Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 27
Helgin 7. - 8. maí 1983 T.JÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Hœkkun á gjaldskrám orkuveitna__ Landsvirkjun fékk 10% Hitaveitan í Rvík 32% Landsvirkjun sótti um 31% þótt raunverð á orku til almenningsrafveitna hafi hækkað um 27% á sídustu 13 mánuðum Ríkisstjórnin hefur ákveðið gjaldskrár orkufyrirtækja fyrir tímabilið 10. maí-1. ágúst n.k. Var frá því gengið í dag af nefnd ráðherra, en hún hafði fullt um- boð ríkisstjórnar. Rafveitum er heimiluð hækk- un á smásöluverði raforku allt að 14,2% og er þá innifalin 10% hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar. Hitaveitu Reykjavíkur er heimiluð 32% hæækkun gjald- skrár og flestar aðrar hitaveitur fá hækkun á bilinu 20-30%. Aukin er niðurgreiðsla úr ríkis- sjóði á raforku til húshitunar og nemur hún nú 27% af hitunartaxta Rafmagnsveitna ríkisins, eða 23 aurum á kílóvattstund. Er húshit- Færeyjar: unarkostnaður með raforku frá þeim rafveitum sem fá niður- greiðslu þá 60% af óniðurgreiddri olíu, miðað við núgildandi olíuverð (7,30 kr/1) og nokkru lægri en hjá nýjum hitaveitum eins og Hitaveitu Akureyrar og Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Hefur þannig verið að fullu staðið við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 1982 varðandi jöfnun hitunarkostnaðar íbúðarhúsnæðis á tímabilinu maí 1982 - maí 1983. Iðnaðarráðuneyt- ið telur hins vegar nauðsyn bera til að halda markvisst áfram jöfnun hitunarkostnaðar og í því sam- bandi er hækkun raforkuverðs til stóriðju nærtækasta leiðin. Er það í samræmi við álit nefndar, sem í áttu sæti fulltrúar alla þingflokka og sem skilaði tillögum til iðnaðar- ráðuneytisins í janúar sl. 33% lækkun á hitunar- taxta fyrir skóla og at- vinnuhúsnæöi Þá hefur ráðuneytið nú ákveðið í samræmi við tillögur stjórnar Raf- magnsveitna ríkisins að lækka hit- unartaxta fyrir skóla, félagsheimili og atvinnuhúsnæði um 33%, þann- ig að hann verði ekki hærri en óniðurgreidd rafhitun. Er þetta veruleg hagsbót fyrir sveitarfélög og atvinnurekstur á svæði Raf- magnsveitnanna. Eins og áður segir hefur Lands- virkjun verið heintiluð 10% hækk- Nató-stöðin endurnýjuð? Bæjarstjórnin í Þórshöfn í Færeyjum hefur samþykkt að heimila Nató að endurnýja allan tæknibúnað í Nató-stöðinni í Kaldbaksfírði á Straumey. Stöðin er hluti af ratsjárkerfi Nató á N-Atlantshafi og vinna um 100 menn við hana. Þessari samþykkt verður vísað til landsstjórnarinnar í Fær- eyjum. Stjórnarmyndunarviðræðurnar: Rœða við verkalýðs- hreyfinguna Samningamenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um ríkis- stjórnarmyndun héldu áfram fundarhöldum í gær. Að lokn- um fundi sagði Geir Hallgríms- son að í dag laugardag ætluðu samningamennirnir að ræða við forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar og síðan myndu viðræðunefndirnar halda áfram um helgina. Geir sagði ennfremur að nefndarmenn hefðu verið að fara yfir gögn sem safnað hefur verið og sagði hann að menn væru sammála um að staða þjóðarbúsins væri alvarlegri en ætlað hefði verið. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra var þá spurður að því hvað það væri sem hefði komið mönnum svona á óvart. Hann 'sagði að í raun hefði kannski ekkert kom- ið á óvart, en ljóst væri að hinn mikli aflabrestur á þessari ver- tíð sem nú er að ljúka setti stórt strik í reikninginn. Hann var spurður að þvi hvort nefndarmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins væru að ná sarnan um einhver mál í þessum viðræðum. Sagði Steingrímur að menn væru sam- mála í ýmsum grundvallarat- riðum en í öðrum vantaði á að svo væri. Halldór Ásgrímsson, sem sæti á í nefndinni Var spurður að því hvort Sjálfstæðismenn væru tilbúnir að fallast á niðurtain- ingarleið Framsóknarmanna. Niðurtalningin er ekkert nýtt, menn hafa talað um aðgerðir svipaðar þeim sem í henni felast síðan 1977. Við boðum bara ákveðnar aðferðir til að glíma við verðbólguna með því sem við köllum mður- talningarleið. Við teljum þessa leið skilyrði þess að ná einhverj- um árangri í verðbólguglím- unni, annars er of snemmt að tala um þetta núna, við köllum þetta enn könnunarviðræður. -S.dór. Deilan í Naustinu Melna þjónum vinnu eftir kjarasamningnm „Það er ekki rétt eftir haft, að þjónarnir í Naustinu hafi ekki mætt til vinnu síðustu kvöld. Það rétta er að þeir hafa mætt en eigandi staðarins hcfur meinað þeim að vinna eftir þcirra kjarasamningum og hreinlega rekið þá heim aftur“, sagði Atli Gíslason lögmaður Fé- lags framleiðslumanna í samtali við Þjóðviljann. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur eigandi Nausts, Ómar Halls- son veitingamaður, tekið upp nýjar vinnuaðferðir við afgreiðslu vín- veitinga, án alls samráðs við starf- andi þjóna og um leið brotið skýlaus ákvæði um starfsreglur í gildandi kjarasamningum þeirra. Stjórn Félags framreiðslumanna hefur ákveðið að vísa þessu máli til Félagsdóms, og á trúnaðarmanna- fundi í félaginu í gærkvöldi var samþykkt einróma að taka ákvörð- un um að boða til verkfalls fram- reiðslumanna í Naustinu frá 14. maí nk. Málið hefur ekki komið til kasta Sambands veitinga- og gisti- húsaeigenda, þar sem Ómar er ekki aðili að þeim samtökum. . -Ig- un á heildsöluverði til almennings- veitna. Fyrirtækið sótti hins vegar um 31% hækkun frá 1. maí að telja og gerir stjórn Landsvirkjunar ráð fyrir söntu hækkunum 1. ágúst og 1. nóvember næstkomandi. Iðnaðarráðuneytið vildi enga hækkun hjá Landsvirkjun Iðnaðarráðuneytið lagði til við Gjáldskrárnefnd, að engin hækkun yrði heimiluð á gjaldskrá Landsvir- kjunar að þessu sinni. Benti ráðu- neytið á, að Landsvirkjun hefði nú þegar tekið sér þá raunverðshækk- un, sem ráð var fyrir gert og Þjóð- hagsstofnun mælti með í apríl 1982, eða um 27% hækkun umfram hækkun byggingarvísitölu á tíma- bilinu 1. apríl 1982 - 1. maí 1983. Ráðuneytið telur að almenning- sveitur hafi verið látnar taka á sig óeðlilega rnikinn hlut af fram- leiðslukostnaði raforku hjá Lands- virkjun að undanförnu. Rekstrarv- andi Landsvirkjunar stafar öðru frentur af því, að tæplega 60% af orkusölu fyrirtækisins renna til stóriðjuvera samkvæmt langtímas- amningum, að yfirgnæfandi hluta til álversins í Straumsvík. Reyna verður á leiðréttingu á þeim samn- ingi, eins og ráðuneytið hefu ítrek- að lagt til, áður en frekari hækkun- unt er velt yfir á almenningsveitur. Lagði iðnaðarráðherra fram tillögu í ríkisstjórn um þetta efni í teng- slum við gjaldskrárntál Landsvirkj unar. 14,2% hækkun hjá almenningsrafveitum í Gjaldskrárnefnd varð ekki samstaða um afstöðu til tillögu ráðuneytisins. Minnihluti nefndar- innar studdi tillögu ráðuneytisins um enga hækkun gjaldskrár að þessu sinni, en meirihlutinn lagði til 19,7% hækkun gjaldskrár, sem svarar til hækkunar byggingarvísi- tölu. Ríkisstjórnin vísaði á fundi sínum í gær þessum ágreiningi til þriggja ráðherra (iðnaðar-, viðskipta- og landbúnaðarráð- herra) og náðu þeir samkomulagi um að heimila 10% gjaldskrár- hækkun hjá Landsvirkjun, eins og áður segir, en sú hækkun svarar til 5,7% hækkunar í smásölu hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Rafmagnsveitu Reykjavíkur og öðrum almenningsrafveitum er heimiliðu 14,2% gjaldskrárhækk- un, sem svarar til áhrifa af hækkun byggingarvísitölu og gjaldskrár- hækkun Landsvirkjunar. Ráðu- neytið hafði hins vegar lagt til 11% hækkun á gjaldskrám þessara raf- veitna miðað við að engin hækkun yrði á gjaldskrá landsvirkjunar. Var í þeirri tillögu því miðað við nokkra tekjuhækkun til almenn- ingsveitna umfram kostnaðartil- efni. Minnihluti Gjaldskrárnefnd- ar studdi þessa tillögu ráðuneytis- ins, en meirihlutinn lagði hins veg- ar til 19,7% hækkun á gjaldskrá almenninsrafveitna, sem jafngilti því að þessar rafveitur fengju enga leiðréttingu umfram verðhækk- anir. Hitaveita Reykjavíkur sótti um 42% hækkun og er nú heimilað að hækka gjaldskrá sína um 32%, samkvæmt samkomulagi í ráðherr- anefndinni. Iðnaðarráðuneytið gerði tillögu um 35% hækkun og var hún studd af minnihluta Gjaldskrárnefndar, en meirihlut- inn í nefndinni lagði til 28% hækk- un. Aðrar hitaveitur fengu ágrein- ingslaust heimild til umbeðinna hækkana, flestar á bilinu 20-30%. Steingrímur Sumir eru lítt hrifnir sagði Steingrimur Hermannsson um þingflokksfund Framsóknarmanna Steingrímur Hermannsson formað'ur Framsóknarflokks- ins var spurður að því í gær hvort þingmenn flokksins hefðu verið einhuga um að fiokkurinn færi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, á fyrsta þingflokksfundinum í fyrradag. Ég skal játa það að menn eru mishrifnir og sumir raunar lítt hrifnir af því að fara í ríkis- stjórn nteð Sjálfstæðisflokkn- um, en menn voru aftur á móti sammála um að halda þessum viðræðum áfram, í ljósi þess að við teljum það skyldu okk- ar að ræða alla stjórnarmynd- unarmöguleika, ekki síst þar sem staða þjóðarbúsins er svo alvarleg að við teljum að eng- inn flokkur geti skorist úr leik í stjórnarmyndunarviðræðum við slíkar aðstæður, sagði Steingrímur. Hann var þá spurður að því hvort spakmælið gamla, „allt er betra en íhaldið" væri úr gildi fallið? Maður finnur íhald í öllurn flokkum, jafnvel Alþýðu- bandalaginu, svaraði Stein- grímur Hermannsson. - S.dór Reuter fréttastof- an seglr Geir hættan við stjórnar- mvndun Breska fréttastofan Reuter sendi i gær út frétt þess efnis að Geir Hallgrímsson væri hættur stjórn- armyndunartilraunum sínum. Þetta var borið undir Geir í gær og brosti hann við, sagði þetta ekki rétt eins og menn vissu hér heima, en' hann bætti því við að hann von- aði bara að sá er skrifaði fréttina væri ekki forspár. Fréttaritari Reuter á íslandi er Þorsteinn Thorarensen. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.