Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 3
Helgin 28. - 29. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 LUKKULEIKUR. HAPPDRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS. SPILAR ÞÚ MEÐ? jEl VTÐÞÖRFNUMST ÞÍN- ÞÚOKKAR Ahugamenn um tónlistarmál: rar* Spilar þú með? Gleymdu þá ekki gíróseðlinum. Sparaksturs- keppni á morgun Á morgun, sunnudag gengst Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykj avík- ur í samvinnu við FÍB, Bflgreinas- ambandið og OLÍS, fyrir sparakst- urskeppni og hefst hún við bensín- stöð OLÍS, við Suðurlandsbraut. Fyrst verða eknir 30 km innan- bæjar og verður lagt af stað kl. 10:00 árdegis. Ekið verður um Breiðholtshverfi, Kópavog. Foss- vogsdal, Hlíðahverfi og vestur á Granda. Á bakaleiðinni verður ek- ið um miðbæinn, inn Hverfisgötu, Laugaveg og Suðurlandsbraut að þeim stað þar sem frá var ekið. Kl. 14.00 hefst svo keppnin um utanbæjarakstur og verður farið frá sama stað. Bílar frá sjö fyrir- tækjum taka þátt í keppninni, en þau eru: Bílaborg með Mazda, Brimborg með Daihatsu, Hekla með VW Golf diesel, Ingvar Helgason með Subaru 700, Sveinn Egilsson með Suzuki, Töggur með Saab, Veltir með Volvo. Bílunum er skipt í flokka eftir rúmtaki vélarinnar og þarf ástand bflanna að vera nákvæmlega eins og upp er gefið í upplýsingahand- bók hvers bfls. Vinna að því að reisa hús tónlistarinnar Undirbúningsfundur 4. júní n.k.; Að undanförnu hafa nokkrir tónlistarunnendur rætt þörfina og möguleikana á því að reisa tón- listarhús í Reykjavík og verður boðað til almenns fundar áhuga- manna þar um laugardaginn 4. júní n.k. í Háskólabíói, að loknum endurflutningi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands á 9. sinfóníu Beetho- vens. Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélagsins er einn þeirra sem að þeim fundi standa og hann sagði í samtali við Þjóðviljann að lagt yrði fyrir fundarmenn hvort kjósa eigi undirbúningsnefnd og stofna síðan samtök um byggingu tónlistarhúss næsta haust. „Það er tilfinnanlegur skortur á góðum tónleikasölum í Reykja- vík“, sagði Ingi, ekki síst ef miðað er við þá grósku, starf og þann áhuga sem er á lifandi tónlist í borginni. Hjómburðurinn í Há- skólabíói, þar sem stærri tónverk eru venjulega flutt, er viðunandi, en sjálft húsnæðið þarfnast mikilla lagfæringa til að geta talist boðlegt, bæði fyrir hljóðfæraleikara og áheyrendur. Á listahátíðum verður svo að flytja hljómleikahald í í- þróttahöllina setft engan veginn er hönnuð fyrir tónlistarflutning. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að nokkur hópur tónlistarunnenda hefur nú að undanförnu verið að ræða það í alvöru að koma hér upp rétt hönnuðum hljómleikasal sem hæfir því tónlistarlífi sem hér blómstrar.“ - Stefnið þið á tónlistarhöll? „Við erum ekki með neinar mótaðar hugmyndir um stærð, staðsetningu eða það hvort t.d. óp- eruflutningur yrði einnig með í dæminu, aðeins hitt að koma upp einum stórum og öðrum litlum tónlistarsal í borginni. Það fer síð- an eftir undirtektum og áhuga hvernig framhaldið þróast", sagði Ingi R. Helgason að lokum. Að Hér vantar tónleikasali sem hæfa hinu gróskumikla tónlistarlífi í borginni, sagði Ingi R. Helgason. fundinum annan laugardag standa auk hans Jón Þórarinsson, Hákon Sigurgrímsson, Gunnar Egilsson, Ármann Örn Ármannsson, Rut Magnússon, Ragnar Arnalds og Ásgeir Einarsson. -gfr. STORGLÆSEÆGIR MAZDABÍLAR Lukkuleikurinn snýst um það hverjir hreppi 5 Mazdabíla, þ.á.m. þrjá Mazda 626, þessa írœgu,og 120 ELECTROLUX ÖREYLGJUOFNA Allir þessir vinningar éru skattírjálsir. Sumartími Athygli viðskiptavina Brunabótafélags ís- lands er vakin á því að á tímabilinu frá 1. júní til 1. september n.k. verður aðalskrifstofa fé- lagsins að Laugavegi 103, Reykjavík opin . T frá kl. 8.00-16.00 mánudag til föstudags BRUNABOTAFELAG ÍSLANDS - GAGNKVÆMT TRYGGINGAFÉLAG - Laugavegi 103, 105 Reykjavík, sími 91- 26055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.