og með 7. maí n.k. Sá sjóður fjármagnar almenn húsnæðislán. Verslunarráðið leggur einnig til að allt fjármagn verði tekið frá Byggingarsjóði verkamanna frá og með 7. maí. Verslunarráðið gerir ráð fyrir að ný ríkisstjórn taki við í lok apríl og þessi niðurskurður á fjármagni til húsnæðis nemi 209 miljónum 694 þúsundum. • Bankamálaráðherra Framsóknarf lokksins stóð í vegi fyrir því að síðari skuldbreytingin næði fram að ganga. Kosningaloforð um skuldbreytingu núna eru því ófyrirleitnari hjá Framsóknarf lokki. • Einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins heitir Jónas Haralz. Hann segir Morgunblaðinu i sl. viku, að hann hafi sagt á fundi þingfunda sl. haust að EKKI væri ástæðatil skuldbreytinga. Hann sagði einnig að bankarnir sæju ekki ástæðu til að lengja lán. Þannig koðnaði lánalenging niður hjá Framsókn og Sjalfstæðisflokknum á sl. vetri. -óg Nokkurdæmi frá síðustu árum • Lög um fæðingarorlof voru sett, sem opna öllum foreldrum rétt til fæðingarorlofs. • Framlög til lis ta hafa aukist verulega að raungildi og er nánast um tvöföldun að ræða á árunum 1979-1982. • Lenging orlofs um eina viku með lögum. • 60 ára sjómönnum, sem verið hafa á sjó í25 árhefur verið tryggður réttur til lífeyris. • Fjárframlög til Lánasjóðs ísl. námsmanna hafa farið vaxandi. • Skriður koms t á málefni þroskaheftra m.a. með lagasetningu 1979. • Heildarlöggjöfverið sett um málefni fatlaðra. • Nýlög um a tvinnuleys- istryggingar, bætur hækkaðar og afnám misréttis kynjanna. • Lög um vinnuvernd, aðbúnað og hollustuhætti, og um lágmarksh víldartíma. • Réttindi farandverkafólks aukin með lögum og reglugerðum. • Stórátak ímálefnum aldraðra. Margföldun á framlagi til Framkvæmdasjóðs aldraðra sem fjármagnar húsnæði fyrir eldra fólk. Heildarlöggjöf samþykkt 1982. • Barnalífeyrir greiddur að 18áraaldri. • Unnin áætlun fyrir sjúkrahús og heilsugæslustöðvar til næstu fimm ára. • Nýlögum atvinnuréttindi útlendinga. • Gefin út reglugerð um jafnréttismál.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.