Þjóðviljinn - 02.07.1983, Side 11

Þjóðviljinn - 02.07.1983, Side 11
Helgin 2. - 3. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 1J hafa svallað þarna út helgina og grillað sér feitan uxa, tóku þeir í ölvonzku sinni að brjóta niður klausturhúsin eftir veikum mætti. Þiðrekur þessi og kunpánar hans fengu nú samt að spýta rauðu áður en lauk. Sjálfur var hann drepinn í Skálholti, aðrir austur í Hruna, en fjórir voru saxaðir til dauðs hér í Viðey og kasaðir uppi í Göngu- skarði, þar sem leiðin liggur upp á Heljarkinn. Þótt saga klaustursins væri þar með öll, var saga Viðeyjarauðsins það ekki. Kóngur komst á bragðið, enda tvöfaldur í roðinu, bæði kerfis- og framtaksræningi, og Lár- its nokkur Múli (sem þó var ekki langafi Jóns Múla) var settur yfir allar eigur klaustursins í konungs nafni. Upp frá þessu verður Viðey úti- bú frá Bessastöðum og ómagahæli, svo enn hélt áfram að bætast hér í kirkjugarðinn. Þar til skyndilega, árið 1751, að Skúli kallinn fóviti fær augastað á eynni, kríar hana út úr kóngi, lætur flytja ómaga- skarann upp í Gufunes og byrjar að byggja þetta steinhús sem hér stendur, þótt aldrei yrði það sú höll sem Eigtved hirðarkitekt uppriss- aði. Grjót var tekið úr klettum, en sandur fluttur frá Danmörku, rétt eins og kattasandurinn á okkar fá- tæku dögum. Og héðan háði Skúli sína drengilegu baráttu, enda er það minnisstöpull hans sem hæst ber á þessari eyju. Og þá komu Stephensenarnir, Ólafur og Magn- ús, konferensráð, dómstjóri, dokt- or og riddari. Og hingað flutti hann prentsmiðjuna frá Beitistöðum og hélt sig á allan hátt að menntaðara manna hætti, sprangaði um hlaðið á hvítum hnébrókum með gylltan korða, þrístrendan fjaðurhatt og forgylltri port d’épée. Handan við stofuna heitir enn í dag Prent- smiðjulaut, en önnur laut er þar einnig tii með nafni og sýnir að Magnús hefur ætlað að reynast landslýðnum hollur í því sem hann skorti mest: Hún heitir Tóbaks- laut. Þegar hvað mestur völlur var á Magnúsi Stephensen hér í Viðey, um 1816, var búfast heimilisfóík hans þrjátíu og þrennt talsins, þar af 11 vinnukonur með stássstofu- stúlkum, 12 vinnumenn, póstur, skrifari, auk alls kaupafólks sem að kom á sumrum. Þótt hér væri enn rekið stórbú allar götur fram á þessa öld - og meira að segja með sérstakri sölu- búð í Uppsölum við Aðalstræti - má samt segja að sögulegu hlut- verki Viðeyjar væri lokið, nema hvað snertir Milljónafélagsævin- týrið hér austast á eynni. Eina hús- ið sem þar stendur enn er barna- skólinn og kom síðast við sögu þeg- ar Steinn Steinarr lét ferja sig þang- að út með próvíant til þess að fílós- ófera í friði. Byrjaði hann á því að taka upp sardínudós, en þar sem maðurinn var fremur óvanur bú- verkum, skar hann sig óðar illilega til blöðs og var í skyndingu fluttur á Klepp til þess að láta binda um sár- ið. Restin af sardínunum sá síðan ekki skáld sitt meir. En þótt svona illa til tækist, var menningarhlutverki Viðeyjar ekki með öllu lokið, nema síður væri. Einn sólheitan sumardag í miðri kreppunni fer hingað út í Viðey Kristinn E. Andrésson, ásamt Þóru sinni og fleira fólki. Hann labbar sig í kirkjuna - sem aldrei má læsa, svo ekki farist fleyta á Viðeyjarsundi - gengur síðan um kirkjugarðinn og leggst í grasið ná- lægt gröf Magnúsar konferensráðs. „Eg veit ekki“, sagði hann þegar hann fortaldi mér þessa sögu, „hvort ég hef sofnað eða bara mók- að. Nema hvað ég hrekk upp við þá vitrun, að við róttækir menn verðum að stofna bókmenntafé- lag!“ Og þannig varð hér í kirkju- garðinum, í háu grasinu, Mál og menning til! Við erum því hér á fornum slóðum og nýjum, slóðum fornrar kúgunar og nýrrar upplýsingar, í þessu græna sumarlandi sem við Reykvíkingar höfum nú loks eignazt. Því göngum við hér, eftir 11 aldir, loks á eigin jörð. Megi sú ganga verða okkur öllum til ánægju. Ragnheiður Jónsdóttir á eina mynd I Norðurlöndin stóðu að því í sam- í grafíkmöppunni, sem unnin var í einingu. íslandsdeild Alþjóðasam- fjáröflunarskyni fyrir 10. bands myndlistarmanna hefur 5 heimsþing myndlistarmanna, en | möppur til sölu. Fimm grafíkmöppur í fjáröflunarskyni Grafíkmappa, með myndum eftir einn listamann frá hverju Norðurlandanna var gefinn út í Helsinki í maí síðastliðnum. Hún er unnin í fjáröflunarskyni fyrir heimsþing myndlistarmanna sem Norðurlöndin stóðu að í sam- einingu. Grafíkmappan er í 75 ein- taka upplagi, og hefur íslandsdeild IAA tekið að sér að selja 5 þeirra. Myndirnar eru eftir: Nanna Her- stad, Danmörku, Svein Johansen, Noregi, Ragnheiði Jónsdóttur, ís- landi, Svenrobert Lundquist, Sví- þjóð, og Esa Riippa, Finnlandi. Möppurnar fást á Klapparstíg 26 hjá Sigríði Björnsdóttur, sími 17114 eftir kl. 6. - Verð hverrar möppu er kr. 10.000.-. Rjómabúið á Baugsstöðum Rjómabúið á Baugsstöðum: Opið í júlí og ágúst Varðveislufélag Baugsstaða- rjómabúsins hefur beðið blaðið að láta þess getið að rjómabúið verði opið almenningi til sýnis á laugar- dögum og sunnudögum í júlí og ág- úst í sumar, milli kl. 13 og 18, en Baugsstaðir eru rétt austan við Stokkseyri. Tíu manna hópar eða stærri geta fengið að skoða búið á öðrum tím- um ef haft er samband við gæslum- anninn, Guðjón Sigfússon á Sel- fossi, sími 1761, - en það þarf að gerast með nokkrum fyrirvara. Vatnshjólið og vélarnar munu snúast í sumar og minna á löngu liðinn tfma þegar vélavæðingin var að hefjast í íslenskum landbúnaði. Varðveislufélag Baugsstaða- rjómabúsins er að einum þriðja myndað af Búnaðarsambandi Suðurlands, að einum þriðja af Byggðasafni Árnessýslu og svo búnaðarfélögum hreppanna þriggja, sem stóðu að rekstri búsins á sínum tíma: Gaulverjabæjar- hrepps, Stokkseyrarhrepps og Vill- ingaholtshrepps. Þessir aðilar mynda svo 9 manna fulltrúaráð skipað 3 mönnum frá hverjum sem svo kýs sér framkvæmdastjórn. Formaður hennar er Stefán Ja- sonarson í Vorsabæ en með honum starfa í stjórninni Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík og Helgi ívarsson á Hólum í Stokkseyrarhreppi. Skúli Jónsson á Selfossi, sem gegnt hefur gæslumannsstarfinu með miklum ágætum, lætur nú af því fyrir aldurs sakir en við hefur tekið Guðjón Sigfússon á Selfossi. -mhg Ættarmót í Skagafirði Afkomendur Hólmfríðar Guðmundsdóttur og Eiríks Eiríks- sonar, sem bjuggu á Skatastöðum í Austurdal í Skagafirði 1856 til 1890, ætla að hittast að Steinsstaðaskóla í Tungusveit helg- ina 15.-17. júlí í sumar. Þar. er mjög góð aðstaða til mannfunda. Gert er ráð fyrir að fólk komi sem flest til leiks á föstudagskvöld og verða gestir þá ávarpaðir, en síðan skemmta menn sér við sam- ræður, söng og dans fram eftir kvöldi. Á laugardag er þess vænst að þorri gesta fari fram í Skatastaði. Mótinu verður síðan slitið á sunnu- dag, með guðsþjónustu í Reykja- kirkju. Þótt sitthvað verði gert til að létta mönnum lundina er þó ekki síst ætlast til að hver skemmti öðr- um. Enda þótt niðjar Skatastaða- hjóna séu dreifðir um allt land og sumir erlendis vekur athygli hve margir þeirra hafa haldið tryggð við Skagafjörð og eru búsettir þar. Þeir, sem hugsa sér að taka þátt í fagnaði þessum geta snúið sér til sr. Jóns Bjarmans, sími 91-45036, Sindra Sigurjónssonar, sími 91- 33470, Skúla B. Steinþórssonar, sími 91—41173, og Magnúsar H. Gíslasonar, sími 91-17743. ÞÚ FINNUR F/ÐRlSGI% (|R Ferðagræjunum Ðæjarritari Starf bæjarritara á Sauðárkróki er laust til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 20. ágúst n.k. Allar upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 95-5133. Umsóknrfrestur er til 20. júlí n.k. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki. Aðalfundur Framleiðslusamvinnufélag iðnaðarmanna boðar til framhaldsaðalfundar mánudaginn 11. júlí n.k. kl. 4.30 að Smiðshöfða 6. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Móðurmálskennara fyrir íslensk börn vantar við Frydenhaug barnaheimilið í Osló í Noregi frá 15. ágúst n.k. Flúsnæði er fyrir hendi á staðnum og nánari upplýsingar fást hjá forstöðumanni í síma (02) 234616 í Osló (hægt að hringja kollekt). Frydenhaug barnehage Sognsveien 165 Oslo 8 - Norge

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.