Þjóðviljinn - 02.07.1983, Síða 18

Þjóðviljinn - 02.07.1983, Síða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 2. - 3. júlí 1983 dæsurmál (síg iid'?) PURRKUR Grýlurnar - nœsta bylgja Grýlurnar komu heim fyrir rúmri viku eftir stranga Skandínavíu- ferö. Til aö fá smáfréttir af förinni var skundað á Torfuna þar sem fréttist greiningunni „Next wave“ (næsta bylgja), sem við notuðum til að kynna Grýlurnar á hljómleikum og á plakötum... það kemur bara illi gleði“. Svo er ég viss um að húsverðirnir yrðu kátir ef klósett- in yrðu skilin eftir á sínum stað! A Frakkar í Safarí sunnudagskvöld Frakkar bregða á leik í Safarí annað kvöld, sunnudagskvöld, og er húsið opnað kl. 21. Þessa nýlegu hljómsveit skipa vanir menn: Finnur fyrrum söngvari í Tíbrá leikur á gítar og synur bak- raddir, Óli fyrrum hestamaður lemur trommur, Þorleifur, einn hinna upprunalegu Egóista, heldur sig við bassann og Mikki Pollock er aðalsöngvari Frakk- anna. A Mask- ínan Grýlurnar spiluðu í Osló sautjánda júní á skemmtun íslendingafé- lagsins þar. Þessa mynd af Ragnhildi og Herdísi bassaleikara tók áþj, blm. á Þjóðviljanum, við það tækifæri. af Ranghildi étandi lax; mikil laxkona að eigin sögn. - Hvernig gekk ferðalagið? - Það gekk vel, takk fyrir. Við blásum að vísu töluvert úr nös eftir álagið og veitir ekkert af sumarfríinu sem við byrjum í eftir hljómleikana í Höllinni á laugar- dagskvöld (í kvöld). Svona ferða- lag er ofboðslega dýrt og til að halda kostnaðinum niðri rót- uðum við sjálfar, svo tekur sinn tíma að standa í „sándtekki" (hljóðstillingu) fyrir hverja hljómleika og hafa sjálfan sig til. Eftir hljómleika þurfti svo að taka allt draslið saman aftur og út í bíl. Stundum þurftum við að sofa í honum því að við þurftum að leggja strax af stað á næsta áfangastað. Svo borðuðum við af og til... Það þarf sem sagt að nota svona u.þ.b. helmingi meiri krafta en maður heldur að maður búi yfir á svona ferðalögum. David Bowie hefur nú haft það heldur rólegra. Við sáum hann... og heyrðum enn betur...æði!... en hann var lagður af stað í einka- flugvél sinni til Þýskalands áður en við svo mikið sem vorum komnar af bílastæðinu eftir hljómleikana! - Hvar spiluðuð þið? - í Kaupmannahöfn í Saltleg- eret og Loppen í Kristjaníu. Þar spilaði líka þrælgott kvennaband Cliniqe Q, nýbylgjuhljómsveit. Annars stálu þær frá okkur skil- í ljós hvor hljómsveitin stendur undir því nafni... En í sambandi við Kaupmannahafnardvölina þá vil ég gjarnan að það komi fram að Erla Sigurðardóttir og Ingi- björg eiga hrós og þakkir skilið fyrir undirbúning og skipulagn- ingu í sambandi við komu okkar. Allt pottþétt! Svo spiluðum við í Árósum, Álaborg, Gautaborg, Osló og Bergen. Annars var gaman að sjá hvað var ólíkt fólk sem kom að hlusta á okkur, fólk af öllum gerðum: örgustu pönkarar og rokkarar, mjög „streit" (venjulegt, stíft) vísitölulið og allt þar á milli. Ó- trúlegt að sjá það sameinast í góðum móral og hressleika. Við spiluðum yfirleitt í klúbbum, þar sem fólk sat fyrst í rólegheitum en dreif sig svo í dansinn. - Hvernig voru móttökurnar? - Þrælfínar. Við þykjum hress- ar konur og það var eins og það smitaði út frá sér, svæðið ein- kenndist af hressleika. - Hvernig líst þér á hljóm- leikana á laugardag (í kvöld, 2. júlí)? - Við erum þar í hlutverki upp- hitunarbands ásamt Egói - það verður gaman að heyra í nýju Eg- ói og Deild 1 og ég vona að allir, áhorfendur jafnt sem hljóm- sveitir, geri sitt besta, vinni saman og taki vel á móti gestun- um, Echo and the Bunnymen. Fólk komi með, eins og segir í mottói Grýluvinafélagsins; „já- kvætt hugarfar sem brýst út í mik- Verður kátt í höllinni? í kvöld, laugardagskvöld, verður vafalaust kátt í Höllinni. Þá munu leiða saman hesta sína Grýlurnar, Deild 1, Egóið og enska hljómsveitin Echo and the Bunnymen. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og kostar miðinn 390 kr. Eins og fyrr eru allir kvattir til að mæta því sennilega líður langur tími áður en jafn „stórir“ tónleikar verða haldnir hér. Auk þess þá getum við ekki látið það spyrjast að taka ekki vel á móti jafn góðum gestum og Echo and the Bunnymen. JVS Ekki alls fyrir löngu kom út hljómleikaplatan, Maskínan, með Purrkk Pillnikk sáluga. Hljómsveitin hefur eins og kunn- ugt er lagt upp laupana fyrir þó nokkru síðan og því ágætt að fá svona síðbúnar sárabætur. Á þessari plötu er að finna hljóðritanir frá nær öllum ferli hljómsveitarinnar. Elstu lögin eru svo að segja frá fyrstu tón- leikum hljómsveitarinnar en þau seinustu eru frá síðustu tón- leikum hennar. Ferill Purrkks Pillnikks var stuttur en litríkur og skyldi hljómsveitin eftir sig tvær breið- skífur, þessi er sú þriðja, og eina litla plötu. Eins og menn kannski muna þá skaust hljómsveitin fram í sviðsljósið með plötunni Tilf og má segja að hún hafi stað- ið þar síðan þó svo að örlitlir skuggar hafi færst yfir seinustu daga hennar. Purrkkur Pillnikk var fyrst og fremst tónleikahljómsveit og náði oft að byggja upp góða stemmingu. Það má því segja að það sé vel til fundið að gefa þess- ar gömlu tónleikahljóðritanir út. Upptökurnar eru æði misjafnar en langur tími sem þær spanna. Þó mega hljóðritanirnar eiga það að þær sýna þróun hljómsveitar- innar sæmilega. Mér fannst yfir- leitt alltaf gaman á tónleikum með Purrkk Pillnikk en mér finnst þessi plata ekki ná að byggja það upp sem þeim tókst að skapa á tónleikum. Sérstak- lega eru mér minnisstæðir seinustu tónleikar hljómsveitar- innar á Melavelli, en á plötunni eru fimm lög af þeim tónleikum. Mér fannst það einhver besta uppákoma með Purrkk Pillnikk sem ég hef séð og heyrt. Því varð ég fyrir örlitlum vonbrigðum með að hljóðritanirnar skyldu ekki falla alveg að minningunni sem ég hafði í huga mér. En svona eftirá að hyggja þá gerir fjar- lægðin fjöllin blá og mennina mikla og kannski hef ég eitthvað miklað þessa minningu í huga mínum. Um hljóðfæraflutninginn ætla ég ekki að segja neitt enda er góður hljóðfæraflutningur engin trygging fyrir góðum tónleikum og vondur hljóðfæraleikur og lé- legt „sound" þarf ekki alltaf að tákna vonda tónleika. En á Maskínunni má heyra Purrkk Pillnikk eins og þeir gerðust best- ir á tónleikum og því óhætt að segja að þessi plata sé góður bautasteinn um hljómsveit sem setti virkilega skemmtilegan blæ á tónlistarlíf landsmanna meðan hennar naut við. JVS Jón Vióar Andrea Iron Maiden Músik bresku hljómsveitarinn- ar Iron Maiden (Járnjómfrúar- innar) flokkast undir það sem á íslandi hefur verið nefnt báru- járnsrokk, og er þessi sveit í röð þeirra fremstu á þeirri línu á Bretlandseyjum. Nú nýverið kom frá Iron Maiden þeirra 4. breiðskífa og ber nafnið Piece of Mind. Ég er viss um að harðir „bár- ujárns“aðdáendur eru hressir með þessa nýjustu afurð Iron Maiden - og hef svo sem ekkert á móti henni - en verð þó að segja að heldur finnst mér svona músik þreytandi til lengdar. Að vísu heyrir maður hér frasa frá göml- um goðum eins og Led Zeppelin, Deep Purple og smávegis af Wishbone Ásh, allt í einum hrær- igraut. En eftir að hafa alist upp með þessum hljómsveitum, sem hver hefur sinn sérstaka stíl, finnst manni Iron Maiden ekki hafa upp á neitt að bjóða, nema þá tilbreytingarleysi, heilmikinn hávaða og tækifæri til að berja hausnum við steininn. Heil plata af Iron Maidená einubrettier of mikið fyrir mig, þó ekki sé nema af heilsufarsástæðum. Maður verður að reyna að halda í það sem eftir er af heyrninni. A

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.