Þjóðviljinn - 08.06.1983, Side 8

Þjóðviljinn - 08.06.1983, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. júní 1983. 200 ár frá Skaftáreldum Móðan lagóist yfir Evrópu og Fyrir fles'.um eru Skaftáreldar og Móðuharðindi löngu liðin saga einhvers staðar aftur í grárri forn- eskju. Samt eru ekki liðin nema 200 ár síðan þessir ógnaratburðir áttu sér stað. Skaftáreldar hófust 8. júní 1783. Allt fram á þennan dag hafa þeir verið lifandi sögn meðal fólks. „Hann kom austan úr EIdi“ segja menn um nána forfeður sína. Og þessi 200 ár eru ekki lengri tími en svo að enn er til a.m.k. einn íslend- ingur sem á afa sem fæddur var fyrir Móðuharðindi. Gosið úr Lak- agígum sem kailað hefur verið Skaftáreldar er mesta hraungos sem vitað er um í heiminum síðan sögur hófust. Askan úr því barst yfír alla Evrópu, austur til Kína og hringinn í kringum jörðina. Og á Islandi fórst 5. hver maður af af- ieiðingum gossins og annarri óáran í landinu um það leyti. Úr Hörgsdal á Síðu. Myndin sýnir basaltkletta og fólkáferð um dalinn. Veðurfar á níunda áratugi 18. aldar minnir um margt á tíðina nú í vor. Sumarið 1783 var óvenjukalt norðanlands þannig að frost var jafnvel um hásumar en um Suður- land voraði hins vegar bæði vel og snemma þannig að jörð var orðin algræn í fardögum og þar hugðu menn gott til sumarsins. Þegar líða tók á maí fóru menn að verða varir við jarðhræringar í Vestur-Skaftafellssýslu og héldust þær fram á hvítasunnu sem bar upp á 8. júní. Urðu menn nokkuð ugg- andi og fóru að rifja upp ýmis teikn sem orðið höfðu svo sem hring- ingar í lofti eða hljóð úr jörðu. Aðrir höfðu séð pestarflugur - fer- leg kvikindi, bröndótt að lit, og enn fleiri undur. Prófastinn átti að hafa dreymt ægilegan gest ofan af fjöll- um er Eldriðagrímur nefndist. Á hvítasunnudagsmorgun sáu menn úr Meðalalandí og Landbroti kolsvartan flóka koma upp af Síðumannaafrétti. Óx hann og hækkaði uns hann byrgði norður- hvelið allt og litlu síðar lagðist hann fram yfir byggðina. Féll þá yfir myrkur svo mikið að ekki sá handa skil. Síðar um daginn leið af mökk- urinn og myrkrið og gerði glaða sólskin. En þá hafði náttúran breytt um lit. Græn jörðin var orð- in kolsvört. Næsta dag, 9. júní, óx mökkur- inn mjög og Skaftá tók að þverra og fór að flæða austur með Síðunni uns hún hvarf með öllu. Og nú hafði Eldriðagrímur hvatt sér hljóðs. Hvæsandi gnýr hækkaði og hneig á víxl og eldstólpar sáust að fjallabaki. Hinn ógurlegi ösku- mökkur óx dag frá degi svo að hann sást brátt um allt ísland. Hraunflóðið flæddi suður eftir farvegi Skaftár og þann 12. júlí byltist það út yfir láglendi Meðal- Iands, Síðu og Landbrots, fylgjandi að miklu leyti farvegum þriggja vatnsfalla, er þarna voru fyrir,' Landár, Melkvíslar og Skaftár. Þegar vesturhraunið staðnæmd- ist endanlega sunnudaginn 20. júlí meðan Jón Steingrímsson flutti sína frægu eldmessu á Kirkjubæj- arklaustri hafði gosið lagt 12 jarðir í eyði og spillt tugum annarra jarða. Orsökin fyrir rénun gossins í suðvestursprungunni var sú að þá tók gossprunga norðaustur af Laka að opnast en hraun frá henni flæddi aðallega til austurs og síðan suður eftir farvegi Hverfisfljóts. Lagði það tvær jarðir í Fljótshverfi í eyði. Elds varð síðast vart í Lakagígum 7. febrúar 1784. Gígaröðin sem dregur nafn af Laka er um 25 km að lengd og sam- anstendur af tveimur aðalröðum og hraunið úr þeim í þessu gosi þekur meira en hálft prósent af ís- landi. Flatarmál þess mun vera um 565 ferkílómetrar. Veturinn eftir gosið mikla féll helmingur af öllum nautgripum á landinu og 75-80% af sauðfé og hestum. Mannfólkinu fækkaði úr 48.884 árið 1783 í 38.363 árið 1786, þ.e.a.s. um 10.521 eða 21.6%. í byggðunum næst eldinum fækkaði um 37.4%. í dag minnumst við upphafs þessara ógurlegu elda fyrir 200 árum. Þeir höfðu ekki aðeins áhrif á íslandi heldur gætti þeirra um all- an heinr. Móðan sem lá yfir íslandi sumarið 1783 með fyrrgreindum afleiðingum hafði borist til megin- lands Evrópu ummiðjan júní, og næstu tvær vikur breiddist hún austur yfir álfuna. Þann 25. júní er hennar fyrst getið í Moskvu og þetta sumar var þýskur námuverk- fræðingur, H.M. Renovantz, í þjónustu Rússakeisara við rann- sóknir austur í Altaifjöllum nærri landamærum Kína. í bók sem hann skrifaði um dvöl sína þar eystra segir að móðan hafi lagst þar yfir 1. júlí og varað til 17. sama mánaðar. í austurríkjum Bandaríkjanna fór móðunnar að gæta seinni hluta ágústmánaðar og er talið að hún hafi þá komið að vestan og verið nær búin að fara hringinn í kringum jörðina. Á Bretlandseyjum og megin- landi Evrópu vakti móðan mikla athygli og var mörgum getum að því leitt hvaðan hún kæmi og hvernig stæði á henni. í bréfi sem birtist í sænsku blaði sumarið 1783 stendur: „Hinn svokallaði sólreykur hef- ur nú vikum saman legið stöðugt yfir sjóndeildarhringnum svo þvkkur, að sólin er alrauð að sjá kvölds og morgna. Ef reykur þessi stafaði af uppgufun úr jarðvegin- um ætti hann að hverfa fyrir regni og vindum, en eftir rigningardaga er hann jafnvel þykkari en áður Að þessi reykur sé skaðlegur gróðri virðist líklegt, þar eð lauftré og sumar blaðjurtir visna og fella blöðin. Að auki féll hér um Jóns- messuleytið dögg, sem sums staðar hefur skaðað bæði tré og vorkorn- ið, sem hefur gulnað.“ (Þýðing - Sig. Þórarinsson.) Og í blaðinu Edinburgh Evening Courant birtist 13. ágúst 1783 úr- dráttur úr bréfi sem skrifað var í sunnanverðu Frakklandi. Þar segir m.a.: „í tuttugu daga hefur þoka, svo furðuleg, að elstu menn minnast þess ekki að hafa þvflíka séð, legið yfirmestum hluta Provence. Loftið er mettað af henni, og þótt sólin sé ákaflega heit, nægir það ekki til að eyða henni.“ Skrifaðar voru lærðar vísindarit- gerðir og bækur um móðuna miklu og flestir komust að þeirri niður- stöðu að orsaka hennar væri að leita í þeim ægilegu jarðskjálftum, sem urðu í Calabriu á Suður-Ítalíu og á Sikiley 5. febrúar 1783. Þá töldu menn að jarðskjálftar stöf- uðu af lofti er ryddist úr iðrum jarðar og upp á yfirborðið. Það mun hafa verið Kratzenstein pró- fessor við Kaupmannahafnarhá- skóla sem einna fyrstur lét þá skoð- un í ljós að móðan stafaði af eld- virkni. Móðunni miklu í Evrópu sumar- ið 1783 fylgdi einn allra harðasti

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.