Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 27
Helgin 29. - 30. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27
Stjórn Fram-
kvæmdastofnunar
Heimilar
sölu á
Skildi hf.
í gær samþykkti stjórn Fram-
kvæmdastofnunar að heimila sölu á
byggingum Skjaldar hf á Patreks-
firði til þartil stofnað hlutafélags
heimamanna. Tillaga frá forstjóra
stofnunarinnar um að gera úrslita-
tilraun til að stofna hlutafélag til að
reka eignir Hraðfrystihúss
Patreksfjarðar og Skjaldar hf í einu
félagi var felld.
Á fundinum var lögð fram
skýrsla þarsem segir að 20 miljónir
þyrftu til að koma báðum húsunum
í eðlilegan rekstur, en í samrekstri
nægðu 9 miljónir króna.
Geir Gunnarsson alþingismaður
sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær,
að hann hefði stutt tillögu Tómasar
Arnasonar um að slík úrslitatilraun
yrði reynd til þrautar þarsem
augljós sparnaður væri þarmeð í
augsýn. Einnig væri ekki vanþörf á
að skoða allt málið betur. Hins
vegar lagði Ólafur G. Einarsson til
að hlutafélaginu yrði strax gert
kleyft að kaupa Skjöld, án þess að
tilraun til sameiginlegs hlutafélags
yrði gerð. Pað var samþykkt í
stjórn Framkvæmdastofnunar í
gær.
-óg.
Erfitt að
slökkva á
tunglinu
í fyrrakvöld var slökkvilið
Grundarfjarðar kallað út þar sem
margar upphringingar bárust um
að bærinn Þórdísarstaðir væri að
brenna. Slökkviliðsmenn hröðuðu
sér á staðinn, enda ;r liðið vel
mannað og talið það fcesta á Snæ-
fellsnesi. Þeir sem till ynntu um
brunann sögðu ýmist 'ð það væri
fjósið eða íbúðarhúsið á Þórdísar-
stöðum sem væri alelda.
Þegar svo slökkviliðið kom að
Þórdísarstöðum var þar allt með
kyrrum kjörum og enginn eldur.
Aftur á móti sáu menn þá að það
var sjálft tunglið sem hafði blekkt
fólkið. Tunglið væri mjög neðar-
lega og blóðrautt og þegar það bar
við bæinn sýndist mönnum vera
uppi eldur.
Ingi Hans Jónsson, einn slökkvi-
liðsmanna á Grundarfirði sagði í
samtali við Þjóðviljann í gær, að
enda þótt slökkvilið Grundarfjarð-
ar væri frábært, þá réði það ekki
yfir tækni né kunnáttu til að
slökkva í tunglingu. Hann sagði að
enginn þar vestra hefði séð tunglið
eins og það leit út þetta kvöld, það
hefði veri stórfengleg sjón.
- S.dór.
NÚ líður mér vel!
y ii bmiJí
w
Björgunarmenn á botni Sandeyjar (Ljósm. Magnús).
Súrefniskútar fluttir úr Aðalbjörgu yfir í björgunarskipið Gísla John-
sen. Aðalbjörgin er nýkeypt til Reykjavíkur og var aðstoðin við björg-
unina í gær fyrsta verkefni bátsins hjá nýjum eigendum.
Um borð í Gísla Johnsen. Björgunarmenn fluttir út í Sandey.
Tveir menn
komustlífsaf
úr slysinu
skipverjanna látinn. Kafarar
fóru um skipið eins og hægt
var að komast en fundu engan
hinna 3ja sem saknað er. Eins
var hafsvæðið leitað, bæði af
sjó og úr lofti og fjörur
gengnar. Leitin bar ekki ár-
angur og var henni hætt þegar
myrkt var orðið í gær en henni
verður framhaldið í dag.
Mennirnir eru taldir af.
Ástæða óhappsins mun vera
sú, að rörið sem sandi og möl er
dælt uppí gegnum, sogaðist fast í
leirbotn. Hugðust skipverjar á
Sandey 2 hífa rörið upp, við það
hallaði skipið, mölin rann til og
því hvolfdi með þessum hörmu-
legum afleiðingum.
Tugir manna, mörg skip og
þyrla landhelgisgæslunnar unnu í
aílan gærdag að björgunar- og
leitarstörfum við erfiðar aðstæð-
ur.
Björgun h.f. er eigandi skips-
ins og ákvað fyrirtækið ásamt
tryggingarfélaginu Tryggingar-
miðstöðin hf. sem skipið er tryggt
hjá að fela Könnun h.f. umboðs-
aðila Lloyds á íslandi og Björg-
unarfélaginu h.f. að hefja þegar í
stað ráðstafanir til að koma Sand-
ey 2 á réttan kjöl, en það mun
vera mikið og erfitt verk.
-S.dór/Hól
Læknir og hjúkrunarkona voru flutt með gúmbát út í Sandey 2 (Ljóms. Magnús).
Einn er látinn
- þriggja saknað
Tveir menn björguðust, við Engey í gærmorgun. Þeir
einn fannst látinn og 3ja tveir sem björguðust komust á
manna er saknað af sanddælu- kjöl þegar skipinu hvolfdi. við eyna, var logskorið gat á
skipinu Sandey 2, sem hvolfdi Eftir að skipið hafði verið botn skipsins og þá fannst einn
dregið uppá svo nefnt Eng-
eyjartagl, sem eru grynningar
Tilboð opnuð í rekstur Þvottahúss ríkisspítalanna
Hærri en rekstrarkostnaður
Þrjú tilboð bárust í rekstur
Þvottahúss ríkisspítalanna, en til-
boð voru opnuð hjá Innkaupa-
stofnun ríkisins í gær. Óll eru þau
allmiklu hærri en reksturskostn-
aður þvottahússins er í dag, en þá
er eftir að bera saman ýmsa þætti
sem ekki var tekið tillit til í útboð-
inu, m.a. kostnað við afskriftir,
skrifstofuhalds, kostnað við eftirlit
og þess háttar. Sérfræðingar á veg-
um Ríkisspítalanna eru að bera til-
boðin saman innbyrðis og verða
þeir útreikningar lagðir fyrir vænt-
anlegan stjórnarfund spítalanna á
fimmtudag í næstu viku.
Að sögn Ásgeirs Jóhannessonar
hjá Innkaupastofnun ríkisins var
lægsta tilboðið frá Þvottahúsinu
Fönn, 23.027.500 kr. Tilboð Krist-
jáns A. Guðmundssonar og Val-
garðs Bjarnasonar var 27.240.400
kr. og hæsta tilboðið kom frá Sig-
urjóni Þórðarsyni uppá 41.223.115
kr. Þá barst einnig tilboðið frá
Grétari Pálssyni í framleiðslu á
vinnufatnaði einungis og hljóðaði
það upp á 2.246.620 kr. Ásgeir tók
fram að erfitt væri að bera tilboðin
saman þar sem forsendur væru mis-
munandi, m.a. varðandi verðbætur
Og þess háttar.
Símon Steingrimsson fram-
kvæmdastjóri Tæknideildar
Landspítalanna sagði að ef sauma-
skap væri sleppt í tilboðunum
þremur væri tilboð Fannar 20.1
miljón, Kristjáns og Valgarðs 24.8
miljónir og Sigurjóns 36.6 miljónir
króna. Reksturskostnaður Ríkis-
spítalanna af sömu þáttum væri nú
17.7 miljónir. Þá væri eftir að taka
tillit til kostnaðar vegna afskrifta,
skrifstofuhalds, þess að níu öryrkj-
ar ynnu í Þvottahúsi ríkisspítalanna
eins og er, kostnaðar vö eftirlit og
þess að þvottahúsið leggur til flutn-
ingavagna sem ekki er gert ráð fyrir
í tilboðunum.
- v.
B