Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-30. október 1983 DJÚDVIUINN [Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafssen. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttír. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. t Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. 1 Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjórl: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson. Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. ritstjórnargrein starf og kjör Bensínhallirnar I Þjóðviljinn birti í þessari viku fyrstu greinarnar í ! úttekt blaðsins á fjárfestingu milliliðanna í íslensku íþjóðfélagi. Um allt land má sjá merki þess að fjár- magnsöflin eru önnum kafin við að koma gróða sínum í járnbenta steinsteypu. Höfuðborgarsvæðið er þó að- lalgósenland þessarar fjárfestingar. Fyrsta úttekt Þjóðviljans fjallaði um bensínhallir ol- íufélaganna. Á fjórða tug bensínstöðva eru nú starfandi í 100.000 manna byggð. Fáeinir kílómetrar frá heimili til vinnustaðar eru svo vel búnir bensínhöllum að hægt er að stoppa 5-7 sinnum á stuttri leið til að tryggja að bifreiðin verði ekki án hins dýrmæta vökva. Það er merkilegt að framleiðendur bifreiða í heimin- um skuli ekki hafa aðlagað sig að sölukerfi olíufélag- anna á höfuðborgarsvæði íslands. Það er alger óþarfi að vera að útbúa bifreiðar með 40 lítra tankrými og þaðan af stærra þegar innan við 1 lítri dugir milli bensín- stöðva. f úttekt Þjóðviljans kom fram að bensínsalan hefur |nánast staðið í stað á undanförnum árum. Samt er Ihaldið áfram að byggja sífellt fleiri, stærri og íburðar- meiri hallir utan um staðnaðan bensínmarkað. í hverju hverfi borgarinriar keppast olíufélögin við að reisa margar bensínhallir og ekki er linnt látum fyrr en byggðarlög með fáeinar þúsundir íbúa út um land eru komin með þrjár bensínhallir hvert. í svörum forsvarsmanna olíufélaganna kom fram að þeir saka hver annan um fjárfestingarbruðlið. Olíufé- lag X segist vera algerlega saklaust. Það sé Y sem standi fyrir hallarkapphlaupinu. Síðan kemur Z og kennir i bæði X og Y um bruðlið sem almenningur býsnast yfir. ÍÞannig dansa Esso, Olís og Shell með sakleysissvip í ikringum hvert annað. Enginn á sök á offjárfestingunni ; þótt hver um sig sé sammála ásökunum um bruðlið hjá ! hinum. Bensínhallirnar eru bara einn þáttur af mörgum sem sýnir gróðamyndunina í þjóðfélaginu. Út um allt eru rismikil merki þess að peningarnir streyma til ákveð- inna afla í okkar þjóðfélagi. Þjóðviljinn mun á næstu vikum halda áfram að leiða lesendur sína um þessar glæsigötur þar sem minnismerkin um auðfenginn gróða standa í þéttum röðum. Á sama tíma er svo verið að færa kjör almennings niður fyrir það sem þekkist í nokkru nágrannalanda okkar. Þúsundir heimila í landinu hafa ekki hugmynd um hvernig eigi að láta hina skertu tekjur endast fyrir mat, húsnæðiskostnaði, hita og rafmagni. Um síðustu helgi birti Þjóðviljinn viðtal sem lýsti martröð einstæðra mæðra. Sú lýsing á eymdinni og vonleysinu sem heltekið hefur þúsundir launafólks er í hrópandi andstöðu við hallarbyggingarnar sem millilið- irnir eru að reisa fyrir hinn skjóttekna gróða. Kolbeinshausinn Fjörurnar og hafið eru aðalsmerki hins einstæða set- urs höfuðborgarinnar. Fuglalífið hefur frá því fyrst fór að myndast þorp við sundin milli eyjanna verið sterk- asta einkenni þess lífríkis sem ber að varðveita. Þjóðviljinn hefur vakið athygli á því að yfirvöld ætli ; nú að fórna Kolbeinshausnum og lífríki hans. Þorsteinn Einarsson lýsti í viðtali við blaðið í gær hvernig hann og dr. Finnur Guðmundsson hefðu barist fyrir varðveislu fuglalífsins í höfuðborginni. Fyrst hefði Elliðavogurinn |og síðan Grafarvogurinn tapast í því stríði. Nú væri ; röðin komin að Kolbeinshausnum. Saga borgarinnar og lífríki knýja á um að Kol- beinshausnum verði hlíft við malbiksdrukknun. ór Helgi Guðjónsson pípulagn- ingarmaður hefur ekki getað unnið í tvö ár. Hann er öryrki: - Það byrjaði þannig að ég fékk heiftarlega ristilbólgu „crons“ og varð fyrst óvinnufær um tíma 1981. Sjúkdómurinn tók sig aftur upp 1982 og hef ég ekki losnað úr viðjum hans síðan. - Hvernig ég framfleytti mér? Ég hef verið heppinn að mörgu leyti. En fyrst og fremst hefur það kostað baráttu við kerfið. Þegar ég varð óvinnufær í fyrra, stóð þannig á, að konan mín var bundin yfir börnunum okkar tveimur - og hvorki þá né síðar hef ég getað verið mikið heima á meðan hún ynni úti. Heilsa mín leyfir það ekki. Ég verð að ganga á göngudeild og hef þurft að leggjast inná sjúkra- hús. Þess utan á ég ekkert alltof gott með gang og hreyfingar vegna sjúkdóms míns. - Til að byrja með fékk ég greiðslur frá sjúkrasjóði stétt- arfélags míns. Það var góður styrkur í því. En síðan tók verra við. - Á meðan fólk er að bíða eftir örorkumati og bótum geta liðið allt að því ár. Á þeim tíma á fólk að lifa af sjúkradagpeningum. Það er erfiðasti tíminn fyrir okk- „Þá sér maður hvers virði samhjálpin er” ur, iíka af því konan gat ekki heldur unnið úti. Sjúkradagpen- ingar nema í kringum fjögur þús- und á mánuði. Það er enginn grundvöllur fyrir því að lifa af sjúkradagpeningunum. Mér er í rauninni óskiljanlegt hvernig fólk í þeirri aðstöðu fer að því að lifa. Þess skal getið að ég fékk sjúkra- dagpeninga miðað við tvö börn og það er meira en einstaklingar fá. Þetta var erfiðasti tíminn í veikindunum og lífsbaráttunni. Auðvitað hefur svona lagað áhrif á heimilislífið og kona mín hefur þurft að leggja mikið á sig vegna þessa alls. Við vorum svo heppin að eiga íbúð sem við vorum að vísu ekki búin að borga, en það hafðist allt saman með góðra manna hjálp. Þegar ég var alveg að gefast upp á því tímabili sem sjúkradag- peningarnir nægðu okkur ekki fyrir nauðþurftum leitaði ég ásjár góðra manna í pólitíkinni - og þeir aðstoðuðu mig við að þrýsta á. Ég vil taka fram að ég hef ekki uppá neinn sérstakan að klaga í kerfinu, þetta er alltsaman gott fólk sem hefur gert það sem það getur fyrir mig. Heimilislæknir- inn minn hefur reynst okkur sér- staklega vel. - Æ þetta er ósköp erfitt - og þegar maður loks hefur komið sínum málum á þurrt þá sækja að manni efasemdir. Auðvitað líta margir hornauga að aðrir skuli geta lifað lífinu án þess að vera í vinnu. Því miður er ég hræddur um að margir sem svipað er ástatt um hafi ekki atorku til að standa í þessu stríði við kerfið til að fá lífsviðurværi. Og þá verður mis- mununin meiri en ella. En það er erfitt að sætta sig við að vera ung- ur og geta ekki unnið - í sj álfu sér getur ekkert bætt það upp. - í dag höfum við það mjög gott. Tryggingabæturnar nema segir Helgi Guðjónsson sem er 31 árs gamall öryrki um 11 þúsund krónum á mánuði. Og þegar ég um síðir komst að því að ég átti rétt á greiðslum úr lífeyrissjóði, þá reyndist sjóður minn mjög sterkur - og þaðan fær ég svipaða upphæð á mánuði. -Ég er heppinn, en það sem er alvarlegra er það sem ég sé hjá öðru fólki sem ekki nýtur Iífeyris- réttinda. Það er líka hörmulegt að fólk skuli ekki fá það sama út úr líf- eyrissjóðunum, heldur er haldið áfram að mismuna fólki út yfir gröf og dauða. Þannig fær ekkja eftir mann sem ekki hefur verið í lífeyrissjóði margfalt minni tekj- ur heldur en ekkjur eftir menn sem hafa greitt í lífeyrissjóði. Og meðal þeirra er líka mismunun þannig að ekkjan eftir hálauna- manninn fær mun meira en ekkj- an eftir láglaunamanninn, sem þyrfti jafnvel mun frekar á meiri stuðningi að halda. Lífeyrissjóð- irnir eru svo misjafnlega sterkir. Af þessu má sjá að brýn nauð- syn er á því að allir landsmenn séu í einum lífeyrissjóði og ég skil ekki hversvegna það réttlætismál er ekki komið í höfn. - í þessu sambandi vil ég geta þess, að ég er búinn að vera á örorkubótum um dálítinn tíma áður en ég frétti nánast fyrir til- viljun að ég ætti rétt á greiðslum úr lífeyrissjóði. Og þannig hefur þetta yfirleitt verið. Það er eng- inn sem segir manni neitt um rétt- indin þú verður að ganga á eftir þeim spyrja og ýta. - Þegar réttindin eru komin, þá er maður ekkert alltof ákafur við að brúka þau. Ég vill ekki fá það á mig að ég sé að „nota kerfið“. Þess vegna er maður alltaf í vafa um það hvað á að leyfa sér. Og ég spyr sjálfan mig hvað öðru fólki finnist um það sem ég geri. Og oft er maður í vafa um hvar réttindin eru fyrir örykja. Þannig stendur t.d. á örorkuskírteininu mínu, að hluti tannlæknakostnaðar sé greiddur niður. En þegar ég loks áræddi að fara til tannlæknis af því mig vantaði tönn, þá upplýsti hann mig um að einmitt sá kostn- aður væri ekki greiddur af Trygg- ingastofnuninni, svo ég iét það vera. - Nei ég þarf ekki að kvarta. ! Hins vegar hefur manni lærst af þessari dapurlegu reynslu þegar maður hefur gengið í gegnum svona, þá sér maður hvers virði samhjálp er í þjóðfélaginu, í stað þess að útvaldir gæðingar njóti einir góðs af þjóðarauðnum", meðan aðra brauðið vantar“. - Þrátt fyrir að ég hafi það núna sæmilegt efnahagslega þá vildi ég fyrir hvern mun skipta og komast í vinnu aftur. Og það er nauðsyn- legt að líta í kringum sig og taka eftir því hvernig fólk hefur það hjá okkur. Það eru margir sem eiga mj ög erfitt og þarfnast h j álp- ar og aðstoðar. Otrúlega margir sem sjá ekki fram úr skuldunum hjá sér. - Svo sér maður það í blöðun- um að fjármálaráðherrann vill strika út allar skuldir hjá útgerð- inni, miljarðarskuldir, með einu pennasktriki. Maður vonar bara að heimilin sem riða á barmi gjaldþrots vegna fjárskorts megi eiga von á slíku pennastiki. En því miður sýnist mér fátt benda til þess, að ríkisstjórnin rétti upp pennann þeim bágstöddu til hjálpar, sagði Helgi Guðjónsson að lokum. _óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.