Þjóðviljinn - 16.06.1983, Side 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Sumarferð Alþýðubandalagsins
í Reykjavík
Viðeyjarferð 25. júní.
Laugardaginn 25. júní n.k. verður farið í árlega sumarferð Alþlýðubandal-
agsins í Reykjavík. Förinni er heitið í Viðey og verður lagt upp frá Sunda-
höfn kl. 10og 10.30 árdegis. Heimferðkl. 17-18 eða 20-21. Miðasala hefst
mánudaginn 20. júní á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 kl. 8-16. Miðinn
kostar 150 krónur og er ókeypis fyrir 12 ára börn oq ynqri. Tryqqið ykkur
miða strax á mánudag.
Ferðanefnd
AB-Héraðsmanna
Almennur félagsfundur mánudaginn 20. júni kl. 20.30 í fundarsal Egils-
staðahrepps. Dagskrá: 1) Staða kvenna í félags- og flokksstarfi Alþýðu-
bandalagsins 2) Ónnur mál. Félagar fjölmennið.
Stjórnin
Skógræktarferð í Heiðmörk
Sunnudagurinn 19. júní.
Félagar, notum öll þetta tækifæri og komum með fjölskylduna í Heiðmörk til
þess að rækta smáskógarreit og blanda geði einn sunnudagseftirmiðdag.
1) Mætum kl. 13.30 við Elliðavatnsbæinn.
2) Trjáplöntur verða á staðnum og leiðsögumaður og verkfæri frá Skóg-
ræktarfélagi Reykjavikur.
3) Tökum með okkur kaffi og góðgæti. Nánari upplýsingar í símum 76510
(Ingibjörg) og 78411 (Ingólfur) og 71367 (Arnór). Stjórnir Breiðholts- og
Árbæjardeildar ABR
P.S: Gleymið ekki að mæta.
Alþýðubanda-
lagið
Austurlandi_________________________
Ráðstefna
á Hallormsstað
2.-3. júlí 1983
Meðal málaflokka sem fyrirhugað er að ræða á ráðstefn-
unni eru: Störf og stefna AB. - Skipulagsbreytingar AB.
- Jafnréttismál. - Sveitarstjórnarmál. - Umhverfismál
Æskulýðs- og íþróttamál.
Dagskrá (drög):
2. júlí: Skógarganga fyrir hádegi - Framsöguerindi eftir
hádegi. - Kvöldvaka.
3. júlí: Starfshópar - Umræður. - Ráðstefnuslit kl. 16.00.
Gisting á hóteli og í skóla.
Takið fjölskylduna með í fagurt umhverfi.
Tilkynnið-þátttöku sem fyrst til framkvæmdastjórnar:
Einars Más Sigurðarsonar, Neskaupstað, sími 7468.
Jórunnar Bjarnadóttur, Eskifirði, sími 6298.
Kristins Árnasonar, Egilsstöðum, sími 1286.
Þau veita nánari upplýsingar.
Hittumst á Hallormsstað.
Stjórn Kjördæmisráðs.
Classix Nouveau í
Höllinni í kvöld:
„Liggjum
ekki á liði
okkar”
„Fólk í Bretlandi hefur tækifæri
til að hlusta á svo margar hljóm-
sveitir að það kann ekki að meta
það. Þess vegna finnst okkur miklu
meira virði - meira gefandi - að
spila annarsstaðar.“ Svo segir Sal
Solo, söngvari og formælandi
hljómsveitarinnar Classix Nouve-
aux, með sínu fína, menntaða
enska tungutaki á blaðamanna-
fundi á Hótel Loftleiðum.
Sal Solo, söngvari hljómsveitarinn-
ar Classix Nouveaux, er Lundúna-
búi eins og trommarinn B.P. Hur-
ding. Hinir eru frá írlandi (bassa-
leikarinn Mick Sweeney), Skot-
landi (S. Paul Wilson hljómborðs-
leikari) og Finnlandi (gítarleikar-
inn Jimi Sumen).
„Við höfum reynt að koma til
íslands tvisvar-þrisvar áður, en
alltaf eitthvað komið í veg fyrir
það. Við höfum spilað næstum því í
öllum heimsálfum, Indlandi, Isra-
el, Bólívíu, USA, austantjalds-
löndum, erum nýkomnir frá Pól-
landi, langar að spila í Rússlandi,
en fólk tekur okkur alveg jafnvel
allsstaðar. Þó eru aðstæður mis-
jafnar á hverjum stað, en músíkin
er númer eitt.
Við treystum aldrei á að geta
verið með fullkomna lýsingu eða
annan leikrænan sviðsbúnað. Enda
finnst okkur fyrirfram útreiknuð
sviðsframkoma fölsk og leiðinleg.
En eitt er á hreinu: plata okkar La
Verité (Sannleikurinn) seldist hér á
fslandi í rúmlega 2000 eintökum,
sem er 1% af þjóðinni! Slíkar við-
tökur verða einungis þakkaðar
með því að gera sitt besta á hljóm-
leikunum í kvöld!
Við munum auðvitað spila lög af
fyrri plötum okkar, en líka 4-5 af
þeirri næstu (þeirri 3.) sem kemur
út á þessu ári. Af henni verður
bráðlega gefið út eitt lag á lítilli
plötu, sem heitir Forever and a
day. Annars vitum við ekki hvernig
þetta verður, erum ekki búnir að
skoða þessa Laugardalshöll. En
eins og ég sagði áðan þá er músíkin
númer eitt og í því efni ætlum við
ekki að liggja á liði okkar og þið
fáið að heyra persónulegt rokk!“
- A
Sumarfrí
09
samvera
r
a
Laugar-
vatni
Enn pláss
4.-10. júlí
Enn er hægt að fá pláss í sumarfrí og samveru Alþýðubanda-
lagsins á Laugarvatni vikuna 4. til 10. júlí næstkomandi, en ekki
er ráðlegt að draga pantanir lengur. Uppselt er síðustu tvær
vikurnar í júlí.
Þeir sem hug hafa á að panta dvöl á Laugarvatni vikuna 4. til 10.
júlí eru vinsamlega beðnir að snúa sér til flokksmiðstöðvar
Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105, Reykjavík, sími
17500, persónulega eða í síma, og festa sér pláss.
Dvalarkostnaður fyrir fullorðna er kr. 2800, kr. 1600 fyrir börn á
aldrinum 6 til 12 ára ög kr. 300 fyrir börn að sex ára aldri.
Innifalið í verðinu er fullt fæði, gisting í 2-3ja manna herbergjum
(með rúmfötum), leiðsögn í ferðum, barnagæsla, miðar í sund
og gufubað, og margskonar skemmtan og fræðsla.
Laugarvaln og umhverfi þess er kjörið til sumarleyfisdvalar og
útivistar. í sumarfríi og samveru Alþýðubandalagsins verður
farið í sameiginlegar gönguferðir undir leiðsögn heimamanna,
farið í skoðunarferð um uppsveitir Suðurlands, efnt til fræðslu-
funda um staðinn og til spilakvölda og skemmtikvölda, þar sem
þátttakendur og góðir gestir munu standa fyrir dagskránni. Á
Laugarvatni er báta- og hestaleiga, og aðgangur að íþrótta-
mannvirkjum. Síðast en ekki síst er það samveran með góðum
félögum sem gerir Laugarvatnsdvöl ánægjulega og rómað at-
læti hjá Rúnari Jökli Hjartarsyni bryta og starfsfólki hans í
Héraðsskólanum.
Vilt þú vera með í friðarhóp?
Eins og konur minnast eflaust var stofnuð friðar-
hreyfing íslenskra kvenna hinn 27. maí sl. Nokkrum
dögum síðar híttust fáeinar konur sem voru á stofn-
fundinum til að ræða um stofnun friðarhópa. Nú er það
ætlun þeirra að hittast aftur hinn 20. júní kl. 17 í Nor-
ræna húsinu, til þess að halda umræðum áfram. Þær
konur sem hafa áhuga á að stofna friðarhópa eru
meira en velkomnar, verkefnin eru næg, ef áhuginn er
fyrir hendi.
Friðarhópurinn.
Framkvæmdastjóri
Prjónastofan Katla h.f. Vík í Mýrdal óskar að
ráða framkvæmdastjóra.
Umsóknarfrestur til 24. júní n.k.
Upplýsingar í síma 99-7225 hjá fram-
kvæmdastjóra og í síma 99-7201 hjá stjórn-
arformanni.
Stjórnin
Yaxtabreytingai*
hjá Iðnlánasjóði
Þann 15. júní 1983 kom til framkvæmda vaxtahækkun á útlánum
IÐNLÁNASJÓÐS og eru vextir sem hér segir:.
Byggingalán 5,0% p.a.
Vélalán 4,5% p.a.
Auk vaxta eru útlán sjóðsins bundin lánskjaravísitölu.
Frá og með sama degi varð samsvarandi hækkun á útistandandi lánum,
þar sem ákvæði skuldabréfa heimila slíkt.
IÐNLÁNASJÓÐUR