Þjóðviljinn - 28.05.1983, Síða 24

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Síða 24
MQÐVIUINN Helgin 28. - 29. maí 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 1% til að milda 25 til 30% kauprán Lögbann á verðbætur launa næstu 2 árín ,,Það fer eftir hegningarlögum”, sagði Steingrímur um hugsanleg brot gegn lögbanninu! „Frá gildistöku þessara laga til 31. maí 1985 er óheim- ilt að ákveða, að kaup, laun, þóknun, ákvæðisvinnu- taxti eða nokkurt annað endurgjaid fyrir unnin störf, eða nokkrar starfstengdar greiðslur skuli fylgja breytingum vísitölu eða annars hliðstæðs mælikvarða á einn eða annan hátt“. Þannig hljóðar textinn í bráðabirgðalögunum, sem ríkisstjórnin gaf út í gær, og þannig bannað með lögum að greiða eða semja um nokkrar verðbætur á laun næstu tvö ár. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ætlar að skammta kjörin í 2 ár eftir pöntun Vinnuveitendasam- bandsins og byrjar með 8% 1. júní og 4% 1. sept., eða 12,3% launahækkun samtals á móti nær 60% verðlags- hækkunum á sama tíma. Og það er sett bann á samtök launafólks, - þeim er bannað með lögum að bera hönd fyrir höfuð umbjóðenda sinna. - „Pað fer eftir hegningarlög- um“, sagði Steingrímur Her- mannsson, þegar hann var að því spurður á fundi með frétta- mönnum í gær, hvers mætti vænta, ef menn semdu nú um verðbætur þrátt fyrir lögin! - Það er þægilegt, að geta vísað á tugthúsdyrnar, eða hvað? I bráðabirgðalögun gærdagsins segir hins vegar um verðlagshækk- anir, að aðeins skuli leyfa „óhjá- kvæmilegar hækkanir", - en við spyrjum hvenær hafa þeir, sem hækka verð á sinni vöru ekki talið þær hækkanir óhjákvæmilegar!! í bráðabirgðalögunum er tekið fram að fiskverð og launaliður bóndans í verðlagsgrundvelli land- búnaðarvara skuli hækka í sam- ræmi við laun 1. júní og 1. sept. um 8 og 4%. Þegar fréttamönnum var kynnt efni bráðabirgðalaganna á fundi með fjórum ráðherrum kom fram að hinar „mildandi aðgerðir" eru þessar: Tekjuskattur lækkar um 1400,- krónur á mann, barnabætur hækka um 3000 krónur fyrir hvert barn, sem ekki hafði náð 7 ára aldri um síðustu áramót. Lífeyrir, tekju- trygging og heimilisuppbót aldr- aðra og öryrkja hækkar 1. júní um 5% umfram hækkun almennra launa. Mæðralaun, sem eru um 2500,- kr.á ári með einu barni hækka um 100%!!, - og mæðra- laun, með fleiri börnum um 30%. 150 miljónum króna verður varið til jöfnunar og lækkunar hitunar- kostnaðar. Þá er ríkisstjórninni veitt heimild til að gangast fyrir frestun á allt að 25% af árlegri greiðslu af íbúðalánum samkvæmt lánskjaravísitölu, en þó þannig að allt lánið greiðist að lokum með fullri verðtryggingu samkvæmt lánskjaravísitölu. Samtals verður varið til þessara „mildandi aðgerða" um 400 milj- ónum króna, en það er rétt um 1% af heildarlaunagreiðslum i landinu, sem þannig er skiiað til baka!! k. Hlutaskiptakjörum sjómanna enn raskað 39% verða tekín framhjá skiptum Meðal þeirra bráðabirgðalaga, sem ríkisstjórnin gaf út í gær voru lög um ráðstafanir til að „mæta rekstrarvanda í sjávarú- tvegi“. Þar er m.a. kveðið á um breytingu á hlutaskiptum sjómanna, og eiga nú 39% af aflaverðmæti að takast framhjá hlutaskiptum til sjómanna á fiskiskipum yfir 240 lestir og 35% hjá minni skipum. Fyrir setrtingu laganna voru 17% tekin framhjá skiptum, með 7% olíugjaldi og 10% greiðslu í Stofn- fjársjóð fiskiskipa. Auk þess greiddi fiskvinnslan sem svaraði 10% í fiskverði í olíusjóð til niður- greiðslu á olíukostnaði útgerðar- innar. Samtals námu því þessar greiðslur fiskvinnslunnar framhjá skiptum áður 27% af fiskverði, en eiga nú að hækka í 35 og 39%. Það sem hér er sagt er miðað við löndun hér innanlands, en sé siglt með afla gilda aðrar reglur. Greinilegt er á þessum ákvæðum laganna, að sjómenn á stærri skipum eiga einskis að njóta af þeirri fiskverðshækkun, sem út- gerðin þarna fær. Fiskverð til þeirra á aðeins að hækka eins og laun, það erum 8% þann 1. júníog um 4% þann 1. sept., eða um sam- tals 12,3% til áramóta, enda þótt verðlagshækkanir séu á sama tíma taldar verða um 60% frá því fisk- verð hækkaði síðast og til áramóta. Sjómenn á bátum undir 240 lest- um fá hins vegar í sinn hlut 4% aukalega ofan á fiskverðið, og dregur það þó harla skammt til að mæta gífurlegu tekjutapi af völdum Talsmenn hinnar nýju stjórnar á blaðamannafundi í gaer. (ljósm. Atli) aflaminnkunar og þeirra almennu kjaraskerðingarráðstafana, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. í bráðabirgðalögunum um ráðstafanir í sjávarútvegi er einnig að finna ákvæði um 10% gengis- mun, sem taka skuli af verðmæti útfluttra sjávarafurða, sem fram- leiddar voru fyrir 1. júní 1983. Ríkisstjórnin mun síðar kveða nán- ar á um til hvaða afurða ákvæði þetta taki og ráðstafa fé úr geng- ismunarsjóði í þágu sjávarútvegs- ins og sjóða hans. k. 20% hækkun á millilandaflugi Meðalhækkun erlends gjaldeyris varð um 17% í kjölfar 14.6% geng- isfellingar sem hin nýja ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar lét koma til framkvæmda í gærmorg- un. Sem dæmi má nefna að dollar hækkar við þessa ráðstöfun ríkis- stjórnarinnar um 17.1% og er hækkun dollars frá áramótum þvi orðin 62.77%, eða úr 16.6 kr. í 27.02 kr. f dag! Það var að venju bankastjóm Seðlabankans sem í gær ákvað nýtt gengi að höfðu samráði við banka- ráð og með samþykki ríkisstjórnar- innar. Sterlingspundið hækkar við gengisfeilinguna um 19.9% og kostar nú hvert sterlingspund 43.30 krónur og hefur hækkað frá ára- mótum um 61,86%. Þýskt mark kostar nú 10.7953 kr. og hækkaði við gengisfellinguna um 16.3% en frá áramótum um samtals 54,58%. Þá hækkar danska krónan nú um 15.8% og verðum við nú að greiða 3.0118 kr. fyrir hverja danska krónu. Hækkun dönsku krónunnar frá áramótum er því orðin 52.18%. Hækkun á erlendum varningi í kjölfar þessarar hækkunar á er- lendum gjaldmiðlum kemur . til framkvæmda strax eftir helgina í flestum tilfellum, en nokkuð bar á hækkunum strax í gær. -v. Flugmiðar til útlanda hafa hækkað í verði um 20% þessa síð- ustu daga og kemur þar bæði til gengisfellingin í vikunni og gengis- sig áður en gjaldeyrisdeildirnar lokuðu. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk hjá Flugleiðum þurfa þeir sem keyptu flugmiða fyrir gengisfellinguna ekki að greiða neina viðbót en mikil sala var í flug- miðum í vor, einkum apex miðum. Ódýrustu apexmiðarnir, svokall- aðir „Rauðir apex“ eru nálega uppseldir í allt sumar. Gengið fellt um 14,6% í gær . _ y Meðalhækkun erlends gjaldeyris varð 17 % dollarinn hefur hækkað um 62.77% frá áramótum! Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins Fundur verður haldinn í miðstjóm Alþýðubandalags- ins dagana 4. og 5. júní. Fundarstaður, dagskrá og nánari fundartími verða auglýst í Þjóðviljanum á þriðjudag. Svavar Gestsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.