Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. maí 1983 Augu viógangstétt JtáálQflmemhg Gangstéttar- Ijóð eftir Einar Ólafsson Mál og menning hefur sent frá sér nýja ljóðabók eftir Einar Ólafs- son, Augu við gangstétt, en Einar hefur áður gefið út fjórar ljóða- bækur. Augu við gangstétt skiptist í sex hluta sem geyma ljóð af nokkuð ólíku tagi. I fyrsta hluta má skynja ógn nútímalífs bak við hógvær orð og myndir. Annar hluti heitir Hvíslið í gráum morgni og færir okkur nær daglegri baráttu fyrir brauði og hugsjónum. f þriðja hluta er ort um bylting- una í Rússlandi 1917, en í fjórða og fimmta hluta eru mildir blues- söngvar um ást og aðrar tilfinning- ar, ljóð eftir karlmann en þó kann- ski ekki karlmannleg í hefðbundn- um skilningi. Síðasti hluti bókar- innar heitir Öskutunna og sýnir það nauðsynlega portgagn sem tekur við lífi okkar smám saman eftir því sem á líður. „Ég var búin aö flytja 6 sinnum á hálfu ööru ári og var búin aö fá svo mikið ofnæmi fyrirflutningum að síðast henti ég öllu sem hönd áfesti: pottum, kápumog kommóðum, bara til þess að komast hjá því að flytja þetta helv... drasl“. Þettavoruorð konu nokkurrar í einu af úthverfum Reykjavíkursem ég átti orðastað við um daginn. Svo bætti hún við: „Þá skellti ég mér í að kaupa litla íbúð á jarðhæð í blokk og nú eru 2 ár síðan. Þetta hefur verið algjör martröð. Skuldirnar hrannast upp, ég hef aldrei átt pening og oft ekki fyrir mat. Það vill til að ég er léttlynd að eðlis- fari, annars væri ég löngu búin að fá magasár af áhyggjum“. Þessi unga kona á litla telpu og sambýlismann og þau þræla myrkranna milli. Allt þeirra líf snýst um eina litla íbúð á jarðhæð. Svona eru húsnæðismálin á ís- landi. Ég á líka ungan frænda sem ég hitti um daginn. Hann á konu og þau eru búin að koma sér upp íbúð. Þau þurfa nú að borga 50 þúsund krónur á mánuði í íbúð- ina. Þau vinna bæði öll kvöld og helgar og eru kannski heppin að fá alla þessa vinnu. Ungt fólk hvort sem það er að kaupa eða leigir á almennum markaði er allt í sömu súpunni. Flest þetta fólk á það sameigin- legt að það er eignalaust og hefur lægst launin. Það teflir á ystu nöf og lendir í vanskilum. Ég bíö eftir 80% láninu Leigumálin í Reykjavík eru ekki falleg. Stórar íbúðir eru leigðar á 10 þúsund krónur og þar að auki leggst hússjóðagjald ofan á. Litlar íbúðir eru leigðar á 6-9 þúsund krónur og kannski hálft eða heilt ár fyrirfram. Og það er gjarna láglaunafólkið sem ekki hefur ráðið við það að koma yfir sig þaki sem verður að borga þessa leigu. Hvernig getur það gengið? Að vísu eru margar undan- tekningar frá þessari reglu. Fjölmargar íbúðir eru leigðar í gegnum kunningsskap eða frændsemi fyrir langtum lægra verð og sumir húseigendur kæra sig ekki um að leigja á almennum markaði. Sjálfur bý ég í leiguíbúð og nú bíð ég spenntur eftir 80% hús- næðismálalánunum til langs tíma sem stjórnmálaflokkarnir keppt- ust við að lofa fyrir kosningar. Ég ætla að taka eitt slíkt og byggja hátimbrað. Annars hef ég raunar alltaf verið veikur fyrir þeirri heimspeki að best sé að eiga ekki neitt og fyrr sé maðurinn ekki frjáls. Maðurinn er nefnilega þræll eigna sinna. Og hann verð- ur frjáls þegar hann losnar úr þeim fjötrum. En það er nú ann- að mál og annar handleggur. Ég bíð eftir 80% láninu. - Guðjón sunnudagskrossgatan Nr. 370 1 1 z V é T S2 T~ X (e> 52 /o // v- I z /3 /3 s W V /3 2 JiT /é> 19- 5? ie 20 )S 21 /3 22 23s 52 )S zo sr 5 2? JS' n 23» 5? 11 2Ý JT 20 V S~ 7 * b /</ 8' V n 2<f /? 1? 52 )8 )ST ? 2(> l V & 2 J6~ 5' V )o PvA Kz 21 h’ 6' /? *r 21 /6 lb' S2 n- 1 3 1 )S~ Zv 52 l 2 /? K> sr ZO rv* /? T~ 1 /3 52 13 JS' ¥ S2 JT ' y <2 JS' 52 23 21 1 K/ ¥ 10 )f 13 ¥ /f /3 /6 /(, f & Jé> )<* 6" i s? Z(c 7- ÍT V 2iT 52 )& 6' Z(r 7- T i T / /s' 52 21 <r /c, 3Í r 1Z S2 r /7 í 21 V J0 32 17 Zá ? S2 23 IS 1 k <7 2J É 1 52 23 /S~ A Á B D Ð E ÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá alþekkt bæjarnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 370“. Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 31 Jí 20 ¥ 5" 3 Z/ /6 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar ersá sð finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, þvi með þvf eru gefnir stafir í allmörgumorðum.Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur aldrei a komið í stað á og öfugt. Verðlaun fyrir krossgátu nr. 366 hlaut Stefánía Guð- mundsdóttir, Fífuhvamms- vegi 35, Kópavogi. Þau eru hljómplatan Voulez-Vous með Abba. Lausnarorðið var Benedikt. Verðlaunin að þessu sinni eru skáldsagan Dauða- menn eftir Njörð P. Njarð- vík. Verðlaunin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.