Þjóðviljinn - 11.06.1983, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Qupperneq 15
Helgin 11. - 12. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Skemmtilegasta sem viðhöfum gert - segir Broddi Hilmarsson 10 ára. Það sem ef tilvill vakti einna mesta athygli á þessu 200 ára „afmæli“ var sýning skóla- barna í Kirkjubæjarskóla. Tekin var ein vika í að vinna sýninguna og var allt hefð- bundið skólastarf lagt liður á meðan. Allir árgangur unnu saman að þessu verkefni og allir kennarar tóku þátt í því. Dr. Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur og Gylfi Már Guðbergsson landfræðingur ræddu við nemendurna, þau lásu sér til og síðan var hafist handa. Sýningin er mjög viðamikil og fjölbreytt og má segja að hún snerti næstum allar kennslugreinar. Við spjölluðum við ungan mann, Brodda Hilmarsson sem á heima á Klaustri, en hann er 10 ára og tók þátt í vinnunni við sýninguna í skólanum. „Þetta var óskaplega gaman, sérstaklega þegar jarðfræðingurinn og landfræðingúr- inn komu og sögðu okkur frá Skaftáreldun- um. Ég held að þetta sé það skemmtilegasta sem við höfum gert í skólanum. Það var allt svo merkilegt í sambandi við Skaftár- eldana.“ „Ertu nokkuð hræddur að búa hér?“ „Nei, það er gott að búa hérna núna og ég er ekkert hræddur við eldgos. En þetta hef- ur verið erfitt í gamla daga“. sagði Broddi. ELOSVEITIRHRR- MSukvARm * * rlXri C.I.U i, RkETt' V.<ðW . 'íH@ t j Ij ! Broddi Hilmarsson, 10 ára við líkanið sem hann og fleiri nemendur unnu af eldsveitunum. Séra Sigurjón Einarsson, formaður sýningarnefndar ávarpar gesti. Meðal gesta voru herra Pétur Sigurgeirsson biskup og herra Sigurbjörn Einarsson biskup. „Þetta er í blóöi fólksins hér“ segir séra Sigurjón Einarsson, formaður sýningarnefndar Skaftárelda „Við vorum ákaflega ánægð með hvernig þetta fór allt fram, og þá sérstaklega yflr fjöldanum sem kom. Hér voru um 450 manns í kaffl, sem er talsvert fleira en við áttum von á. Megnið af þessu fólki er hér úr sveitunum og það lét rigninguna ekki aftra sér. Þetta sýnir okkur að þetta er í blóði fólksins, atburðirnir lifa enn á meðal íbú- anna hér í sveitunum og eiga djúpar rætur“, sagði séra Sigurjón Einarsson, formaður sýningarnefndar Skaftárelda, þegar við spjölluðum við hann að lokinni hátíðar- dagskránni. Sigurjón mun vera upphafsmaður að sýn- ingunm og sagðist hafa byrjað að huga að þessum málum fyrir mörgum árum. Seinna í sumar, þann 20. júlí eru 200 ár frá því séra Jón Steingrímsson söng hina frægu „Eld- messu" og hraunstraumurinn stöðvaðist skammt frá kirkjunni. Næsta sunnudag á undan, þann 17. júlí, verður þessa atburðar minnst með kirkjuhátíð á Prestsbakka og Kirkjubæj arklaustri. „Við erum búin að undirbúa kirkjuhátíð- ina vel og lengi og vonumst til að ekki færri komi en voru hér núna“, sagði séra Sigur- jón. Svona sjá nemendur í Kirkjubæjarskóla eldklerkinn séraJón.Líkanið fremst á myndinni sýnir kirkjuna og fólk á leið í „Eldmessuna“. Dr. Sveinbjörn Rafnsson sagnfræðingur ræðir við Forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur á sýningunni. Ljósm. -eik- „Kom á óvart hversu víðtækar hörmungarnar voru“ - segir dr. Sveinbjörn Rafnsson, sagnfræðingur „Ég byrjaði að vinna við þetta sumarið 1980, en það er miklu lengra síðan séra Sigurjón fór að undirbúa þessa 200 ára minningardagskrá. Ég held að hann hafi byrjað að huga að þessu fyrir 1975“, sagði dr. Sveinbjörn Rafnsson, þegar við spjöll- uðum við hann, en hann var sagnfræðilegur ráðgjafi sýningarnefndarinnar og flutti er- indi er sýningin var opnuð. Sveinbjörn og Gísli Ágúst Gunnlaugs- son cand mag hafa ásamt sagnfræðinemum leitað uppi og undirbúið útgáfu á áður óbirtum samtímaheimildum um Skaftár- elda og móðuharðindin. Við spurðum Sveinbjörn hvort mikið hafi fundist af heimildum, sem ekki var vitað um. „Já, það hefur fundist talsvert af áður óþekktum heimildum.“ Hefur þetta verið skemmtilegt starf? „Ja, skemmtilegt — það hefur verið mjög ánægjulegt, já. Ótalmargt hefur komið manni á óvart. Kannski þó helst hversu víð- tækar þessar hörmungar voru og hve víða þeirra gætti“, sagði Sveinbjöm. Heimildirnar sem hann og Gísli Ágúst hafa safnað verða síðan gefnar út hjá Máli og menningu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.