Þjóðviljinn - 28.05.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. maí 1983 stjórnmál á sunnudegi Svavar Gestsson skrifar mér komi til hugar að komist verði hjá því að gera róttækar ráðstafanir í efnahagsmálum. í stjórnarmynd- unarviðræðunum lögðum við til að verðbætur á lægstu laun yrðu óskertar en síðan sama krónutalan upp eftir launastiganum. Þessi til- laga okkar gerði einnig ráð fyrir samningum við launafólk um kjör þess. Nú hafa verið teknir upp aðrir hættir en við lögðum til. Okk- ar tillögur hafa ekki gert ráð fyrir einhliða skerðingu launa - okkar tillögur hafa gert ráð fyrir uppgjöri gegn verðbólgu, þjóðarátaki, þar sem allir leggi eitthvað á sig og þeir mest sem mest hafa. Núverandi ríkisstjórn leggur allt á launafólk. Það kemur síðan niður á öllum smærri atvinnurekstri sem byggir á kaupgetu almennings. Þannig er ráðist gegn launamönnum, bænd- um, sjómönnum, með breytingum á skiptakjörum, og smærri at- vinnurekstri. Þetta er ekki þjóðar- sátt heldur leiftursókn gegn lífskjö- rum. Ég hef ekki trú á því að árásir núverandi ríkisstjórnar leysi nokk- urn vanda. En þær munu breyta þjóðfélaginu í átakavettvang, stuðla að ófriði í landinu ef ekki strax þá fljótlega. Með þessum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar skapast bein hætta á atvinnuleysi vegna minnkandi eftirspurnar. Með þessum ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar er öllum efnahags- vandanum breytt í vanda alþýðu- heimilanna einna. Hér er ekki um' að ræða alhliða efnahagsaðgerðir sem koma við alla. Hér er um að ræða einhliða árás á kjör almenn- ings. „Þessi ríkisstjórn leggur allt á launafólk“ - Miðstjórn ASÍ ræðir áform Steingríms-stjórnar. (Ljósm. Atli). Þetta er ekki þj óöar- sátt heldur leiftursókn Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins sem tók við í fy rradag er * kennd við Steingrím Her- mannsson, formann Fram- sóknarflokksins. Flokkarnir tveireru líkirog frásjónarhóli verkalýðshreyfingarinnar er ekki ýkja mikill munur á þeim. Hann er varla nema sá sem felst í nöfnum flokkanna og sögu-ínútíðinni erstefna þeirraiefnahagsmálum nánast hin sama. jl SýáMstæðisfíokkurinMi thdfur Ifengrö steikani wútduúftstöilii ff I rihkettjórm æm inortfkmu siinni fyrr. ,/ Hann 'hcfur citlkii uánaltugji Sarffð með sáðuneyti utannkismála, mennta- mála eða viðskiptamála. Hann fer með öll erlend samskipti fyrir ís- lands hönd - enginn ráðherra fer úr landi til þess að sitja fundi erlendis nema Sjálfstæðisflokksmaður, því þeir eru í utanríkis-, viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu svo dæmi séu Inefnd. Þannig hefur Steingrímur Hermannsson fært Sjálfstæðis- flokbwi þau ráðuneyti sem Geir Hallgrimsson hefur aldrei getað gert. Engir fatlaðir, engir aldraðir! Þegar Iitið er á málefnasamning ríkisstjórnarinnar er það margt sem vekur athygli, einkum þegar höfð er hliðsjón af þeim yfirlýsing- um, sem þegar liggja fyrir frá ein- stökum ráþherrum. Það fyrsta sem vakti athygli mína í málefnasamn- ingnum er að þar er enga efnisþætti að finna um málefni aldraðra, jafn- réttismál eru þar ekki á dagskrá, hvergi er fjallað um heilbrigðismál, né skólamál, né málefni almanna- trygginganna. Þetta sýnir að ráð- herrar þessara málaflokka ráða öllu um framkvæmd þeirra og þess- ir málaflokkar eru allir í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það verður því ákveðið í Valhöll á inn- anflokksfundum hjá íhaldinu hvernig þessum málum verður ráð- ið til lykta. í þessum efnum verður það flokksstefna íhaldsins sem ræður úrslitum. f húsnæðismálum eru hins vegar teknir upp nokkrir þættir úr stefnu Alþýðubandalags- ins, sem viðskiptaráðherra Fram- sóknarflokksins neitaði að sam- þykkja í fráfarandi ríkisstjórn. Eftir er að sjá hvernig framkvæmd- in verður. Með því verður fylgst. Árás á mannréttindi En það sem stendur upp úr í mál- irifaxasamningnum sjálfum eru kjaraunálin. Þar segir orðrétt sam- kvæmt Tímanum í gær, föstudag: „Núgildandi tilhögun launa og verðlagsákvarðana, sjálfvirkt, vél- rænt víxlgengi verðbótakerfisins, stefnir í ófæru. Af þessum ástæðum er nauösynlegt að nema úr gildi ákvæði laga og saawinga um verð- bætur á laun frá 1. jóní 1983 til l. júní 1985.“ Þetta þýðir að verðbótaákvæði Ólafslaga - sem þó eru skert og sættu mótmælum verkalýðshreyf- ingarinnar 1979 - eru felld úr gildi og þá ekki gert ráð fyrir því að Sjálfstœðis- flokkurinn hefur fengið sterkari valdaaðstöðu í ríkisstjórn en nokkru sinni fyrr samið verði um annað f staðinn í tvö ár. Þá segir í málefnasamningn- um að öll laun eigi að hækka um 8% nú 1. júní, í stað 22% og 1. október um 4%. Þannig hækki laun frá 1. mars til 31. desember um 12,3% meðan verðlag hækkar um 60%. En auk þessa er gert ráð fyrir því að samningar um kaup og kjör verði framlengdir svo breyttir til 31. janúar 1984. Þannig geijst allt í senn: 1. Kaupið hækkar um 12,3% meðan verðlag hækkar um 60%. 2. Kjarasamningar eru fram- lengdir í breyttu formi. 3. Ekki er gert ráð fyrir því að samið verði um annað til 31. des- ember. 4. Verðbætur á laun eru óheim- ilar til 1. júní 1985. Þetta eru ekki aðeins kaldar kveðjur: Þetta er árás á mannrétt- indi - ákveðin með bráðabirgða- lögum. Með þessum ákvæðum er ekki aðeins verið að taka vísitöluna úrsambandi. Lögin um stéttarfélög og vinnudeilur - hinn lagalegi grunnur verkalýðsbaráttunnar - eru tekin úr sambandi. Verkalýðs- félögin eru í raun bönnuð í a.m.k. 7 mánuði. Hér er því um að ræða harkalegri árás á kaup og kjör en nokkru sinni fyrr um áratugaskeið. Þarf að faræaÚtaftur til ársins 1942 til þess adfimn það sem unnt er að jafna saman vid þessar ákvarðanir nýjuríkisstjórnarinnar. Lögnúver- andi ríkisstjórnar eru ólög. Þau verður að afnema hið fyrsta. Þarna er vegið svo harkalega að samn- ingsfrelsinu, starfsemi verkalýðsfé- laganna, mannréttindum og lýðfrelsi að ekki verður við unað. Getur það verið að stjórnvöld- um detti í hug að þessi ólög fái að standa? Sennilega er það svo, en það er þá aðeins í trausti þess og faillvissu að fólk geti ekki annað en unað þeim, því skorturinn haldi mönnum frá baráttunni. Og vissu- lega getur svo farið að launafólk eigi erfitt með að hefja harða bar- Steingrímur hefur fært Sjálfstæðis- flokknum meiri áhríf en foringi hans gat gert. áttu gegn bráðabirgðálögunum strax - en því fyrr því betra. Þetta er ekki þjóðarsátt Enginn má skilja orð mín svo að Núverandi ríkisstjórn leggur allt ú launafólk. Það kemur síðan niður d öllum smœrri atvinnu- rekstri sem byggir á kaupgetu almennings Erlend stóriðja - herstöðin Hér hefur verið vikið að megin- atriði stjórnarsáttmála Steingríms Hermannssonar. Hin atriðin í stefnu ríkisstjórnar hans sem vert er að minna á lúta að atvinnumál- um og utanríkismálum. í atvinnu- málum er gert ráð fyrir erlendri stóriðju í stórauknum mæli, ekki aðeins í nýjum fyrirtækjum, heldur einnig með því að selja hlut í þeim fyrirtækjum sem íslendingar hafa ætlað sér stærstan hlut í og með því að stækka álverið í Straumsvík. í utannkismálum er gert ráð fyrir stórfelldum umsvifum hersins með framkvæmdum við flugstöð og hernaðarmannvirki í Helguvík. Hér er það vísvitandi ætlun þessar- ar ríkisstjórnar að gera landsmenn háða erlendri stóriðju og atvinnu- framkvæmdum í herstöðinni um leið og atvinna við atvinnuvegi landsmanna sjálfra verður skorin niður. Með þessari stefnu er því veruleg hætta á að unnið verði óbætanlegt tjón á sjálfstæði landsins. Forgangsverkefni Þannig hlýtur baráttan gegn hinni nýju ríkisstjórn að verða for- gangsverkefni næstu vikna og mán- aða. í þeirri baráttu munu falla í einn farveg barátta verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsishreyfing- ar. í þeirri baráttu mun Alþýðu- bandalagið leggja áherslu á að laða til samstarfs alla þá sem saman eiga margt sameiginlegt og hljóta að ná saman í þessari baráttu. Þar er um að ræða stjórnarandstöðuflokka og þúsundir einstaklinga sem stutt hafa stjórnarflokkana en ofbýður heiftin í aðgerðum þeirra. Þar er um að ræða hagsmunasamtök launamanna, bænda og sjómanna. Því fyrr sem ríkisstjórnin fer frá því betra. Ríkisstjórn sem ræðst að grundvallarmannréttindum og grefur undan sjálfstæði þjóðarinn- ar á að fara sem fyrst.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.