Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 13
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. júní 1983 Fimmtudagur 16. júni 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Búvísindadeildin á Hvanneyri Útskrifar 9 kandidata Laugardaginn 4. júní sl. voru brautskráðir 9 búfræðikandidatar frá Búvísindadeild Bændaskóians á Hvanneyri. Þessir iuku kandi- datsprófi. Árni B. Bragason, Kópavogi, Ásgeir Harðarson, Gvendarstöð- um, S-Þing., Bjarni Hákonarson, Efri-Miðbæ, Norðfirði, Hrafnlaug Guðlaugsdóttir, Kópavogi, Jón Hlynur Sigurðsson, Torfufelli, Eyjafirði, Kristinn Hugason, Ak- ureyri, Sigbjörn Björnsson, Lundum, Mýr., Sveinbjörn Eyjólfsson, Þinganesi, Borg., Sveinn Sigurmundsson, Laugar- dælum, Árn. Hæstu einkunn á kandidatsprófi hlaut Kristinn Huga- son, 7,6. Fjölmargir gestir voru viðstaddir brautskráninguna, þ.á.m. land- búnaðarráðherra, Jón Heigason, sem flutti ávarp. Þá voru einnig mættir fuiltrúar nokkurra afmælis- árganga sem fluttu skólanum kveðjur og góðar gjafir. Hinir nýju búfræðikandidatar halda nú flcstir til starfa á hinum ýmsu sviðum landbúnaðarins. - mhg „Hestar“ blað L.H komid út Út er komið blaðið Hestar og fjallar að sjáfsögðu um hesta og hestamennsku. Útgefandi er Landssamband hestamanna. Segir svo í kynningarorðum um til- ganginn með útgáfunni: „Þetta blað er gefið út í þeim tilgangi, að kynna hestamennsk- una, vörur og þjónustu, sem henni tengjast. Þá er með útgáfu blaðsins aflað fjár til starfsemi L.H. Að út- gáfu blaðsins hafa unnið stjórn og starfsfólk L.H. auk áhugamanna úr hestamennsku". Þetta blað L.H. er mjög matar- mikið og skal hér lauslega getið þess veigamesta. Rætt er við Skúla Kristjónsson á Svignaskarði, stjórnarmann í L.H. og nefnist viðtalið: “Þurfum að taka höndum saman og stofna reið- skóla“. „Á Melgerðismelum liggja reiðvegir til allra átta“ er yfirskrift viðtals við Gunnar Egilsson, for- mann framkvæmdanefndar Fjórð- ungsmóts norðlenskra hesta- manna, sem haldið verður á Mel- gerðismelum í Eyjafirði í sumar. Spjallað er við Öldu Benedikts- dóttur frá Efra-Núpi í Miðfirði, nú húsmóður í Breiðholtinu: “Hest- amennskan jafnt fyrir konur sem karla“. Einar Sæmundsen, lands- lagsarkitekt, skrifar um „Hross og hestamennsku í þéttbýli“. Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunaut- ur um bændaskólana og hrossa- rækt. „Hestamennskan hefur mjög jákvæð áhrif á skólalífið" nefnist viðtal við Jón Bjarnason, skóla- stjóra Bændaskólans á Hólum. Rætt er við Bjarna Ragnarsson, nemanda á Hólum og nemendur á Hvanneyri, sem stunda hesta- mennsku þar. Stóðhestastöð Bún- aðarfélags íslands í Gunnarsholti er heimsótt og rætt við Þorkel hrossaræktarráðunaut sem segir m.a.: „Mætti minnka kröfur til yngri hrossanna“. Guðmundur Jónsson segir frá nemendum í Ár- múlaskóla, sem tóku sig saman um að kynna sér hestamennsku og fóru m.a. í því skyni austur í Rangár- þing. Eggert Gunnarsson, dýra- læknir, á þarna grein er hann nefnir “Sjúkrakassi hestamannsins". Loks eru svo í blaðinu ýmsar fréttir í stuttu máli af hestamönnum og samtökum þeirra. Ritstjórn blaðsins hefur Hjalti Jón Sveinsson annast en ábyrgðarmaður er Sigurður Ragn- arsson. - mhg mm V Sumir eru komnir í hnakkinn, aðrir í þann veginn að stíga á bak. Mynd: Atli. Eigum við að reyna hvor er fljótari, Gráni minn eða Gráni þinn? Mynd: Atli. Sjúkra- þjáifun MEÐ AÐSTOÐ HESTSINS Krakkarnir gera ýmsar æfingar á hestbaki. Mynd: Atli. Hesturinn hefur löngum verið til margra hluta nytsamlegur. Það hefur auðvitað ekki dulist þeirri þjóð, sem nefnt hefur hann „þarf- asta þjóninn“. Og nú er hann líka orðinn lækningatæki. Spyrjið þið bara þá á Reykjalundi. Þar er einn þátturinn í þjálfun og lækningu þeirra, sem af ýmsum ástæðum búa við skerta heilsu, að komast á hest- bak. Og áreiðanlega ekki sá áhrifa- minnsti. Einn morguninn skruppum við Atli ljósmyndari upp í Reykjalund til þess að líta þessa starfsemi eigin augum. Búast mátti við að ekki yrði aðsetur „riddaraliðsins" auð- fundið í þeirri húsaþyrpingu, sem orðin er á Reykjalundi. En brátt komum við auga á nokkra hesta, sem stóðu við skúr undir hólbarði að húsabaki, suma með hnakk, aðra hnakklausa. Þá töldum við okkur vera á réttri leið, enda kom það á daginn. Nokkrir kotrosknir krakkar voru að snúast kringum hestana en inni í skúrnum sátu þrjár ungar stúlkur. Þær reyndust vera þarna hæstráðendur „til sjós og lands“ og tókum við þær tali. Brugðust þær hið besta við enda þótt við værum ekki grunlausir um að þessi óvænta heimsókn truflaði eitthvað áætlun þeirra. Og á með- an við supum úr kaffibolla upplýstu þær okkur um það, sem hér fer á eftir. Þessi starfsemi, að nota hestinn sem þjálfunartæki, byrjaði hér árið 1973 og fer fram á vegum Reykja- lundar. Hún á því orðið 10 ára af- mæli. Einn liðurinn í þessari endur- hæfingarstarfsemi eru námskeið fyrir krakka og stendur hvert þeirra í þrjár vikur. Við gerum ráð fyrir fjórum námskeiðum í sumar. Þrjú fyrstu námskeiðin eru fyrir fjölfötluð börn en hið síðasta fyrir x börn, sem þjást af asma. - Hvað eruð þið með marga hópa á dag? - Við erum með fjóra hópa á dag og stillum því þannig til, að tveir af þeim eru nokkuð sjálfbjarga á hestbaki þannig að þau geta sjálf stýrt hestunum, en undir hinum börnunum verðum við að teyma, til að byrja með a.m.k. - Og hvað tekur hver reiðtúr langan tíma? - Við erum þetta frá hálftíma og upp í klt. með hvern hóp. - Eru þessi börn víða að? - Nei, ekki verður það nú sagt, Á Reykjalundi eru fjölfötluð börn æfð með aðstoð hestsins Hildur Friðriksdóttir fer fyrir hópnum og ákveður hversu hratt er farið. Mynd: Atli. langflest þeirra eru af Reykjavík- ursvæðinu en á meðan á námskeið- inu stendur búa þau hér á Reykja- lundi. Þessi böm, sem nú em í þann veginn að stíga á bak, eru algerir byrjendur. En þau eiga samt að geta haft taumhaldið. - Þarf að sækja um þátttöku fyrir börnin? - Nei,þaðersvotilætlastaðfjöl- fötluð börn taki þátt í þessum nám- skeiðum. Þau eru liður í þjálfun þeirra. - Er þessi þjálfun eingöngu bund- in við börn? - Nei, nei, þessi námskeið, sem við höfum verið að tala um, eru að vísu eingöngu fyrir börn, en allir sjúklingar, sem dvelja hér á Reykjalundi, taka þátt í þjálfun á hestbaki, séu þeir á annað borð um það færir. Þetta er bara viðbót við aðra þjálfun. Hesturinn er mikið og skemmtilegt þjálfunartæki, ef tala má um lifandi veru sem „tæki“ auk þess sem ekki má gleyma því að fólkið kemst það á hestum sem það kemst ekki með neinu öðru móti. - Hvaðan fáið þið hestana? - Við auglýsum eftir þeim og þeir eru flestir úr Reykjavík og nágrenni. Þetta þurfa auðvitað að vera ákaf- lega rólegir og stilltir hestar, aðrir koma ekki til greina fyrir krakkana a.m.k. Einstaka þátttakandi á sjálfur hest og kemur þá með hann og þrír vistmenn hér á Reykjalundi eiga hesta. - En hvað um reiðtygin? - Reykjalundur á þau. Og nú er búið að leggja á alla hestana og sumir knaparnir komnir á bak. Skammt undan er æfinga- svæðið og þangað er nú haldið. Mér sýnist klárarnir rata. Og svo látum við myndirnar botna söguna. -mhg Þær stjórna þjálfuninni, frá v.: Ingibjörg Káradóttir, sjúkraþjálfari, Elísabet Kristjánsdóttir, sjúkra- þjálfanemi, Guðrún Jónsdóttir, reiðþjáifi. Mynd: Atli. „Islenska hestaleigan“ mhg ræðir viö Birki Þorkelsson og Einar Bollason Þeir sem einu sinni byrja viija fara aftur og aftur Mjög hefur það farið í vöxt hér- lendis hin síðari árin að menn brygðu sér í lengri eða skemmri ferðalög á hestum. Mun og sam- mæli þeirra, er reynt hafa, að ekki séu aðrar ferðir ánægjulegri. Margir Isiendingar eiga nú ráð á eigin hesti og þurfa því ekki til ann- ars að leita um farkostinn. Hinir eru þó miklu flelri, sem engan hest- inn eiga og komast því hvergi eða verða að leita til annara um ián á hesti. Erlendir ferðamenn leggja nú leið sína hingað í stríðum straumum. Margir þeirra vilja mjög gjarnan ferðast um landið á hestum. Og þó að Hrafna-Flóki og samtíðarmenn hans hafi kannski ekki hikað við að flytja með sér hesta „yfir höfin blá og breið“ þá gera ferðamenn það naumast nú til dags. Hestaleigur hafa sumsstaðar verið starfandi til þess að greiða í þessum efnum götu innlendra og Komið verður í Hvítárnes í ferðinni norður Kjöl. erlendra ferðamanna. Meðal þeirra, sem rekið hafa hestaleigu, er Þorkell Bjarnason hrossarækt- arráðunautur á Laugarvatni. Hafði hann þá starfsemi með höndum í áratug en hætti þeim rekstri þegar umsvif fóru vaxandi við önnur störf. En nú hefur á ný verið komið á legg hestaleigu í Laugardalnum, nánar tiltekið í Miðdal. Nefnist hún íslenska hestaleigan. Þeir, sem að henni standa, eru Birkir Þor- kelsson í Miðdal, Einar Bollason og Árni Björgvinsson, báðir í Kóp- avogi. Okkur flaug í hug að gaman gæti verið að fá nánari fregnir af þessari starfsemi þeirra félaga og fundum því að máli þá Birki og Einar. - Þessi hestaleiga okkar á sér nú ekki langa sögu enn sem komið er, sögðu þeir. Við stofnuðum hana skömmu eftir síðustu áramót af því að okkur fannst að hennar væri þörf. Við höfum ákveðið að byrja með 15 hesta en ef þeir duga ekki til þá getum við eignast fleiri og auk þess mun trúlega reynast auðvelt að fá hesta leigða hjá bændum. Okkur fannst ekki óeðlilegt að höf- uðstöðvar þessarar starfsemi væru austur í Laugardal. Það er þægi- legra að hafa hestana þar en á Reykjavíkursvæðinu. Laugarvatn er líka fjölsóttur ferðamannastað- ur. Mjög margt fólk býr þar í tjöld- um eða hótelum lengri eða skemmri tíma að sumrinu, enda hefur staðurinn upp á óvenju margt það að bjóða, sem fólk sæk- ist eftir sér til hvíldar, ánægju og hressingar. Og því þá ekki að auka enn á fjölbreytnina með því að koma þarna upp hestaleigu? Eng- inn vafi er á því að það gerir staðinn ennþá eftirsóknarverðari eigi fólk, sem þangað kemur eða þar dvelst, kost á því að bregða sér á hestbak og skopa landið um leið. - Eru einhverjar ferðir þegar hafnar hjá ykkur? - Naumast er hægt að segja það. "* ... -.-í *, -•; ■ ■ ■ . ., . ' ‘ ' ’ ' _____ .. ... . . _. .-t ' ; . <- • ^ fW. ' » ■ . "Sr fX „•*■« -***■»**■ s. 1 l j/'f * ~ ■■ '.Ns.'. ......... ■■-• - - ■■ • Það er þægilegt að tylla sér á mosaþúfurnar á meðan hestarnir grípa niður. Við stefnum að því að fara að fullu af stað 20. júní. Gefst þá kostur á að fara í eins til þriggja daga ferðir alla daga til 1. sept. og auk þess lengri ferðir, ef óskað er. Það, sem nú hefur verið ákveðið, er þetta: Áttunda júlí, 2ja daga ferð - Laugarvatn-Gullfoss-Geysir. Sama dag, fjögurra daga ferð, Laugarvatn, Geysir, Gullfoss, Flúðir, Skálholt. Tólfta júlí 2ja til 3ja daga ferð, Laugarvatn, Geysir, Gullfoss og samskonar ferð 19. júlí. Fimmtánda júlí, 5 daga ferð, Laugarvatn, Hlöðufell, Geysir, Flúðir, Skálholt. Sextánda júlí, 3ja daga ferð. Laugarvatn, Geysir, Skálholt. Sjötta ágúst, 7 daga ferð yfir Kjöl, Laugarvatn, Geysir, Gull- foss, Fremstaver, Hvítárnes, Hver- avellir, Galtará, Skagafjörður. Þetta er nú það, sem þegar liggur fyrir. Rétt er að benda á, að hægt er að láta bóka sig inn í hluta ferðarinnar ef þannig stendur á fyrir ferða- manninum og unnt verður einnig að taka menn upp á leiðinni ef þess er fyrirfram óskað. Við leggjum áherslu á að hafa góða og trausta hesta og við allra hæfi, jafnt byrj- endur í reiðlistinni og þá, sem van- ari eru. Leiðsögumenn okkar eru þaulkunnugir á þeim slóðum, sem um verður farið. Segja má að hlut- verk þeirra sé tvíþætt: annarsvegar að leiðbeina fólki um hesta- mennskuna og aðstoða það við hrossin og í annan stað að veita sem besta leiðsögu um landið og miðla fróðleik um það, sem fyrir augu ber í ferðinni. í ferðum okkar er gert ráð fyrir gistingu í hótelum og er hún, ásamt fullu fæði, innifalin í verðinu. Hins- vegar getur ferðafólkið, ef það ósk- ar þess, haft með sér tjöld og fætt sig sjálft og sjáum við þá um flutn- ing á því. Það kostar þá bara hestinn og leiðsögumann. Nauð- synlegt er að þeir, sem í svona ferð- ir fara, hafi með sér góðan hlífðar- fatnað og vaðstígvél.Heppilegra er að hópamir séu ekki mjög fjöl- mennir svo að auðveldara verði að sinna hverjum og einum, útundan má enginn verða. Við leggjum til öryggishjálma. - Er ekki samvinna með ykkur og ferðamálamönnum hér? - Jú, við höfum samvinnu við Ferðamálaráð, sem hefur sýnt þessari starfsemi mikinn áhuga og skilning, ferðaskrifstofur og svo erum við í sambandi við ferjurnar, þannig að fyrir auglýsingaþættin- um ætti að vera sæmilega séð. - Og þið eruð hvergi kvíðnir? - Nei, hreint ekki. Við erum þeirrar skoðunar, að þetta sé hinn þarfasti rekstur og að þeir, sem kynnast vilja landinu, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, fái ekki betur gert það með öðru móti en því, að ferðast á hestum. Og ekki skal þá gleymt sálufélaginu sem menn kómast í við hestinn á svona ferðalögum, þessa merki legu og sérstæðu skepnu, sem ekki á sinn líka neinstaðar á jarðkringl unni. Það er líka staðreynd, að þeir, sem einu sinni byrja á svona ferðalögum vilja komast í þau aftur og aftur og segir það raunar alla söguna. Já, víst er um það, að oft leitum við langt yfir skammt. Auðvitað er ferðasmekkur íslendinga jafnt sem annara misjafn. En nú þegar að ýmsum kreppir efnahagslega þá mætti kannski hugleiða hvort til tölulega ódýrar ferðir um okkar eigið land, - og þá ekki hvað síst á hestum - gætu komið í stað rán dýrra sólarlandaferða, - og látið engu lakari minningar eftir sig' Það mun að vísu vandfundinn bar norður við Galtará en þar er gott vatn og þar er hægt að greiða lokka ekki síður en á suðlægari slóðum -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.