Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 9
Helgin 7. - 8. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
íslensk lambalifur er einhver hollasti matur sem völ er á:
- Hún er bætiefnaríkari en flestar ef ekki allar matvörur aðrar.
- Hún er ein besta A vítamínuppspretta sem þekkt er.
- Hún er einkar fitulítil og því fyrirtaks megrunarfæði-ekki síst
tilliti til þess hve auðug hún er af nauðsynlegum bætiefnum og
- hún er að auki rík af járni, kopar, fóiasíni og B12 vítamíni.
FRAMLEIÐENDUR
Fyrir 5 árum fékk 26 ára gamall
Bandaríkjamaður, Xavier
Roberts að nafni, hugmynd.
Hann ákvað að framleiða
gervibörn handa barnlausum
hjónum - dúkkur sem
óhamingjusöm hjón gætu
keypt sér sem sárabætur fyrir
barnleysið og átti hver dúkka
að kosta á milli 4000 og 11000
krónur. Dúkkurnarslógu ígegn
og urðu mjög vinsælar um öll
Bandaríkin. Roberts hefurselt
yfir 150.000 stykki. Dýrustu
dúkkunum fylgja lúxusvörur;
þ.e.a.s. með drengjunum fylgja
smókingföt og með stúlkunum
pels og skartgripir. Og nú er
Roberts vellauðugur maður.
Fram til ársins 1978 stundaði Ro-
berts háskólanám í teikningu og
höggmyndalist. Hann hélt sýningu
og meðal sýningargripa var barn
sem vakti mikla hrifningu. Hjón
nokkur keyptu barnið og Roberts
kvaddi þau, er þau fóru með barn-
ið, með þessum órðum:
„Hugsið vel um þann litla og sjá-
ið til þess að honum líði sem best.“
Og þar með var kveikjan að hug-
myndinni komin. Hann hóf fjölda-
framleiðslu á gervibörnum handa
öllum þeim sem vildu. í dúkku-
verksmiðju hans í Cleveland starfa
nú 400 manns og hann græðir á tá
og fingri.
Medhöndlud sem
raunveruleg börn
Barnlaus hjón og einnig foreldr-
ar sem vilja fá félagsskap handa
börnum sínum kaupa þessar dúkk-
ur og meðhöndla þær á sama hátt
og raunveruleg börn.
f fyrsta skipti sem Roberts hélt
sýningu á dúkkunum var hann
spurður að þvf hvaðan þær kæmu.
„Þær fæddust í kálgarði nokkrum í
Cleveland, heimabæ mínum í fjall-
lendi Georgíu," sagði hann. Starf-
semi sína hóf Xavier Roberts, sem
nú titlar sig lækni, á því að kaupa
heilsugæslustöð í Cleveland. Þetta
litla þorp er ekki stærra en svo að
þar eru aðeins tvö umferðarljós.
Dúkkuverksmiðja Roberts sér nú
Margt er
skrýtið
í Ameríkunni:
„Yður
er
fædd
dúkka”
öllum þorpsbúum fyrir nægri
atvinnu. Og heilsugæslustöðin
gegnir sama hlutverki og vanaleg
fæðingardeild og er afar fullkomin.
Þar eru fæðingarstofur, hitakassar,
skurðstofur, læknar (í þykjust-
unni) og hjúkrunarkonur. Roberts
og starfslið hans hafa framleitt og
„tekið á móti“ rúmlega 150 þúsund
dúkkubörnum. Um 2000 ætt-
leiðingarmiðstöðvar víðs vegar um
Bandaríkin hafa skaffað barn-
lausum hjónum dúkkbörn til ætt-
leiðingar.
Læknar og leikskóli
í Georgíu, N-Karólínu og Tenn-
essee eru reknar heilsuverndar-
stöðvar sem móttökudeildir fyrir
„börnin". „Við höfum eftirlit með
því að þeir sem fá hjá okkur „börn“
hugsi vel um þau. Við höfum leik-
Yður er fædd - dúkka. „Móðir“ lærir að hugsa um gervibarnið sitt og allt
er ótrúlega líkt raunveruleikanum.
skóla og „lækna“ sem fylgjast með
heilsu þeirra,“ segir Margie Spenc-
er, eigandi heilsuverndarstöðvar-
innar í Decatur í Georgíu, en hún
er „læknir“ þar. Sjálf á Margie sjö '
alvörubörn og tíu dúkkur sem hún ;
meðhöndlar á sama hátt og sín i
eigin börn. Dúkkurnar borða að
sjálfsögðu með heimilisfólkinu og
þeysast með í fjölskyldubflnum til
sumardvalastaða í sumarfríum.
Auk þess gegna dúkkurnar mikil-
vægu sálfræðilegu hlutverki, segir
Margie, sem sárabót gegn barn-
leysi.
„Það eru líka aðrir en barnlaus
hjón, sem kaupa „börnin“ okkar,“
heldur Margie áfram. T.d. gamalt
fólk sem vantar félagsskap og þeir
sem vilja fá leikfélaga handa böm-
um sínum. Fólkið hugsar vel um
króanasína. Það kaupirfötáþáhjá
okkur og hinum heilsugæslustöðv-
unum. Þar ganga „börnin“ bæði í
læknisskoðun og fara í
„skurðaðgerðir". Læknisskoðunin
er ókeypis. Skurðaðgerð kostar um
60-90 krónur. En við þénum betur
á fatasölunni og ýmsum smáhlut-
um sem litlu skinnin þurfa á að
halda,“ segir Margie.
Sá sern ætlar sér „að ala upp
barn“ fær að hitta „barnið" á ung-
barnadeildinni. Að því búnu verð-
ur væntanlegt foreldri að skrifa
undir ættleiðingarvottorð þar sem
það lofar að hugsa vel um „barn“
sitt.
(Þýtt úr Aftonbiadet. S. R.)
UMSOKNIR UM FRAMLOG
ÚR FRAMKVÆMDASJÓÐI ALDRAÐRA
Skv. reglum nr. 618/1982 eru veitt framlög úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra með eftirgreindum hætti:
1. Allt að 10% byggingakostnaöar íbúða fyrir aldr-
aða.
2. Allt að 50% byggingakostnaðar dvalarheimila fyrir
aldraða.
3. 85% byggingakostnaðar hjúkrunar- og sjúkra-
deilda fyrir aldraða.
Sjóðstjórn auglýsir eftir umsóknum um framlög úr
Framkvæmdasjóði aldraðra árið 1984. í umsókn skal
vera ýtarleg lýsing á húsnæði, fjölda vistrýma, sam-
eiginlegu rými, byggingakostnaði, fjármögnun og
verkstöðu. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Um-
sóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. júlí n.k.,
Laugavegi 116, 105 Reykjavík.
5. maí 1983
Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra
Geriö hagstæö matarmnkaup
l&mbalifixr
Hversdagsmatur hátldarrri^jUir
Grunnskólinn
Grindavík
Kennara vantar við grunnskólann Grindavík
næsta vetur.
Kennslugreinar: Almenn bókleg kennsla,
tónmennt, myndmennt og heimilisfræði.
Umsóknarfrestur er til 24. maí 1983.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri sími
8504 og formaður skólanefndar sími 8304.