Þjóðviljinn - 02.07.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 02.07.1983, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN, Helgin 2. - 3. júlí 1983 st jórnmál á sunnudegi Lúðvík Jósepsson skrifar HVERT STEFNIR? Ný ríkisstjórn hefir tekiö við völdum. Hún hefir birt þjóðinni boðskap sinn um nýjaraðgerðirgegn verðbólgudraugnum, því nú snúast orðið öll stjórnmál á íslandi um verðbólguvandann; um það hvernig eigi að „bjarga atvinnuvegunum" frá afleiðingum verðbólgunnar, hvernig eigi að „tryggjasparifjáreigendur“ gegn verðbólgu, hvernig eigi að „tryggja fulla atvinnu" í verðbólguþjóðfélagi og hvernig eigi að „tryggja almennt launafólk" gegn hinni skelfilegu sívaxandi verðbólgu. Verðbólgan er númer eitt, tvö og þrjú segir sjálfur forsætisráðherrann. Nú er sem sagt að duga eða drepast. Nýja stefnan sýnir sig Þeir stjórnmálaflokkar, sem nú hafa tekið saman í ríkisstjórn, hafa áður glímt við verðbólgudrauginn. Síðast unnu þessir flokkar saman í ríkisstjórn 1974 til 1978. Þá rak hver gengislækkunin aðra, verðlag fór stór-hækkandi, vextir voru stór-hækkaðir, kaup var lækkað um 20% og ríkissjóður safnaði miklum skuldum í Seðlabanka. Verðbólgudraugurinn dafnaði hins vegar vel og í lok tímabilsins náði verðbólgan yfir 50%. Enn byrja sömu flokkar á sama leiknum. Fyrst mikil gengislækkun, síðan holskefla af verðhækkunum, yfirleitt 20- 30% í einu stökki. Ríkissjóður er sagður rekinn með veru- legum halla, en þó er lagt til að lækka tolla á bílum og ýmsum innflutningsvörum og nú á að taka lán til að framkvæma venjulega vegaáætlun. Nú á að ganga enn lengra en áður í kauplækkun. Allir kaupgjaldssamningar eru bannaðir í 7 mánuði og vísitölubætur á laun í tvö ár. Full verðtrygging á að haldast á pening- um og fjárskuldhindingum, á vöxtum og á verðlagi, en hins vegar ckki á launum. Gamla íhalds-Framsóknar-stefnan leynir sér ekki; það er launafólkið eitt sem skal greiða herkostnaðinn, allir aðrir skulu hafa sitt á þurru. Efnahagsvandinn Margvíslegur vandi kemur jafnan upp í atvinnu- og efnahagsmálum allra þjóða. Hér á landi hafa þessi vandamál komið upp og stundum verið all-alvarleg. Vandamál hér eru þó hvorki fleiri, eða meiri en í okkar nágrannalöndum. Slík vandamál, hér á landi, stafa oftast af því, að fisk-afli breytist, dregst saman, eða vegna þess að verðlag á erlendum mörkuð- um er okkur óhagstætt. Auðvitað kalla slíkar breytingar á vissar aðgerðir í okkar efnahagsmálum. Draga verður þá nokkuð úr framkvæmdum, hægja á í opinberum rekstri, draga úr innflutningi og koma í veg fyrir alla óþarfa eyðslu. Þetta hefirgerst á Islandi æði oft, en þó ekki oftar en í öðrum löndum. Nú um skeið hefir fisk-afli minnkað nokkuð, m.a. vegna þess, að stjórnvöld hafa fallist á spár, sem miðuðu við að stöðva gjörsamlega þýðingarmiklar veiðar. Og auk þess hefir verðlag á útflutningsvör- um lækkað nokkuð. Afleiðingar af sveiflum sem þessurn koma frani í lækkuðum afla- hlut sjómanna, í minnkandi fiskvinnu verka- fólks og í nokkrum samdrætti á vinnu- markaði. Þessar sveiflur gefa hins vegar ekkert tilefni til þess að lækka kaupmátt launa til viðbótar um 30%, en halda samt áfram hárri verðlagningu, okurvöxtum, óbærilegum lánskjörum og óheyrilegri eyðslu hins opinbera. Röng stefna í efnahagsmálum Hver sá, sem athugar af gaumgæfni svo- nefndar „efnahagsráðstafanir", sem gerðar hafa verið á undanförnum árum, mun sann- færast um, að flestar hafa þær ráðstafanir mistekist, eða ekki verkað á þann hátt sem til var ætlast. Ljóst er líka, að nær allar þessar „ráðstaf- anir“ hafa verið gerðar samkvæmt ráðlegg-. ingum „efnahagssérfræðinga" og flestar eiga þær, síðari árin, ættir að rekja til yfir- stjórnar Seðlabankans og Þjóðhagsstofn- unar. Ráðleggingar þessara aðila, hafa alltaf verið þær sömu, að lækka gengið, að lækka kaupmátt launa, að hækka vexti, að slaka á verðlagshömlum og að binda meira og meira fé í Seðlabanka. Engum getur lengur blandast hugur um, að efnahagsráð þessara sérfræðinga hafa miklu fremur aukið verðbólguvandann, en dregið úr honum. Með beinni kauplækkun hefir mátt draga úr verðbólguhraðanum aðcins í bili, aðeins örstuttan tíma; síðan hefir allt runnið af stað aftur og þá jafnan með meiri verð- bólguhraða en áður. Engin efnahagsráðstöfun hefir þó magn- að verðbólguna og vandamál atvinnuveg- anna jafn-mikið og hávaxtastefnan og hin svonefnda „verðtrygging fjárskuldbind- inga“. Hávaxtastefnan Það var á árunum 1976 og 1977 að áróð- urinn fyrir hávaxtastefnunni hófst fyrir al- vöru. Þá voru almennir innlánavextir 13- 16% og útlánavextir 16-20%. Verðbólgan varhinsvegar 30-32% á þessum tíma. Vext- ir voru því neikvæðir og sparifjáreigendur töpuðu augljóslega á verðbólgunni. Hitt var ekki síður ljóst, að 20% vextir voru orðnir háir vextir og all-miklu hærri en þá þekktist í nálægum löndum. Við þessar að- stæður komu „sérfræðingarnir" með þá kenningu að hækka yrði vexti til jafns við verðbólgu. Rökin voru þau að „vernda" ætti sparifjáreigendur og að hærri vextir mundu stórauka innlán í peningastofnun- um og jafnframt draga úr vafasamri fjár- festingu. Aróðurinn fyrir háum vöxtum hélt áfram og náði hámarki 1979 með lög- bindingu svonefndra raunvaxta. Nú hefir hávaxta-stefnan verið hér ráðandi peningamálastefna í nærri 7 ár. Hverjar eru afleiðingarnar? Verðbólgan sem var 30-32% er komin í 80-90% á ári. Sparnaður í bankakerfinu er minni en nokkru sinni áður, og vextir eru ennþá nei- kvæðari en þeir voru fyrir 7 árum. Atvinnurekstur landsmanna þarf að greíða 70-80% vexti af almennum rekstrar- lánum og þar með eru íslensk fyrirtæki gjör- samlega ófær að keppa um verðlag við er- lend fyrirtæki sem greiða 8-10% vexti. Hér skulu tilfærðar nokkrar tölur um það öngþveiti í peningamálum, sem hávaxta- stefnan hefir leitt af sér. Lánskjaravísitalan fyrir s.I. 7 mánuði hef- ir verið þessi: Fyrir des. 1982.............. 103% ársvextir Fyrir jan. 1983............... 53% ársvextir Fyrir febr. 1983.............. 78% ársvextir Fyrir mars 1983............... 77% ársvextir Fyrir apríl 1983..............100% ársvextir Fyrir maí 1983................113% ársvextir Fyrir júní 1983...............159% ársvextir Meðaltal á s.I. 7 mán. 98% ársvextir Þessar tölur sanna, að allir þeir sem hafa haft verðtryggð lán á þessum tíma, hafi þurft að greiða sem svarar 98-100% árs- vöxtum. Auðvitað hafa einnig þeir, sem aðstöðu hafa haft til að geyma fé sitt á verðtryggðum sparireikningum fengið 98% ársvexti. Reynslan af raunvaxta-kerfinu Hefir þá sparifjáreigendum verið bjarg- að með þessu fyrirkomulagi? Nei, því fer víðsfjarri. Rúm 60% af öllu sparifé í innlánsstofn- unum er ennþá óverðtryggt og vextir af því eru 42% á alm. sparibókum og um 20% af ávísana- og hlaupareikningum. Hinn almenni sparandi og þó einkum þeir smærri, geyma fé sitt á alm. sparibókum. Vextir af þeirra innlánsfé eru fjær raunvöxt- um nú en nokkru sinni áður. Þeir tapa því meira nú en í upphafi hávaxtastefnunnar. Þeir sem aðstöðu hafa til að geyma fé sitt bundið í 3 mánuði, eða 6 mánuði bjarga sér, en þorrinn af sparendum ekki. Fyrir atvinnureksturinn hefir hávaxta- stefnan þýtt, að flest fyrirtæki verða nú að greiða 70-80% meðal-vexti. Samkvæmt skýrslum Seðlabankans eru heildarlán bankakerfisins til verslunar í landinu 2526 miijónir króna í maílok 1983. Sé reiknað með um 70% meðalvöxtum, nemur vaxtakostnaðurinn á ári um 1800 miljónum króna, eða jafngildi árslauna um 9000 fjölskyldna í landinu. Hvað hefir þessi fúlga hækkað dýrtíðina mikið á ári? Og fleiri þurfa að greiða þessa okurvexti, en verslunin. Iðnaður og sjávarútvegur og landbúnaður og öll þjónustustarfsemi í landinu verða að greiða þessa háu vexti. Vegna þeirra hefir þurft að lækka gengið og lækka gengið og hækka allt verðlag. Sem sagt niðurstaðan er þessi: Sparifjáreigendur eru verr settir en áður. Sparnaður í bönkum er minni en áður. Atvinnureksturinn stynur undan þessum þunga. Þeir sem eru að byggja, eða að kaupa sér íbúðir, geta með engu móti staðið við skuld- bindingar sínar. Kenningin um raunvexti hefir reynst bull og vitleysa. Hávaxtastefnan hefir magnað verðbólgu- vandann. Vextir ættu ekki að vera öllu hærri hér en í nálægum löndum, en finna þarf aðrar leiðir til að vernda sparifjáreigendur, ef verðbólgan er miklu hærri en vaxtastigið. Stefna núverandi ríkisstjórnar, að halda áfram verðtryggingu fjárskuldbindinga og þeirri hávaxtastefnu, sem nú er, á sama tíma og launin eru óverðtryggð, er fjar- stæða af verstu tegund. Slík stefna brotnar niður af sjálfu sér. Launafólk mun aldrei þola hana og at- vinnureksturinn mun einnig gefast upp. í stað þeirra „efnahagsráða", sem ein- kennast af dýrtíðarmyndun, hávaxta-okri, óraunhæfum lánakjörum og samdrætli, er nauðsynlegt að snúa sér að því höfuðverk- efni að auka þjóðarframleiðsluna með því að nýta fjármagn þjóðarinnar í því skyni, og með því að fullnýta framleiðsluþætti, sem við þegar eigum, í stað þess að kaupa alla hugsanlega hluti erlendis frá. 'Rúm 60% af öllu sparifé í innlánsstof nunum er ennþá óverðtryggt og vextir af því eru 42% á almennum sparisjóðsbókum og um 20% af ávísana- og hlaupareikningum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.