Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. júní 1983 Einar Hjörleifsson skrifar frá Suður-Ameríku_ Skæruliðar báru Heilaga jómfrú um plássið Lítið þorp á hásléttu Perú. Eitt ágústkvöld á liðnu ári voru sprengdir í loft upp nokkrar háspennustöðvarfyrirutan Lima, höfuðborg Perú. 6 milljón mannastórborg var rafmagnslaus í sólarhring. Samtímis þessu og næstu dagaáeftirvoru aðspringa sprengjur í kvikmyndahúsum og stórmörkuðum Lima og olli vitaskuld mikilli skelfingu meðal borgarbúa. Forsetinn, Belaún De Terry kom fram í fjölmiðlum og fordæmi sprengjutilræðin. Hann lýsti jafnframt yfir ábyrgð á hendur erlendum aðilum, sem hefðu gert samsæri við innlend öfl um að veikja stöðu hins unga perúanska lýðræðis. Belaúnde nefndi í þessu sambandi mannréttindasamtök í N- Evróþu, nánartil tekið með heimilisfang í Stokkhólmi, en fyrir tilstilli þeirra hefur lengi rignt bréfum og símskeytum yfir hérlend stjórnvöld um að láta lausa pólitíska fanga. - Á bak við sprengjuregnið stóðu skæruliðasamtökin Sendero Luminoso, sem á íslensku myndi útleggjastsem „Lýsandi sendiboðinn". Til þess að skilja tilurð þessara samtaka verðum við að halda svo sem 15 ár aftur ítímann, Þriðja leiðin Lýðræðisstjórn komst aftur á í Perú árið 1980, eftir 14 ára valdat- ímabil herforingjastjórna. Hin fyr- ri, sem var við völd frá 1967-1975 var rnjög óvenjuleg miðað við aðrar herforingjastjórnir álfunnar. A stefnuskrá hennar voru margir góðir hlutir, svo sem róttækar endurbætur í landbúnaðarmálum, aukið efnahagslegt sjálfstæöi þjóð- arinnar og útrýming fátæktar. Stofnuð voru ný samyrkjubú um land allt, er nutu stuðnings stjórn- valda og jarðnæði var úthlutað til fátækra fjölskyldna. Herforin- gjarnir sögðust hvorki aðhyllast kapítalisma né kommúnisma, heldur vilja fara þriðju leiðina og stefna að þjóðfélagi, þar sem ynni stétt með stétt og allir þjóðfélags- þegnar nytu góðs af efnahagslegum framförum. Til þess að takast mætti að hrinda slíkri stéttasamvinnu-stefnu í framkvæmd, leitaðist stjórnin við að ná sem flestum hagsmunasam- tökum og öðrum félagsmyndunum innfyrir sitt áhrifasvið. í því skyni var komið á fót nýjum ríkisstofn- unum, t.d. fyrir aðila vinnumark- aðarins. Þessi nýja þjóðernisstefna fékk góðan byr og hlaut m.a. óvæntan stuðning frá Sovétríkjun- um. PCP, einn 2ja þáverandi kom- múnistaflokka (Moskvukommar) studdi þar af leiðandi stefnu herf- oringjanna, meðan PC del P (maó- istar) fordæmdi hana sem vonlausa stéttasamvinnustefnu. Skipbrot Pótt herforingjarnir kæmu ýmsu góðu til leiöar, sérstaklega þó í landbúnaðarmálum, tókst þeim ekki að framfylgja háleitum stefn- umiöum sínum. Verkamenn og bændur kröfðust áþreifanlegra kjarabóta og iðjuhöldar streittust á móti tilraunum til að beina fjár- magninu a þjóðfélagslega hag- kvæmar brautir. Við tók ný hægri- sinnuð herforingjastjórn, sem fylg- di klassísku valdbeitingarmódeli í þágu óbreytts ástands. Hún lafði frá '75-’80 aö gömlu pólitíkusarnir tóku aftur viö. Hin vopnaða barátta hefst Sendero L.uninoso, sem einnig kallar sig PCP, gerði engan greinarmun á herforingjastjórnun- um tveimur og notaði tímann frá stofnun flokksins í upphafi áttunda áratugarins, til nákvæmrar skil- greiningar á eðli perúanska þjóðfélagsins. Árið 1980, nokkrum dögum fyrir valdtöku nýju stjórn- arinnar, sprungu svo fyrstu sprengjurnar. Sendero lýstu yfir því að hafin væri vopnuð barátta gegn lénsskipulagi og burgeisum borgaralegs lýðræðis. Samkvæmt kínverskri fyrirmynd var ætlun þeirra að virkja fátæka smábændur og byggja upp bændaher, sem smám saman myndi umkringja borgirnar og brjóta burgeisana á bak aftur. Pað var ekki laust við, að ýmsir skelltu upp úr við þessar há- stemmdu yfirlýsingar, enda var litið á Sendero sem lítinn mátt- lausan hóp róttækra mennta- manna. Strfðsyfirlýsing skæruliða dró þó strax dilk á eftir sér, því stjórnin renndi „hermdarverka"- lögum í gegnum þingið og þann dag í dag sitja inni þúsundir pólitískra fanga í fangelsum Perú. Nú er hláturinn þagnaður. 3ja ára barátta stjórnvalda gegn þess- um hatramma andstæðingi borg- aralegs lýðræðis, hefur ekki dregið úr styrk Senderos. Hvað eftir ann- að hefur lögreglan lýst þvt yfir, að búið væri að ganga milli bols og höfuðs á samtökunum, en þau jafnskjótt svarað með vel sam- ræmdum aðgerðum víða um landið, er komið hafa yfirvöldum í opna skjöldu. í byrjun desember '82 hélt Sendero t.d. upp á afmæli leiðtoga síns, Guzmans, með fjöl- breyttum aðgerðum í nokkrum helstu borgum Perú og um nýárs- leytið voru gerðar harðar árásir á lögreglustöðvar og opinbera emb- ættismenn í Ayacudio-héraði Ráðist á fangelsi Sem dæmi um virkni skæruliða má nefna, að á 3 mánuðum liðins árs (júlí, ágúst, september) stóðu samtökin á bak við 180 mismun- andi aðgerðir um land allt. 86 flokkast undir bein hermdarverk, svo sem sprengjutilræði á fjölförn- um stöðum; 21 undir skemmdar- verk á mannvirkjum og 11 sinnum gerðu vopnaðar sveitir áhlaup á lögreglustöðvar. Einnigvoru tekn- ir af lífi 16 manns, sem svikarar við málstaðinn eða sem tæki í þjónustu kúgunarvaldsins. - Best heppnaða aðgerðin var líklega áhlaupið á fangelsið í Ayacuchoborg, í mars- byrjun '82. Þar frelsuðu samtökin. fjölda handtekinna liðsmanna sinna og sýndu um leið hernaðar- legan mátt sinn á áþreifanlegan hátt. Háskólafólk og sveitabörn Sendero Luminoso er í eðli sínu staðbundin hreyfing og hefur tak- mörkuð bein áhrif annars staðar en í heimahéraðinu Ayacucho. Upprunalegur kjarni hópsins samanstendur af róttækum stúd- entum og kennurum frá San Cristo Bal háskólanum í Ayachuco. Samt er ókleift að afgreiða Sendero með hæðnisbrosi sem þröngan hóp háskólaborgara, því flestir meðlimirnir eru synir og dætur fá- tækra smábænda í héraðinu. Tengsl hópsins við daglegt líf land- verkafólks og smábænda eru ein- mitt helsti styrkur þeirra. - Um- mæli Maos Tse Tungs um að skær- uliðar skuli geta athafnað sig meðal fólksins eins og fiskur syndir í vatni, standa hér áþreifanleg, enda er hér skýringuna að finna á því að yfirvöldum hefur enn ekki tekist að berja þá niður. Markviss undirbúningur Undirbúningurinn undir hina vopnuðu baráttu var ekkert skammtímaverk, hún tók langan tíma. Sendero lét sér ekki nægja að fremja hefðbundna skilgreiningu á perúanska þjóðfélaginu, sem hálf- gildings lénsskipulagi með kapítal- ísku nýlendusniði. Þeir gerðu sér einnig far um að vega og meta hag- stæðasta tímann fyrir upphaf bar- áttunnar. M.a. spáði helsti forkólt- urinn Guzman í byrjun áttunda ár- atugsins fyrir um þá efnahagslegu kreppu hins kapítalíska heims sem nú er komin á fremsta hlunn með að setja fjölda 3ja heimslanda á hausinn. Og árið 1980 var tíminn sem sé kominn, eftir 7-8 ára þolin- móðar bollaleggingar! Stigmögnun baráttunnar Samkvæmt starfsáætlun Sender- os skal baráttan þróast stig af stigi í 3 áföngum. Fyrsti áfanginn felst í því að gera landsmönnum öllum ljóst, að baráttan er hafin, með byltingaráróðri og skemmdarverk- um sem víðast um landið. Annar áfanginn felst í beinni ögrun við hernaðarlegan mátt kerfisins, töku vopnabirgða og árásum á lögregl- ustöðvar (hér í álfu er lögreglan yfirleitt þrælvopnuð). Samtímis skal unnið að því að koma á fót „frelsuðum svæðum" sem bak- hjarli byltingarinnar og nauðsyn- legri forsendu 3ja áfangans, sem felst í algjöru stríði og sókn bylting- arherjanna í átt til borganna. Fyrsti áfanginn er á enda. Lands- menn allir þekkja nú af afspurn, úr nær daglegum fréttum af starfsemi þeirra. Og þótt bein áhrif Senderos séu hverfandi lítil annars staðar en í heimahéraðinu, eru óbein áhrif þeirra víðtæk. Pólitísk samtök á vinstri væng stjórnmálanna komast ekki hjá því að taka afstöðu til Sendero, enda er tilvist þeirra not- Indjánabændur í Perú: umbæturnar létu standa á sér. Þegar forsetinn lýsti nýjum lögum um jarðnæði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.