Þjóðviljinn - 16.06.1983, Page 10

Þjóðviljinn - 16.06.1983, Page 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. júní 1983 BLAÐAUKI Árni Höskuldsson Gullsmictur Bergstadastrœti 4 101 Reykjavík S -91-20335 Verblaunagriþir í úrvali einnig gull- og silfurskartgriþir Sendum íþóstkröfu Blandan inniheldur steinefni, salt og öll þau vítamínefni, sem eru hestinum nauösynleg. MHfolaldablanda Blandan er mjög vítamínrik. Þátttakendur og leiðbeinendur á dómaranámskeiði, sem haldið var á Hólum í Hjaltadal í apríl sl., í samvinnu við heimamenn. Mjög góð aðstaða er á Hólum til slíkra námskeiðahalda. BIFREIÐA- EICENDUR -HESTAMENN Höfum opnaö nýja mjög fullkomna hjólbaröa- þjónustu aö Réttarhálsi 2 Allir bílar teknir inn í hús Hestamenn athugiö aö viö erum meö skeifur til sölu á sama staö. Góðir bílar þurfa góða hjólbarða. Góðir hestar þurfa góðar skeifur. Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2, sími 84008, Sólningarverkstæöi sími 84009 Skipholti 35, Sími 31055 hvergi af. Einn maður nægir naumast varla þegar mest er að gera. Ég tók við þessu starfi fyrir ári. Hlutverk framkvæmdastjórans er m.a. að þoka áfram þeim mál- um, sem þingin fela stjórninni að vinna að, halda uppi sambandi við félögin og annast almenn tengsl út á við. Skrifstofa Sambandsins er opin allt árið og sér um daglegan rekstur og peningamálin. Þetta er skemmtilegt starf og mikil sam- skipti við marga þvíunniðerað hin- um fjölbreytilegustu málum þótt öll séu þau tengd hestamennsku. - Það þarf sjálfsagt ekki að því að spyrja að fjárhagur L.H. muni vera þröngur? - Já, hann er það. Okkar aðal tekjustofn er árgjöldin frá félögun- um, sem gjarna berast eftir á og þá illa leikin af verðbólgunni. Við erum nú að vinna að því að þau komi að einhverju leyti fyrr inn en verið hefur, það mundi strax létta róðurinn. Svo fáum við 10 þús. kr. frá ríkinu. Af þeirri upphæð fara 5 þús. kr. til reiðskólans en hinn helmingurinn er þá starfsstyrkur. Ört vaxandi áhugi - Þú gast þess áðan að áhugi á hestamennsku væri mjög vaxandi. Hvað er einkum til marks um það? - Því til sönnunar er raunar auðvelt að benda á eitt og annað. En kannski liggur beinast við að benda á það, að fimmti hver ung- lingur á höfuðborgarsvæðinu stundar nú hestamennsku. Sum- staðar hefur, í samvinnu við bæjar- félögin, verið komið upp hesthús- um, þar sem krakkarnir sjá sjálfir um hesta sína. Og til þess að stuðla enn betur að þessari heillavænlegu þróun þyrfti ríkið og sveitarfélög að koma enn meir til móts við okk- ur við að efla leiðbeiningarstörf og kynningu. Þetta er æskulýðs- og uppeldisstarf, sem ríkið ætti að styrkja rétt eins og ÍSÍ. Fjárveiting til okkar í þessu skyni er jafn eðli- leg og til íþróttafélaga. - Hesta- mennska er mikið stunduð í bændaskólunum og verið er að taka hana upp í fleiri skólum. - Hverjir skipa núverandi stjórn L.H.? - Stefán Pálsson er formaður, Gísli B. Björnsson gjaldkeri, báðir í Reykjavík, Sigurður Haraldsson á Kirkjubæ ritari, Kristján Guð- mundsson, Reykjavík, varafor- maður og meðstjórnendur Skúli Kristjónsson,' Svignaskarði og Egill Bjarnason, Sauðárkróki. Stundum skortir fyrirhyggju - Nú er hestaeign manna í þétt- býli, t.d. hér í Reykjavík, orðin mjög mikil. Hvernig er aðstaðan fyrir hestamenn? - Hún er náttúrlega misjöfn. Víða hafa risið upp heil hverfi hest- húsa og yfirleitt mun ekki hafa ver- ið erfitt að fá land undir þau. Hins- vegar hefur sumsstaðar farið svo, að næsta torvelt er að komast úr þessum hverfum og út á vegi. Byggðin hefur þanist út og hverfin lokast inni fyrr en varði. Þar hefur skort fyrirhyggju og framsýni hjá skipulagsyfirvöldum. Hverfin þurfa að vera þannig staðsett að þaðan sé auðvelt að komast á „auðan sjó“. Sveitarfélögin þyrftu í sameiningu að ræða þessi mál. Það mundi girða fyrir mörg óþægileg og dýr mistök ef að þessum hlutum væri hugað í tíma. Og þegar við ræðum um þetta þá erum við komnir að hestamönnum í umferðinni. Þar er ástandið ekki nógu gott. Víða eiga hestamenn ekki um aðrar leiðir að velja en bflvegina. Þar sem svo háttar þarf að sýna ýtrustu aðgætni og gagn- kvæmur skilningur og tillitssemi að vera fyrir hendi bæði hjá hesta- mönnum ogbflstjórum. Það ereina lausnin á meðan báðir aðilar verða að nota sömu vegina. Þetta á einnig við í hesthúsahverfunum, en þang- að koma menn mikið í bílum. Þar á hesturinn ávallt fyrsta rétt. Endur- skinsmerki eru mjög nauðsynleg og ættu hestamenn ávallt að bera þau er þeir eru á hestbaki. Tveir menn bíða nú eftir því að ná tali af Sigurði. Það er aldrei nema sanngjarnt að þeir séu ekki látnir bíða lengur. Ég spyr Sigurð að lokum hvort hann vilji undir- strika eitthvað í þessu spjalli okkar öðru fremur. - Já, þá vil ég nefna reiðskólann og fræðslustarfsemina í sambandi við hann og síðan reiðhöllina og starfið með unglingunum. Þetta eru verkefni, sem við leggjum mikla áherslu á. Og af því að ég er nú að tala við blaðamann þá má geta þess að blaðamenn mættu gjarnan gera meira að því að kynna hestamennskuna og þá starfsemi, sem hestamenn hafa með höndum. Það er stór hópur fólks og vaxandi, sem lætur sig þau mál miklu varða. Mér er nær að halda að blöðin eyði stundum rúmi undir frásagnir af því, sem ómerkara er. MR heilir hestahafrar Úrvalstegund. Hestamenn! Vanti ykkur búnaö til hestamennskunnar, komið þá við í MR-búðinni Laugavegi 164. [) Auglýsið í Þjóðviljanum <J „Okkur skilar vel í áttina“ Framhald af bls. 9. og fer inn á mikinn fjölda heimila. Auk þessa gefum við svo öðru hvoru út smærri upplýsinga- og fræðslubæklinga. Annað tímarit kemur einnig út á vegum hesta- manna, Eiðfaxi,og er gefið út af samnefndum hópi manna. Framkvœmdastjórn og fjárhagur - Nú ert þú framkvæmdastjóri L.H., Sigurður, hvenær tókstu við því starfi? - Já, L.H. hefur haft sérstakan framkvæmdastjóra síðari árin. Fyrst var hann í hálfu starfi en nú er þetta orðið fullt starf og veitir RlffS kprtimyllti fodurblomiun kpfölun 4o>llfjm nlenf l lyanifóður FOÐUR gœóingur d gott skjlió hestafóður reiðhestablanda fóður grasfrœ girðingarefm MJOLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Afgrei&sla Laugavegi 164. Simi 11125 og Fóöurvöruafgreiösla Sundahöfn. Simi 82225 - mhg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.