Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 11
býr, gáfuðum og fjölfróðum ein- staklingi, sem sameinar það besta úr íslenskri menningu og lífsvið- horf heimsborgarans, sem horfir með umburðarlyndi á undarlega tilburði mannskepnunnar við að vera til. Enginn gleðst betur í góð- um vinafagnaði, en sorg sína ber hann einn. Við iélagar hans þjáðumst aðeins með honum í fjar- lægð þrátt fyrir daglegar samvistir, þann langa og erfiða tíma, sem hann fylgdi Sólveigu konu sinni síðustu ferðina. Þann tíma sýndi hann þá karlmennsku (ef ennþá leyfist að nota það orð) sem ein- ungis fólk sem býr yfir heitum til- finningum á til, því að fjarri fór því að hann gengi alltaf sjálfur heill til skógar. Vel má segja að hann hafi aldrei verið fullhraustur. En Stefán er maður þversagnanna. Það sem öðrum er fötlun, hefur gert hann að fjallamanni og göngugarpi. Hann er mikill unnandi íslenskrar náttúru, og enginn maður hefur lýst eins fjálglega fyrir mér fegurð gæsarinnar og álftarinnar og ann- arra fugla himinsins og hann. En því næst grípur veiðimannseðlið hann heljartökum og hann arkar á fjöll og miðar öruggu skoti á þessa vini sína. Og víst er að á löngum og leiðinlegum þingflokksfundum hef , ég oft séð hann horfa út á Tjörnina og skjóta í huganum hverja einustu fiðurskepnu sem þar var að sjá, uppnuminn af fegurð þeirra. Og ekki minnkar þversögnin þegar kemur að konum. Þessi landskunni unnandi kvenna er auðvitað einhver mesti auli í kvennapólitík sem í flokknum finnst. En hvað er ekki fyrirgefið fyrir góða vísu um efnið og endan- lega það að vera sjarmö-ör? Það er að minnsta kosti óumdeilt, að fræknustu baráttukonur í greininni í gjörvallri Skandinavíu fá blómst- ur í kinnarnar, þegar minnst er á þennan íslenska fulltrúa í Norðurl- andaráði, og augljóst er að þar duga engin varnaðarorð, síst af öllu það versta sem hann hefur sagt um kvennabaráttuna. Það finnst þeim bara skemmtilegt. í allri einlægni finnst mér það líka. Og eitt er víst að þingflokkur- inn verður ekki skemmtilegri án þessa óforbetranlega félaga, sem nú hefur yfirgefið okkur. Og tæp- lega viturri. Og víst er að við sökn- um hans öll. Sjálfum er honum óskað ótal ánægjustunda í hinu nýja lífi, sem nú hefst. Konum landsins óska ég viðvarandi hættuástands en fuglum himinsins hraðari vængjataka. Fiskinum í ánum bið ég allrar misk- unnar. Gleðilega hátíð. Guðrún Helgadóttir. Sá sem lengi hefur búið undir fjöllum kemst ekki hjá því að fylgj- ast með öllpm þeim fjölbreytilegu hræringum sem þessar skurfur á ásjónu móður jarðar framkalla á lofthjúp hennar. Ský hafa orðið mér æ hugstæðari sem ég hef lengur velt þeim fyrir mér, ferð þeirra um bungu Jökulsins og skuggaspil þeirra í hjarninu, för þeirra fram af Hyrnunum, speglun þeirra í vötnum og sjó - en fyrst og fremst leikur þeirra að ljósi og birtu, þessi endalausa umbreyting og töfrafulla sjónhverfing sem þau gera augu manns. Og búi menn nógu lengi við slíkt sjónarspil fer það að segja til sín í sálinni, menn verða lífsfílósófar við að hugleiða ský og þeirra vegferð á himnum. Ég hef rekist á nokkra slíka. Sumir menn eru líka gæddir þessum töframætti skýja að geta með nærveru sinni, för sinni hjá eða skammri viðdvöl, breytt öllu í umhverfinu í ,einni svipan, fellt óvænta og áður óþekkta birtu á staði sem voru mjög huldir, þeir geta gætt umhverfið allt nýrri á- sýnd, óvæntri og ævintýralegri og beint Ijóma eftir nýjum leiðunt. Einn þessara manna er Sefán Jóns- son, sem mun sextugur í dag. Með- an ég man vil ég biðja honumbless- unar á þessum degi, Hvenær hon- um brá fyrst fyrir í mínu lífi man ég ekki, en ærin tíð er liðin síðan. Hann hefur komið, staldrað við og horfið síðan burt eins og skýin, en alltaf flutt með sér sína töfrafullu birtu sem breytti öllu í kringum mig um leið og hann birtist. Einn sólbjartan dag ríður Stefán óvænt í hlað í Stafliolti, hann langar að renna fyrir fisk í Norðurá. Það er komið kvöld þeg- ar hann birtist aftur, fisklaus en al- sæll og gefur þá merkilegu yfirlýs- ingu að einn dagur við Kastalahyl sé á við heilan mánuð á ge.ðheilsu- hæli, og mér komu í hug göntul heilræði völvunnar.. „Gakktu við sjó og sittu við eld.“ Næst þegar hann birtist er með honum sá sér- stæði maður Pétur Hoffmann. Hann færir mér nýjasta vísindarit sitt, „Állinn kann að hugsa". Þeir eru á leið vestur á Mýrar í Ála- veituna við Fíflholt að huga að þessari skepnu sem finnur sig knúna af ókunnum ástæðum að reisa milli íslands og Saragossahafs sér til lífs og tímgunar. Þessir tveir félagar tala mál Snorra Sturlusonar og Egils á Borg; verst að Snorri skuli alfarinn úr Stafholti. Það eru liðnir dagar þessum líkir sem ég vil þakka vini mínum Stef- áni fyrir; þeir gefa lífinu nýja dýpt og ógleynranlega birtu. Ég kann ekki að lýsa Stefáni Jónssyni, til þess er ég ekki nógu mikið skáld og hann of margslung- inn maður, en fyrir vináttu hans vil ég þakka á þessum degi, hún hefur verið mér mikils virði, og ekki síð- ur fyrir þær alltof svipulu stundir sem við höfum átt saman síðustu þrjá til fjóra áratugina. Engan ferðafélaga veit ég skemmtilegri, og sá vegur er ekki til á þessu veg- lausa landi að hann verði ekki greiðfær og fljótfarinn í samfylgd þessa sagnamanns. Sögur kann hann fleiri en aðrir menn, og hann kann einnig að segja þær öðrum mönnum betur. Skopskyn hans er á stundum dulítið hrjúft og harðnjóskulegt þeim sem fyrir því verður, en miklu oftar hitt - án allr- ar græsku, og sagan sögð sögunnar vegna, gamanmál gamansins vegna og þeirrar listar sem kúnstferðugt málfar hans hefur yfir að ráða, vegna leiks að orðum, vegna myndar eða líkinga. Margar vísur Stefáns hafa orði fleygar, og sjálfur telur hann sig höfund að nýjum bragarhætti: hinni alkunnu slitru! Ég sýni hér (án leyfis höfundar) dæmi um þennan bragarhátt, en vísan er ort að afloknu gæsaskytt- eríi á Staðastað 1977: Gœs- eru styggar -irn- mjög -ar einnig býsna hraðfleygar, skot- ég hefi -ið þœr á, án þess neina þeirra að fá. Þótt Stefán Jónsson kunni vel að meta leyndardóma Snæfellsjökuls og Staðarsveitar, þá telur hann lándið hér um kring ekki vel fallið til gæsaveiða og sé skurðleysi eink- urn til baga. Eg dáðist því oft að elju hans við að elta uppi þessi ský- sæknu kykvendi. { haustnepjunni bjó hann um sig í grjótbyngjum á nýræktinni við Staðará og beið dögunar. Gervigæsir og flautu- leikur komu að litlu gagni, enda erfitt að hitta þegar skotið er beint upp fyrir sig og menn orðnir stirðir af kulda óg langlegum undir heyrudda. Þá einu gæs sem Stefán sótti hingað tel ég hafa fengið aðsvif eða jafnvel hjartaslag er hún kom auga á þennan andskota sinn á jörðu niðri í morgunskímunni. En það er ekki veiðimennskan sjálf, gæsin eða laxinn, sem heillar vin minn Stefán, heldur náttúran með undrum sínum og töfrum. Hann finnur til leyndardómsfullrar samkenndar með ánni og fjallinu og það svo, að erfiðustu fjöll hafa freistað hans til uppgöngu eins og sjálf Herðubreið. Við ekki lægri þúfu hefur hann kosið að glíma til að prófa karlmennsku sína, en það er einn ríkasti þátturinn í skaphöfn þessa vinar míns að dá atgervis- menn, hvort heldur er til sálar eða líkama. Sjálfur hef ég fáum kynnst sem ég tel betur búna þeim kostum sem hann metur öðrum meir, lík- amlegri hreysti og andlegu atgervi. Nú þegar þessi langi vetur er liðinn er von nýrra gesta vestur á Nes. Ég á þá ósk, að í þerirra hópi . £ééi «i Helgin 7. - 8. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 verði vinur minn Stefán Jónsson með alla þá birtu sem honum fylg- ir, sögur sínar og lífsspeki falda í gamanmálum. Rögnvaldur Finnbogasun, Staðastað Kæri félagi. Nákvæmar athuganir á gangi himintungla ásamt dálitlu grúski í prósentureikningi upplýsa mig urn að þú hafi að baki sextíu ár í lífs- göngunni. Mig langar í þessu tilefni að senda þér bestu kveðjur fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar. Þar sem svo hittist á að þú ert einmitt um þessar rnundir að hætta þingmennsku, vil ég leyfa mér í leiðinni að færa þér þakkir okkar samherjanna í kjördæminu fyrir framgöngu þína á því sviði. Það var okkur mikið lán að þú skyldir ganga frarn fyrir skjöldu árið 1971 og gefa okkur tóninn - í G-dúr - ferskan og gáskablandinn, en þó með djúpum undirhljómi alvör- unnar. Þetta var nýr tónn í pólitík- inni og ómurinn hljóðnar vonandi aldrei. En fyrst og fremst langar migtil að lýsa ánægju minni með að atvikin skuli hafa hagað því svo til að ég fékk að kynnast þér og eign- ast að vini. Menn læra margt af vinum sín- um. Af þér hef ég lært svolítið um það hvernig mönnum er hollt að hugsa í mótlætinu. Þú hefur fengið þinn skammt af því og borið þannig að ég hef alltaf dáðst að. Mig langar svo í lok þessara fátæklegu orða að þakka þér sérstaklega fyrir frábær- lega skemmtilegar samverustundir og vona að þær eigi eftir að verða margar í framtíðinni þó að starf þitt gefi ekki lengur tilefni til að geta átt von á þér í heimsókn eins oft og áður. Angantýr Einarsson. Þeir eru sjaldsénir þeir hjarta- hlýju náttúrupungar í pólitíkinni sem geta allt í senn: haldið hag- vextinum í skefjum, stóriðjunni í skúffunni og húmornum á lopti. Einn þeirra er afmælisbarnið Stef- :án Jónsson. Má ég lauma til hans góðri kveðju frá okkur Stínu áður en næsta stífla brestur fyrir til- verknað hans. Megi Ijós hans lengi skína, einsog gáfnaljósanna á þingi. - óskar RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast frá 1. júlí n.k. við tauga- lækningadeild Landspítalans til 6 mánaða. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist skrifstofu ríkis- spítalanna fyrir 6. júní n.k. á sérstökum umsóknar- eyðublöðum fyrir lækna. Upplýsingar veitir yfirlæknir taugalækningadeildar í síma 29000. GEÐDEILDIR RÍKISSPÍTALANNA HJÚKRUNARFORSTJÓRI óskast á deild I Klepps- spítala. AÐSTOÐARDEILDARSTJÓRI óskast á deild I Kleppsspítala. AÐSTOÐARDEILDARSTJÓRI óskast á deild XI Kleppsspítala. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 38160. Ríkisspítalar Reykjavík, 8. maí 1983. Þroskaþjálfaskóli Islands auglýsir inntöku nemenda skólaáriö 1983- 1984. Nemendur skulu hafa lokið a.m.k. 2ja ára námi í framhaldsskóla. Æskilegt er aö um- sækjendur hafi starfaö 4-6 mánuöi á stofnun, þar sem þroskaheftir dveljast. Samkvæmt heimild í reglugerð fyrir skólann (9. gr. 3.) veröa haldin stööupróf í íslensku, dönsku og ensku fyrir þá umsækjendur er ekki fullnægja skilyrðum um bóklegt nám. Umsóknarfrestur er til 8. júní n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent í skólanum milli kl. 10-12 alla virka daga. Umsóknir skal senda til Þ.S.Í. pósthólf 261, 212 Kópavogi. Auglýsið í Þjóðviljanum Hln fjölbreyttru einingahús frá Ösp í Stylekishólmi eru að öllu leyti íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður. — Margar stærðir íbúðarhúsa — Traustir bílskúrar — Sumarbústaðir í sérflokki — Margs konar innréttingar í öll hús Bæklingurinn kominn í nýútkomnum upplýsingabæklingi velur pú Aspar-einingahús sem hentar þér og þínum. Þar finnur þú glöggar teikningar og greinargóðar upplýsingar um alla framleiðsluna. Ef þú hefur sniðugar hugmyndir breytum vlð gjarna út frá stöðluðu teikningunum og sérsmíðum húsið samkvæmt þínum óskum. Hafðu samband, við sendum þér bæklinginn. Aspar hús ekki toara ódýr lausn UniboösaóOi í Rvik KaLpþingíHúsi Wshxnarinxiar Sixni 86988 Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.