Þjóðviljinn - 02.07.1983, Síða 21
Helgin 2. - 3. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
sKak
Reykjavíkurmótinu ’84
„sparkað” út úr húsi
„ Viö höfum pantað sama sal og
Reykjavíkurskákmótið 1982 fór
fram í og fengið vilyrði frá
forráðamönnum safnsins en
síðan fengið bréf f rá Þóru
Kristjánsdóttur forstöðumanni
þar sem sagt var að ekki væri
stætt á því að halda skákmótið
aftur. Var helst á henni að skilja
að skákin gæti ekki talist
listgrein og því ekki húsum hæf
Kjarvalsstaða," sagði
Þorsteinn Þorsteinsson
varaforseti Skáksambands
íslands þegar undirritaður hafði
samband við hann í vikunni.
Reykjavíkurskákmót fer eins og
kunnugt er fram annað hvert ár og
þar form sem mótið sótti í síðast
verður ofan á á næsta ári. Kjarvals-
staðir þykja fyrir margra hluta sak-
ir heppilegur mótstaður vegna
stærðar sýningarsafanna sem í safn-
inu eru. Þá gefur staðurinn gott
pláss fyrir hverskonar vinnu með-
fram mótshaldinu, s.s. aðstöðu
fyrir fréttamenn, skákskýringar,
veitingar er stutt að sækja o.s.frv..
Helstur gallinn er sá að engir
gluggar eru á þeim tveim sölum
sem keppnin sjálf fer fram í og and-
rými því með minna móti. Getur
það virkað neikvætt á taflmennsku
sumra skákmanna, svipað og ná-
lægð sjávar er nauðsynleg öðrum
þeim sem vinna að krefjandi verk-
efnum. Þorsteinn sagði að ef
Kjarvalsstaðir fengust ekki undir
mótshaldið væri Kristalssalur á
Hótel Loftleiðum sá staður sem
einna helst kæmi til greina.
íslendingar standa
sig vel í
opnu mótunum
Ólíkt mörgum skákmönnum
sem bitið hafa það fast í sig að rétt-
ast sé að teflast sem minnst í þeim
Guðmundur Sigurjónsson: Var
með fullt hús vinninga eftir fjórar
umferðir á skákmótinu í V-Berlín.
mánuðum sem ekki á enda á ber,
sbr. september ellegar desember
(þannig eru jólin einkar heppilegur
tími) þá tefla íslenskir skákmenn
aldrei minna en á sumrin. Þannig
héldu fimm skákmenn íslenskir
A
Fóstrustööur
Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftir-
farandi fóstrustöður lausar til umsóknar:
Leikskólanum Kópahvoli - 50% staða
Leikskólanum Fögrubrekku - fullt starf
Dagvistarheimilinu Kópasteini - fuilt starf
Dagvistarheimilinu Kópaseli - fullt starf
Dagvistarheimilinu Efstahjalla - fullt starf
Skóladagheimilinu Dalbrekku - fullt starf.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1983.
Upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi á Félags-
málastofnun Kópavogs í síma 41570.
Félagsmálastjóri.
Kennarar!
Tvo til þrjá kennara vantar viö Grenivíkur-
skóla.
Meðal kennslugreina: íþróttir.
Ný skóli, um 80 nemendur. Gott húsnæði.
Upplýsingar gefur skólastjóri Björn Ingólfs-
son í síma 96-33131 eða 33118.
Skólanefnd
Grýtubakkaskólahverfis
upp í mikla skákferð til Júgóslavíu
og hafa staðið sig með prýði. Jón L.
Árnason var iengi vel efstur á opnu
móti sem haldið var í Bela Crvka
og er þegar þetta er skrifað alveg í
námunda við toppinn. Hann hafði
að loknum 12 untferðum hlotið 9
vinninga og Margeir Pétursson
sömu vinningatöiu. Karl Þorsteins
var með 7'/: vinning og Eivar Guð-
mundsson og Jóhann Hjartarson
67: vinning.
Þá situr Guðmundur Sigurjóns-
son þessa dagana að tafli í opnu
skákmóti í V-Berlín. Hann var
efstur.ásamt öðrum.eftir fjórar um-
ferðir með 4 vinninga. Keppendur
eru um 200 talsins.
Sameinuðu fursta-
dæmin eða Grikkir
Eitthvað virðist erfitt að stað-
setja næsta olympíuskákmót sem
Indónesíumenn misstu úr skaftinu
eigi alls fyrir löngu. Hefur hinn nýi
forseti FIDE Florencio Campom-
anes ieitað logandi ijósi að heppi-
legum mótstað og virðist nú einna
líklegast að mótið fari fram í
Grikklandi eða að Sameinuðu Ar-
abafurstadæmin haldi mótið. Þriðji
aðili er svo Skáksamband Filips-
eyja sem mun sennilega halda
mótið ef hinir tveir áðilarnir sjá sér
ekki fært að annast mótshaldið.
Pasadena er
ekki í Texas
Eitt bæjarblaðanna sló því upp
fyrir nokkru síðan að einvígi Kasp-
arovs og Kortsnojs sem hefst í lok
þessa mánaðar í Bandaríkjunum
hefði verið valinn staður í Pasa-
dena í Texas. Þjóðviljinn hefur
barist við að leiðrétta blað um ára-
tuga skeið og enn skal reynt:Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
gagnmerks landafræðings er Pasa-
dena staðsett í Kaliforníu, en þar
mun aðsetur Fischers hafa verið til
skamms tíma. Sú ákvörðun Cam-
pomanesar forseta að einvígið
skuli fara fram þar hefur sætt ntik-
illi gagnrýni beggja keppenda.
Útiskákmót
á Lækjartorgi
Skáksamband íslands tók í fyrra
upp gott verk sem skákfélagið
Mjölnir stóð fyrir. Mjölnir hefur
lagt niður starfsemi sína og að þeim
sökunt féll mótið niður árið 1981. í
fyrra mættu flestir bestu skámenn
landsins til keppni á fyrsta útmóti
Skáksambands ísland og 2. úti-
skákmót Skáksambandsins verður
haldið þann 11. júlí næstkomandi.
Þegar hafa yfir 30 fyrirtæki látið
skrá sig til keppni og er Þjóðviljinn
eitt þeirra. Af öðrum atburðum
sem varða íslenska skákmenn þá
má minna á að Skákþing Norður-
landa hefst með keppni í úrvals-
flokki þann 21. júlí næstkomandi.
11 skákmenn héðan af landi hafa
skráð sig til leiks. Það þarf ekki að
fara mörgum orðum um það að
frammistaða Skáksantbands ís-
lands í sambandi við mót þetta er
hreint klúður og þarf að fara langt
aftur í tímann til að finna eitthvað
sambærilegt. Er þó af mörgu að
taka. Keppendur í úrvalsflokki eru
tveir, Guðmundur Sigurjónsson og
Dan Hanson. Eins og komið hefur
fram skilgreindi stjórn Skáksam-
bandsins Dan Hansson sem Svía
þegar Skákþing fslands stóð yfir
um daginn. Forseti sambandsins,
Gunnar Gunnarsson, steig í pontu
við upphaf þess móts (sem var
reyndar þannig úr garði gert að
ómögulegt var fyrir bestu skák-
menn landsins að taka þátt í því) og
sagði að Dan Hanson gæti ekki
orðið íslandsmeistari þar sem hann
væri Svíi og keppti því sent gestur á
mótinu. Þegar Skáksambandið vel-
ur keppendur í úrvalsflokkinn á
Norðurlandamótinu þykir sjálfsagt
að senda þennan Svía á inótið, en
íslandsmeistarinn, samkvæmt skil-
greiningu Skáksambandsins, er
skilinn eftir. Fyrir vikið á ísland
einn keppenda á mótinu en Svíar
þrjá.
Sá sem þessar línur ritar hefur
margoft bent á það að fyrst Dan
Hansson var leyfð þátttaka í mót-
inu hefði hann átta að fá að keppa
unt íslandsmeistaratitilinn eins og
aðrir. Hann hefur undanfarin þrjú
ár búið hér á landi og virðist ekkert
vera á faraldsfæti. Skáksambandið
Gunnar Gunnarsson: Fátt um svör
hjá stjórn Skáksambandsins.
gerir sig sekt unt tvískinnung af
verstu tegund og það sem verra er-
forseti þess getur ekki 'einu sinni
svarað fyrir þá gagnrýni sem frarn
hefur komið. Fyrrverandi forseti,
Einar S. Einarsson, lenti oft í hörð-
um deilum um mál sem vörðuðu
stjórnunaraðferðir hans, en hann
var líka fljótur til að svara fyri sig,
varði aðgerðirnar sínar hvernig svo
sem þær voru.
Orðsending
til félagsmanna BSF Skjól (Byggingarsam-
vinnufélagið Skjól Reykjavík).
Þeirfélagsmenn sem hug hafa á íbúðabygg-
ingum á þeSsu og næsta ári, hvort heldur er í
sambýli eða sérbýli hafi samband við skrif-
stofu félagsins að Neðstaleiti 5-13, sími
85562, eða sendi bréflega umsókn með upp-
lýsingum um séróskir sínar þar að lútandi
fyrir 10. júlí 1983.
Athugið, félagið er opið öllum sem áhuga
hafa. Nýir félagsmenn velkomnir.
Stjórn BSF Skjól.
Matreiöslumenn
Almennur félagsfundur verður haldinn
mánudaginn 4. júlí 1983, kl. 15.00 að Óðins-
götu 7, Reykjavík.
Fundarefni:
Uppsögn kjarasamninga.
Önnur mál.
Stjórn
Félags matreiðslumanna.
Reiknistofa
bankanna
óskar að ráða fólk til starfa í vinnsludeild
reiknistofunnar.
Störf þessi eru unnin á þrískiptum vöktum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi SÍB og
bankanna.
Æskilegt er að umsækjendur hafi verslun-
arpróf, stúdentspróf eða sambærilega
menntun og séu á aldrinum 18-35 ára.
Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu
Bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi, fyrir
13. júlí n.k. á eyðublöðum, sem þar fást.