Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 21
skák Helgin 7. - 8. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 50. skákþing Sovétríkjanna Endaspretturinn dugði Karpov til sigurs Niðurstaðan á Skákþingi Sovét- ríkjanna sem lauk rétt um það bil sem maísólin fór að skína hér á landi sem annarsstaðar, kemur engum á óvart. Heimsmeistarinn í skák, Anatoly Karpov sigraði, hlaut 9'/2 vinning af 15 mögulegum. Hitt er svo annað mál að með þess- um sigri tekur Karpov af öll tví- mæli um hver sé jafnbesti skák- maður allra tíma. Jafnvel þó svo hann ætti við mikla erfiðleika að rjá langt fram eftir móti tókst hon- um, hægt og bítandi, að þoka sér á toppinn og með því að vinna réttu skákirnar á réttum tíma var tak- markinu náð. Lengi vel þótti Sovétmeistara- mót ekki rétti vettvangurinn fyrir Karpov. Það var ekki fyrr en í fjórðu atlögu sinni að titlinum „Skákmeistari Sovétríkjann^" að honum tókst að ná settu marki. Það var árið 1976, og einmitt það mót var um margt líkt þessu. Karp- ov byrjaði illa, en sótti svo í sig veðrið og seig fram úr öllum á lok- asprettinum, hlaut 12 vinninga af 17 mögulegum. Mótið í ár var vissulega skipað frábærum skákmönnum, en hefði getað orðið enn sterkara. Ung- stirnið Kasparov hætti við þátttöku á síðustu stundu og Mikhael Tal varð að hætta eftir 6 umferðir með 2 vinninga. Allt frá því að Tal fór að láta verulega á sér kræla á skák- sviðinu hefur ferill hans liðið meira og minna fyrir afleita heilsu. Ekki kann ég sjúkdómsgreiningu hans frá þessu móti, en þess má geta að á skákmótinu í Tallinn í vetur varð að fresta einni af skákum hans vegna aðkenningar hjartaáfalls. Nóg um það. 2. sætið á Sovét- mótinu hirti skákmaður sem okkur íslendingum er ekki með öllu ó- kunnur, Vladimir Tukmakov. Hann tefldi hér á landi á Reykja- víkurskákmótunum 1972 og 1976 og vakti athygli fyrir varfærnislega tatlmennsku. Tukmakov var í hópi Balashovs, Karpovs Vaganian og Beljavskí talinn einn efnilegasti skákmaður Sovétbúa á árunum í kringum 1970, en hreppti mótbyr mitt á uppgangstímabili sínu og hrapaði nokkuð í áliti manna. Upp á síðkastið hefur Vladimir allur verið að braggast og var t. a. m. Umsjón Helgi Ólafsson ekki ýkja langt frá því að krækja sér í sæti í áskorendakeppninni þegar hann tefldi á millisvæðamót- inu í Las Palmas í fyrra. Áður en ég vind mér í eina af vinningsskákum heimsmeistarans frá Sovétmeistar- amótinu vil ég hér gefa upp endan- lega röð keppenda og um leið þakka starfsmönnum APN- fréttastofunnar hér á landi fyrir að hafa uppá skákum og úrslitum úr mótinu: 1. Karpov 9‘/2 v. 2. Tukmakov 9 v. 3.-4. Polugajevskí og Vaganian 8V2 v. 5. Balashov 8 v. 6.-9. Petro- sjan, Malanjúk, Romanishin og Pshakis allir með l'h vinnig. 10,- 13. Azmaparashvili, Agzamov, Beljavskí og Razuvajev allir með 7 vinninga. 14.-15. Geller og Yusup- ov 6V2 vinning 16. Lerner 5V2 vinning. (Athyglisverður leikur þegar haft er í huga að fáir skákmenn hafa betra vinningshlutfall útúr hefð- bundna spænska leiknum sem kemur upp eftir 8. c3 d6 9. h3 en Karpov. Skýringin á þessu óvænta fráviki kann að vera sú að Karpov hafi óttast Marshall-árásina sem kemur upp eftir 8. - d5. Geller hef- ur í seinni tíð, beitt Marshall- árásinni með allgóðum árangri og er þar öllum hnútum kunnugur.) 8. .. Bb7 11. Re3 Bf8 9. Rbd2 h6 12. Bd2 10. Rfl He8 (Hindrunarleikur góður. Hvítur kemur í veg fyrir 12. - Ra5 og að öðru leyti þjónar leikurinn þeim tilgangi að koma hvíta liðinu fram á borðið.) 12. .. d6 14. c3 Re7 13. a4 Rd7 (Stefnir að framrás d-peðsins. Leikurinn hefur að öðru leyti þann augljósa ókost að byrgja útsýni hróksins á e8.) 15. Dbl (Setur óbeint vald á e4-peðið og undirbýr framrás d-peðsins. Það er eftirtektarvert að Karpov staðsetur drottninguna ekki á c2. Þar á bisk- upinn aðsetur. 15. .. Rc5 16. Bc2 d5? (Annars leikur hvítur 17, d4.) 17. exd5 Rxd5 18- Kfí4 (Riddarinn vippar sér í áhrifastöðu og nú stendur e5-peðið á brauðfótum.) 18. .. Rf4 Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Efim Geller Spænskur leikur 1. e4 e5 2. RD Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. d3 (Aðrar leiðir eru ekki færar. Nú græðir hvítur ekkert á 19. Rgxe5 vegna 19. - Bxf3! o.s. frv.) 19. Bxf4 exf4 20. Rge5 Bd6 (í fljótu bragði virðist 20. - f6 vera eini leikurinn sem heldur svörtu stöðunni svona nokkurn veginn saman. En þegar að er gáð koma ýmsir annmarkar í ljós. T.d. 21. Rg6 Bxf3 22. gxf3 Dd5 (að sjálf- sögðu ekki 22. - Hxel - 23. Dxel Rxd3 24. De6+ og vinnur) 23. d4! og svartur á við ramman reip að draga. Þannig dugar ekki að leika 23. - Dxf3 vegna hins lymskulega leiks 24. Da2+! t.d. 24. - Re6 25. Bf5! (ekki 25. Hxe6 Dg4+) og vinnur. Og 23. - Hxel+ 24. Dxel Dxe3 strandar á 25. Bdl!! Dd5 26. Rxf8 og hvítur vinnur mann. Sund- urgreining stöðunnar sem kemur upp eftir 20. leik hvíts leiðir það í ljós að svartur á við hartnær óyfir- stíganleg vandamál að stríða. En hvar liggja þá mistök svarts? Áætl- unin sem hófst með leiknum 14. - Re7 sem miðaði að framrás d- peðsins virðist vera meinvald- urinn.) 21. d4 Bxt-5 23. D 22. Rxe5 Dg5 (Nú verður svartur að mæta hótun- inni 24. b4 og 25. Bh7+.) 23. .. Had8 25- Ha7! 24. axb5 axb5 (Óþægilegur leikur. Stöðuupp- bygging Karpov hefur lánast hreint ótrúlega vel. Allir menn hans hafa mikil áhrif á gang mála.) 25. .. Bd5 27. Ha7 Rc5 26. Hxc7 Ra6 28. Bh7+! (Þessi biskupsskák sem hefur vof- að yfir svörtum um alllangt skeið kemur nú á versta tíma. Karpov er vanur að bíða með öflugan leik þangað til hann verður hvað áhrif- aríkastur.) 28. .. Kf8 Kasparov fékk Skák-Óskarinn Skákpistlahöfundar blaða víðsvegar um heim skiluðu nýlega inn áliti sínu á því hvern telja ber besta skákmann ársins 1982. Verðlaunin sem veitt eru þeim sem efstur verður hafa verið veitt frá árinu 1967 og kallast „Skák- Óskarinn“. Eftirtaldir hafa hlotið verðlaunin: 1967: Larsen, 1968: Spasskí, 1969: Spasskí, 1970: Fischer, 1971: Fischer, 1972: Fischer, 1973: Karpov, 1974: Karpov, 1975: Karpov, 1976: Karpov, 1977: Karpov, 1978: Kortsnoj, 1979: Karpov, 1980: Karpov, 1981: Karpov. Niðurstaðan fyrir árið 1982 varð þessi: stig: 1. Kasparov.............. 1021 2. Karpov................. 943 3. Andersson.............. 594 4. Ribli.................. 513 5. Tal.................... 480 6. Ljubojevic..............470 7. Portisch............... 469 8. Beljavskí.............. 422 9. Smyslov................ 229 10. Polugajevskí........... 162 Afrekaskrá Kasparovs fyrir ár- ið í fyrra er glæsileg. Hann sigraði á hinu geysisterka skákmóti í, Bugonjo í Júgóslavíu með mikl- um yfirburðum, hlaut 9'h vinning af 13 mögulegum, sigraði á milli- svæðamótinu í Moskvu með 10 vinninga af 13 mögulegum, og hlaut 8V2 vinning af 11 mögu- legum á 2. borði fyrir skáksveit Sovétríkjanna á Olympíumótinu í Luzern. í flokkakeppni Sové- tríkjanna tapaði hann einu skákum sínum á árinu, fyrir þeim Gulko og Romanishon. Reyndar má bæta við sigri á Skákþingi So- vétríkjanna fyrir árið 1981 á þennan lista, því mótinu lauk ekki fyrr en nokkuð var liðið á janúarmánuð. Ekki einasta fékk Kasparov góða prósentu úr þess- um nótum, heldur það sem meira er um vert: hann sýndi hreint stórkostleg tilþrif í fjölmörgum skákum. Aðdáendur hans þurfa ekki annað en að minnast skákar- innar við Kortsnoj á síðasta ol- ympíumótinu til að kikna í hnján- um af geðshræringu. Árið í fyrra var eitt hið léleg- asta hjá Karpov um langt skeið. Þó dugði það honum til að hljóta 2. sætið. Hann varð í 1.-2. sæti á stórmótinu í London, 1.-2. sæti á sterku móti á Ítalíu, varð einn efstur á Tilburg mótinu eina ferð- ina enn og hlaut 6'h vinning af 8 mögulegum á 1. borði fyrir ol- ympíulið Sovétmanna á olympíu- Kasparov aðtaflivið Svíann Ulf Andersson á Olympíuskák mótinu í Luzern i haust. Anders- son hafnaði i 3. sæti á listanum. mótinu í Luzern. Skákmótið í Mar del Plata setti hann mjög niður, en þar hafnaði hann í 3.-5. sæti á eftir Timman og Ljuboje- vic. Karpov sigraði í sjónvarp- smóti v-þýska sjónvarpsins en skákirnar í því eru ekki metnar til stiga. Þegar öllu er á botninn hvolft þá má hann all vel við una. Svíinn Ulf Andersson átti sitt allra besta ár í langan tíma. Karpov (Ekki 28. - Kh8 29. Hxf7! og svart- ur glataður.) 29. b4 Ra4 30. Dd3! (Engin þörf fyrir 30. Rd7+) 30. .. Bc4? (Afleikur í tapaðri stöðu.) 31. Dxc4! og svartur gafst upp. Hann er mát eftir 31. - bxc4 32. Hxf7+. Nýtt erlent lán Nýlega var undirritaður í Reykjavík samningur um lán til íslenska ríkisins að upphæð 40 miljónir hollenskra gyllina sem er jafnvirði sem næst 317 miljóna ís- lenskra króna. Lánið er tekið hjá tveimur hollenskum bönkum fyrir milligöngu Amro Bank. Lánið er veitt til 10 ára, en er afborgunarlaust fyrstu sex árin. Vextir eru 8%% og greiðast ár- lega eftir á. Lánsféð mun renna til fram- kvæmda samkvæmt lánsfjár- lögum. Lánssamninginn undirritaði Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs. Seðla- banki Islands annaðist undirbún- ing lántökunnar. Háskóli íslands Fyrir- lestur Ingi Sigurðsson lektor heldur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla ís- lands, laugardaginn 7. maí 1983 kl. 14 í stofu 423 í Árnagarði. Fyrirlesturinn fjallar um ís- lenska sagnfræði frá miðri nítj- ándu öld til samtímans í erlendu samhengi. Þetta er sjöundi og síðasti fyrirlesturinn í röð fyrirle- stra um rannsóknir á vegum heimspekideildar á vormisseri. Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrirlesturinn yrði fluttur 16. apríl en var þá frestað vegna veikinda. Öllum er heimill aðgangur. Heimsverslun dróst saman Heimsverslunin minnkaði í fyrra um 2% frá árinu áður segir í nýlegri skýrslu frá alþjóðlegu viðskipta- og tollastofnuninni GATT. Sambúðarerfiðleikar fara mjög í vöxt í alþjóðlegum viðskiptum. Kvörtunum um hindranir í við- skiptum og beinum viðskipta- stríðum fer fjölgandi með hverju ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.