Þjóðviljinn - 16.06.1983, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. júní 1983
Torfi Steinþórsson, Hala
Á vordögum
í Suðursveit
Varla veröur eftir vori tekiö
nema vetur hafi á undan gengið.
Mun því rétt vera að láta nýlióins
vetrar hér lítilsháttar getið.
Ég trúi að hans verði naumast
minnst sem öndvegisvetrar í hug-
um Suðursveitunga, hvorki til ills
eða góðs. Veðráttan var nokkuð
róstusöm fram um miðjan vetur.
Tíð hvassviðri, snjóalög nokkur og
síðar svellalög. Én nálægt þorra-
komunni breyttist tíð verulega til
hins betra. Snjór og sveil hurfu
smátt og smátt þegar á leið, frost
aldrei mikið og hægviðrasamt.
Mesta snjó vetrarins setti niður
síðasta þriðjudag í vetri, þ.e. 19.
apríl. Muna menn varla meiri
snjókomu hér á einum sólarhring
en þá var. Snjókomunni fylgdi
norðaustan stinningskaldi, svo að
ferlegir skaflar mynduðust, allt að
2ja m djúpir eða meira. Var það í
fyrsta skipti þennan dag í þau 10 ár
sem heimanakstur hefur verið í
Hrollaugsstaðaðarskóla að nem-
endur og starfsfólk komust ekki
heim að kvöldi.
Voriö
Eftir þennan sumarmálaby! og
fram á daginn í dag, 31. maí, eða í
réttar 6 vikur, hefur veður verið
með nokkuð óvenjulegum hætti
hér í Suðursveit. Það hefur ein-
kennst af mjög miklu hægviðri og
þurrviðri. Flesta daga annað hvort
hægviðri eða lítilsháttar gola,
aðeins kaldi má teljast hafa verið í
7 daga, en regnsúld að einhverju
leyti í 4 daga. Hitastig hefur oftast
verið fremur lágt. Þó hefur hitinn
komist í eða yfir 10 stig einhvern
tíma dagsins f '18 daga í maí. Ekki
hefur orðið vart við næturfrost hér í
grennd í þessum mánuði. Líklega
er það því að þakka að mjög sjald-
an hefur verið heiðskírt loft í mán-
uðinum heldur oftast einhver
þokudumbungur.
Vegna þurrviðris hefur gróðri
farið mun hægar fram en ætla mætti
miðað við hitastigið, jafnvel þótt
það hafi sjálfsagt verið lægra en í
meðal árferði. Þó eru einnig þau
sandatún hér í sveit, sem tilfinnan-
lega hafa kalið í vor eða vetur, t.d.
austan til í sveitinni á svonefndum
Heinabergsaurum. Má þar sjálf-
sagt kenna um miklum svellalögum
í vor.
I dag er kaldasti dagur mánaðar-
ins, regnsúld á láglendi en gránar
til fjalla og hiti aðeins 3 stig síðari
hluta dagsins.
Sauðburður
Sauðburður hófst í byrjun maí
eða viku af maí og er nú lokið. Má
107 nemar í Kennaraháskóla ís-
lands brautskráðust með réttindi
kennara í grunnskólunum þegar
skólanum var slitið 4. júní síðast-
liðinn.
Af þessum hópi voru 88 konur
og 19 karlar. Hlutfall kvenna er
82,3% á móti 17,7% karla. Hefur
hlutfall kvenna í skólanum verið
sífellt að hækka allt frá 1970 er
karlar voru í meirihluta. Árið 1971
var skólanum breytt úr kennara-
Torfi Steinþórsson: „í hermangi og
erlendum stóriðjumálum gætu, á
næstu misserum eða árum gerst
þeir hlutir, sem íslensk þjóð ætti
erfiðara með að bæta úr heldur en
nokkrum efnahagsvanda“.
víst segja að hann hafi gengið mjög
vel, enda veðrátta sérlega hagstæð
fyrir hann og heilsufar lambanna
verið óvenju gott. Flest allt lamb-
féð hefur nú um sinn verið í hólfum
úti á túnum, þar sem því hefur ver-
ið gefin full gjöf. Dálítið er samt
farið að sleppa lambfé á úthaga og
líkur benda til þess að á næstu far-
dögum verði hægt að losa megin
hluta þess burt af túnunum. Bænd-
ur hafa hér nægilegt fóður en mikið
kostar allur sá fóðurbætir, sem gefa
þarf lömbum þegar seint vorar.
Félagsheimilið
Segja má að í maímánuði sé allt
mannlíf í sveitinni svo nátengt
sauðburðinum að naumast komist
þar annað á dagskrá, nema þá að
koma áburði á tún.
Síðari hluta vetrar unnu nokkrir
Suðursveitungar við að innrétta
viðbyggingu, sem verið er að koma
upp við félagsheimilið á Hrollaugs-
stöðum. Viðbygging þessi varð
fokheld á síðast hausti. Nú standa
vonir til að hægt verði að hefjast
aftur handa við bygginguna strax
og mestu vorönnum lýkur og hægt
verði að taka byggingu þessa í
notkun áður en þessu ári lýkur.
skóia í kennaraháskóla. í vetur
voru 350 nemar f almennu kennar-
anámi. 120 nemendur hefja nám
við skólann á hverju hausti og sagði
Stefán Bergmann konrektor að
undanfarin ár hefði hlutfall kvenna
verið um 75% og virtist leita uppá-
við. Stefán sagði að e.t.v. mætti
rekja fjölda kvenna til bágra
launakjara grunnskólakennara, en
aðrar ástæður kynnu að liggja að
baki s.s. aukið framboð á námi.
- hól.
Láta mun nærri að rými félags-
heimilisins hafi þá aukist um allt að
80% eða jafnvel meira.
Suðurlína
Staurasamstæðurnar í hinni
svonefndu Suðurlínu eru nú sem
óðast að rísa upp í hlíðunum ofan
við bæina og finnst mönnum lítill
fegurðarauki að þeim gálgatrjám.
En ekki verður á allt kosið, segir
hið fornkveðna.
Ríkisstjórn
Ríkisstjórn þeirra kumpána,
Steingríms og Geirs, virðist eiga
fáa formælendur hér um slóðir; ef
þá bara nokkra? Eftir að úrslit
kosninganna í vor lágu fyrir virtist
fárra góðra kosta völ. En varla hef-
ur nokkur átt von á öðru eins
reiðarslagi yfir sig eins og þessari
ríkisstjórn. Allir viðurkenna mik-
inn aðsteðjandi vanda í.efnahags-
lífinu. En einhvern veginn er það
nú svo, að fáir gera sér vonir um að
boðaðar aðgerðir núverandi ríkis-
stjórnar leysi þann vanda heldur
auki hann.
Við hér, andstæðingar Fram-
sóknar og íhalds, segjum nú samt
sem svo okkar á milli, að kannski
sé réttast að láta kyrrt liggja um
sinn og lofa stjórninni í friði að
leika sinn leik, í efnahagsmálun-
um, því einhvernveginn muni
þjóðin skrimta af þær þrengingar.
En hún gæti orðið reynslunni ríkari
á eftir. Og vonandi fer varla svo
illa, að þjóðin geti ekki borið sitt
barr efnahagslega þótt síðar verði.
Alvarlegra er það, sem framund-
an gæti verið í þjóðfrelsismálun-
um. Meðal annars spáir þar um
engu góðu, að móðursjúk „utan-
þingsstjórn“ skuli þar hafa hlotið
verkstjórn. í hermangi og er-
lendum stóriðjumálum gætu á
næstu missirum eða árum gerst þeir
hlutir, sem íslensk þjóð ætti erf-
iðara með að bæta úr heldur en
nokkrum efnahagsvanda.
Lestur úr
forystugreinum
Af tilviljun hlustaði ég í morgun
á lestur úr forystugreinum dag-
blaðanna, en það hef ég ekki gert
síðan lesturinn var fluttur á þann
tíma, sem útilokar flesta frá að
hlusta. Ég býst við að farið hafi
verið upphaflega með lesturinn á
þann tíma sólarhringsins að sem
flestir hefðu aðstöðu til að njóta
hans. En nú virðast lúnóttir „gæj-
ar“ markáðshyggjunnar hafa kom-
ið réttilega auga áað ekkisé sæm-
andi að þeirra blöð. sem eru mest
keyptu blöðin á Islandi, missi
nokkuð af forskotinu, en það gera
þau ef. margir hafa aðstöðu til að
hlusta á lestur úr leiðurum allra
dagblaðanna. Og spámenn mark-
aðshyggjunnar munu hrópa „Sann-
lega segi eg yður, markaðshyggjan
skal blífa þarna sem annarsstaðar".
Já, ég hlustaði á lestur úr forystu-
greinunum í morgun, þ.e. 31. maí.
Það, sem einkum vakti athygli
mína undir þeim lestri var, að
þarna komu fram skoðanir í leiðara
útbreiddasta blaðs landsins, sem
vel gætu bent til þess, að blaðið
væri opinbert málgagn Alusisse á
íslandi. Sjálfsagt lesa forráðamenn
Alusisse slík skrif sér til andlegrar
styrkingar í baráttunni við íslend-
inga. Gæti þar með verið náð settu
marki blaðsins. En útilokað með
öllu, að þau hafi átt að vinna ís-
lenskum málstað gagn.
Hala, 31. maí,
Torfi Steinþórsson.
Kennaraháskólinn:
107 brautskráðust —
88 konur og 19 karlar
Helgi Jósefsson við eitt verka sinna sem hann nefnir „Prjónakonur“.
Sýnir í Eyjum
Helgi Jósefsson myndlistarmaður opnar myndlistasýningu í Safnahús-
inu í Vestmannaeyjum í dag fímmtudag, og stendur sýningin fram á 20.
júní. Á sýningu verður Helgi með 44 verk, 24 olíumálverk, 7 pastelmyndir,
2 grafík, 5 vatnslitamyndir og 6 leirmyndir.
Helgi stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur veturinn 1967-’68
og Myndlista- og handíðaskóla íslands 1970-74. Hann hefur áður sýnt á
Vopnafirði 1979,1980 og 1982, Stórutjarnaskóla 1980, Eden í Hveragerði
1981, Siglufirði 1982 og Þórshöfn 1982.
Frídagur verslunar-
manna er orðinn
almennur frídagur
Ekki ber að telja hann til orlofsdaga
Með aðgerðum ríkisstjórnarinn- að reikna frídag verslunarmanna
ar frá því í desember í fyrra til mót- inn í dæmið, þannig að í raun á
vægis við vísitöluskerðinguna þessi maður að mæta í vinnu 9. ág-
fylgdi sú breyting, að nú er frídag- úst en ekki þann 8. eins og sagt var.
ur verslunarmanna (fyrsti mánu- Það er ótvíræður skilningur verka-
dagur í ágúst) talinn almennur frí- lýðsfélaga, að frídagur verslunar-
dagur. Fyrir þann dag ber atvinn- manna skuli ekki telja með orlofi
urekendum að greiða dagvinnuk- fremur en aðra almenna frídaga.
aup, en hann er ekki unninn. Sé Til glöggvunar skal þess getið, að
hann unninn, ber að greiða kaup almennir frídagar eru þessir: nýárs-
með helgidagaálagi, þ.e. skv. dagur, skírdagur, föstudagurinn
nætur- og hclgidagavinnutaxta. langi, annar í páskum, sumardag-
Breytingarnar á orlofsdögunum urinn fyrsti, 1. maí, uppstigningar-
voruraktaraðnokkruhéríblaðinu dagur, hvítasunnudagur, annar í
sl. föstudagogvarm.a. gefiðdæmi hvítasunnu, 17. júní, frídagur
af manni, sem tók sitt sumarfrí í verslunarmanna, jóladagur, annar
bútum og tapaði með því tveimur í jólum og gamlaársdagur.
dögum af sumarfríinu. Mér láðist ast
Flugleiðír bjóða sérstök
kjör á Sönghátíðina ’83
Sönghátið ’83 hefst mánudaginn 27. júní með tónleikum Gérard Souzay
og Dalton Baldwin. Þriðjudaginn 28. júní verða svo tónleikar Glendu
Maurice og Dalton Baldwin. Allir verða tónleikarnir haldnir í Austur-
bæjarbíói og hefjast kl. 21.00.
I tilefni þessa bjóða Flugleiðir fólki utan af landsbyggðinni, sem vill
hlusta á þessa frábæru listamenn, sérstök kjör á flugmiðum, gistingu og
miðum á tónleikana. Þeir, sem áhuga hafa, eru beðnir að hafa samband
við skrifstofu eða umboðsmann Flugleiða á staðnum.
- mhg