Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. júní 1983. DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjorar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigúrdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergijót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. .Pökkup: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Utkrjyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Að lifa við eld • í dag, þann 8. júní, eru rétt 200 ár liðin frá upphafi Skaftár- elda. Þeir miklu jarðeldar á Síðumannaafrétti kölluðu yfir íslensku þjóðina sárari neyð en nokkrar náttúruhamfarir aðrar bæði fyrr og síðar. • í Móðuharðindunum, sem fylgdu Skaftáreldum, féllu fyrst grös og annar jarðargróður, þá búpeningur, sem ekki hafði lengur neitt til að nærast á og loks mannfólkið úr hungri og harðrétti. • Talið er að á hörmungardögum Móðuharðindanna hafi fallið hér yfir 50% nautgripa, um 77% hrossa og um 82% alls sauðfjár í landinu. í frumstæðu bændaþjóðfélagi, þar sem kvikfjárræktin var helsti bjargræðisvegurinn, hlutu afleiðingar slíks fellis að verða hrikalegar íyrir mannfólkið. Enda fór það svo, að hér féllu um 10.000 manns og drjúgur hluti hinna, sem eftir lifðu, mátti kosta sér öllum til að fá lífinu borgið, og skall þá víða hurð nærri hælum. • Við upphaf Skaftárelda voru Islendingar nær 49.000. Þrem árum síðar hafði fækkað niður í liðlega 38.000. Röskur fimmt- ungur þjóðarinnar var fallinn. Öskufallið frá jarðeldinum í Lakagígum náði um land allt og reyndar sáust þess einnig merki víða erlendis. • Þótt fólk félli um nær allt land kreppti þó harðast að í sveitum Vestur-Skaftafellssýslu þar sem fjölmargar jarðir al- eyddust, og hurfu sumar undir hraunflóðið með húsum og högum. Á árunum 1783 til 1785 dóu 225 af 601 íbúa í sóknum séra Jóns Steingrímssonar á Prestsbakka samkvæmt skýrslu hans, eða meir en þriðjungur mannfólksins. • í sögu þjóðar eru 200 ár ekki langur tími. Mörgum nútíma- manni kann reyndar að virðast sem langt sé um liðið og líf þjóðarinnar í landinu á fyrri tímum komi okkur ekki lengur við. Sá sem þannig týnir þeim þræði, sem líf hans er sprottið frá, glatar hins vegar einnig sjálfum sér, og fer villtur vegar, þótt heimsins glys sýnist allt í hendi. • Við sem nú lifum í landinu eigum kynslóð Móðuharðind- anna fyrir 200 árum stórt að þakka. Hennar seigla og þrek í raunum barg lífi okkar þegar tæpast stóð, - lífi barnanna sem þá uxu úr grasi á hörmungarinnar tíð og þar með okkar lífi, sem erum þeirra niðjar. • Þótt mannfall yrði mikið í eldraun Skaftárelda, þá var einmg safnað í reynslusjóð á þeim dögum. • í þann dýra reynslusjóð sóttu menn lengi síðar kraft og þor, þegar betri tíð var gengin í garð. Og auðvitað var það engin tilviljun, að einmitt sú kynslóð, sem átti feður sína og mæður í eldlínu Móðuharðindanna, - hún varð fyrst til að reisa við hún merki sjálfstæðisbaráttu okkar á 19. öld og hefja alhliða fram- farasókn á sviði menningar og atvinnulífs. í lífi einstaklinga og þjóða þá er afturbatinn jafnan heillatími. • Við sögðum áðan að 200 ár væru ekki langur tími í sögu þjóðar. Svo skammur reyndar, að ýmsir þeir sem fæddir voru á árunum 1830 til 1850 náðu í æsku sinni að líta augum fólk sem lifað hafði í Skaftáreldum og svo í elli sinni þau böm, sem sum lifa enn meðal okkar og nú em gamalt fólk. Þannig fléttar tíminn reipið langa. • Um þá miklu plágu, sem hér höfst fyrir 200 árum réttum, hafa varðveist ýmsar samtímaheimildir. Merkast er þar Eldrit og ævisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts á Prestbakka á Síðu. • Gefum þeim gamla presti orðið: - „Hér lifðu menn í sælgæti matar og drykkjar, sumir orðnir svo matvandir, einkanlega þjónustufólk, húsgangslýður og letingjar, að ei vildu nema þá allra bestu og krydduðustu fæðu. Drykkjuskapur og tóbaks- svall fór að sama lagi, að á einu ári upp gekk hér í gildi, heimboð og þess kyns brennivín upp á 4000 fiska, eftir sem ég með öðmm vitanlega samanreiknuðum, er svo hátt steig, að prestar fundust þeir hér, sem ei þóttust geta framflutt með reglu og andakt guðsþjónustugjörð nema fyrir brennivínstil- styrk, hverjum og svo urðu síðan sín hús í eyði látin, og margra annarra sem féllu á sömu sveif.“ • Þannig lýsir Jón því ljúfa en andavaralausa lífi, sem lifað var á Síðunni næstu árin fyrir eld og sparar ekki umvandanir, hvorki við fátæka né ríka. Hans trú var sú, að þau rámu regindjúp, sem tóku að ræskja sig upp um Laka á morgni hvítasunnudags, þann 8. júm 1783, væm aðeins verkfæri í hendi þess almættis, sem með verðugum hætti refsaði hinum drambsömu, þegar úr hófi keyrði. • Við emm máske svolítið annarrar skoðunar, enda öldin önnur en forðum og meira til skipta bæði af mat og drykk, svo ekki sé nú minnst á tóbak og brennivín fyrir presta og hús- gangslýð. Fátt mun samt hollara nú mörgum manninum en það, að bera sínar eigin bækur saman við eldrit og önnur skrif þess manns, sem best styrkti sitt fólk þegar mest á reyndi. k. klippt Albert með yfirfrakka Albert Guðmundsson er í undarlegri stöðu gagnvart flokks- eigendafélaginu í Sjálfstæðis- flokknum og Morgunblaðsklík- unni. „Margir bíða með eftir- væntingu aðgerða hins nýja fjár- málaráðherra“, sagði Morgun- blaðið þegar það var að setja fram óskir sínar um samdrátt op- inberra umsvifa á dögunum. Og sagt var að bankastjórarnir í flok- knum treystu ekki Albert til að gegna embætti viðskiptaráðherra einsog hugur hans stóð til. Nú hefur Albert látið hafa sig út í það að taka við sérlegum full- trúa Jóhannesar Nordal og flokkseigendafélagsins, einum harðsvíraðasta leiftursóknar- manni flokksins, Geir Haarde. Haarde hefur á undanförnum árum verið á launum hjá Nordal Seðlabankastjóra sem hagfræð- ingur, hann sat í olíuviðsskipta- nefndinni, er í stjórn Kísilmálm- vinnslunnar og fleiri opinberum störfum hefur hann gegnt („báknið burt“ er slagorð ung- liðadeildarinnar). Þá er Geir Ha- arde formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna - og hefur sem slíkur gefið út harðorðar yfirlýs- ingar um Gunnar Thoroddsen og stuðningsmenn hans. Albert hef- ur nú gert þennan leiftursókn- armann að nánasta ráðgjafa sínum. Útþensla Davíðs Hún getur verið óþægileg fyrir suma reglan um að opinberir aðilar þurfi að auglýsa eftir um- sóknum um störf. Það sannaðist um helgina þegar öll blöð birtu auglýsingu frá borgarstjóranum í Reykjavík þar sem hann óskaði eftir umsóknum um starf lög- fræðings á skrifstofu borgarverk- fræðings. Hann gumaði nefnilega Vígbúnaðarkapphlaupið: „Bandaríkjamenn hafa náð yfirhöndinni" „Bandaríkin hafa náð yfirhond- inni i kjarnorkuvígbúnaðarkapp- hlaupinu. Fyrir 1-2 árum voru élríkin meö fram úr þeim“ sagði Kichard Thornlon, prófessor i sögu og alþjóöasamskiptum, á blaða- mikið af því í haust að fækkað hefði verið í toppnum hjá em- bættismannaliðinu einmitt með því að sá sem þessari stöðu gegndi, Hjörleifur Kvaran, flyt- tist í hærri stöðu: stöðu skrif- stofustjóra hjá borgarverk- fræðingi. Ekki væri neinn annar ráðinn í hans stað! Já, þetta er auma reglan, ekki satt? Það hefði verið miklu þægilegra fyrir borg- arstjóra að geta bara ráðið í stöðuna án auglýsingar, - þá hefði klippari t.d. haldið að til- flutningurinn í embættismanna- toppnum í haust hefði sparað borginni eitt stöðugildi eins og borgarstjóri sagði. Nú veit hann betur og borgarbúar líka! Með yfirhöndina „Bandaríkin hafa náð yfír- höndinni í kjarnorkuvígbúnaðar- kapphlaupinu. Fyrir 1-2 árum voru Sovétríkin með yfírhöndina og standa okkur framar á vissum sviðum enn, en í dag höfum við komist fram úr þeim“. Þetta sagði Richard Thornton, prófess- or í sögu og alþjóðasamskiptum, á blaðamannafundi í Menningar- stofnun Bandaríkjanna í fyrradag að sögn Alþýðublaðsins. Klipp- ari óskar Bandaríkjamönnum innilega til hamingju. Matthías gegn Matthíasi Ákvörðun Matthíasar Bjarna- sonar heilbrigðisráðherra að fella niður reglugerð um endur- greiðslu á 20% af almennum tannviðgerðarkostnaði var mikið hreystiverk. Þar snerist ráðherr- ann Matthías Bjarnason gegn þingmanninum Matthíasi Bjarnasyni og hafði betur. Matt- hías Bjarnason var nefnilega meðflutningsmaður að frumvarpi Jóhönnu Sigurðardóttur á þingi í vetur, þar sem þau vildu ekki láta sér nægja að þingið samþykkti heimild til slíkrar endurgreiðslu með setningu reglugerðar, held- ur vildu þau njörva þessa ákvörð- un niður með breytingum á lögum um almannatryggingar. Jóhanna var upphaflega með hugmyndir um skattafslátt vegna tannlæknakostnaðar, en eins og hún segir réttilega í Alþýðublað- inu vildi meirihluti þings „heldur fara þá leið að láta almannatrygg- ingar greiða 20% kostnaðar". Reglugerð Svavars Gestssonar var því sett í fullu samræmi við vilja meirihluta Alþingis og í góðu samræmi við óskir Jóhönnu og Matthíasar þingmanns Bjarnasonar. Fyrir lá og yfirlýs- ing fjármálaráðherra um að fjár- veiting væri næg til þess að standa undir þessum útgjöldum. Vegna þess að Matthías ráð- herra snerist gegn Matthíasi þing- manni hafa hlaupastrákar íhalds- ins reynt í pressunni að verja hann með fúkyrðum í garð Svav- ars Gestssonar og m.a. talað um „fölsku tennurnar" hans Svavars og að honum sé nær að „bursta betur tennurnar". Óskar Magn- ússon fréttastjóri DV segir m.a. að menn eigi sjálfir að gæta tanna Um afnám reglu- gerðar um tann- lækniskostnað: Jóhanna Slguröardóttir „Ráðherrann Matthías Bjarnason ósammála þingmanninum Matthíasi Bjarnasyni" segir lohanna Siguröardottit sinna en ekki ríkið. Hver er sjálf- um sér næstur, og étiði það sem úti frýst, er boðskapurinn þessa dagana. -ekh og skoriö Islenskur Biedermann Það er háttur þeirra sem hvað mest vinna að því að efla engil- saxnesk áhrif á íslandi á kostnað annarra menningaráhrifa, svo sem norrænna, að tala í tíma og ótíma um öll þau leiðindi sem sænskt sjónvarps- og kvikmynda- efni hafi í för með sér. Þessa flatneskjuklisju éta svo aðrir minni spámenn upp og fer hún stundum ólánlega í munni þeirra eins og henti einn kollega á DV í gær. Hann skrifar svo um sjón- várpsdagskrána: „Það síðasta sem ég reyndi að fylgjast með á dagskrá sjónvarps í gær var sænska leikritið Bieder- mann og brennuvargarnir. Ég segi reyndi, því mér fannst þetta endaleysa frá upphafi til enda, ef svo má að orði komast'1.... „Glápið á sænska vandamálaleik- ritið tók svo mjög á kraftana að ég nennti ekki að glápa á Möggu Thatcher og co, enda finnst mér kerlingin þrautleiðinleg". Hér mætti segja að sænsk vandamálaleikrit kæmu nokkru til leiðar, ef það væri ekki svo að leikritið um Biedermann er eftir Svisslendinginn Max Frisch og var flutt af fínnskum leikurum. Og þetta sígilda verk fjallar raun- ar um fólk sem vill ekki fyrir nokkurn mun horfast í augu við raunveruleikann, og réttir frekar brennuvörgunum eldspýtur held- ur en að leggja eitthvað á sig til þess að stöðva þá. -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.