Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 28
DWÐVIUINN
Hclgin 7. - 8. maí 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag tll föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Aðalstræti á ofanverðri 19. öld. Húsið nr. 10 er það sem sést best vinstra megin. Þessi mynd er tekin af húsinu árið 1936.
Meðan matvöruverslunin var enn í húsinu. Myndin er tekin 1981.
Húsiö nr. 10 viö Aðalstræti hefur
aö undanförnu verið nokkuð til
umræöu vegna illrar meðferðar.
Þetta hús hefur löngum verið
talið elsta hús í Reykjavík en þó
eru nokkur áhöld um það. Líkur
bendatil þess að Stjórnarráðið
við Lækjartorg sé eldra. Hér
verður farið nokkuð ofan í
saumana á sögu þessa húss.
Þetta merka
hús
kemur við
sögu iðnaðar
og verslunar
og var
um skeið
biskupssetur
og
landlæknis-
bústaður
Eins og flestum mun fullkunnugt um var
Skúli Magnússon fógeti upphafsmaður
verksmiðjuiðnaðar á Islandi, sem átti að
renna stoðum undir bættan hag lands-
manna. Þessum iðnaði var valinn staður í
Reykjavík og má því segja að hann hafi
verið upphafið að þéttbýlismyndun í höf-
uðstaðnum og Skúli því réttnefndur faðir
Reykjavíkur. Reist voru allmörg hús ná-
lægt gamla bæjarstæðinu í Reykjavík og
mynduðu þau fyrstu götuna, Aðalgötu eða
Aðalstræti.
í einu þessara húsa skyldi vefa dúka og
var það reist árið 1752. Löngum var haldið
að það væri húsið nr. 10 og það stendur
einmitt á skildi sem sett var á hlið hússins til
minningar um elsta hús Reykjavíkur. Það
var svo Árni Óla blaðamaður og rithöfund-
ur sem benti á það í grein árið 1962 að þetta
gæti líklega ekki staðist. Eldur kom upp í
Innréttingunum í mars 1764 og frásagnir af
honum benda til þess að dúkvefnaðarhúsið
hafi þá brunnið. Sama ár eða mjög fljótlega
var þó reist annað hús á lóöinni og líklega er
það húsið sem enn stendur. Eftir því að
dæma er Stjórnarráðið aðeins eldra.
Húsið sem reis eftir brunann var kallað
íbúðarhús undirforstjórans en einnig er það
í heimildum nefnt „Kontor- og Magazin-
hus“ eða „Hus til Klædevarernes Conserva-
tion & Underköbmandens Logemente".
Þegar Innréttingamar fóru á hausinn og
verksmiðjuhúsin voru seld keypti þetta hús
kaupmaður að nafni Westie Petræus og var
húsið þá nefnt Petræusarhús. Kaupmanns
þessa er fyrst getið hér á landi árið 1797 en
mun hafa búið í fá ár á landinu. Hann rak
verslun í gamla Fálkahúsinu við Hafnar-
stræti (það var þar sem nú er íslenskur
heimilisiðnaður) til dauðadags árið 1829 en
var sjálfur búsettur í Kaupmannahöfn
lengst af.
Arið 1806-7 bjó Tómas Klog landlæknir í
húsinu en árið 1807 keypti konungur það til
þess að gera það að „ævarandi" biskups-
setri yfir íslandi. Geir Vídalín, fyrsti bisk-
upinn yfir öllu íslandi, hafði þá verið á
hrakhólum um nokkurra ára skeið en þetta
ár fær hann fast aðsetur í húsinu nr. 10 við
Aðalstræti og býr þar til dauðadags árið
1823 og hafði skrifstofu sína í norðurenda
hússins niðri.
Eftir það gekk húsið undir nafninu Bisk-
upsstofa og hélst það fram á þessa öld. Þó
að ekki væri nema fyrir þá sök að hér var
„Húsið er
ómissandi
vegna sögu
sinnar, legu
og gerðar”
fyrsta biskupssetrið og biskupsstofan í
Reykjavík væri húsið merkur sögustaður.
Þegar Geir Vídalín dó hafði húsinu ekk-
ert verið haldið við og var það orðið mjög
hrörlegt og ekki lengur boðlegt biskupnum
yfir íslandi. Segir í skýrslu að það sé „i den
Grad forfaldent, at Bekostninger ved at
istandsætte det ingenlunde vilde svare til
det berörte Öjemed“ þ.e biskupsseturs.
Var því nýtt biskupssetur reist í Laugarnesi.
Ekkja Geirs Vídalíns, Sigríður Halldórs-
dóttir, bjó þó áfram í húsinu til dauðadags
árið 1846 og var það þá orðið svo lélegt að
það var talið óleigufært. Ýmsir merkir
menn bjuggu líka í Aðalstræti 10 á þessum
árum svo sem Gunnar Gunnarsson bisk-
upsritari (faðir Tryggva bankastjóra og afi
Hannesar Hafstein) og Sigurður Pétursson
sýslumaður og fyrsta Ieikritaskáld okkar.
Fljótlega eftir að Sigríður Halldórsdóttir
dó mun húsið hafa verið sett í stand því að
næsta ár bjuggu þar ýmsir heldri borgarar.
Þorsteinn Jónsson Kúld átti húsið 1847-
1860 og bjuggu þá m.a. í því Martin Smith
konsúll og kaupmaður sem verslaði í Ný-
höfn í Hafnarstræti (hús sem stendur enn)
og sr. Sveinbjörn Hallgrímsson. Árið 1855
flutti í húsið Jens Sigurðsson adjunkt,
bróðir Jóns forseta, og bjó í því til ársins
1868 er hann varð rektor Latínuskólans.
Ekki er því ólíklegt að Jón forseti hafi búið í
þessu húsi hjá bróður sínum er hann kom
hér til þings.
Á árunum 1869-74 bjó Jón Hjaltalín
landlæknir í húsinu og 1874-80 Kristjana
Jónasson ekkja (systir Geirs Zoéga). Hún
var hinn mesti skörungur og hafði matsölu á
hendi.
Árið 1873 keypti norskur kaupmaður,
Matthías Johannesen (afi Matthíasar rit-
stjóra), Aðalstræti 10 og bjó þar 1880-1892,
Þar var þá líka til heimilis Þorvaldur
Björnsson pólití. Matthías lét breyta húsinu
í sölubúð árið 1889 og hefur svo verið síðan
þar til matvöruverslun hætti þar fyrir
skömmu. Helgi Zoéga ‘ kaupmaður
eignaðist húsið 1894 og hafði þar verslun
sína. Það var svo árið 1926 að Silli og Valdi
keyptu húsið og ráku þar verslun um ára-
tugaskeið og höfðu skrifstofu sína lengst af
uppi á lofti. Núverandi eigandi er Þorkell
Valdimarsson (sonur Valda).
í skýrslu um Grjótaþorp eftir þær Nönnu
Hermansson borgarminjavörð og Júlíönu
Gottskálksdóttur listfræðing segir:
„Húsið er timburhús,klætt járni með hellu-
þaki; ein hæð og ris. Þegar því var breytt í
sölubúð munu gluggar á framhlið hafa verið
stækkaðir, en stórar rúður verið settar í þá
1931. Að öðru leyti virðist framhliðin lítið
breytt frá upphafi. Áföst vesturhlið hússins
er viðbygging úr steini frá 1932, sem síðar
var stækkuð. Stór gluggi er nú í norðurgafli í
stað tveggja smærri áður.
Húsið er ómissandi vegna sögu sinnar,
legu og gerðar. Það er eitt af elstu húsum
Reykjavíkur og það eina sem eftir er af
þeirri húsaröð sem gaf Aðalstræti þá rnynd
sem það hafði fram yfir miðja síðustu öld.
Viðbyggingin lýtir gamla húsið og færi bet-
ur á að byggja nýtt hús sem félli við um-
hverfið ofar í lóðinni svo að framhúsið stæði
eitt sér. í stað gluggans á gafli mætti setja
tvo smærri.“
Þess skal svo að lokum getið að síðan
þetta var skrifað hefur töluvert verið
hróflað við húsinu m.a. sett á það
bárujárnsþak í stað helluþaks.
-GFr