Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 11
Helgin 29.-30. október 1983 \ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Cleymum ekki gedsjúkum I TILBOÐ TIL MÁNAÐAMÓTA TILBOÐSYERÐ 79233 79233 Gœði og verð sem koma á óvart! ATH.: Ný og endurbætt þjónusta Nú getur þú fengið springdýnu sem hentar þér nákvæmlega. Komdu á Smiðjuveginn til okkar. Við finnum út hvað þér hentar, fví það er mikið atriði að dýnan henti þér nákvæmlega til þess að þú fáir fullkomna hvíld og endurnýist á hverri nóttu. góð dýna þýðir fallegra vaxtarlag F 1 r m - 94 ■ Smiðjuvegi 28 Dýnu- og bolsturgerðmr Gylfi Ásmundsson: Endurhæfing geðsjúkra Um mörg undanfarin ár hefur Geðverndarfélag íslands beitt sér fyrir uppbyggingu endurhæfingar- þjónustu fyrir geðsjúka. Hefur fé- lagiðm.a. átt aðildað uppbyggingu Reykjalundar, þar sem margir geð- sjúklingar á batavegi njóta endur- hæfingar hverju sinni, og með fjár- stuðningi við Bergiðjuna, verndað- an vinnustað við Kleppsspítalann, þar sem fram fer markviss vinnu- þjálfun. Geðverndarfélagið hefur hins yfir engu fjármagni að ráða öðru en því sem kemur frá fólkinu í landinu. Geðsjúkdómaroggeðræn vandamál eru það algeng, að flestir þjóðfélagsþegnar hafa af þeim bein eða óbein kynni. Með aukinni fræðslu og opnari umræðum hefur óttinn við þessa sjúkdóma og for- dómar gagnvart þeimsmám saman vikið fyrir velvild almennings til úr- bóta á þessu sviði og áhuga fyrir að leggja því liðsinni. Þetta hefur hvað skýrast komið fram í starfi Kiwanishreyfingarinn- ar á íslandi, sem hefur tekið þessi mál upp á sína arma og beitt sér fyrir fjársöfnun til stuðnings mál- efnum geðsjúkra. Viðbrögð al- mennings hafa orðið frábærlega góð og mikið fé safnast, sem í fyrstu var lagt til uppbyggingar endurhæfingaraðstöðu við Klepps- spítalann. Ahugi Kiwanis-manna fyrir frekari stuðningi við málefni geðsjúkra varð til þess, að Geð- verndarfélagið ákvað að ráðast í brýna en dýra framkvæmd, bygg- ingu áfangastaðar fyrir geðsjúkl- inga á batavegi, sem ekki hefði ver- ið gerlegt án slíks stuðnings. Á síð- astliðnu ári var, með fjárstuðningi Kiwanis-hreyfingarinnar, hafin bygging húss að Álfalandi 15 íi Reykjavík, sem mun vista 6-8 sjúklinga, sem áður hafa dvalist á1 geðsjúkrahúsi til meðferðar, en' gefst þarna kostur á þeirri endur- hæfingu, sem þeim er nauðsynleg til þess að geta stigið skrefið til fulls út í sjálfstætt og sjálfbjarga Iíf utan stofnunar. Áfangastaðurinn að Álfalandi 15 er nú vel á veg kom- inn, en skortir þó mikið fé til að ljúka megi framkvæmdum og hefja starfsemi . Til þess að svo megi verða hefur Kiwanis-hreyfingin enn á ný ákveðið að beita sér fyrir fjársöfnun á K-deginum 29. októ- ber næstkomandi. Geðverndarfélagið er þess fullvisst, að viðtökur almennings muni verða á sama veg og í fyrri fjársöfnun. Ýmsir kunna að spyrja hvers vegna svo brýnt sé að koma upp áfangastað fyrir geðsjúka. Hvers vegna geta þeir ekki einfaldlega farið heim til sín, ef meðferð sjúkrahúss er lokið? Því er til að svara í fyrsta lagi, að margir sjúk- lingar, sem hafa verið langdvölum á geðsjúkrahúsi, eiga ekki að neinu heimili að hverfa, hafa slitnað úr sambandi við fjölskyldu sína eða aðstæður hafa breyst svo, að þeir eiga ekki afturkvæmt. í öðru lagi, og það sem skiptir e.t.v. megin- máli, hafa þeir týnt niður hæfninni til að bjarga sér úti í lífinu, að um- gangast aðra og mynda félagsleg tengsl, að stunda reglubundna vinnu og jafnvel að geta séð um sig sjálfir á heimili. Þótt tekist hafi að vinna bug á sjúkdómi þeirra að meira eða minna leyti, skortir þá þjálfun til sjálfstæðs lífs á ný. Endurhæfingu eftir líkamlega sjúkdóma, sem hafa skilið eftir sig fötlun, þekkja flestir. Þá er reynt að þjálfa upp þá líkamshiuta, sem hafa orðið fyrir skaða, svo að þeir megi verða nothæfir á ný. Hið sama gildir um endurhæfingu eftir geðsjúkdóma. Þá er reynt að þjálfa upp þá félagslegu hæfni, sem hefur orðið fyrir skaða og gera hinn fatl- aða starfhæfan á ný. Áfangastaður er endurhæfingarstöð, þar sem slík þjálfun fer fram. Þar gefst vist- manni tækifæri, undir nauðsynlegri leiðsögn og stuðningi, til að læra að taka ábyrgð á sjálfum sér, eigum sínum og fjármálum, að umgangast og mynda tengsl við aðrá, að taka tillit til sambýlismanna sinna, að venjast því að fara út að vinna, mæta á réttum tíma og standa við skuldbindingar sínar svo eitthvað sé nefnt. Áfangastaður er síðasti hlekkurinn í meðferðarkeðjunni fyrir geðsjúka og kannske sá mikil- vægasti. Aðeins mjög fáir staðir af slíku tagi eru nú starfræktir, en þörfin er mikil. Þess vegna er svo brýnt að koma starfseminni að Álfalandi 15 af stað sem allra fyrst. Magnúsdóttir Torfi Geirmundsson Yfir 80 tegundir af hárkollum fyrir kvenfólk og mjög gott úrval af toppum og hárkollum fyrir karlmenn. Fyrstaflokks vara á góðu verði. UMBOÐSMENN: Jón Hjartarson, hárskeri, sími 2675, Akranesi. Rakarastofa Sigvalda, Kaupangi, Akureyri. Sími 21898. Kynning hjá Rakarastofu Sigvalda, Akureyri, dagana 29. og 30. okt. n.k. UPPLÝSINGASÍMI 17144 ^ Laugavegi 24 - 2. hæð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.