Þjóðviljinn - 02.07.1983, Síða 8

Þjóðviljinn - 02.07.1983, Síða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 2. - 3. júlí 1983 Samningar á Blöndu- svæðinu ganga seint Samningaviðræður standa nú yfir um kaup og kjör verkamanna og iðnaðarmanna á Blöndusvæðinu, þarsem áætlað er að framkvæmdir hefjist fyrir alvöru í byrjun október. Helstu ágreiningsmál samningsaðila eru forgangsréttur verkamanna í héraði til starfa, greiðslur vegna ferða milli heimilis og vinnustaðar og gildistími væntanlegs samnings. Síðasti fundur aðila var á Blönduósi á þriðjudag. Þá var ákveðið að setja á stofn tvær nefndir, aðra til að ræða aðbúnaðarmál, hin á að íjalla um vanda vegna jarðgangnagerðar. Að sögn Ólafs Jenssonar hjá Landsvirkjun er nú verið að leggja raflínur og vegi um svæðið, og eru þau verk í höndum Vega- gerðarinnar og línuflokks frá Landsvirkjun og þarmeð utan þessara samninga. Bráðlega á að reisa þarna skála, en fram- kvæmdir við jarðgangnagerð hefjist varla fyrren í byrjun októ- ber. Skilafrestur á útboðum vegna þeirra var upphaflega 12; ágúst, en var frestað að beiðni bjóðenda til 12. september. Fjár- veiting til framkvæmda á Blöndu- svæðinu í ár er 200 miljónir. Enginn áhugi? „Þessar samningaviðræður hafa gengið seint. Það er allt í láusu lofti ennþá og maður fer að halda að mennirnir hafi engan áhuga á að virkja þarna", sagði Hilmar Jónasson, formaður Verkalýðsfélagsins Rangæings, Hellu, við Þjv. í gær, en hann hefur ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni haft hönd í bagga með samningum fyrir hönd ASl og landssambandanna. Auk þess eru verkalýðsfélögin á svæðinu aðilar að samningsviðræðunum. Verkalýðshreyfingin lagði fram samningsdrög af sinni hálfu 13. desember 1982, fyrir rúmu hálfu ári. í þeim var svokallaður Öræfasamningur lagður til grundvallar, en hann gildir um framkvæmdir á Tungnaár- svæðinu. Verkalýðshreyfingin lagði þá ekki fram kröfur um lausn þeirra sérmála sem upp koma á Blöndusvæðinu, en óskaði eftir samræðum fróðustu manna beggja aðila um þau. Þar er fyrst og fremst um að ræða ferðamál starfsmanna og sérstak- ar aðstæður sem skapast vegna jarðgangnagerðar, en jarðgöngin sem á að grafa við Blöndu eru mun viðameiri en önnur göng sem hér hafa verið gerð. Ráðningarstaðurinn sveitarbær! „Þeir voru ekkert að flýta sér að svara þessu“, sagði Hilmar, „svöruðu ekki fyrren 9. maí. Þá kom í ljós að atvinnurekendur neita öllum forgangsrétti heima- manna til vinnu, þeir vilja ekki af einhverjum ástæðum semja við Landssamband vörubifreiða- stjóra, þeir vilja ekki borga verkamönnum ferðirnar og leggja til að ráðningarstaður verði sveitabær rétt við svæðið, og þeir vilja að samningurinn gildi alian framkvæmdatímann, það er að engin endurskoðun á samningnum verði gerð fyrren 1988-9 nema á launaliðum, sem þýðir að Blöndusamningarnir mundu ekki fylgja þeim aimennu samningum sem alþýðusamtökin gera þangað til. Við svöruðum þessu svo 7. júní, og gerðum viðsemjendum okkar ljóst að frá þessum fjórum málum yrði að ganga áður en eiginlegir samningar gætu hafist. Það á auðvitað að semja við félag vörubílstjóranna, og við verðum að tryggja forgang heimamanna að því marki sem hægt er. Það er fáheyrt að gera býli í miðri sveit að ráðningarstað og við krefj- umst þess að ráðningarstaðurinn verði í heimilisbæjum verka- mannanna. Samningurinn á ekki að gilda frammyfir heildarsamn- inga.“ Fundur á fimmtudag Hilmar sagðist undrandi á um- mælum aðstoðarframkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambands- ins í Morgunblaðinu í gær, en hann lætur þar að því liggja að verkalýðshreyfingin sé með samningaþófi að fresta fram- kvæmdum við virkjunina. „Eftir að við svöruðum þeim hafa verið haldnir tveir fundir, og satt að segja virðast mótaðilarnir ekkert sérlega áhugasamir um lausn. A kannski að fara að semja gegnum dagblöðin?“ Síðasti fundur aðila var á Blönduósi sl. þriðjudag og var þá ákveðið að setja á stofn tvær nefndir, aðra til að ræða aðbún- aðarmál, hina til að fjalla um vanda vegna jarðgangnagerðar. Störf í þessum nefndum eru rétt óhafin, en næsti samningafundur verður haldinn á fimmtudaginn kemur. „Það er ekkert ákveðið um aðgerðir ef þetta dregst á lang- inn“, sagði Hilmar, „en auðvitað kemur ýmislegt til greina, - undirbúningsvinna að jarðgöng- unum hefst væntanlega seinna í sumar.“ - m ritstjórnargrcin Engilbert Guömundsson Verslunarráðið og ráð- W W ii *■§§ skrifar herra „afsósíalíseringar” Kaldir vindar blása nú í efna- hagslífi þjóðarinnar og kreppu- boðar margir. Suma þeirra höf- um við fjallað nokkuð um hér á Þjóðviljanum, svo sem minnk- andi kaupmátt, samdrátt í eftir- spurn og fleira, og hefur sumum jafnvel þótt nóg um hve við horf- um mikið til atvinnuhorfanna. En þegar kreppan sækir að þá blása köldu vindarnir auðvitað víðar í þjóðlífinu. Þannig þekkj- um við það frá nágrannalöndum okkar, að hluti af kreppupólitík hægristjórnanna hefur verið að leggja til atlögu við þá félagslegu ávinninga sem launþegar höfðu fram meðan betur áraði, hvort sem hið góða árferði var efna- hagslegs eða pólitísks eðlis. A undanförnum árum hefur verið haldið hér uppi eins háum kaupmætti og frekast hefur verið pólitískt unnt, og hefur þar Al- þýðubandalagið staðið í lát- lausum slag við samstarfsaðila sína, sem hafa talið kaupmáttinn allt of háan. Lengst af hefur það verið Framsóknarflokkurinn sem hefur verið í hlutverki niðurtelj- andans í kaupmáttarmálum. Engu að síður hefur átt sér stað aukning á hlut -launa í nettó- þjóðartekjum. Á þessu sama tímabili hefur það gerst, að stærri stökk hafa verið tekin í ýmsum félagslegum réttindamálum en oftast áður. Og t.d. á sviði skólamála hefur veruleg uppbygging átt sér stað, einkum á framhaldsskólastiginu. Ástæða er til að óttast að það fari að blása kalt um þessa ávinn- inga, sem félagshyggjufólk hlýtur að bera fyrir brjósti. Afsósíaliseringar- ráðherrann Það er gamalkunn saga, að íhaldið heldur jafnan uppi heldur móðursýkislegum áróðri um að félagsleg þjónusta og samhjálp, sé vandamál númer eitt og það sem sé að sliga þjóðabúið. Ef litið er á kostnaðarhlið þess- arar „sósíaliseringar", sem íhald- ið nefnir svo, þá samanstendur hún fyrst og fremst af útgjöldum til heilbrigðisþjónustu, til menntamála og almannatrygg- inga, sem tryggja m.a. ellilífeyri, örorkubætur o.þ.h. í daglegu fjasi um fjárans „só - síaliseringuna" talar íhaldið yfir- leitt lítið um þessa þætti. Meira er rausað yfir minniháttar útgjalda- liðum, svo sem framfærslumálum (sem reyndar eru verkefni sveitarfélaga) og menningarmál- um. Og svo eru dagvistarmálin auðvitað vinsælt fjasefni fyrir þröngsýnar íhaldssálir, sem alltaf telja að það eitt sem þær ólust upp við sé nothæft í henni veröld. En nú er komin betri tíð með blóm í haga og sérstakan afsósíal- iseringarráðherra. Fjármálaráð- herrann, lofsunginn af Verslun- arráðinu og lofsyngjandi það, er farinn að boða, að hann ætli sér að „afsósíalisera þetta þjóðfé- lag“. Hvorki meira né minna. Hann byrjar á því að boða sölu á eignum ríkisins og segist þannig m.a. ætla að fá peninga upp í hall- ann, sem hann er að búa til á ríkissjóði með útgjaldaaukningu án tekjuöflunar á móti. (Smá inn- skot: Sú hagspeki ráðherra að selja eignirnar til að mæta út- gjöldunum er álíka uppbyggileg og ef fjölskylda selur ofan af sér húsið til að kosta sumarfríið. Ein- hversstaðar kallast þetta að saga greinina sem maður situr á). Þresvar í sama knérörið En fjármálaráðherra getur ekki látið þetta eitt nægja. Fleira mun fylgja í kjölfarið. Enda segir í tillögunum sem Ragnar Hall- dórsson, formaður Verslunar- ráðs afhenti Albert með pomp og pragt, að tekjur ríkisins af óbeinum sköttum verði lækkaður um 25-30%. Þetta eru engar smá tölur, því megnið af tekjum ríkis- ins er af óbeinum sköttum. Eitthvað verður þá að skera á móti. Albert er sérlegur fjármálaráð- herra Verslunarráðs. Það hefur hann þegar sýnt á stuttum ferli í ráðuneytinu. Hann mun því vafa- laust bregðast vel við áskorun fé- laga sinna í ráði verslunarinnar. Og þá verður nú skorið. Það verður þrengt að menntakerfinu og væntanlega ýtt undir aðgangs- takmarkanir og samkeppnispróf sem víðast. Það verður höggvið í félagsmálapakkana, sem tryggðu iaunþegum ýmis félagsleg rétt- indi í tíð síðustu ríkisstjórnar, enda gerði Verslunarráðið beinar tillögur um það í vor. Kostnaðar- hlutdeild sjúklinga í heilbrigðis- þjónustunni verður aukin. Og þannig mætti lengi telja. Fái Verslunarráðið og sérlegur fjármálaráðherra þess að ráða ferðinni verður hér „afsósíaliser- að“ svo um munar. Eða svo við notum gott orðatiltæki úr daglega lífinu og bók fyrrverandi þing- manns, þá verður ekki „höggvið tvesvar heldur þresvar í sama knérörið". Og er máltækið enda kennt við sjálfskapaðan athafna- mann af því tagi sem þessir aðilar kunna hvað best að meta. Hér verður gósenland þeirra betur megandi, og svo auðvitað erlends auðvalds. Lýðurinn má síðan éta það sem úti frýs - eða flytja úr landi, og hvorttveggja mun hann fara að gera á næst- unni. eng.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.