Þjóðviljinn - 16.06.1983, Page 17

Þjóðviljinn - 16.06.1983, Page 17
Fimmtudagur 16. júní 'l983 ÞJÖÐVÍLjlNN — SÍÐÁ 17 BLAÐAUKI : - „■ Fáein boðorð fyrir ferdamenn á hestum Sá, sem hefur í hyggju að fara í ferðalag á hestum, þarf margs að gæta um útbúnað, ég tala nú ekki um ef langferð, og þá gjarnan um óbyggðir, er fyrir stafni. Á við í blaði um hesta og hestamennsku, að rifja upp nokkur meginatriði. Ljóst er, að tvennt kemur til: Annarsvegar sá útbúnaður, sem lýtur að hestinum, hinsvegar að út- búa sjálfan sig. Ánægjan af ferð- inni getur oltið á því, að þama fari ekkert úrskeiðis. óráð er að leggja í langferð á hestum nema þeir séu í góðri þjálf- un. Þeir þurfa að vera vel járnaðir og helst ekki nýjámaðir, svo að skeifurnar séu farnar að setjast nokkuð á hófunum. Beisli og Hér hefur skeifa farið undan. hnakkar þurfa að vera í góðu lagi sem og töskur undir nesti og annan nauðsynlegan farangur. Gott er að bera á hnakka svo að þeir hrindi betur frá sér vatni. Þó að reiðtygi sýnist traust við upphaf ferðar get- ur alltaf eitthvað bilað. Því er ekki úr vegi að hafa með sér varagjörð, ístaðsólar, reiða og volka. Þau hyggindi geta komið í hag. Nauð- synlegt er að hafa járningaáhöld, skeifur og hóffjaðrir því hversu vel sem hestar em járnaðir í byrjun ferðar getur alltaf slitnað undan skeifa. Ekki sakar að hafa í farangrinum teppi eða skinn til þess að breiða yfir hestana þurfi þeir að standa úti í slæmu veðri. Alltaf getur það hent að hestur sær- ist undan reiðtygjum eða beisli, rífi sig á girðingum o.s.frv. Því skyldi jafnan hafa meðferðis sótt- hreinsandi lyf og áburð, sáraduft og sáraumbúðir. Ekki er það óal- gengtað ferðahestarfái hrossasótt, ekki síst ef veður er rysjótt og hag- ar misjafnir. Þarf þá að gefa hestin- um glaubersalt, sem blandað er í vatni og hellt ofan í hrossið um munninn. Hestar geta orðið sár- fættir þegarlengier riðið eftir hörð- um og grýttum vegum. Þá er gott að eiga í fómm sínum hófhmf, plastbotna og tjöruhamp. Fyrir getur komið að hestur slasist svo á ferðalagi að óhjákvæmilegt sé að lóga honum. Þá er gott að hafa handhæga byssu meðferðis. Hér hefur nu verið drepið á sitt hvað sem lýtur beint að hestinum og væri þó reyndar lengi hægt ein- hverju við að bæta. En hvað þá um ferðamanninn sjálfan? Jú, sjálfsagt er að hafa með sér hlý nærföt og annan góðan skjólfatnað, regnföt og vaðstígvél. Aukafatnaður getur komið sér vel og gott að hafa skó til að bregða sér í ef farið er úr reiðstígvélunum. Og þá er það viðleguútbúnaðurinn. Varla mun hjá því fara, að 2-3 manneskjur sem aðeins ferðast um byggðir, geti fengið húsaskjól á sveitabæjum að næturlagi. Best er þó að geta verið sjálfum sér nógur um þak yfir höfuðið og oft em fleiri í ferðinni en svo, að auðvelt sé um gistingu. Því eru tjöld og svefnpok- ar sjálfsagðir hlutir í ferðinni. Matur er mannsins megin og þarf hann að vera nægur því ekki henta öllum matarvenjur Magnúsar míns sálarháska á Hveravöllum forðum og síst til lengdar. Vistir þurfa því að vera nægar til ferðarinnar en skynsamlegt að velja þær þannig, að þær séu ekki allt of þungar í flutningi. Ágætt er að hafa með sér einhver þau tæki, sem geri mönnum kleift að hita sér kaffi- sopa, jafnvel elda mat, verði menn leiðir á stöðugum skrínukosti. Meginregla ætti að vera að hafa jafnan með sér það sem nauðsyn- legt er en ekki íþyngja hestunum með neinu umfram það. Sú regla er góð, ekki síst ef framundan er fleiri daga ferðalag, að fara hægt að stað, hafa fyrstu áfangana ekki of langa enda þótt hestarnir séu í sæmilegri þjálfun. Ef farið er um ókunnar slóðir þá ættu menn að kynna sér sem best fyrirfram þá leið, sem hugmyndin er að fara og lesa vel leiðarlýsingu, ef til er. Hvar sem farið er um landið, úir og grúir af örnefnum. Við ýmis þeirra er tengd ákveðin saga eða munnmæli, sem fróðlegt og skemmtilegt er að kunna skil á og geta rifjað upp fyrir sjálfum sér og ferðafélögunum. Gott er að hafa meðferðis kort af því svæði, sem um er farið, og áttaviti getur komið sér vel því oft má búast við þoku og súld á öræfum en götur þar ekki allsstaðar glöggar. Sé fyrir- hugað að gista í ferðamanna- skálum þá er þar oft setinn bekkur- inn yfir sumartímann og því brýnt að vera í tíma með að tryggja sér þar gistingu. Geymsla fyrir hesta þarf að vera örugg og haglendi fyrir hendi þar sem áð er að einhverju ráði. Víða getur þurft að fara yfir óbrúaðar ár, sem kunna að vera í vexti. í þær ætti ekki að leggja nema í fylgd kunnugs leiðsögu- manns. Sjálfsagt mætti ýmislegt fleira tína til sem gott væri að hafa í huga er lagt skal upp í langferð áhestum. Og e.t.v. skeður það í hverri ferð, að maður sé minntur á að eitthvað skorti á undirbúning og útbúnað. Reynslan mun hér sem oftast áhrif- aríkasti kennarinn. En sú kennsla getur verið nokkuð dýr og því best að komast hjá henni. Auðvitað verður aldrei við öllu séð. Þó hygg ég, að ef menn hafa í huga það, sem hér er sagt og miða undirbúning ferðarinnar við það, þá megi forð- ast margvísleg óhöpp, sem annars gætu valdið erfiðleikum í ferða- laginu. -mhg fyrir landbúnað Ábyrgöartryggingar bænda Slysatryggingar bænda Heimilis- og húseigendatryggingar Heytryggingar Gripatryggingar Útihúsatryggingar Vélatryggingar Dráttarvélatryggingar Bifreiðatryggingar Brunabótafélag Islands Umboösmenn um land allt. Nælon stallmúlar stillanlegir og með taunrilásum. Pískar Reiðarmeð volkum HnakkgjörÓ Spaðhnakkar hannaðir sérstaklega fyrir okkur af þekktum íslenskum hestaáhuga- mönnum. Hnakkarnir eru úr völdu leðri og handsaumaöir af kunnáttumönnum. Þeim fylgja reiðar með volkum, númeraðar ístaös- ólar og hnakkgjarðir úr ofnum nælonþráðum. Vönduð beisli hönnuð eins og íslensku beislin að öðru leyti en þvl að þau eru handsaumuð en ekki hnoðuð. Beislunum fylgja mjög góöir flatir nælonstyrktir bómullartaumar með leðurgrip- k um. Mélh/ffar Taumlásar Beisliskeðjur ogkrókar ^ TaumméT

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.