Þjóðviljinn - 02.07.1983, Síða 16

Þjóðviljinn - 02.07.1983, Síða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 2. - 3. júlí 1983 NflTO KJARNORKU- SPRENGJUR NEITAKK MAÐUR OG UMHVERFI Að hugsa um umhverfi sitt. Nýlega fjallaöi ritsnillingurinn Flosi Ólafsson um hugtakið vandamál í viku- legum pistli sínum í Þjóðviljanum og þá einkum og sér í lagi um þá áráttu sumra að húa til vandamál eöa próblem úr öllum sköpuðum hlutum. Nú erégsammála Flosa svo langt sem þaö nær þ.e.a.s. að menn ættu ekki að íþyngja langþreyttum huga sínum með áhyggjum af meira og minna tilbúnum viðfangsefnum. baö eru nefnilega til alvöru vandamál og þau mörg hver stór og þaðer bæöi þarfara ogeðlilegra að menn velti vöngum yfir þeim. Ög þá er ég kominn að fyrsta vandamálinu sem ég ætlaði ;ið fjalla um, sem er hve lítið menn hugsa um vandamálin. Sjóndeildarhringur mannanna er misjafn og eftir því að nokkru leyti viðfangsefni hugans. Margir hafa eflaust hugsað um það í gær hverju þeir ættu að klæðast í dag eða hvernig veðrið yrði um helgina. Aðrir hafa trúlega leitt hugann að efnahagsmálum heimilis síns eða fjölskyldu. Einhverjir ver- ið með áhyggjur af ástandi þorskstofnsins og efnahagsmálum þjóðarinnar, en hvað voru þeir margir sem veltu fyrir sér framtíð mannkynsins og lífs á jörðinni? Meðfylgj- andi mynd sýnir í grófum dráttum hvernig viðfangsefni mannanna skiptast í tíma og rúmi. Niöurstaðan, og kemur engum á óvart, er að langflestir eru uppteknir af viðfangsefnum sem snerta nánustu framtíð og eigin umhverfi. Ég er ekki að gera lítið úr hversdags- legum vandamálum Péturs og Páls þó ég segi að sá tími sé kominn að allur almenn- ingur veröi nú að láta sig fleira varða en nánasta umhverfi sitt og leiða hugann einn- ig að öðrum og alvarlegri málefnum en þeim hvernig veðrið veröi á morgun. Og það sem gerir þetta brvnt er tilkoma vanda- mála sem vegna tæknibyltingar mannkyns og stærðar sinnar eru í eðli sínu alþ jóðleg og snerta bæöi mig og þig og alla aðra íbúa jarðarinnar beint. Eg á hér við hluti eins og gereyðingarvopn, mengun og offjölgun mannkynsins og ntun víkja betur að því síðar. En hvað kemur þetta nú okkur við hér upp á tsaköldu landi kann nú einhver að spyrja og honum er best að svara strax. Jú við myndum farast á kjarnorkubálinu rétt eins og hinir, mengun berst hingað og mun berast í auknum mæli ef ekkert verður að gert og síðast en ekki síst erum við hluti af menningar og viðskiptaheild heimsins og það velferðarþjóðfélag sem við búum nú við fær ekki staðist án samgangna og sam- skipta við aðrar þjóðir. Pví miður er það ekki svo einfalt að við getum lokað að okk- ur og einbeitt okkur að lausn eigin vanda- mála eingöngu. Ffvað stoðar það okkur t.d. að herða sultarólina og rækta upp þorsk- stofninn ef ástandið í alþjóðamálum breytist skyndilega og þorskur verður verð- laus árið sem við ætlum að veiða 400 þúsund tonn? Nú er þetta samt það sem við eigunt að gera og vonandi ætlurn við að gera en við þurfum auk þess að láta okkur varða það sent er að gerast í kringum okkur og leggja þar okkar lóð á réttar vogarskálar. Aðstedjandi vandi Flér er ekki tóm til að rekja allar þær ógöngur sem mannkvnið hefur ratað í á vegferð sinni síðustu áratugi eða aldir. Sannanlega er af nógu að taka en ég læt duga að drepa hér á nokkur dekkstu óveðurskýin sem hrannast upp við sjón- deildarhringinn og eru sum hver reyndar komin uggvænlega hátt á loft. Vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna og tilkoma gerðeyðingarvopna er þar í alger- unr sérflokki. Sú staðreynd að örfáir menn hafa á höndum völd og búnað til að gereyða mannkyninu ekki aðeins einu sinni heldur margoft hangir yfir okkur eins og sverð. Hingað til hafa tilraunir framámanna við- Steingrimur J. Sigfússon alþingismaður skrifar Stórveldin standa hvert framan í öðru eins og risavaxnir fávitar í kúrekaleik meðan vopnin hlaðast upp og nálgast það sí- fellt að stjórna sér sjálf komandi stórvelda til að hafa hemil á þeirri óheillaþróun sem vígbúnaðarkapphlaupið er reynst nær algerlega árangurslausar. Stórveldin standa hvert framan í öðru eins og risavaxnir fávitar í kúrekaleik meðan vopnin hlaðast upp og nálgast það sífellt að stjórna sér sjálf. Hér þarf að koma til svo voldug hreyfing almennings um heim allan að misvitrir stjórnmálamenn, atvinnuher- menn, leigupennar og síðast en ekki síst vopnaframieiðendur hitti fyrir ofurefli. Mengun er annað stórvandamál sem þeg- ar hefur drepið dyra hjá mörgum þjóðum með alvarlegum hætti. Árlega er fjöldi dauðsfalla í mörgum stórborgum rakinn beint og óbeint til mengunar. Slys með eit- urefni eru tíð og varanleg mengun ógnar öllu lífi á heilum svæðum. Mengun er þegar orðin alþjóðlegt vandamál sent lætur landa- merki á jörðu niðri ekki aftra försinni. Gott dæmi um það er sýrumengun vatns og jarðvegs í Skandinavíu en meira en helm- ingur þeirra efna sem ntenguninni valda berast að með menguðu lofti frá iðnríkjum sunnar í álfunni. Hingað til hafa menn gjarnan leyst mengunarvandamál í sínu nánasta umhverfi nteð háunt reykháfum eða með því að grafa úrgangsefni eða fleygja þeim í sjóinn en auðvitað er þetta ekkert annað en að skjóta vandamálinu á frest eða flytja það til annarra. Hér þarf að ráðast að róturn meinsins og þar má enginn Nærtækust verkefni okkar eru störf aö afvopnunarmálum og friöarmálum meö herlaust og hlutlaust ísland innan kjarnork- uvopnalauss svæöis sem loka- takmark á heimavelli undan skorast, málið kemur okkur öllum við. Þverrandi auðlindir og rányrkja lífrænna auðlinda sem eiga að endurnýjast ef allt er með felldu er enn einn höfuðverkurinn. Hafa menn leitt að því hugann í allri um- ræðunni um nýjar álverksmiðjur og birgðir jarðarinnar af áli, eða hráefnum til ál- iðnaðar, munu aðeins endast í fáeina ára- tugi í viðbót? Miskunnarlaust er gengið á skóga jarðarinnar, ekki síst í þróunarlönd- unum svonefndu, meðófyrirsjáanlegum af- leiðingum á vistkerfi og jafnvel veðurfar hnattarins. Þróunarlöndin afsaka rányrkju sína með sárri neyð og vanþekkingu, rétt eins og við afsökum meðferð forfeðra okk- ar á landinu, en hverju er til að svara um ástand fiskistofna á Islandsmiðum í dag? Var það neyð, vanþekking eða eitthvað enn annað sem þar réði ferðinni? Nei, núlifandi kynslóð getur ekki öllu lengur ausið upp auðlindum jarðarinnar af sama grandvara- leysi og hingað til, því jafnvel þó við kjósum að stinga höfðinu í sandinn og halda leiknum áfram, verða ýmis mikilvæg jarðefni á þrotum um eða uppúr alda- mótum og höfuðstóll ýntissa mikilvægra endurnýjanlegra auðlinda hruninn. Offjölgun mannkynsins og samfara því stöðugt vaxandi hungursneyð og örbirgð.í heilum heimshlutum eru vandamál sem mörgum Islendingum finnast eflaust fjar- læg. En efnahagslegt og stjórnmálalegt jafnvægi í heiminum er einfaldlega undir því komið að við þessu verði brugðist og það fljótt. Gerbreyta þarf tekjuskipting- unni í heiminum og taka samskipti norðurs og suðurs, austurs og vesturs til gagngerrar endurskoðunar. Vesturlönd verða að átta sig á því að tími nýlendna og þrælahalds er liðinn og þjóð eins og Bandaríkin, sem telur um 6% af íbúum jarðarinnar, getur ekki vænst þess að njóta afraksturs 40% af auð- lindum jarðarinnar unt aldur og eilífð. Það er mikill misskilningur, ekki síst siðferði- legur, að við íslendingar eigum að sitja álengdar og hafast ekki að þegar þessi mál eru rædd og láta síðan nokkra mola falla af nægtaborði okkar við og við til að friða samviskuna. Því einnig framtíð okkar sem siðmenntaðrar þjóðar í sjálfstæðu landi er undir því komin að þessi mál verði leyst. Ég gæti lengt til mikilla muna listann yfir þau óveðurský sem ógna tilvist mannlegs lífs á jörðinni en læt þetta duga að sinni. Þegar sýnt er í þróunarsögu lífsins hér á hnettinum kemur í ljós að tegundir hafa komið og farið. Náttúran er mannleg og henni verða á mistök eins og öðrum, eða hvað? Er það e.t.v. skynsamlegt frá sjónar- hóli þróunarinnar séð að þær tegundir sem verða of fyrirferðamiklar í víki lífríkinu fyrir hægfara og stöðugri þróun á breiðari grundvelli? Vitsmunaverur framtíðarinnar, sem vonandi munu byggja þessa jörð, verða að svara því hvort tilkoma mannsins

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.