Þjóðviljinn - 02.07.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 02.07.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Helgin 2. - 3. júlí 1983 skammtur Af sigri á dauðanum Þegar matast er heima hjá mér, gengur boröhaldiö venjulega stórslysalaust. Viö erum tvö í heimili, ég og konan mín, og erum oröin talsvert þjálfuö í því aö matast í friöi og spekt, án teljandi væringa. Meginástæöan til þess að ekki sverfur til stáls meö illindum og hnútukasti viö matborðið heima hjá mér, eins og á öörum heimilum, er sú, aö viö heiðurshjónin erum oröin afar samrýmd eftir þrjátíu ára sambúð og girnumst raunar ekki sömu bitana á steikarfatinu. Það hefur til dæmis aldrei komiö fyrir, aö ég hafi - viljandi eöa óviljandi - stungið gaffli í handarbakiö á henni, þegar hún var aö reyna aö góma bita, sem ég haföi ætlaö mér og ég man ekki til þess aö ég hafi slasað hana með saxinu í viðureigninni viö helgar- læriö. Ég held aö þaö sé einn af hornsteinum hjónabands- farsældarinnar á þessu heimili, hve ólíkan smekk viö heiðurshjón höfum á hinum aöskiljanlegu hlutum sauökindarinnar. Svo byrjað sé á sviðunum, þá ræöst ég, aö hætti hrafnsins, beint á augun og hnakkasþikið. Lít ekki við öðru af hausnum. Konan mín getur afturámóti ekki lagt sér til munns annað af sviðunum, en tunguna og neöri hluta kjamm- ans. Þannig er heimilisfriðurinn í höfn, þegar viö sitjum tvö að sviðum. í sem stystu máli borða ég þaö feita af skepnunni, en hún hitt. Ég ræöst á „pöruna", eins og skorpan af steikinni er kölluö heima hjá mér. Mínir saltketsbitar eru bringukollarnir og síðurnar. Af fisk- inum hausinn, þunnildin, roðið og rafabeltin, en rass- inn af hænunni. Að aflokinni máltíö fæ ég mér svo skafís, helli útá hann svokölluðu súkkulaöidrulli frá Herseys, væti hann síðan í rjómalögg og ét í deser. í rjómakaffið nota ég svo sakkarín til að halda línunum. Á milli mála hef ég jafnan kramarhús til taks meö lakkrískaramellum, sem ég ét ótæpilega til aö slá á sárasta sultinn. Nú hefur það stundum flökrað aö mér og mínum, að ef til vill sé ég í þybbnara lagi. Þegar eitthvaö slíkt kemur uppá, set ég mig gjarnan í rökhyggjustellingar og hugsa sem svo: „Nú úr því ég er svona, þá hlýt ég aö eiga aö vera svona, annars væri ég ekki svona“. Þetta finnst flestum hundalógik, en þá segi ég sem svo: „Ég er bara vöðvastæltur, samanrekinn og beinastór. Ég er riðvaxinn, já dálítiö riövaxinn og hvað meö þaö?“ Undirniöri er ég auðvitað alveg aö drepast, því ég hef lengi litið á það sem mína mestu ógæfu að vera stuttur og feitur, en ekki langur og mjór. Og til aö stappa í mig stálinu hugsa ég sem svo: „Ég er þó ekki sköllóttur, eöa að norðan“. Og þá líður mér strax miklu skár. Stundum hugsa ég ekki um þaö dögum saman, hvernig ég er í laginu, en þá getur einhver andskotinn orðiö til aö minna mig á þaö. Um daginn rakst ég á grein í blaði undir fyrirsögninni: „Dauðsföll helmingi algengari hjá feitum mönnum en grannholda“. Auövitaö hrekkur maöur í kút, þegar maöur rekst á svonalagað og það á prenti. Þaö er ónotaleg tilfinning aö mega vænta þess að enda lífið með því aö deyja. Að ekki sé nú talað um, ef það er vegna þess aö maður er ekki gæddur vísindalegu kjörholdafari. Bara dauðans matur, eins og stundum er sagt um þá, sem líklegt er aö deyi, þegar fram líða stundir. Skrautútgáfan af Sturlungu er stórhættuleg bók í rúmi. Hún er þaö þung og mikil að erfitt er að hemja hana liggi maöur á bakinu og ekkert grín aö missa hornið á henni uppí augað á rekkjunautinum, þegar veriö er aö fletta henni í svefnrofunum. Sannkölluö slysagildra. Þaö þarf heljarmenni til aö valda skrautútgáfunni af Sturlungu, þegar lagst er vinnulúinn til hvílu. Þá gríp ég gjarnan eitthvaö léttara, eins og til dæmis hiö kunna læknatímarit „Medical Journal". í gærkvöldi rakst ég einmitt á grein í Medical Jour- nal, þar sem birtar voru niöurstöður rannsókna á tíöni dauösfalla í Hollandi. Afdrif sexhundruð karla og kvenna, fæddra á árun- um 1840-1850 voru rannsökuð og styrkur til þess vejttur úr félagsvísindasjóöi Sameinuðu þjóðanna. í Ijós kom að af þessum sexhundruö manna hópi fæddum 1840-1850, voru dauðsföll 100%. Allir látnir. Tótal. Allir „allir", eins og stundum er sagt um látið fólk. Reiknaö er meö aö tvöhundruð af þessum sex- hundruð hafi veriö feitir og tvöhundruð grannholda. Og nú kemur hinn félagsvísindalegi mergur þessa máls. í greininni, sem ég minntist á áðan, segir aö: dauðsföll séu heimingi algengari hjá feitum mönnum en grannholda. í rannsóknarniðurstöðunum um tíöni dauðsfalla meðal fólks í Hollandi, sem fætt var á árunum 1840- 1850, létust semsagt helmingi fleiri en tvöhundruð af því þeir voru feitir, plús tvöhundruö grannir. Samtals sexhundruð látnir. Vísindalega hundraðprósent og tótal. Hvað sem öllu þessu líður, mun ég ekki breyta um mataræði fyrr en búiö er að sanna það óyggjandi, með læknis og félagsvísindalegum aðferðum, að ég deyi síður, ef ég er horaður en feitur. Ég heimta að fá það á hreint, hvort ég get lifað dauðann af, með því að fara í megrun. Eða er það kannski rétt sem segir í vísunni: Hvað sem allir sérfræðingar segja um sjúkdóma og líkamsmeinin stór, þá er það víst að eitt sinn skal hver deyja, ungur, gamall, feitur eða mjór. skráargat Dagblöðin Þjóðviljinn og Tíminn eru heldur illa stödd fjárhagslega og er það ekki ný bóla. Þó mun Tíminn skulda mun meira vegna lélegrar rekstrarstjórnar og eru nefndar ævintýralegar tölur í því sam- bandi. Alþýðublaðið er líka skuldum vafið, þó að það sé aðeins aðjafnaði tvíblöðungur og helmingur efnisins opinberar auglýsingar. Ástæðan fyrir skuldum blaðsins er m.a. sú að prentunarkostnaður Helgar- póstsins hefur verið færður sem skuld við Alþýðublaðið og nemur skuldin við Blaðaprent um einni miljón króna. Forráðamenn Al- þýðublaðsins íhuga nú að hætta útgáfu blaðsins og slíta öll tengsl við Helgarpóstinn. Fer þá líklega að harðna verulega á dalnum hjá síðarnefnda blaðinu en það væri synd ef það hætti að koma út því að Helgarpósturinn leggur sann- arlega til einn litinn í litrófi ís- lenskra blaða. Meðan á þessu stendur fitna svo hin stóru blöð hægri pressunnar og ekki er ólík- Iegt að auglýsingaherferð Morg- unblaðsins um þessar mundir sé til þess ætluð að láta kné fylgja kviði til að koma minni blöðun- um endanlega á hausinn. Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi og erfðaprins hans þar heitir Einar Guðfinns- son, sonarsonur gamla Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík. Einar yngri er ritstjóri Vestur- lands, málgagns Sjálfstæðis- Einar: Hugmynda- snauðir miðjumoð- hausar í Sjálf- stæðisflokknum Shirley: Skýring komin á huldu- manninn Gerry Jón Baldvin: Fagurgrænt breyttist í kolsvart Kjartan: Hefur áhuga á að hætta formennsku Friðrik: „Frjálskjara- samningaleiðin“ í reynd Steingrímur: Nú tók steininn úr Sighvatur: Formannsefni? flokksins vestra og í síðasta ein- taki blaðsins sendir hann flokks- félögum sínum heldur betur tón- inn. í leiðara blaðsins gerir hann að umtalsefni hugmyndir Alberts Guðmundssonar um sölu ríkis- fyrirtækja. Hann lýsir yfir á- hyggjum sínum af því að „vinir báknsins" komi til með að bregða fæti fyrir þessa „góðu hugmynd" Alberts. Síðan telur hann upp þessa vini báknsins og þar á með- al eru orðrétt úr leiðaranum „deigir, hugmyndasnauðir miðjumoðhausar úr Sjálfstæðis- flokknum". Hverjir skyldu það vera? Mikið hefur verið talað um endurminn- ingar kvikmyndaleikkonunnar Shirley MacLaine sem nýlega komu út en þar talar hún um ástarævintýri sitt með þekktum leiðtoga sósíaldemókrata sem hún nefnir Gerry. Hefur mörgum getum verið leitt að því við hvern hún á, t.d. Olav Palme, Michael Foot eða Kjartan Jóhannsson. Nú er komin ný skýring. Leikkonan sé aðeins að villa um fyrir fólki með því að tala um leið- toga sósíaldemókratísks flokks en eigi við flokk á breiðum grund- velli með sósíaldemókratísku ívafi. í leiðtogasveit tveggja slíkra flokka á fslandi eru einmitt menn sem heita Geir og þaðan sé komið Gerry-nafnið. Menn geta svo getið sér til um hvor Geirinn sé hinn rétti. Grein Ólafs Ragnars Grímssonar, sem birtist 30. júní s.l. og bar nafnið „Jón Baldvin - vonbiðill Fram- sóknar", kom greinilega illa við téðan Jón. Hús hans sem fram að þessu var málað í fagurgrænum framsóknarlit skipti skyndilega um lit eftir að greinin birtist. Og hvaða lit skyldi Jón Baldvin nú hafa valið? Jú - kolsvartan eins og sótsvart íhaldið. Mikii foringjakreppa er nú í Alþýðu- flokknum. Kjartan Jóhannsson mun hafa áhuga á að hætta for- mennsku og hefur verið rætt um Sighvat Björgvinsson sem arf- taka hans. Það strandar þó á Jóni Baldvini Hannibalssyni og fleiri Reykjavíkurkrötum sem sjá rautt þegar Sighvatur er annars vegar. Þess má líka geta að Sighvatur er orðinn starfsmaður Fram- kvæmdastofnunar ríkisins en eitt af síðustu verkum Jóns Baldvins á alþingi í vetur var að leggja til að sú stofnun yrði lögð niður. Nú hefur Friðrik Sóphusson fundið upp nýtt orð um stefnu sína í launamálum. Það er „frjálskjara- samningaleiðin" og jafnast lengd þess á við hið fræga orð „Holta- vörðu...“ osfrv. Þetta nýyrði kom fram í grein Friðriks í DV í fyrra- dag. Á það líklega við um efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar þar sem kjarasamningar eru bannaðir með lögum. Með þessu á Friðrik líklega við að hvítt sé svart og svart sé hvítt. Steingrímur Hermannsson kemur þjóðinni sí- fellt á óvart. Hann var ekki nema rétt búinn að tilkynna þjóðinni að hann hefði barasta verið búinn að gleyma þessum þremur pólsku fiskiskipum sem hann samdi um á sínum tama og von er á til lands- ins bráðlega, þegar ráðherrann bregður sér enn einu sinni í já, nei, já, nei hlutverkið. Að þessu sinni voru það bókmenntaverð- laun til minningar um Jón Sig- urðsson forseta sem vöfðust svo fyrir Steingrími að enginn veit enn í dag hvenær hann segir satt og hvenær ósatt. Löngum hefur Steingrímur komist upp með að verða tvísaga í hverju málinu á fætur öðru, en nú tekur steininn úr ...

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.