Þjóðviljinn - 16.06.1983, Side 15
Fimmtudagur 16. júnf 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA15
BLAÐAUKI
Hestaskálin þekkist líka í Svartaskógi
íslenskir stóðhestar suður í Svartaskógi. Kannski rifjar fölið upp
fyrir þeim minningar frá æskuslóðum á íslandi?
tegundum. Stóru hestarnir þola illa
þýft land og bratt. Ég kom á bak
sumum þessum hestum eins og t.d.
Hannover II., margverðlaunuðum
hesti. Og ég hreifst heldur lítið.
Einn daginn var þessum
verðlaunahesti sleppt með íslensku
hestunum á bratt tún. Það þoldi
hann ekki, tognaði í fæti og heltist.
í þessu liggur m.a. munurinn. Að
bera saman íslenska hesta og þá
erlendu, sem þama voru, er eins og
að bera saman hvítt og svart.
En það er ýmislegt fleira við ís-
lenska hestinn sem hrífur útlend-
inga. Erlendi hesturinn er eigin-
lega ofræktaður. Hann er alla
stund undir handarjaðri mannsins.
Hann er eiginlega of mikið húsdýr.
Það má næstum segja að hann sé
alinn upp inni í stofu. íslenski hest-
urinn elst upp hálf villtur. Hann
mótast af allt öðru umhverfi. Hann
er miklu frjálsari í fasi og útliti, það
má kannski segja sjálfstæðari.
Þannig vilja útlendingar hafa hann.
Faxið og taglið t.d. vilja þeir
skerða sem minnst. Það á að vera
sem náttúrlegast eins og hesturinn
allur.
Ég er ekki í vafa um að íslenski
hesturinn er mjög góð landkynning
og á mikinn þátt í því að laða hing-
að erlenda ferðamenn. Fyrir tilstilli
hans, ef svo má að orði komast,
hafa íslendingar og fjöldi manna
erlendis tengst traustum kynning-
ar- og vináttuböndum.
- Bar á exemi í íslensku hestun-
um þarna?
- Nei, og það bar ekki mikið á því
í Suður-Þýskalandi yfirleitt. Exem-
ið stafar m.a. af kraftmiklu fóðri.
Hrossin verða of feit. Það þarf að
passa að gefa þeim ekki of mikið.
Og það er nauðsynlegt að þau
komist undir þak eða í forsælu í
miklu sólskini og sterkum hita. Það
veðurlag á ekki við íslendinginn.
- Hvernig heldurðu að gangi að
viðhalda erlendis hinum sérstæðu
eðliskostum íslenska hestsins?
- Ég skal ekki segja, en trúað
gæti ég því, að hann „tapaði stor-
minum úr faxinu“, eins og Sviss-
lendingurinn dr. Osenburgel
komst að orði og var skemmtilega
sagt.
Dýrt að eiga hest
en mikið kemur á móti
- Það þarf auðvitað ekki að því
að spyrja að þú hefur gefið þig að
hestamennsku eftir að heim kom?
- Já,enkannskiekkimikiðmeira
en gengur og gerist með þá, sem
eiga hesta. Þó var ég eitt sumar við
tamningar vestur í Dölum með
Jóni Steinbjömssyni. Fómm við þá
m.a. 5 daga túr með allt stóðið
suður í Borgarfjörð. Það var
skemmtileg ferð fyrir okkur Jón og
vonandi trippin líka.
- Hver er hestaeignin hjá þér
núna?
- Ég á tvo hesta og svo á kærast-
inn minn, Þórður Jónsson, þrjú
hross.
- Og ríðið mikið út?
- Við förum á bak svo oft sem
tími og aðrar aðstæður leyfa. Og
nokkrar lengri ferðir höfum við
farið ríðandi á hestamannamót hér
£ nálægum héruðum.
- Hvernig finnst þér búið að hest-
amönnum hér í borginni?
- Aðstaða fyrir hestamenn hér
má held ég að ýmsu leyti kallast
góð. Reiðleiðir eru allgóðar og til
allra átta. Þó er farið að þrengjast
nokkuð um okkur.
En eitt verð ég að áfellast og það
er hinn glannalegi akstur gegnum
Víðidalinn. Hann er blátt áfram
stór-hættulegur því menn aka þar
oft á mjög miklum hraða. Má raun-
ar teljast mikil mildi að þar skuli
ekki oft verða slys. Úr þessu þurfa
hestamenn og ökumenn að taka
höndum saman um að bæta.
- Er ekki dýrt að eiga hér hesta?
- Jú,þaðermjögkostnaðarsamt.
Fóður, húsaleiga, skeifur, reiðtygi,
beit, kostnaður við þátttöku í
mótum, þetta eru býsna miklar
upphæðir. Líklega er hesta-
mennskan með dýrari tómstunda-
iðju. En á móti kemur ánægjan af
að umgangast hestinn, finna árang-
urinn af tamningu og þjálfun, losna
við stressið, hraðann og hávaðann,
og vart held ég að komist verði í
meira og betra samband við náttúr-
una en á hestbaki. Og ekkert af
þessu verður metið til verðs.
-mhg
HESTAMENN -
H E STAMAN NAFÉLÖG
Við viljum minna á að við höfum ávallt
fyrirliggjandi úrval af verðlaunagripum
og sendum þá
burðargjaldsfrítt um allt land
Verðlaunagripur þessi fæst í gulli,
silfri og bronsi og kostar kr. 75.- með áletrun
og borða. Einnig má nota hann á veggskildi,
bikarlok og ýmsa aðra verðlaunagripi.
- REYNIÐ VIÐSKIPTIN -
Gullsmiðir
SIGTRYGGUR & PÉTUR
BREKKUGÖTU 5 - AKUREYRl - SlMI 96-23524
Bændur
Hestamenn
Það er kraftur í kögglunum í íslenska
kjarnfóðrinu.
Leitið nánari upplýsinga
í verksmiðjunum.