Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. maí 1983
um hclgina
Myndlist
Galleri Austurstræti 8:
Haukur Friöþjófsson sýnir 20 málverk.
Hann stundaöi nám viö Myndlista- og
handíöaskóla íslands og hefur áður
tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Gallerí Langbrók:
Jóhanna Þórðardóttir oþnar í dag,
laugardag, sýningu á 15 lágmyndum.
Jóhanna stundaöi nám hér heima, i
Amsterdam og síöar við Listaakademí-
una í Stokkhólmi. Þetta er fyrsta einka-
sýning Jóhönnu, en hún hefur tekiö þátt i
nokkrum samsýningum. Sýningin
stendur til 22. maí. Oþiö um helgina frá
14-18.
Fríkirkjuvegur 11:
Ketill Larsen sýnir 45 myndir, málaöar í
oliu og akryllitum.
Kjarvalsstaðir:
Þrjár nýjar sýningar veröa onaöar á
Kjarvalsstöðum um helgina. Guömund-
ur Karl Ásbjörnsson sýnir málverk og
vatnslitamyndir í vestursal. Páll Reynis-
son sýnir Ijósmyndir í vesturforsal og i
Austursal og austurforsal sýnir Sveinn
Björnsson listmálari verk sín. Allar sýn-
ingarnar standa til 23. maí n. k. .
Listasafn íslands:
Opnuö hefur verið sýning á Ijósmyndum
eftir Bandarikjamanninn David Finn og
höggmyndum eftir þá Ásmund Sveins-
son, Einar Jónsson og Sigurjón Ólafs-
son. Ljósmyndirnar eru af höggmyndum
sem flestar eru einnig á sýningunni.
Sýningin veröur opin til 15. maí.
Listmunahúsiö:
Alfreö Flóki opnar í dag, laugardag, sýn-
ingu á 40 teikningum. Myndirnar eru
flestar unnar í Kaupmannahöfn á sl.
vetri. Þær eru unnar meö tússi, rauökrít
og svartkvít. Sýningin er opin daglega
frá 10-18, um helgar frá 14-18, lokað á
mánudögum. Sýningin stendur til 23.
maí.
Norræna húsiö:
Nú stendur yfir sýning á verkum sænska
myndlistarmannsins Svens Hagmans.
Hann sýnir 20 oliumálverk og 14
teikningar. Myndefniö sótt til gamla
tímans. Opiö daglega frá 14-19 til 15.
maí.
Nýlistasafnið:
Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir eftirtekt-
arverða skúlptúra. Verkin eru unnin úr
mótuöu gleri, steinsteypu og járni.
Skruggubúð:
Þorsteinn Hannesson sýnir málverk og
vatnslitamyndir. Þorsteinn hefur ekki
sýnt opinberlega frá því 1962. Opiö virka
daga frá 17-21 og um helgar frá 15-21
til 15. maí.
Tónlist
Austurbæjarbió:
Síöustu vortónleikar Tónmenntaskóla
Reykjavíkur verða i Austurbæjarbíói í
dag, laugardag, kl. 14.00. Átónleikunum
koma fram eldri nemendur skólans og
leika bæöi einleik og samleik á ýmiss
konar hljóðfæri. Öllum er heimill ókeyþis
aðgangur.
Fóstbræðraheimilið
við Langholtsveg:
Kór Átthagafélags Strandamanna i
Reykjavík heldur tónleika í dag, laugar-
dag kl. 17.00 Fjölbreytt efnisskrá. Söng-
stjóri Magnús Jónsson frá Kollafjarðar-
nesi og undirleikari Erla Þórólfsdóttir.
Kjarvalsstaðir:
Musica Nova heldur tónleika í Austursal
Kjarvalsstaöa á sunnudagskvöld kl.
20.30.
Ytri-Njarðvíkurkirkja:
Vortónleikar Tónlistarskólans í Njarövík
verða mánudaginn 9. maí kl. 20.30 og á
sama tíma á miðvikudaginn 11. maí.
Fjölbreytt efnisskrá bæði kvöldin.
Alfreð Flóki sýnir
í Listmunahúsinu
„Ljúfar
og sœtar
myndir“
„Þetta eru allt saman Ijúfar og
sætar myndir, fullar af mann-
kærleika“, sagði Alfreð Flóki, í
samtali þar sem hann vann við að
konia upp nýjustu verkum sínum
í Listniunahúsinu við Lækjartorg
fyrr í vikunni.
í dag kl. 14.00 opnar Flóki þar
sýningu á samtals 40 myndum,
sem allar eru nýjar af nálinni,
flestar gerðar í Kaupmannahöfn
á síðasta vetri.
Sem fyrr heldur Flóki sig við
tússið, rauð- og svartkrítina.
Hann hefur ekki haldið sýningu
hér heima um nokkurt skeið, en
sú síðasta var í Djúpinu fyrir rúm-
um þrem árum. Síðan þá hefur
hann haldið. þrjár sýningar í Dan-
Tónmenntaskólinn
Vortónleikar
Síðustu vortónleikar Tón-
menntaskólans verða haldnir í
Austurbæjarbíói í dag 7. maí kl.
14.00.
Á þessum tónleikum koma
einkum fram eldri nemendur
skólans og er á efnisskrá þeirra
bæði einleikur og samleikur á
ýmiss konar hljóðfæri.
Tónmenntaskólinn er nú að
ljúka 30. starfsári sínu en nem-
endur í vetur voru 540 og kennar-
ar 42.
Félagsheimilið Bifröst
Síðbúin sœluvika
Stðbúnir Sæluvikutónleikar verða haldnir í Félagsheimilinu Bifröst,
Sauðárkróki, á sunnudaginn. Þar mun Skólakór Kársnes- og Þinghóls-
skóla syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, en kórinn komst ekki
norður á sæluvikuna vegna veðurs.
Kór Átthagafélags Strandamanna Reykjavík
l ónleikar í dag
Kór Átthagafélags Strandamanna í Reykjavík heldur tónleika í dag í
Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg kl. 17.00. - Fjölbreytt efnisskrá
er á tónleikunum. Söngstjóri er Magnús Jónsson frá Kollafjarðarnesi
og undirleikari Erla Þórólfsdóttir.
Menningarmiðstöðin við Gerðuberg
Skemmtun á morgun
Á morgun kl. 16.00 verður einstæð skemmtun í Menningarmiðstöðinni
við Gerðuberg. Þá munu þau Sigríður Hannesdóttir og Aage Lorange
spila og syngja fyrir kaffigesti, m.a. gömul revíulög og fleira gamalt og
gott.
Kaffihlaðborð kostar kr. 100 fyrir fullorðna og kr. 50 fyrir börn.
Þjóðleikhúsið:
Bandaríski píanósnillingurinn Martin
Berkolsky heldur tónleika í Þjóðleikhús-
inu á mánudagskvöld kl. 20.30. Á efnis-
skrá veröa verk eftir Franz Liszt.
Leiklist
Leikfélag Reykjavíkur:
I kvöld, laugardag, er 2. sýning á leikriti
Pers Ólovs Enquist Úr lífi ánamaðk-
anna, en leikrit þetta hefur fariö eins og
eldur í sinu um öll nágrannalöndin og
hvarvetna vakiö mikla athygli. Aðalþer-
sónurnar eru danska leikkonan Jó-
hanna Lovísa Heiberg og ævintýra-
skáldið H. C. Andersen.
Síöar í kvöld er enn ein aukasýning á
gamanleiknum Hassið hennar
mömmu í Austurbæjarbíói. Á morgun
verður Skilnaður Kjartans Ragnarsson-
ar á fjölunum í Iðnó og á mánudagskvöld
heldur danski leikarinn Erik Mörk upp-
lestrarkvöld í lönó og les ævintýri og
sagnir eftir H. C. Andersen. Upplestur-
inn hefst kl. 20.30.
íslenska óperan:
Gamanóperan Mikado er á óperufjölun-
um í Gamla Bíói í kvöld, en sýningar eru
nú fáar eftir og ættu þeir sem áhuga hafa
að fara aö hugsa sér til hreyfings.
Þjóðleikhúsið:
( gærkvöldi var frumsýnd óperan Ca-
valleria Rusticana og ballettinn Frök-
en Júlia á stóra sviðinu. Önnur sýning er
á sunnudagskvöld og sú þriöja á þriöju-
dag. Grasmaðkur Birgis Sigurössonar
er á stóra sviðinu i kvöld kl. 20, og Lína
langsokkur er auðvitað á sínum staö. í
dag kl. 15 og á sama tima á rnorgun.
ýmislegt
Ferðalög:
Útivistardagur fjölskyldunnar:
Á sunnudaginn verður Útivistardagur
fjölskyldunnar. Gengið veröur um Mar-
ardal á Hengil og endaö i pylsuveislu viö
Draugatjörn. Lagt upp kl. 10.30
Kl. 13.00 verður aöalfjölskylduferðin.
Gengið um gömlu þjóðleiöina um Hellis-
heiöi. Brottför frá BSl. Á laugardag verö-
ur farin fuglaskoðunarferð um Garö-
skaga, Sandgeröi og Básenda i fylgd
meö Árna Waag. Lagt upp frá BSl kl.
13.00.
Skemmtanir:
Sumartískan Tónabæ:
Um helgina veröur haldin I Tónabæ sýn-
ingin Tiskan sumariö '83. Aö sýningunni
standa allar helstu tiskuverslanir i
Reykjkavík. Hún er opin frá -16-23
laugardag og 13-23 á sunnudag.
Menningarmiðstöðin
við Gerðuberg
Á morgun, sunnudag, verður skemmti-
dagskrá i menningarmiöstöðinni. Sigríð-
ur Hannesdóttir og Aage Lorange spila
og syngja fyrir kaffigesti m.a. gömul
revíulög og fleira gamalt og gott. Dag-
skráin hefst kl. 16.00.
Kvikmyndir:
MÍR-saiurinn:
Hin víöfræga Hamlet mynd Kozintsévs
frá 1964 með Innokenti Smoktúnovskí í
aðalhlutverki veröur sýnd í MlR-salnum
á morgun, sunnudag kl. 16.00. Á
máunudag kl. 20.30 verður sigurdags-
ins minnst meö sýningu á tveimur heim-
ildarmyndum úr síðustu heimsstyrjöld.
Önnur myndin lýsir orrustunni um Stal-
ingrad veturinn 1942-43 og hin átökun-
um á fjóröu Úkraníuvígstöðvunum. Aö
lokinni kvikmyndasýningu á mánudags-
kvöld veröur skýrt frá væntanlegri hóp-
ferð MlR-félaga til Sovétrikjanna í ágúst
n.k.
„Fæðing“ heitir þessi nýja mynd
eftir Alfreð Flóka. Mynd —Atli.
mörku, og tekið þátt í fjölda sam-
sýninga.
Sýning Flóka í Listmunahúsinu
er opin daglega frá 10 - 18 og um
helgar frá 14 - 18, en lokað er á
mánudögum. Sýningin stendurtil
23. maí. -Ig
Listasafn íslands
íslenskir
meistarar
í Listasafni íslands hefur verið
opnuð sýning á höggmyndum
eftir meistarana, Ásmund Sveins-
son, Einar Jónsson og Sigurjón
Ólafsson. Fjöldi verka er eftir
hvern þeirra á sýningunni, verk
sem flest hver hafa verið fengin að
láni úr einkaeigu og öðrum
söfnum.
Þá eru á sýningunni myndir
eftir Bandaríkjamanninn David
Finn af höggmyndum fyrr-
nefndra myndhöggvara. Finn er
heimsþekktur ljósmyndari sem
hefur sérhæft sig í ljósmyndun
höggmynda frá ýmsum tíma-
bilum.
Sýningin í Listasafni íslands er
opin þriðjudaga og fimmtudaga
frá kl. 13.30 - 16.00 og um helgar
frá 13.30 - 18.00. Hún stendur til
15. maí n.k.
Píanótónleikar
í Þjóðleikhúsi
á mánudagskvöld
Martin
Berkofsky
leikur
eftir Liszt
Mánudaginn 9. maí n.k. mun
bandaríski píanósnillingurinn
Martin Berkofsky halda tónleika í
Þjóðleikhúsinu. Á efnisskrá
verða verk eftir Franz Liszt.
Martin Berkofsky á glæsilegan
feril að baki sem píanóleikari.
Eftir að hann lauk námi við Pea-
body Conservatory í Baltimore,
þá hefur hann haldið tónleika
víða um lönd. Þykir hann nú einn
fremsti túlkandi píanóverka frá
rómantíska tímabilinu. Hann
hefur m.a. leikið með Berlínar-
sinfóníunni, London Symphony
og Sinfóníuhljómsveit íslands.
Hann hefur einnig lagt sund á
fræðistörf á sínu sviði. Fann hann
til dæmis innan um gömul skjöl
handrit Liszt að píanóverkinu
„Deak“, sem Liszt hafði endur-
bætt, en ekki er vitað til, að þessi
útgáfa hafi verið leikin opinber-
lega fyrr en Berkofsky kynnti
hana. Mun þessi útgáfa verða
leikin á tónleikunum í
Þjóðleikhúsinu.