Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 13
Helgin 2. - 3. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Divadlo na provazku (Leikhús á línu). Atriði milli Arlecchino og Pantalone úr Commedia dell’arte. Gúmmíkarlinn Boleslav Polivka til vinstri. prestsins og brúðkaupsgesta. Undir lokin kemur að því er virðist brúðguminn aftur og brúðurin hleypur fagnandi í faðm hans. Hann snýr baki í áhorfendur en við sjáunt á andliti hennar að eitthvað er að. Pegar brúðguminn snýr sér við kemur í ljós að þetta er allt annar maður í fötum brúðgumans. Sýningunni lýkur á afskræmdum polonaise. Hér er þáttum úr sögu Póllands og núverandi aðstæðum þar í landi blandað saman á áhrifamikinn hátt og sýningin fjallar um kúgunina þar eins beint og ritskoðunin leyfir. Hér hafa menn eitthvað að segja og aðferðin til að segja það ákvarðast nt.a. af hinu pólitíska ástandi í landinu - það er ekki hægt að ráðast beint framan að herforingja- stjórninni en það er hægt að læðast aftan að henni. Annar hópur sem ekki er í vand- ræðum með hvað hann á að segja er Soyikwa frá Suður Afríku. Þetta eru fjórir karlmenn sem setja á svið tvær sögur úr lífi fátækra og kúg- aðra negra í landinu. Önnur sagan er um unga manninn úr þorpinu sem fer til borgarinnar til að freista gæfunnar, lendir í ógöngum og snýr aftur. Hin sagan er um þrjá fanga sem eru í nauðungarvinnu að taka upp kartöflur. Einfaldar sögur og fluttar fram með samblandi af söng, látbragðsleik og orðum. Það er mikill lífskraftur í þessum mönnum og þeir hafa komið sér upp góðri látbragðstækni. Þegar þeir treysta á söng og látbragð ná þeir sterkum áhrifum, en þegar þeir nota orð falla þau víða dauð til jarðar, bæði vegna þess að þeir nota ensku sem þeir ráða tæplega við og einnig verður þá boðskapur- inn stundum einum of einfaldur. En hér er á ferðinni list sem er sprottin af kvöl og þörf og byggir þar sem hún er best á alþýðlegri frásagnarhefð. Þessi sýning er auðvitað gerð til að leikast úti, í afrískum þorpum og bæjum og þar nýtur hún sín áreiðanlega til fulls. Hláturinn lengir lífið Það er afskaplega heilsusamlegt að hlæja og tékkneski leikflokkur- inn Divadlo na Provazku er ár- eiðanlega eitt besta læknislyf í heimi. Sýning þessa flokks, Com- media dell’arte, er byggð á hinni gömlu ítölsku leikhúshefð og færir hinar gamalkunnu persónur, Arl- ecchino, Pantalone, Columbinu osfrv. í nýtískulegri gerfi, en byggir annars á stanslausum trúðleik og uppáfinningasemi. Sagan er næst- um ekki neitt, Arlecchino ræður sig í vist hjá Pantalone, sem þarf skyndilega að fara til Astralíu og skilur Arlecchino eftir til að verja dóttur sína fyrir ágangi vonbiðla nokkurra. Miðpunktur sýningarinnar er skelmirinn Arlecchino, sem virðist hinn mesti einfeldningur en vinnur samt sigur í öllum málum að lok- um. Það er eitthvað mjög skylt góða dátanum Sveik. En það sem skiptir rnestu máli er að hann er leikinn af Boleslav Polivka, sem er einfaldlega besti trúður sem ég hef séð. Hann hefur ótrúlegt vald á lík- amanum, þessi langi skrokkur er eins og gerður úr gúmrníi, og orðs- ins list hefur hann ekki síður á valdi sínu, því að hann talar skemmtileg- ustu ensku sent ég hef nokkru sinni heyrt. Divadlo na Provazku er hópur sem ekki er hægt að lýsa. En allt í kringum mig sat fólk með ó- stöðvandi hláturskrampa gegnum næstum alla sýninguna. Hér er á ferðinni einstök leikhúsreynsla. Þetta er leikhús sem við þyrftum að fá til íslands okkur til hressingar og upplyftingar. Og lýkur þá að segja frá þessari leiklistarhátíð í bili. Sverrir Hólmarssun Ort í bankaráði Seðlabankans Sennilega dettur fáum í hug vísna- gerð er bankaráð Seðiabankans ber á góma. A bankaráðsfundi á þriðjudaginn var kvaddi Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra bankaráðið en hann hefur verið formaður þess en lætur nú af störf- um vegna ráðherradóms síns. Undir lok fundarins orti aðalhag- fræðingur bankans, Bjarni Bragi Jónsson, cftirfarandi vísur: í orðastað Halldórs Lifað hef ég súrt og sœtt í Seðlabankaráði. Þjóðarhags hef þráfallt gætt, þótt varla hafi á því grætt og aðrar lausnir oftlega ég þráði. Nú öðru fleyi er ýtt úr vör, á önnur mið skal róið. Rekkar sinni ei ráða för, rekur þráðinn tíðin snör í þrautir ratar þjóðarskútuhróið. Skal því ykkur skiljast við og skála í þessu hófi. Haldið fast þeim forna sið fjármálanna að virða grið og ekki lendi öll vor mál í þófi. Bankaráð og bankastjórn Þótt höllu fleyi hrindir út, á hafsins skerta vegi, vandann muntu kveða í kút og kvíða skalt ei angri og sút, því bjartara mun bjarmu fyrir degi. menn framkvæma alls konar merk- ingarlausar athafnir á sviðinu með- an leikin er mjög einhæf og til- breytingarlaus tónlist, sífelld klifun á sömu hljómum. Tengsl við ytri veruleika voru í algeru lágmarki, og eiginlega má segja að ekkert gerðist í einn og hálfan tíma. Enda var þetta þrautleiðinlegt, að því er mér fannst, en ýmsir hafa talað og skrifað um þessi ósköp af mikilli hrifningu. Svipuð voru viðbrögð mín við Hijikata Tatsumi frá Japan, sem er upphafsmaður hins byltingar- kennda Butoh-dans, sem mér virðist aðallega vera fólginn í því að afneita öllum grundvallaratriðum danslistar en koma með í staðinn kauðaleg hopp, fettur, brettur og geiflur alls konar og leika undir þessu afleita tónlist. Tatsumi er að sögn að reyna að ná niður í undir- vitundina. Mína undirvitund lét hann ósnortna, eftir því sem ég best veit. Súrrealisk áhrif Hjá tveimur hópum þótti mér mjög gæta súrrealiskra áhrifa og voru þeirra sýningar mun áhrifa- meiri en þessar tvær sem að framan getur. Annars vegar var amerískur hópur, Calck Hook, sambland af dansi og leik, þrjár konur sem klæðast ýmsum gervum, taka á sig mismunandi hlutverk undir afar fjölbreytilegri tónlist. Þær hengja hluti og föt uppá snúru, höggva í sundur fiska og brauð með austur- lenskum stríðsmannatilburðum og fremja alls kyns rítúalathafnir í draumkenndum stíl. Hinaróvæntu samsetningar atburða og hluta, rökleysan í framsetningunni og hinn draumkenndi blær sýningar- innar er allt af súrrealiskum toga og mér fannst hópurinn vekja upp mikla spennu og sterkar, óræðar tilfinningar. Mikill tæknilegur íburður, auðugt hugmyndaflug og súrreal- ismi einkenndu sýningu austur- ríska flokksins Serpions. Þetta er fjórtán manna flokkur og sýnir það sem kallað er „totalteater" eða al- hliða leikhús, þar sem blandað er saman tónlist, leik, dansi og alls kyns sjónrænum áhrifabrellum. Sýningin er innblásin af ljóði Edgar Allan Poes Ormurinn sigursæli (The Conquering Worm) og hefst á því að sýna margvíslegar fárán- legar uppákomur sem yfirleitt hníga í þá átt að varpa ljósi á tóm- leika, örbirgð og fánýti mannlegrar tilveru. í lokin kemur ormurinn inn á sviðið aftur og sýningin endar eins og hún byrjaði, og er það í samræmi við lokalínur ljóðsins: That the play is the tragedy, „Man“, And its hero, the Conquering Worm. Þetta eru auðvitað heldur dapur- legar fréttir, en þær voru fluttar fram af glæsilegum leikrænum til- þrifum og tæknilegri snilld. Hitt er annað mál hvort umbúðirnar eru ekki fyrirferðarmeiri en inni- haldið. Að hafa eitthvað að segja Þeir leikhópar sem lýst er hér að framan eiga það sameiginlegt að taka þveröfuga stefnu við það sem var ríkjandi meðal leikhópa fyrir svona 5-10 árum, en það var beinskeytt og oft býsna predikandi pólitískt leikhús. Og sú tegund leiklistar er nánast horfin í sinni hreinræktuðustu mynd, sem betur fer. Þeir sem eru enn að reyna að segja eitthvað áríðandi reyna að færa það í hugmyndaríkari búning, tala til áhorfandans á óbeinni hátt. Þetta er auðkenni á hinni áhrifa- miklu sýningu Teatr 77 frá Lodz í Póllandi, „Brúðkaupsharmatöl- ur“. Hún er einföld í framsetningu en rúmar miklar víddir og spennu milli ólíkra þátta, sem að vísu er ekki nema að sumu leyti aðgengi- leg þeim sem ekki kann pólsku. Þessi sýning er byggð kringum ljóðmæli K.K. Baczynskis sem orti mest á stríðsárunum og lauk ævi sinni í Varsjáruppreisninni 1944. Á sviðinu sjáum við brúðkaup, sem er rofið af leðurjakkaklæddum mönnum sem taka brúðgumann fastan og flytja hann á brott. Miðkaflinn sýnir átök milli kommissaranna og kaþólska Góðar fréttir fyrir þig A/ý akstursleið að Eden Nú liggur pangað beinn og breiður vegur frá pjóðveginum EDEN HVERAGERÐI sími 99-4199

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.