Þjóðviljinn - 08.06.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 08.06.1983, Qupperneq 7
Miðvikudagur 8. júní 19831 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 RIKISSTJORNARINNAR - Bætur lífsyristrygginga hækka eins og laun um 8% l'. júní og 4% 1. október. Sérstök 5% hækkun kemur á tekjutryggingu frá 1. júní, mæðralaun með einu barni eru tvöfölduð (247 kr. verða 493) og mæðralaun með fleiri börnum hækka um 30%. - Ríkisstjórninni er heimilað að verja allt að 150 millj. kr. umfram fjárveitingar á fjárlögum til jöfnunar á hitun- arkostnaði íbúðarhúsnæðis. Mun fjármálaráðherra setja reglur um framkvæmd þessa. Alls mun ætlunin að verja um 400 m. kr. til þessara „mildandi aðgerða“. Þar af eru 100 m. kr. eftirstöðvar af svonefndu láglaunabótafé fráfarandi ríkisstjórnar, en 300 m. kr. skal aflað með niðurskurði ríkisútgjalda. Séu 400 m. kr. metnar til fulls, má gera ráð fyrir því að þær dragi að meðaltali um 2-272% úr kaupmáttarhrapinu. Rétt er að minna sérstaklega á að óljóst er hvort þær 150 m. kr., sem ætlaðar eru til jöfnunar á hitunarkostnaði, hrökkvi til að mæta þegar áorðnum og fyrirsjáanlegum hækkunum orku- verðs í kjölfar afstaðinnar gengisfellingar. Hjá hjónum með 1 barn undir 7 ára aldri lækka skattar um 5.800 kr. á síðari hluta ársins, eigi hjónin tvö börn undir 7 ára aldri verður lækkunin kr. 8.800. Hjá hjónum sem ekki eiga svo ung börn er lækkunin kr. 2.800. Þessir auknu skattaaf- slættir koma til ailra án tillits til þess hvort tekjur eru háar eða lágar. 3. Með bráðabirgðalögum um verðlagsmál er m.a. ákveðið eftirfarandi: - Verðlagsyfirvöld og aðrir opinberir aðilar, sem fara með verðlagsákvarðanir skulu aðeins leyfa óhjákvæmilega hækkun verðs eða endurgjalds fyrir vöru og þjónustu á tímabilinu 1. júní 1983 til 31. janúar 1984. - Verðmyndun á vöru og þjónustu sem heyrir undir Verð- lagsstofnun og er undanþegin sérstakri meðferð Verðlagsráðs breytist ekki, þ.e. verður áfram frjáls sé hún frjáls í dag. - Óheimilt er að miða verð eða gjaldskrá við hærri laun en ákveðin eru með bráðabirgðalögunum um launamál. - Á tímabilinu frá 1. júní til 31. janúar 1984 er óheimilt að breyta þeim álagningareglum eða greiðslukjörum er voru í gildi 25. maí 1983, ef slíkt er kaupendum eða neytendum í óhag. - Almennt fiskverð hækkar um 8% 1. júní 1983 og4% 1. okt. 1983 og gildir það verð, sem þannig er ákveðið til 31. janúar 1984. Fiskverðshækkunin 1. júní og sú kerfis- breyting sem henni fylgir leiðir til þess að neyslufiskur hækkar um 25%. - Fjárhæðir launaliða í þeim verðlagsgrundvelli búvöru, sem tók gildi 1. júní 1983 hækka um 8%. Verð til fram- leiðenda skv. honum gildir til 30. september 1983. 1. október 1983 tekur nýr verðlagsgrundvöllur gildi, sem gildir til 31. janúar 1984 og hækka launaliðir hans um 4%. Dæmi um verðhækkanir: Neysluflskur 25% Landbúnaðarvörur 22-33% Bensín og olíur 15-30% Aðrar innfluttar vörur 20-25% 4. Með bráðabirgðalögum um heimild til að fresta greiðslum vegna verðtryggðra íbúðalána er mælt fyrir um að: - Veittur verði frestur á að greiða allt að 25% af saman- lagðri fjárhæð afborgana verðtryggingaþáttar og vaxta verðtryggðra íbúðalána lánastofnana. - Þeim greiðslum sem frestað er skal bætt við höfuðstól lánsins og lánstíminn lengdur eftir þörfum þannig að greiðslubyrði lánsins aukist ekki af þeim sökum. 5. í bráðabirgðalögum um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum felst meðal annars: - Fiskkaupandi eða fiskmóttanandi skal greiða útgerðar- manni eða útgerðarfyrirtæki sérstakan kostnaðarhlut útgerðar er nemi 29% miðað við fiskverð eins og það er ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Þessi kostnaðarhlutur kemur ekki til hlutaskipta eða aflaverðlauna. Þó skulu 4% af þessum kostnaðarhlut koma til hlutaskipta eða aflaverðlauna til skipverja á fiskiskipum sem eru 240 brúttólestir eða minni en 25% ekki. - Þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn skal draga 9% sem sérstakan kostnaðarhlut útgerðar frá heildsölu- verðmæti við ákvörðun aflaverðlauna. - Frá og með 1. júní 1983 falla úr gildi lög nr. 1/1983 um olíusjóð og olíugjald. Tekjuhækkun í sjávarútvegi 1. júní 1983 Bátasjómenn (240 tn) Aðrir sjómenn Útgerðin 12.3% 8.0% um 20.0% Fyrir 1. júní Eftir 1. júní án 8% hækkunar fiskverðs Bátar að Almennt 240 brl. 1. Skiptaverð 100.0 100.0 104.0 2. Stofnfjársjóður (10% af skiptaverði) 10.0 10.0 10.0 3. Olíugjald (7% af skiptaverði 7.0 _ 4. Olíusjóður (er nú tekið sem útflutnings- gjald en er 10% af siciptaverði 10.0 - 5. Sérstakur kostnaðar- hlutur (29% af skipta- verði) 29.0 25.0 Brúttó fiskverð 127.0 139.0 139.0 Samkvæmt bráðabirgðalögunum skulu 39% aflaverð- mætis tekin framhjá skiptum, í stað 27% áður, ef olíusjóðs- gjald af útflutningi er talið með. Á bátum undir 240 brl. eru 35% tekin framhjá skiptum í stað 27% áður. Fiskverð hækk- ar af þessum sökum um 9.45% umfram þá 8% fiskverðs- hækkun sem ákveðin er. Umframhækkunin fellur öll til út- gerðar á fiskiskipum 240 brl. og stærri. Tekjur útgerðar hækka þar með um 20% eða meira. Verðlagshorfur Samkvæmt þjóðhagsspá í apríl var gert ráð fyrir því að meðalhækkun framfærslukostnaðar yrði um 80% frá 1982 til 1983. f ljósi framvindu síðustu vikna verður að telja að hér hafi verið um nokkurt vanmat að ræða. Líklegt má telja að hækkunin hefði að óbreyttu orðið 90-100%. Á tímabilinu frá 1. febrúar til 1. maí hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 23.38%. Að óbreyttu hefðu verð- bætur því átt að vera um 22%. Á móti verðhækkunum fær launafólk almennt 8% hækkun, en 14% falla óbætt. 8% launahækkun er horfín Hækkun framfærsluvísitölu: Gengissig og gengisfelling í maí 7.5% Búvöruverðshækkun 4.1% Fiskur, rafmagn o.fl ? Frá 2. júní tók gildi nýtt búvöruverð. Hækkun á algeng- ustu kjötvörum er á bilinu 22-23%, en um og yfir 30% á mjólkurvörum. Með þessum hækkunum einum má telja að 8% kauphækkunin sé með öllu upp étin hjá lágtekjufólki. Eru þá ótaldar miklar hækkanir sem nú dynja yfir, m.a. vegna gengisfellingarinnar. Þegar á allt er litið verður að telja líklegt að verðhækkanir frá 1. maí til 1. ágúst verði um eða yfir20% eðá litlu minni en á síðasta 3ja mánaða tímabili. Hins vegar má búast við því að á tímabilinu frá ágúst til nóvember fari að draga mjög úr verðhækkunum. Veruleg hækkun búvöruverðs er þó fyrirsjáanleg á nýjan leik 1. október n.k. á sama tíma og laun hækka um 4%. Verðhækkun febrúar til maí 23.4% Kauphækkun 1. júní 8.0% Verðhækkun maí til nóvember 30-35% Kauphækkun 1. október 4% Svo sem nú horfir má áætla að hækkun framfærslukostn- aðar verði um 85% á árinu. Verðlagshækkun frá ársbyrjun til ársloka verður væntanlega 70-80% og verðlagshækkun frá maí til nóv. 30-35%, en á móti þeirri hækkun á engin önnur launahækkun að koma en 4% hækkunin 1. október. Kaupmáttur - Að óbreyttu verðbótakerfi óg án grunnkaupshækkana á árinu má gera ráð fyrir því að kaupmáttur kauptaxta ASÍ félaga hefði rýrnað um 12-13% frá árinu 1982. Á 4. ársfj. 1983 hefði kaupmáttur væntanlega verið um 14- 15% rýrari en á árinu 1982. - Með8% hækkunlauna 1. júní, 4% 1. október og afnámi verðbótakerfisins eru horfur á að kaupmáttur kauptaxta ASÍ verði um 19-20% lakari á árinu 1983 en hann var 1982. Þar sem skerðing kaupmáttar verður mest á síðari hluta ársins segir þetta ekki alla söguna, en á 4. ársfj. 1983 verður kaupmáttur að óbreyttu 27-28% lakari en á sl. ári. - Ef litið er á þróun næst lægsta taxta verkamanna með fullri starfsaldurshækkun reynist kaupmáttur árin 1942 og fyrr og árin 1951 og 1952 lakari en horfurnar á 4. ársfj. 1983. Önnur lakari dæmi finnast ekki. Fara verður aftur til 1969 til þess að finna dæmi um svo slakan kaupmátt sem spáin fyrir 2. ársfj. bendir til. Sjá töflu bls. 3 - Verði ráðstöfunum stjórnvalda haldið til streitu þarf kaupmáttur launa að hækka um 40% á fyrstu mánuðum ársins 1984 eigi að nýju að nást sá kaupmáttur sem launþegar bjuggu við á síðasta ári. - Tekið skal fram, að tölur þessar eru með venjulegum fyrirvara vegna óvissu og að félagslegar aðgerðir og breytingar á beinum sköttum, hafa engin áhrif á niður- stöður. Kaupmáttur kauptaxta landverkafóiks innan ASÍ 1981 101 1982 100 1983 spá 81 1983 1. spá 91 2. spá 84 3. spá 77 4. spá 73 - Gangi þessi spá eftir verður kaupmáttur taxtakaups 18- 20% lakari á síðasta fjórðungi ársins en hann hefði lakastur orðið síðustu 12 ár.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.