Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-30. október 1983 daegurmál (sígiid?) Hljómsveitin PSYCHIC TV, eða Dulrœna sjónvarpið eins og það þýðist yfir á góða íslensku, hefur undanfarið ár verið að hasla sér völl sem ein áhuga- verðasta hljómsveitin í tóhlistar- heiminum í dag. Varla líður sú vika án þess að tímarit eins og New Musical Express birtifurð- ufregnir af hljómsveitinni og meðlimum hennar og for- sprakki Psychic TV, Genesis P. Orridge, varð þess heiðurs að- njótandi í einni kosningu blaðs- ins að vera kjörinn sem „The Man You Love To Hate“ (Mað- urinn sem þú nýtur að hata). Að sögnfœr Genesis P. Orridge að- dáendabréf og morðhótanir í jöfnu hlutfalli. Psychic TV verður seint talin venjuleg hljómsveit, eða eitthvert fyrirbæri sem auðvelt er að flokka niður og gleyma. Afstaða þeirra gagnvart öðrum hljómsveitum minnir óneitanlega á afstöðu Al- freðs Flóka gagnvart öðrum mynd- listarmönnum: „Þetta eru bölvaðir pampar, ólæsir andskotar sem ekk- ert hafa að gefa.“ Eins og Flóki sækja þeir mest til skálda, dauðra og lifandi, og misskilinna mikil- menna mannkynssögunnar - sem öll eru dauð... Þeir hafa unnið með William Burroughs og Brion Gysin, sem menn ýmist flokka sem hnignað- asta eða áhugaverðasta par í bók- menntum samtíðarinnar og það er sagt að framúrstefnumenn í ítalskri kvikmyndagerð fái Genesis P. Orr- idge reglulega í heimsókn til að dreyma upp handrit sem fái Paso~ lini til þess að snúaast eins og kjúk- ling á teini í gröf sinni. Allir þeir sem hafa starfað með þeim kump- ánum bera þeim afar vel söguna. T.d. sagði William Burroughs, sem Dulrœna sjónvarpið seiðir landsmenn hefur séð ailt, gert ailt og verið alls staðar, að Genesis væri eina víta- mínsprautan sem hann hafi fengið síðustu tuttugu ár... EFNI: ÁLAFOSS TWEED 600 GR. KR. 247,80. 2,s^A°4 Það má því telja til stórtíðinda að Psychic TV ætli að hefja fyrstu tón- leikaferð sína um heiminn hér á íslandi! Ffljómsveitin hefur fram að þessu einbeitt sér að gerð hljóm- platna og myndbanda og allar spekúlasjónir blaðamanna um væntanlega hljómleika hafa kafnað í þögn þeirra Dulrænu sjónvarps- drengja. Fregnin um hljómleikaferða- lagið hefur að vonum vakið mikla athygli í Bretlandi og slúðurdálkur NME veltir því fyri sér hvaða undarlegu straumar það séu sem dragi Dulrænu drengina til íslands - af öllum stöðum! Þeir segjast einnig hafa það fyrir satt að þessir fyrstu hljómleikar muni verða með sérstöku og óvæntu sniði og skjóta því að í framhaldi af því að nú sé kominn tími til að brýna fiskikut- ana og flytjast til íslands. Þar sem íslendingar eru yfirleitt síðastir til að frétta allt er ekki úr vegi að gera örlitla grein fyrir hljómsveitinni og barkgrunni hennar. Psychic TV á rætur sínar í hljóm- sveitinni Throbbing Gristle sem menn deilir á um hvort hafi verið pönk-hljómsveit eða samansafn af geggjuðum heimspekingum sem gátu túlkað sig í gegnum tónlist. Tónleikar með Throbbing Gristle þóttu alltaf miklir viðburðir og dómar blaða voru yfirleitt á þá leið að blaðamennirnir sögðust ekki al- veg vissir hvað hefði verið að ger- ast, en eitt væru þeir þó alveg vissir um: Það sem gerðist var stórkost- legt! Þeir Genesis og félagar hafa alla tíð þótt sniilingar í því að kalla fram viðbrögð og þá sjaldan hirt um hvort þeir væru að stuða fólk eða heilla. Að verða frægir, eða frægir að endemum, er eitthvað sem þeir líta á sem aukaverkun af því að koma boðskap sínum áleiðis. Tón- listarmenn sem hafa oft orðið skot- spónn hæðni þeirra hafa gjarnan kvartað undan svokallaðri mannfyrirlitningu Genesis, en hann svarar því til að fyrirlitning á sjálfselskum smástrákum, sem séu uppteknir við að skoða á sér nafl- ann - eða þá eitthvað enn verra, eigi á engan hátt skylt við mannfyrirlitningu. Hann líti á list sem tæki til að vekja fólk til með- vitundar en ekki sem ennþá eina svefntöfluna. Söngvarinn Marc Almond sem gerði garðinn frægan með Soft Cell (hver man ekki eftir Tainted Love?) hefur undanfarin ár verið náinn samstarfsmaður Psychic TV. Hann segir sjálfur að lögin sem hann söng með þeim á hljómplöt- unni „Force the Hand of Chance“ séu það besta sem hann hafi nokk- urn tíma gert og allt það megi rekja til heilnæms innblásturs frá Genes- is P. Orridge. Almond telur að Psychic TV sé að öðrum ólöstuðum sú hljómsveit sem hafi mest fram að færa í bransanum í dag og hann er greinilega ekki einn um þá skoðun. Zuccarelli, sá sem fann upþ hina svokölluðu Holo- phonic-upptökutækni (tækni sem getur látið tóna fara fram og til baka en ekki bara til vinstri og hægri eins og í steríóupptökum), notaði Psychic TV fyrsta allra til að reyna þessa nýju aðferð. Á sama tíma lágu Paul McCartney og Mic- hael Jackson grátandi í símanum og vildu fá að prufa... Auk Psychic TV er Pink Floyd eina hljómsveitin sem hefur fengið að nota tæknina, en Zuccarelli hef- ur sagt að hann hleypi engum í græjurnar sínar nema þeim sem hann telji að séu að gera eitthvað stórkostlegt! Ekki he.fur þetta orð- ið til þess að auka vinsældir þeirra meðal annarra hljómlistarmanna, en tækjafrík liggja að sögn í öngviti af unaði um gjörvalla álfuna... Eins og áður var sagt leggja Dul- rænu drengirnir mikið upp úr því að ná fram sterkum áhrifum og á það við um hljómplötur þeirra, myndbönd og nú um hljómleika. Að sögn hafa þeir verið að undir- búa heimsreisuna um langt skeið með það fyrir augum að geta boðið upp á sem áhrifamesta upplifun. Fyrst breskir blaðamenn og æstir aðdáendur ætla að fara hingað fylktu liði ætti ekki að standa á ís- lenskri æsku að taka strætó á fagn- aðinn. Það verður spennandi að sjá hvort Psychic TV muni takast að vekja íslensku þjóðina upp af hennar rómaða þyrnirósarsvefni, en eitt er víst, að sjaldan hefur áhugaverðari gesti borið hér að garði. Tónleikaferðalagið hefst með lítilli athöfn í breskri sveitakirkju, en síðan mun hljómsveitin fljúga beint til íslands þar sem fyrstu op- inberu tónleikarnir verða haldnir þann 23. nóvember, en héðan halda þeir til Bandaríkjanna og þaðan um heim allan. Lesendur mega eiga von á frek- ari fréttum um hljómleikana hér á næstunni... h m LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Skrifstofumaður á Kjarvalsstöðum. Hálft starf. Upplýsingar eru veittar í síma 26131 eða 26180. • Hjúkrunarfræðingur við barnadeildina í Aspar- felli. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 75100. • Fóstra við leikskólann Hlíðarborg. • Fóstrur, þroskaþjálfar eða fqlk með aðrar uppeld- islega menntun til að veita þroskaheftum börnum stuðning á dagvistarheimilum í Breiðholti. Hálft starf kemur til greina. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu dagvistar í síma 27277 eða hjá forstöðumanni viðkomandi heimilis. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00, mánudaginn 7. nóvember 1983. NU líður vel mer Ljosaskoðun IIS8"“ yUMFEROAR RÁO Góð orð duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.