Þjóðviljinn - 07.05.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 07.05.1983, Qupperneq 3
Helgin 7. - 8. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Barnsburður um sauðburð bændakonur á undan henni þ.á.m. svilkona mín, sem eignaðist öll börnin sín fimm fyrir daga fæðingarorlofslaganna frá 1. jan. 1981. Og líklega grunar hana að ekki muni fara ýkja mik- ið fyrir „orlofinu" um miðjan sauðburðinn. Hún mun leggja vininn sinn í tösku og bera hann út á tún til ánna og hjálpa þeim, sem hjálpa þarf, að bera, eins og hún hefur gert frá því hún var lítil stúlka. En fá vor mun hún hafa fundið betur skyldleika sinn við skepnuna. Og nú beini ég þeirri tillögu til Stéttarsambands bænda, að það á næsta þingi sínu taki til endur- skoðunar og umræðu matið á vinnuframlagi bændakvenna við búin og viðurkenni, að það hljóti í flestum tilfellum að jafnast á við heldur meira en hálft starf, eða svo sem 1032 stundir á ári, j afnvel þó það kosti að hlutur bænda sjálfra í grundvelli vísitölubús minnki aðeins eða um 162 stund- ir. (870+162=1032=fullt fæðing- arorlof). Við þessa einföldu að- gerð myndi staða þeirra kvenna, sem vinna við aðra helstu undir- stöðugrein íslensks atvinnulífs, landbúnaðinn, stórbatna, a.m.k. gagnvart tryggingalöggjöfinni í landinu. Nú kann að vera, af einhverj- um ástæðum, sem ekki liggja í augum uppi, að þetta sé ekki eins einfalt mál og mér sýnist, en þá þætti mér vænt um, ef einhver tilheyrandi bændastéttinni og hnútum þar kunnugur skýrði það fyrir mér og lesendum Þjóðvilj- ans. Þó er mér nær að halda, að þessar 870 stundir bóndakonunn- ar séu hreint vanmat á hennar störfum, jafn fjölbreytileg og þau eru, og stafi kannski að hluta til af því, að það eru ekki nema örfá ár síðan makar bænda (sem oftast eru konur) fengu aðildarrétt að Stéttarsambandinu. Þeim hefur því sjálfum ekki gefist tími til að berjast fyrir sínum hlut á þeim vettvangi og ef satt skal segja, þá virðast mér bændur fara sér flest- um hægar í því að breyta afstöðu sinni til jafnréttis kynjanna. Þeirra afsökun er sjálfsagt helst sú, að lífið við búskapinn standi miklu fastari rótum í göml- um samfélagsháttum en lífið í þéttbýli, og því eimi lengur eftir af fornri stöðu konunnar, sem var undir manninn seld. En nú eru aðrar hugmyndir uppi og hafa verið nægilega lengi til þess að ' þær hljóti einnig að fara að ná til sveitanna og leiða til endur- skoðunar á ýmsu, sem áður þótti sjálfsagt, en getur ekki talist það áfram. Kjör bónda- konunnar Því er kominn tími til og reyndar fyrir löngu, að jafnréttis- sinnar beini sjónum sínum að kjörum bóndakonunnar sérstak- lega og beri þau saman við kjör annarra manna í landinu, kvenna sem karla. Ráðstefna um málefn- ið gæti þó varla orðið að veru- leika fyrr - en að loknum sauðburði, heyönnum og slátur- tíð, a.m.k. ef bóndakonur ættu sjálfar að vera með, en ekki sak- aði, að glöggir félagsfræðingar fylgdu þeim eftir fram á haustmánuði og reyndu að kasta tölu á vinnustundirnar. Ekki kæmi mér á óvart þó þær reyndust eitthvað fleiri en vísi- tölugrundvöllurinn gerir ráð fyrir. Ég vona, að enginn skilji þess- ar vangaveltur mínar svo, að ég sé full vorkunnar með íslenskum sveitakonum og sveitafólki yfir- leitt. Það er ég ekki. Ýmislegt í þeirra lífi verður aldrei metið til fjár, ekki til styrkja, ekki til trygginga. Það fólk á aðgang að einum sjóði umfram aðra menn: NÁTTÚRU þessa lands,sem lif- andi og dauð er óendanlega mik- ils virði. Þeir sem alast upp og lifa í skauti hennar hljóta að vera auðmenn í vissum skilningi. Þrátt fyrir strit. Þrátt fyrir slit. Þess vegna græt ég ekki hlut- skipti vinkonu minnar með sveinbarn sitt í tösku úti á túni. Hvað er í rauninni yndislegra en hlusta á hann sofa á meðan lömb- in fæðast og eldri börnin að nema staðreyndir lífsins? Og ég veit að þeirra hamingja er mikil. Seinna kemur sorgin, af því lömbin hljóta að deyja, en sorgir og dauðinn eru líka staðreyndir lífsins. Svo tekur hún þau við hönd sér og leiðir þau um landið og flytur þeim þann skáldskap, sem sprettur upp af moldinni eins og „eitt eilífðar smáblóm": „Hér bjó afi og amma, eins og pabbi og mamma. Eina ævi og skamma eignast hver um sig, - stundum þröngan stig. Vinkona mín fæddi son á páskadag. Sjö dögum síðar vafði hún hann dúnsæng og lagði hann í tösku, settist með sveininn í fang- inu upp í farskjóta sinn og ók sem leið lá ásamt manni sínum og eldri börnum austur í sveitir. Vin- kona mín er bóndakona. Af þeirri ástæðu mun hún fá sitt þriggja mánaða fæðingarorlof greitt eftir svolátandi reglu, (en fæðingarorlof greiðist með hlið- sjón af þátttöku kvenna í atvinnulífinu): „Atvinnuþátttaka maka bænda við landbúnaðar- störf miðast við þann dagvinnu - stundafjölda, sem þeim er áætl- aður samkvæmt grundvelli vísit- ölubús, eins og hann er ákveðinn hverju sinni.“ Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég fékk hjá Stéttarsambandi bænda, eru bónda og maka hans reiknaðar til samans 88 vinnu- vikur við bú sitt á ári eftir þeim vísitölugrundvellinum, eða eitt og hálft ársverk á efstu Dags- brúnartöxtum eða iðnaðar- mannatöxtum eftir atvikum. Það þýða 3520 stundir miðað við 40 stunda vinnuviku. Þar af er á- kveðiðað vinnuframlag bónda sé 2650 stundir, en bóndakonu 870 stundir á ári, eða 21 vinnuvika og tæpur fjórðungur af vinnu beggja við sama bú. í reglum um fæðingarorlof stendur, að kona „sem unnið hef- ur 516-1031 dagvinnustund á síð- ustu 12 mánuðum fyrir töku fæðingarorlofs, eigi rétt á 2/3 hlutum heildargreiðslna samkv. fl. nr.l.“ Um það má sjálfsagt deila, hversu sanngjörn þessi regla sé. Hún er kannski ekkert tiltakan- leg slæm, þegar hún nær yfir kon- ur, sem vinna hálft starf og tæp- lega það á vinnumarkaði eins og hann gengur og gerist í þéttbýli. En þessi regla beinir athygli minni aðjjví, að mín sívinnandi vinkona telst ekki skila jafnmörg- um vinnustundum til atvinnulífs- ins og kona sem vinnur rúmlega hálfan dag á skrifstofu eða í fiski úti við sjó, en 1032 stundir duga til réttar á fullu fæðingarorlofi og fleiri tryggingum. Samt gegnir vinkona mín nær óteljandi hluta- störfum, hún er partur úr gripa- hirði, mjaltakonu, rakstrarkonu, matráðskonu, lambaljósu, fóstru, bílstjóra, bókara m.m., auk þess sem hús hennar er sem opið gistihús, þar sem enginn þarf að borga fyrir greiðann, en etur frítt af allsnægtaborði henn- ar frá því snjóa jeysir á vorin, þar til fenna tekur á haustin. Og vin- kona mín er vinsæl kona. Enda hefur hún erft frá foreldrum sín- um eitt hýrasta bros í uppsveitum Árnessýslu. Tillaga til stéttarsambands bænda Það munu vera til bændur, sem berja lóminn, en vinkona mín kvartar ekki undan því hlutskipti, sem hún kaus sér. Litli drengur- inn kom ekki í heiminn henni að óvörum. Og vissulega er hún með sína 2/3 úr fæðingarorlofi þeim tveim þriðju betur sett en flestar En þú átt að muna alla tilveruna að þetta land á þig. Ef að illar vœttir inn um myrkragœttir bjóða svikasœttir, svo sem löngum ber við í heimi hér, þá er ei þörf að velja: Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér. “ Guðmundur Böðvarsson orti og þau munu skilja. Reykjavík 4. maí 1983, Steinunn Jóhannesdóttir. Steinunn Jóhannes- dóttir skrifar Er ekkí mál tíl komíð að smakka gamla pakkaskyríð á ný? Þú þynnír það með vatní eða mjólk - alveg eíns og áður. Veistu, • að skyr er eínstaklega próteínrík en fítusnauð og holl fæða? /O------- • að próteiníð er aðal byggingarefni líkamans? / /Ér* ™ • að konur á meðgöngutíma og böm og unglingar / //* á vaxtarskeíðí þurfa meira próteín en ella? ||PSmkÍ0 • að skyr er afar hentugt megrunarfæði? ■ 9 ■ • að oft má nota skyr í stað majoness í salöt, sósur I I og ídýfur? ™

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.