Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVHJINN Helgin 7. - 8. maí 1983
dægurmál (sígiid?)
mátt vera ögn framar á stundum,
líka í Grátkonunni þar sem gítar-
sándið er þrælskemmtilegt.
Ragnhildur Gísladóttir sýnir
einn ganginn enn á Mávastellinu
hvað hún er fjölhæf söngkona,
hörku rokk- og blúsari en getur
orðið blíð sem engill. Og hljóm-
borðin hefur hún á hreinu, t.d.
með þrælgóða effekta í Akur-
eyraróðnum í trjánum (sem er
uppáhaldslagið mitt á plötunni,
dóttir mín 8 ára féll hins vegar
fyrir Lilju Laufey Þórsdóttur, en
annars rykfellur ekkert af Máva-
stellinu ef hún fær að ráða).
Mávastellið er í heild alveg
þrælskrýtin plata, þar má finna
popprokk eins og Sísí sem hefur
náð skjótustum vinsældum af
Stellinu, rokk og svo allskonar
Grýluflipp, sem mörgum hefði
kannski fundist mikill töffara-
skapur að setja á plötu. En ís-
lenskir plötukaupendur hafa sýnt
að þeir kunna að meta sjálfstæði
- og músik - þeirra Grýlna með
því að koma Mávastellinu í efsta
sætið þessa vikuna a. m. k. yfir söl-
uhæstu stóru plötuna.
Textarnir hja Grýlunum teljast
líklega ekki til bókmenntaverka
og vafalaust vilja margir afgreiða
þá sem meiningarlaust bull, en
mig grunar að ekki sé allt sem
sýnist. Ég vildi að minnsta kosti
hvorki vera djásnið dýrasta né
Akureyringur á Mávastellinu. Þó
er það samt músikin og lögin sem
eru númer eitt á Mávastellinu og
hvort tveggja finnst mér alveg
þræltöff og sérstakt. Grýlurnar
sýna með þessari plötu að þær eru
þrælkaldar og þora að bera fram
það sem þær langar. Og það sem
meira er, þá eru þær jafnvel
betri „læf“ en á þessari ágætu
plötu.
A
Grýlur halda sínu striki....
... og alltaf uppávið!
Umsögn þessi um Mávastellið
birtist viku síðar en til stóð, því að
dugnaðarforkarnir á auglýsinga-
deildinni lögðu undir sig stóran
part af dægurmálasíðunni (sí-
gildu?) sl. helgi. En hvað er einn-
ar viku töf af allri eilífðinni?
Grýlurnar eru nú orðnar
tveggja ára, en Mávastellið er
þeirra fyrsta stóra plata. Frum-
raun þeirra á plötu var eins og
flestir muna fjögurra laga platan
Grýlurnar sem út kom 1981, þá
eru þær á Rokki í Reykjavík og
svo auðvitað Með allt á hreinu
ásamt Stuðmönnum.
Framlag Grýlnanna á Með allt
á hreinu og Mávastellinu er hvað
hljóðfæraleik snertir á langtum
hærra plani en á fyrstu plötunni,
en samt eru þær mjög sam-
kvæmar þeim stíl sem einkenndi
þær strax í upphafi. Þær halda
sínu striki, en fljúga sífellt hærra.
Bassinn er eins og áður aðal-
hljóðfærið, bæði sem sóló-
hljóðfæri og kjölfesta, en hinn
frábæri bassaleikari Herdís (einn
sá besti í rokkinu hér) er nú betur
studd í kjölfestunni en í upphafi,
því að Linda er orðin alveg þrum-
utrommari. Hún er geysisterk og
kröftug, en þar að auki bregður
1 hún fyrir sig skemmtilegu flúri á
köflum.
Gítarinn hefuralltaf veriÖTyþ-
ma og uppfyllingarhljóðfæri hjá
Grýlunum og er svo enn. Inga
Rún gerir margt skemmtilegt á
Mávastellinu þó að ekki trani hún
sér fram, en hæverskur sláttur
hennar á réttum augnablikum
verkar vel og gleðjandi í mín
eyru, t.d. í I trjánum, en þar
finnst mér þó að gítarinn hefði
Irskir töfratónar
írsku hljóipsveitirnar U2 og
Undertones hafa nú um nokkurt
skeið verið í hópi bestu hljóm-
sveita Bretlandseyja. Þær koma
frá sitt hvorum hluta hins klofna
írlands, U2 frá írlandi en Under-
tones frá N-írlandi. Báðar þessar
hljómsveitir teljast í hópi hinna
svokölluðu nýbylgjuhljómsveita.
Það er líka það eina sem þær eiga
sameiginlegt því hyldjúp gjá
skilur tónlist þeirra að.
Undertones á sér langa sögu,
hljómsveitin var stofnuð í því
margfræga Derry 1975 og þar
hefur hljómsveitin enn sínar
bækistöðvar. Hljómsveitin hélt
sig mest á heimaslóðum fyrstu ár-
in, það var ekki fyrr en á tón-
leikaháttð í Belfast 1978 sem
orðstír hljómsveitarinnar magn-
aðist. Útgáfufyrirtækið Good Vi-
brations sem er stærsta „inde-
pendent" útgáfufyrirtækið í Bel-
fast heillaðist af tónlist hljóm-
sveitarinnar og bauð henni að
hljóðrita nokkur lög. Útkoman
varð átta laga plata, Teenage
Kicks.
Útvarpsmaðurinn kunni John
Peel fékk veður af hljómsveitinni
og lék nokkur lög af plötu hennar
í þætti sínum. Það var eins og við
manninn mælt, öll stærstu útgáfu
fyrirtæki Englands kepptust um
að góma hljómsveitina og var það
Sire Records sem hlaut hnossið.
Hljómsveitin var samt ekki
nema eitt ár á samning hjá Sire
því samstarfið var stirt og endaði
það með því að upp úr slitnaði.
Undertones stofnaði þá sitt eigið
útgáfufyrirtæki Ardeck og gerði
samning við EMI um dreifingu.
Undertones hefur sent frá sér
fjórar breiðskífur og sú síðasta
Sin of Pride kom út ekki alls fyrir
löngu. Á þessari plötu halda þeir
áfram að kyrja hina kynngimögn-
uðu samblöndu af „poppi“ og
tónlist hippaáranna. Hljóm-
sveitin hefur skapað sér mikla
sérstöðu með tónlist sinni og man
ég ekki eftir neinni hljómsveit í
svipinn sem leikur svipaða tón-
list. Tónlist Undertones lætur á -
kaflegavel í eyrum og ég er ekki
frá því að Sin of Pride sé besta
plata hljómsveitarinnar tíl þessa
og voru þó hinar plöturnar ekkert
slor.
Einkenni hljómsveitarinnar
auk hinnar sérkennilegu tónlist-
arblöndu er söngstíll Feargal
Sharkey, hann er með næsta
Jón Vióar
Andrea
kvenlega rödd og beitir henni af
mikill mýkt og lipurð.
Textar hljómsveitarinnar eru
þokkalegir en samanborið við
texta U2 þá eru þeir ekkert sér-
stakir.
U2 var stofnuð sumarið 1978 í
Dublin af fjórum ungum írum.
Hljómsveitin skipaði sér mjög
fljótlega í hóp bestu hljómsveita
íra og naut brátt gífurlega mikilla
vinsælda hjá löndum sínum.
Hljómsveitin hljóðritaði sína
fyrstu hljómplötu 1980, Boy sem
hlaut geysimikið lof gagnrýnenda
og góðar viðtökur almennings.
Næstu ár var hljómsveitin á far-
andsfæti og hélt tónleika vítt og
breitt um heiminn við góðar
undirtektir.
í október 1981 kom svo út önn-
ur breiðskífa hljómsveitarinnar,
October, og naut eins og fyrri
plata mikilla vinsælda.
Og nú fyrir stuttu sendi hljóm-
sveitin frá sér sína þriðju breið-
skífu War og sannast sagna þá
finnst mér hér vera á ferðinni ein-
hver besta breiðskífa sem ég hef
heyrt lengi. Þetta er ein af þess-
um plötum sem hittir best beint í
mark og neglir mann gjörsamlega
upp við vegg.
Það er í raun allt sem gerir
þessa plötu góða, frábær tónlist,
snjallir hljóðfæraleikarar sem
gefa sig alla í tónlistinni og góðir
textar. Textar hljómsveitarinnar
fjalla um þann vanda sem blasir
við mannkyninu og þau vanda-
mál sem við er að etja á írlandi.
Þetta eru einhverjir bestu textar
sem ég hef heyrt í háa herrans tíð.
Báðar þessar plötur eru góðar
hvor á sínu sviði en einhvern veg-
inn þá höfðar tónlist U2 meira til
mín en tónlist Undertones. Það
er ekki oft sem maður fær plötu
eins og War sem hittir beint í
mark. Einhvern veginn varð War
þess valdandi að ég fékk nýjan
skilning og nýtt innsæi í ýmis þau
vandamál er hafa valdið mér
heilabrotum undanfarna mán-
uði. Ég hvet alla til að gefa U2
tækifæri, minnsta kosti hlus ta á
lagið „Like a Song...“. j.ys;