Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. maí 1983
Undirskriftasöfnun meðal
Sjálfstœðismanna ífullum gangi
Vilja landsfund
og Geir í burt
Mikill urgur er meðal Sjálfstæð-
ismanna um allt land vegna þeirrar
forystu sem Geir Hallgrímsson hef-
ur haft um stjórnarmyndun síðustu
daga, og hefur verið hleypt af
stokkunum undirskriftasöfnun
meðal stuðningsmanna Sjálfstæð-
isflokksins þar sem skorað er á
miðstjórn flokksins að flýta lands-
fundi eftir föngum, og jafnframt er
skorað á þingflokk Sjálfstæðis-
flokksins að kjósa nefnd þriggja
þingmanna til að semja um vænt-
anlega stjórnarmyndun.
Undirskriftasöfnun þessi hófst
fyrir nokkrum dögum, og hefur
verið hljótt um hana, en vegna þess
hve undirtektir hafa verið framar
vonum, hafa aðstandendur hennar
ákveðið að hleypa fullum krafti í
hana og færa hana út um allt land.
„Það er mikil óánægja meðal
Sjálfstæðismanna og kjósenda
flokksins, að þeir menn sem kosnir
voru á þing fyrir flokkinn skuli ekk-
ert hafa með þessar stjórnarmynd-
unarviðræður að gera, heldur ein-
hver maður úti í bæ sem þjóðin
hafnaði í kosningum", sagði einn
að aðstandendum undirskrifta-
söfnuninnar í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Aðspurður hvort það væru
stuðningsmenn Alberts
Guðmundssonar sem stæðu fyrir
þessari undirskriftasöfnun svaraði
viðmælandi Þjóðiljans: „Þetta eru
óánægðir Sjálfstæðismenn sem eru
uggandi. Menn mega passa sig á
því að skilja Albert eftir úti í kuld-
anum“.
Þjóðviljinn hefur fregnað að
þessi undirskriftaherferð hafi verið
hleypt af stokkunum að undirlagi
nokkurra þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins, sem hingað til hafa verið
úti í kuldanum í stjórnarmyndun-
ar- og könnunarviðræðum form-
annsins.
-lg-
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Fundur kjördæmisráös Alþýðu-
bandalagsins á Austurlandi
verður haldinn í Félagslundi Reyðarfirði laugardaginn 7. maí og hefst kl.
13.30. Dagskrá: 1. Kosningastartið og kosningaúrslit. 2. Stjórnmálaá-
standið og starfiö framundan. 3. Önnur mál.
Meðal framsögumanna verða alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur
Guttormsson.
Fulltrúar í kjördæmisráði og umboðsmenn G-listans eru eindregið hvattir
til að mæta. Aðrir félagar eru einnig velkomnir á fundinn.
Stjórn Kjördæmisráðs
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Almennur fundur
Stjórn Alþýðubandalagsins í Kópavogi boðar til
fundar þriðjudaginn 10. maí kl. 20.30 í Þinghól Ham-
raborg 11, Kópavogi.
Fundarefni:
Kosningastarfið.
Kosningaúrslitin og horfurnar framundan. Svavar
Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins. - Stjórn
ABK.
W ÚTBOÐ W
Tilboö óskast í aö steypa gangstéttir og viögeröir á
steyptum gangstéttum, fyrir gatna og holræsadeild
Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstotu vorri Fríkirkjuvegi 3
gegn 300 kr. skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuð
sama staö miðvikudaginn 18. maí 1983 kl. 10 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
|P ÚTBOÐ
Tilboö óskast í lögn dreifikerfis hitaveitu í Hafnarfirði
10. áfanga, Setberg I fyrir Hitaveitu Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3
Reykjavík gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboöin
verða opnuö á sama stað þriðjudaginn 24. maí 1983
kl. 14 e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Eiginkona mín og móöir okkar
Gyða Eggertsdóttir Briem
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. maí
kl. 13.30.
Páll Kristinn Magnússon
Katrín Héðinsdóttir
Ásthildur Guðmundsdóttir.
Gestir streyma til Færeyja vegna vígslu Norræna hússins og víða um eyjarnar er efnt til norrænna sýninga.
Norræna húsið í Þórshöfn vígt um helgina
■„-irs.s.í
Mætti halda að
kóngs væri von
Ásdís Skúladóttir
símar frá Færeyjum
„Það stendur mikið til hér í Fær-
eyjum“, sagði Ásdís Skúladóttir
leikstjóri er hún hafði samband við
blaðið í gær. „Það er verið að mála
allar opinberar byggingar, götur
eru sópaðar og í Norræna húsinu
eru tugir manna að verki. Allt til-
standið gæti gefið til kynna að kon-
ungskoma væri í vændum, en það
er vígsla Norræna hússins í Fær-
eyjum sem stendur fyrir dyrum.“
Einskonar álfhóll
„Það er von á fjölda fólks hingað
og öll hótel eru full. Þegar ég leit
inn í Norræna húsið í gærkvöldi var
ekki hægt að gera sér í hugarlund
að það yrði tilbúið til formlegrar
opnunar á sunnudag. Þar voru
tugir manna að vinna og mikill
fyrirgangur, en allir fullvissuðu
hver annan um að verkið myndi
hafast fyrir vígsluna.
Norræna húsið er teiknað af
norska arkitektinum Ole Steen.
Þetta er einhverskonar álfhóll á
einni hæð með grasivöxnu þaki, en
hliðar hússins eru að mestu úr
gleri. Arkitektinn hefur sagt að
þegar kveikt sé ljós í Norræna hús-
inu vakni forvitni með mönnum og
þeir muni ganga dáleiddir inn í álf-
hólinn.
Portúgalskt grjót
Allar Norðurlandaþjóðirnar
hafa lagt til efni og vinnu í bygging-
una, en hér er brosað svolítið
Ásdís Skúladóttir
vegna þess að grjótið sem hellulagt
er með kringum Norræna húsið er
frá Portúgal, eins og ekki sé nóg
grjót her í Færeyjum eða annars-
staðar á Norðurlöndum.
Þetta er gífurlega fínt hús og
ágæt aðstaða til leiksýninga, tón-
leikahalds, kvikmyndasýninga,
ráðstefnuhalds, til þess að dansa og
meðtaka hressingu. Þarna er líka
verkstæði fyrir grafíska listamenn
og handbókasafn.
Drukknar færeysk
menning?
Það verður mikið um að vera hér
í Færeyjum kringum vígslu Nor-
ræna hússins. í gangi verða þrjár
hátíðarvikur með menningarlegri
og vísindalegri dagskrá og er við-
burðum dreift um eyjarnar. Nor-
ræn menning steymir hér um
eyjarnar, og þykir mörgum nóg um
og hafa uppi orð um að færeysk
menning kunni að drukkna í öllu
þessu norræna flóði. En flestir
munu hugsa sér gott til glóðarinn-
ar. því það er sannarlega ekki
boðið upp á neitt úrkast.
Hin opinbera vígsla Norræna
hússins verður í tvennu lagi á sunn-
udaginn vegna þrengsla. En hátíð-
arhöldin eru þegar byrjuð. Núna í
morgun var opnuð sýning átta ís-
lenskra grafíklistamanna í Suðurey
og grænlensk grafík og ljósmynda-
sýning í Vogey. Annað kvöld hefur
Sjónleikarafélagið heiðurssýningu
fyrir hina norrænu gesti á leikritinu
Tilfeldigheter eftir Dagny Joels-
sen. Þessa sýningu hafði ég heiður
af að setja á svið í Þórshöfn í haust,
og Jörundur Guðjónsson sá um
leikmyndina. Listasafnið hér í
Höfn opnar á morgun sýningu á
færeyskri list, en meðal þeirra sem
sækja Færeyinga heim eru finnski
danshópurinn Raatikko með Sölku
Völku, norska barna- og músík-
leikhúsið Pernille Anker með
„Drenginn og Norðanvindinn“,
Konunglega Danska leikhúsið með
„Líf ánamaðkanna“ eftir Per Enq-
uist þar sem Ghita Nörby er í aðal-
hlutverki, og frá Svíþjóð kemur
kvikmyndin Loftsigling Andréns
sem gerð er eftir sögu Per Olov
Sundmans, sem sjálfur heldur hér
fyrirlestra. Þá kemur áhugaleik-
flokkurinn færeyski Grímaog Jazz-
tónleikarafelagið einnig við sögu.
Loks er.þess að géta að fjórir
dagar í hátíðahöldunum verða sér-
staklega helgaðir hafinu með ráð-
stefnum og sýningum er tengjast
því. Meðal fjölmargra þekktra vís-
indamanna sem taka þátt í þessum
umræðum um hafið og þá björg
sem þangað er að sækja eru íslend-
ingarnir Jakob Jakobsson og Svend
Aage Malmberg".
Utitónleikar á Lœkjartorgi_
Nokkrarbestu
hljómsveitanna
A morgun, sunnudaginn 8. maí,
gengst Samband alþýðutónskálda
og tónlistarmanna, SATT, fyrir
útitónleikum á Lækjartorgi ef
veður leyfir. Nokkrar af þekktustu
hljómsveitum landsins koma þar
fram. Útitónleikarnir eru m.a.
haldnir til þess að vekja athygli á
myndlistarsýningu til styrktar
SÁTT í Gallerí Lækjartorgi.
Fjöldi nafnkunnra listamanna á
verk á sýningunni í Gallerí Lækjar-
torgi, en ágóði rennur til kaupa á
húsnæði undir starfsemi SATT.
í tilefni sýningarinnar hefur ver-
ið gefin út eftirmynd af málverki
Jóhanns G. Jóhannssonar
„Cream“. Tölusett og árituð ein-
tök eru til sölu á sýningunni, en að
sýningu lokinni verður dregið úr
seldum eintökum og er í vinning
dúkrista efir Magnús Þór (Megas)
„Ofbeldi á heimilum".
Sýningunni lýkur sunnud. 8.
maí.