Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 13
Helgin 29.-30. október 1983 ÞJÓÐV1L.IINN - SÍ»A 13 Yfirlitssýning á verkum Harðar Agústssonar: Aö þræða einstigið milli vísinda og listar í dag er opnuö á Listasafni íslands yfirlitssýning á verkum Harðar Agústssonar- þar eru 144 verk frá meira en þrem áratugum. Elstu myndirnar eru frá því skömmu eftir stríð: harður realismi ungs manns sem teiknar mikið af því að formið er honum svo mikið alvörumál, hann verður að ná tökum á því áður en hann fer að leika sér með liti. Eða svo segir Hörður sjálfur. Hann bendir líka á mynd sem heitir í vinnuhléi: verkamenn í steypuvinnu hvíla sig og einn þeirra boðar Orðið - krist- indóm eða kommúnisma? hver veit. Og um leið er myndbygging endurreisnartímans lifandi í þess- ari mynd - þess tíma sem Hörður vildi helst vera fæddur á - þá voru menn að smeygja sér út úr hug- lægni miðalda og voru að kanna jörðina. Og leiðin liggur áfram yfir rót- tækari upplausn hins þekkjanlega og til geomatrískrar afstraksjónar: Myndir frá haustsýningunni 1953. Enginn asi samt á neinu, engin lita- ævintýri: Ég hefi alltaf verið íhalds- samur og varfærinn segir Hörður - fyrst stúderaði ég allt í gráu, fór sparlega með litina. í innri sölum eru ljóðrænar af- straksjónir sem virðast fullkomin andstæða við allra innsta salinn þar sem myndir eru smíðaðar úr frum- formum og frumlitum: þar er leitað að grundvellinum til að byggja úr honum nýjan heim, segir Hörður. Hann kallar þetta líka „mínimal- isma“ - það er reynt að komast af með sem allra fæst til að búa til mynd: lína, þríhyrningur, hringur. Og kannski er myndflokkurinn Mannssonurinn samantekt af öllum mínum hliðarstökkum, segir Hörður - en þær my ndir eru byggð- ar upp af smáum frumformum, þær vísa einnig til langra hefða trúar- Hörður Ágústsson við andlitsmynd frá því á fyrstu árum listamannsferils síns - teikningin er af Thor Vilhjálmssyni. (Ljósm.Magnús). legrar listar og þær hafa að vissu leyti yfirbragð hinna ljóðrænu skeiða. Um þær myndir sem og formsmiðjusalinn segir Hörður á þessa leið: „Ljóðræn list og geometrísk (og- uðu í mig sitt á hvað. Sömuleiðis það, hvort ég ætti heldur að stíga í listamanns- eða fræðimannsfótinn. Steinn Steinarr sagði um einn koll- ega sinn að hann þræddi einstigið milli leirburðar og skáldskapar- ég reyndi að þræða einstigið milli vís- inda og lista._“ Gefin er út vegleg sýningarskrá með grein um listamanninn eftir Beru Nordal. Sýningin stendur til 27. nóvember og verður opin fyrsta hálfa mánuðinn vikulega frá 13.30- 22.00 ensíðanvirkadagakl. 13.30- 16.00 og laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-22. áb LADA VIÐGERÐAR- ÞJÓNUSTA. • Vatnskassa- og bensíntankaviðgerðir. • Erum einnig sérhæfðir í Fíat- viðgerðum. BÍLAVERKSTÆÐIÐ AUÐBREKKU 4 KÓPAVOGI, SÍMI 46940. kassettur Gœði og verð sem koma á óvart! uieeo v-bar SNJÓKEÐJUR fyrir fólksbíla, jeppa, sendibíla og vörubíla getum sett upp keðjur á traktora og vinnuvélar með stuttum fyrirvara. Undirbúið ykkur fyrir veturirin, hafið keðjurnar til. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Hótel - veitingastaðir (stórir - smáir) sjúkrahús - skólar - íþrótta- stofnanir og önnur fyrirtæki Leitið upplýsinga. Gerum hagstæð tilboð ykkur að kostnaðarlausu. G.G. Umboðssala Kötlufelli 1 — 109 Reykjavfk — Sími 74344.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.