Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-30. október 1983 fréttaskýring •>•> PENN ASTRIKIÐ 11 JóhannK. Sigurðsson: Kristján Ragnarsson: Már Elísson: Án útgerðar lifum Ölmusumenn viljum Feiminn við penna- við ekki á Islandi. við ekki vera. strikið. Síðan Þjóðviljinn birti frétta- viðtal við Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóra LÍÚ, þar sem hann sagði að óþarfi væri að stöðva flotann til að knýja á um aðgerðir, hann væri að stöðvast. af sjálfu sér, hefur umræða um stöðu sjávarútvegsins verið linnulaus í fjölmiðlum. Um svip- að leyti kom Albert Gumundsson fram á fundi í Vestmannaeyjum, þar sem hann varpaði fram hug- myndinni um að strika skuldir út- gerðarinnar út með einu penna- striki. Hann ítrekaði síðan þessa hugmynd sína á Alþingi. Síðan gengur hugmynd hans undir nafninu „pennastrikið". Hrikaleg staða Sannarlega hefur „pennastrik- ið“ komið róti á hugi manna sem um vanda útgerðarinnar fjalla. Flestum þykir hún fjarstæða, en samt sem áður þess virði að ræða hana, ef til vill vegna þess að hún er ný og óvænt. Við skulum þá fyrst reyna að gera okkur grein fyrir stærð þess vanda sem verið er að ræða og glíma við. í blaðinu „Fiskifréttir" var fyrir skömmu birtur listi yfir þau skip sem skulda 9 miljónir króna eða meira og einnig er greint frá því að 20 skip séu með 400 miljónir króna í vanskilum. Lítum þá fyrst á þennan lista og skoðum töflurn- ar tvær hér á síðunni yfir skuldir við Fiskveiðisjóð og Byggðasjóð. Verða aldrei greiddar Fjármálaráðherra hefur sagt opinberlega að þessar skuldir og ef til vill fleiri skuldir útgerðar- innar muni aldrei verða greiddar vegna þess að þótt nýju skipin, sem mest skulda, afli eins vel og hugsast getur, dugi það ekki til, vegna þess hve fjármagns- kostnaður er gífurlegur. „Það er mjög mismunandi hverjir borga sínar skuldir, það sjáum við best á því að sumir eru í miklum vanskilum, aðrir eng- um,“ sagði Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ um þetta mál. „Ég hef og raunar margir fleiri menn, bent á það, að þau skip sem smíðuð eru innanlands geti aldrei aflað svo mikið að þau geti greitt skuldir sínar, enda hef- ur það líka komið á daginn,“ sagði Kristján. Már Elísson, framkvæmda- stjóri Fiskveiðasjóðs, sagði að það væri vissulega rétt að fjár- magnskostnaður útgerðarinnar væri gífurlega mikill. Hann benti á að uppbygging togaraflotans hefði verið hröð og Fiskveiða- sjóði ofviða að fjármagna hana og því hefði orðið að taka erlend lán, sem væru dýr, þar sem þau væru að sjálfsögðu gengistryggð. Varðandi innlendu skipasmíðina sagði Már, að þau skip væru dýr- ari en erlend, en aftur á móti mjög sterk og endingargóð og tæknilega góð, jafnvel betri en erlend f mörgum tilfellum. Már Elísson benti einnig á að ef skip sem miklar skuldir hvíldu á væri tekið útúr, þá mætti til sanns vegar færa að það stæði ekki undir sér. En á hitt bæri að líta að mörg þessara skipa hefðu öflug ' fyrirtæki að baki sér, sem hjálpa til. í rauninni væri skipið sem færði afla að landi aðeins einn lið- ur í heilu dæmi, sem væri fisk- veiðar og fiskvinnsla og sala sjá- varafurða. Það væri því of mikil alhæfing að segja að skuldir allra skipanna yrðu aldrei greiddar. Að lifa eða deyja Jóhann K. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en það fyrirtæki skuldar lítið í sínum skipum, enda eru þau orðin nokkuð gömul, sagði að auðvitað væri það mismunandi hverjir greiða sínar skuldir og hverjir ekki. Aft- ur á móti benti hann á að jafnvel þótt skuldir Síldarvinnslunnar væru ekki miklar af skipunum þá gengi útgerðin ekki vel. Ástæðan er fyrst og fremst hin gríðarlega hækkun á olíu á síðustu árum og eins alltof mikill fjármagns- kostnaður. Það væri alveg ljóst að vegna ' þessara tveggja liða gætu nýju skipin aldrei náð endum saman. Olíukostnaðurinn væri nú orðinn 25% til 30% af rekstrarkostnaði skipa í stað 6% til 5% áður en hinar hrikalegu olíuhækkanir skullu yfir. Jóhann benti hinsvegar á að þegar menn væru aö tala um hrikalega skuld- astöðu ’ útgerðarinnar sem væri undirstaða alls hér á landi, þá mættu menn ekki gleyma því að skuldir hennar væru aðeins um 16% af öllum okkár erlendu skuldum. Aðrar greinar sem færðu þjóðarbúinu minna í aðra hönd skulduðu afganginn. Þá sagði Jóhann: „Menn muna eflaust eftir „nýsköpunar“-togur- unum, sem bæjarútgerðir keyptu til landsíns stuttu eftir stríð. Þess- ir togarar voru alla tíð reknir með tapi, svo miklu tapi að bæjarfé- lögin gátu ekki einu sinni inn- heimt útsvar af skipverjum sinna eigin skipa. En þessir togarar voru undirstaða þess að atvinna hélst hér á landi, án þeirra hefði verið hér atvinnuleysi um allt land og alger ördeyða. Tökum dæmi af Patreksfirði. Togararnir þar komast ekki á veiðar vegna skulda og frystihúsið hefur stöðv- ast af sömu orsökum. Ætla menn að láta allt sökkva á Patreksfirði? Sigurdór , Sigurdórsson skrifar Láta fólkið yfirgefa eignir sínar og flytjast burt allslaust, eða ætla menn að halda uppi byggð á Patr- eksfirði? Þessu verða menn að svara. Stöðvist útgerðin og þar af leiðandi fiskvinnslan, verður hér landauðn. Þess vegna verður að finna leiðir til að leysa þennan vanda.“ „Pennastrikið(< Og þá komum við aftur að „pennastrikinu“ hans Alberts. Jóhann sagði að sér sýndist sú hugmynd ansi erfið í fram- kvæmd, auk þess sem hún myndi koma óréttlátt niður vegna þess að sumir standa í skilum en aðrir ekki og þannig myndu þeir verð- launaðir sem ekki standa í skilum. „En á hitt vil ég leggja þunga áherslu, að með einhverj- um hætti verður að bjarga málun- um við“, sagði Jóhann. Kristján Ragnarsson tók undir þetta sjónarmið og sagði „penna- strikið“ ósanngjarna leið. Það myndi ekki leysa vanda útgerðar- innar og í raun myndi það gera útgerðarmenn að ölmusu- mönnum og það vildu þeir ekki vera. „Við viljum aðeins fá eðli- legan rekstrargrundvöll og til þess yrði að finna leið.“ „Ég er nú feiminn við þessa hug- mynd,“ sagði Már Elísson um „pennastrikið". Hann spurði hvort þeir sem standa sig vel og standa í skilum ættu að borga fyrir hina. Aðspurður um hvort þeir hjá Fiskveiðasjóði hefði ein- hverjar hugmyndir til lausnar vanda útgerðarinnar sagði Már að vissulega hefðu þeir ýmsar hugmyndir. Spurning væri hins- vegar frekar hver geta útgerðar- manna til að greiða skuldirnar væri. „Við megum ekki gleyma þeim mikla aflabresti sem verið hefði og að auki óheppilegri afl- asamsetningu og síðast en ekki síst sölutregðu á erlendum mörkuðum sem orsakaði mikla birgðasöfnun hér heima.“ Ljóst er að engin ákveðin hug- mynd hefur komið fram opinber- lega, þótt margir ^egist hafa hug- myndir um lausn vanda út- gerðarinnar, nema „pennastrik- ið“ hans Alberts. Hafni menn því, sem flestir virðast gera, þá verða þeir líka að benda á leiðir, sem þeir telja færar. Án útgerðar lifum við íslendingar ekki í þessu landi. -S.dór Skuldir við Skuldir við Byggðasjóð Fiskveiðasjóð Vanskil íVaxtahl. Áhvílandi Vanskil Vaxtahl. Samtals Byggðasj .vanskila heild íFiskv.si.vanskila áhvílandi Nafn skips í millj. (þús.kr.) (þús.kr.) í millj. í Fiskv.sj. Sigurfari 2.SH 1.6 1.3 9.7 Sigurfari SH105 42.8 34.4 178.0 HilmirSU 39 15 82 HilmirSU 171 26.6 169.6 Kolbeinsey ÞH 3.2 2.1 19.4 KolbeinseyÞH 10 34.4 25.9 168.6 OttóN. Þorláksson RE... 3.5 1.8 12.5 OttóN. Þorláksson RE.... 33.2 21.9 213.4 Eldborg HF 1.4 7 5.9 Eldborg HF13 29.5 16.1 95.9 Sölvi Bjarnason BA 2.4 1.6 12.4 Sölvi Bjarnason BA 23.9 14.7 115.2 Sigurbjörg ÓF 8 5 6.1 SigurbjörgÓF 1 23.9 5.8 123.8 ÓskarMagnússon AK ... 2.7 1.2 14.6 Óskar Magnússon AK .... 20.3 4.4 90.2 Arinbjörn RE 6.2 3.1 13.6 Arinbjörn RE 54 19.7 2.1 76.2 'K 5 1.6 4 5 JúpiterRE 161 18.3 8.4 68.8 SjávarborgGK 2 2.2 SjávarborgGK60 16.1 12.9 126.7 SiglfirðingurSI 0 0 0 Siglfirðingur SI150 14.6 3.1 31.2 SæbjörgSU 0 0 0 SæbjörgSU 403 14.4 6.6 31.8 ErlingurGK 1.5 618 3.2 ErlingurGK6 11.4 1 32.1 Júlíus Havstein ÞH 3.7 1.6 7.3 JúlíusHafstein ÞH 1 11.0 1.7 49.4 Elín Þorbjarnard.íS 5.2 2.3 11.2 Elín Þorbjarnardóttir 10.6 7 64.0 Bjarni Herjólfsson AR... 3.4 2.2 7.6 Bjarni Herjólfsson 9.9 8 49.7 GígjaRE 0 0 0 GígjaRE340 9.5 4.2 20.2 HeiðrúníS 4.9 2.5 11.0 HeiðrúníS4 9.3 0 57.0 Hólmatindur SU 0 0 0 Hólmatindur SU 220 9.0 1.8 41.8 Gullberg NS 2.7 1.5 4.2 ritstjornargrein Geir styður innrásina ínnrásin á Grenada er að því leyti velheppnuð frá sjónarmiði Bandaríkjastjórnar, að fyrstu daga hennar var öllum frétta- mönnum haldið í burtu og herinn einn var til frásagnar. Að þessu leyti hafa Bandaríkjamenn lært af reynslu Breta á Falklands- eyjum. Fréttaflutningi hefur að meira eða minna leyti verið stýrt, og Iagt ofurkapp á að sannfæra umheiminn um að hér sé um að ræða hetjulega baráttu Reagans Bandaríkjaforseta við heimskommúnismann og helstu útflutningsaðila hans, Kúbu- menn. Það er komin alllöng reynsla á það að einhliða fréttaflutningi Hvíta hússins og Pentagon er ekki að treysta, og það er einnig altítt að eftir slíkar áróðurslotur taki bandarískir fjölmiðlar sig til og fletti ofan af blckkingunum. Meðan Bandaríkjastjórn er ein- ráð um frásagnir af aðdraganda innrásarinnar og gangi hennar verður að hafa það fyrir satt sem hún segir, en í málefnum ríkja við Karabíahafið og í Suður-Amer- fku hafa bandarísk stjórnvöld mörgu Iogið og notað lýðræði og frelsi sem yfirvarp í hlutverki hákarlsins sem eltist víð hornsílin. Brot á alþjóðalögum En hver sem verður eftirskrift innrásarinnar í Grenada er ljóst ,að hún erskýlaust brot á alþjóða- lögum og á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um sjálfsákvörðunar- rétt þjóða. Á þessum forsendum hafa ríkisstjórnir margra þjóða á Vesturlöndum, fordæmt innrás- ina. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Þjóðviljann á fimmtudag, að hann fordæmdi hana persónúlega eins og allar innrásir í sjálfstæð ríki hvar sem væri í heiminum. „Þetta er fyrir neðan allar hell- ur“, sagði forsætisráðherra. En það kom einnig fram að málið yrði ekki tekið fyrir í ríkisstjórn- inni nema að frumkvæði utan- ríkisráðherra. Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra sagði málið vera of flók- ið til þess að fordæma einn þátt þess, það er innrásina! Eyjólfur Konráð Jónsson flokksbróðir utanríkisráðherra sagði einnig á þingi að það væri smekksatriði hvort telja ætti framferði Banda- ríkjamanna til stórglæpa. Þetta þus Sjálfstæðismanna á Alþingi Islendinga er til stórskammar sjálfum þeim og þjóðinni. Málið er hvorki flókið né háð einhverj- um sérstökum smekk. Viður- kennt er að um brot á alþjóða- lögum og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna er að ræða. Á þeim for- sendum ber að fordæma innrás- ina. Annars verður að álykta sem svo að utanríkisráðherra og flokkur hans telji að íhlutun í innanríkismálefni smáríkja sé góð og gild ef réttir aðilar efu að verki að hans dómi, en vond og fordæmanleg ef rangir aðilar standa að slíku athæfi. Ihlutun og innrás af hálfu Bandaríkjastjórn- ar sé alltaf af hinu góða en íhlutun og innrás af hálfu Rússa sé alltaf af hinu vonda. Ef menn ætla að vera sjálfum sér samkvæmir í utanríkismálum er svart-hvít stefna af þessu tagi ekki til annars fallin en sannfæra umheiminn um Einar Karl Haraldsson skrifar undirlægjuhátt íslenskra stjórnvalda við Bandaríkja- stjórn. Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður hóf umræðu utan dagskrár á Alþingi í fyrradag, og í þeirri umræðu kom greinilega í ljós að í rauninni er Sjálfstæðis- flokkurinn í einstrengislegri undirgefni við bandarísk sjón- armið í utanríkismálum einang- rast. Það má vel vera að Banda- ríkjastjórn hafi þurft á því að halda líkt og Thatcher stjórnin að vinna sigur í stríði. Þá er viður- hlutaminnst að ráðast gegn dver- gríki sem ekki telur fleiri en 110 þúsund íbúa á landsvæði sem er eins og Kjósarsýsla. En það er atlaga gegn sjálfsákvörðunarrétti smáríkja um allan heim að láta svo berlega í ljós með vífilengjum og ákafri málsbótaleit, að ís- lenska utanríkisráðuneytið styð- ur í raun innrás Bandaríkja- manna á Grenada. - ekh ir '■5=i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.