Þjóðviljinn - 21.04.1983, Page 17

Þjóðviljinn - 21.04.1983, Page 17
\ Fimmtudagur 21. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Kristján Gíslason „Álútir skulu menn ganga....“ Undirritaður hafði ekki hugsað sér að leggja orð í hinn mikla belg kosningaumræðunnar, enda ærið margir til þess kallaðir. En meðferð eins málefnis hefur smám saman haft þau áhrif á mig, að ég get ekki með góðri samvisku orða bundist. Á ég hér við „álmál- ið“ svonefnda. Að mínu áliti er þetta örlagaríka stórmál ekki í þeim brennidepli sem það verðskuldaði að vera í kosninga- slagnum. Eftir mínum skilningi hefur þróun þessa máls að undan- förnu leitt í ljós þvílíkar andstæður í viðhorfum og vinnubrögðum ein- staklinga og flokkaforustu - slíka gjá milli heiðarlegra, vandaðra vinnubragða annars vegar og ábyrgðarleysis og óheilinda hins vegar, að með fádæmum sé. Eg hef eins og hver annar áhorf- andi fylgst með störfum núverandi ríkisstjórnar að svo miklu leyti sem þau hafa verið í sjónmáli. Ef frá er talinn hringdans eða hringavitleysa vísitölu og óðaverðbólgu, hefur að mínu viti margt verið vel gert á stjórnartímabilinu, en um það ætla ég ekki að fjölyrða - að undan- skildu „álmálinu" og störfum iðnaðarráðherra almennt. Það hefur varla farið fram hjá fólki, að Hjörleifur Guttormsson hefur að undanförnu légið undir þyngri og illvígari ásökunum og persónulegu níði en algengt er á stormasömum vettvangi stjórn- málanna; flest er þetta tengt af- skiptum hans af „álmálinu". Mér er hins vegar engin launung á því að ég tel iðnaðarráðherra hafa unnið störf sín af slíkri sam- viskusemi, hyggindum og dugnaði. Kristján Gíslason: Einstaklingar og flokkar andstæðir ríkisstjórninni ákváðu að koma í veg fyrir að Hjör- leifur Guttormsson ynni þann sigur í álmálinu sem efni stóðu til. að til fyrirmyndar megi telja. Virðist mér hlutur hans í „álmál- inu“ hafa einkennst af þessu öllu, að ógleymdri háttvísri dirfsku og reisn, sem því miður hefur ekki verið áberandi einkenni í samskipt- um okkar manna við erlenda aðila yfirleitt. Fyrir frammistöðu sína í iðnaðarráðuneytinu - og „álmál- inu“ sérstaklega - á því-Hjörleifur Guttormsson virðingu mína og þakklæti. En Hjörleifi tókst ekki að semja við álhringinn. A Kjörfundur í Kópavogi Kjörfundur vegna alþingiskosninganna laugardaginn 23. apríl 1983 hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 23.00. Kjörstaðir verða tveir; í Kárs- nesskóla fyrir kjósendur sem samkvæmt kjörskrá eru búsettir vestan Hafnarfjarðar- vegar, og í Víghólaskóla fyrir kjósendur sem samkvæmt kjörskrá eru búsettir austan Hafnarfjarðarvegar. Aðsetur kjörstjórnar verður í Víghólaskóla. Vakin er athygli á því að kjörstjórn getur kraf- ist þess að kjósandi sanni hver hann er með því að framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Kjörstjórnin í Kópavogi Bjarni P. Jónasson Ingólfur Hjartarson Snorri Karlsson Hvað olli? Ekki skorti réttan málstað, hald- bær rök né örugga málafylgju. Nei, annað köm til: Einstaklingar og flokkar and- stæðir ríkisstjórninni, (og iðnaðarráðherra sérstaklega,) á- kváðu að koma t' veg fyrir að þessi ríkisstjórn, að Hjörleifur Gutt- ormsson ynni þann stóra sigur í málinu, sem efni stóðu til. I stað þessaðstyðjaviðbakið áiðnaðar- ráðherra í samningunum við ál- hringinn tóku ráðamenn stjórnar- andstöðuarms Sjálfstæðisflokksins sér stöðu með mótaðilanum - gerðu honum beint og óbeint ljóst að hann þyrfti ekki að semja - og að ekki væri til þess ætlast að hann semdi við þessa ríkisstjórn og allra síst við Hjörleif Guttormsson. Eftir þetta var samningsaðstaða iðnaðarráðherra vitaskuld von- laus. Svona einfalt var þetta. Þetta er einhver ljótasti leikur sem ég minnist að hafa séð á tafl- borði stjórnmálanna og hefur þó sitthvað borið fyrir augu á langri leið. En tilbrigði leiksins birtust í hin- um fjölbreytilegustu ásökunum, rógi og níði á hendur Hjörleifi - einn daginn fyrir tilteknar athafnir - annan daginn fyrir athafnaleysi. Samt voru stærstu ávirðingarnar augljóslega fólgnar í því að sýna fulla einurð og festu í skiptunum við álhringinn - eins og málefnaleg staða, þjóðarhagsmunir og em- bættisskylda bauð- íþví aðstanda uppréttur andspænis hinum er- lendu peningafurstum. Þetta var dauðasyndin. - „álútir skulu menn ganga og hoknir í hjnánum!" - stendur þar. Margir munu skilgreina háttsemi foringja Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks sem glórulaust of- stæki stjórnarandstöðu, sem hvorki getur unnt pólitískum ands- tæðingi að ná árangri, né látið hann njótá sannmælis í smáu eða stóru. Hins vegar gæti ég trúað að það vefðist fyrir ýmsum að skýra af- stöðu framsóknarmanna undir lok- in og hlutdeild þeirra í lúalegri að- för að iðnaðarráðherra. Hvað sem því líður hafa þeir nú verið staðnir að þátttöku í skemmdarverkum gegn íslenskum hagsmunum og ódrengilegri framkomu gagnvart samstarfsmanni í ríkisstjórn. Menn greinir á um æskilegan þátt erlendar stóriðju í íslensku efnahags- og atvinnulífi. Slíkur á- greiningur á sér ýmsar eðlilegar forsendur og engin ástæða til að amast við málefnalegum skoðana- skiptum um þau efni fremur en önnur álitamál, svo lengi sem ís- lenskir hagsmunir eru hafðir að leiðarljósi. En hvort sem hlutur slíkrar stór- iðju verður meiri eða minni hlýtur það jafnan að skipta afar miklu máli, að þeir menn, sem mæta er- lendum viðsemjendum fyrir okkar hönd, telji sig ekki þurfa að ganga til slíkra funda „álútir og hoknir í hnjánutn", heldur hafi þeir kjark og aðra burði til að standa upprétt- ir - eins og Hjörleifur Guttormsson hefur gefið fordæmi fyrir í skiptum sínum við herramennina í Sviss. 18. 4 1983 Kristján Gíslason Verum saman — tölum saman — gleöjumst saman. Kjósendur og stuðningsfólk Kvennalistans Opiö hús á kjördag 23. apríl aö Hverfisgötu 50 3. hæö, frá kl. 9 f.h. Rjúkandi kaffi á könnunni, gosdrykkir og ný- bökuö brauð og kökur. Kvennalistinn í Reykjavík símar 13725, 24430 og 17730. Gleffilegt sumar „Síðasti snjórinn“ vildi Ijósmynd- arinn okkar að þessi mynd héti en hún var tekin í gær í Reykjavík í tilefni sumarkomu. Þjóðviljinn óskar lesendum sínum gleðilegs sumars! Ljósm. Atli. Kvennalisti á Háskólabíósfundi „Hagsýni” í heri DV birti í gær spurningu og svar Guðrúnar Agnarsdóttur við henni um það hvernig kvennalistinn myndi bregðast við á þingi ef tillaga um brottför hersins eða úrsögn úr Nató kæmi fram á alþingi. Svar Guðrúnar fer hér á eftir: „Ég held að það sé alveg Ijóst að við erum dvergur á milli tveggja risa, við erum smáþjóð meðal ann- arra þjóða, sem við erum í sam- böndunt við. Áður en ákvörðun er tekin um þetta mál þá verður að spyrja spurninga eins og þessarar: að hve miklu léyti er efnahagur ís- lands háður veru þessa hers sem hér er? Hvað með fiskimarkaðinn okkar í Bandaríkjunum, hvað með lánstraust, erum við í rauninni efnahagslega sjálfstæð þjóð? Síðan skulum við svara spurningunni," svarar Guðrún Agnarsdóttir." Stefnubreyting hjá Framsókn Herinn og Nato „Við höfum hér útlent herlið, sem ekki er fyrirsjáanlegt að hverfi héðan í bráð. Það er hér af því að við höfum skipað okkur í sveit með ýmsum þjóðum öðrum á Vestur- löndum sem búa við lýðfrelsi og al- menna velmegun og vilja fá að gera það áfram. Við getum því ekki skotið okkur undan því að leggja okkar af mörkum til þess þótt auðvitað sé illt að þurfa að hafa hér erlent herlið“, segir Helgi H. Jóns- son frambjóðandi Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi í DV í gær. Hér er um að ræða stefnu- breytingu hjá Framsóknar- mönnum, því hingað til hafa þeir litið á herinn og Nató sem óskylda þætti. Einmitt þcss vegna hefur Framsóknarflokkurinn á sumum tímabilum getað rökstutt að herinn eigi að fara brott, þótt þcir séu áfram hlynntir aðild að hernaðar- bandalaginu. En nú kveður við annan tón. — óg Jón Þorsteinsson fyrrv. alþm. krata Samstjórn með íhaldi Ekkert lát cr á yflrlýsingum Al- þýðuflokksmanna um nýja viðrcisnarstjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Jón Þorsteinsson skrifar í fyrradag grein í Alþýðublaðið segir þar m.a.: „Að vandlega at- huguðu máli sé ég ekki að það bjóðist betri leið en ný viðreisnar- stjórn, það er að segja samstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, en forsenda hennar er að sjálfsögðu að þessir tveir flokkar fái samanlagt kjörna að minnsta kosti 32 þingmenn“. Einsog kunn- ugt er ber kosningastefnuskrá Al- þýðuflokksins hcitið: „Betri leiðir bjóðast“. Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og systir Þorbjörg Friöriksdóttir hjúkrunarkennari Stigahlíö 37 verður jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. apríl kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélags íslands. Sigurður Kr. Árnason Sigurður Páll Sigurðss. Þórhallur Sigurðss. Arni Þór Sigurðsson Steinar Sigurðsson Friðrik Sigurðsson Margrét H. Eydal Ásta Friðriksdóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.