Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-30. október 1983
sunnudagspistill
Það var í byrjun mánaðarins að
viðtal birtist í sunnudagsblaði
Tímans við Matthías Viðar
Sæmundsson bókmenntafræðing
um merkilegt efni: „Hvar er ís-
lenska skáldsagan á vegi stödd?“
Og eins og vænta mátti vegnaði
henni ekki nógu vel. Matthíasi
Viðari fannst það einkum ljóður
á ráði hennar, að höfundarnir
væru of uppteknir af úreltri raun-
sæishefð og félagslegum útskýr-
ingum á hegðun manna. Þeir
gætu verið gagnrýnir á ýmislegt í
þjóðfélaginu, en vegna þess að
þeir gengju ekki nógu djarflega
fram um að endurmeta skáld-
söguformið og bregða á
endurnýjandi tilraunaleik með
tungumálið, þá væru þeir í raun
og veru íhaldsmenn.
Þreyta
Nú er það svo með staðhæfing-
ar Matthíasar, - rétt eins og svo
margt annað sem sagt er um bók-
menntir, að þær eru allt í senn
sannar og villandi eða a.m.k. tak-
markaðar. Það er vitanlega alveg
rétt hjá honum, að tiltekin frá-
sagnaraðferð er ekki ný og fersk
nema skamma stund - fyrr en
Árni f
Bergmann
skrifar
ry\
Nýraunsœi
og íslenska
skáldsagan
Hvort mun oss bj arga,
bindindi eða fyllirí?
varir er hún orðin að viðurkennd-
um sannleika, tísku, einhverju
sem menn apa eftir hugsunar-
laust. Og þetta getur vitanlega
gilt um nýtt og gamalt raunsæi,
gamla og nýja rómantík og margt
fleira. Á seinni áratugum eru
bylgjurnar fljótari að ganga yfir
en áður: Hvað skyldi það hafa
tekið mörg ár frá Sköllóttu söng-
konunni og Beðið eftir Godot þar
til absúrdskólinn í leikritun var
orðinn þreyttur og fólk beið með
óþreyju eftir persónum sem gátu,
talað saman með sæmilegum ár-i
angri?
Lof og last
Það einkennilegasta við um-
ræður um það, hvað er úrelt og
hvað ferskt og efnilegt í bók-
menntum er það, að menn eru
furðu seigir við að líta á þróun
bókmenntanna sem einskonar
fjallgöngu þar sem þeir sem eru á
„réttum“ skóm á hverjum tíma
eru sífellt að komast hærra, en
hinir dragast aftur úr, gott ef þeir
vilja ekki draga bókmennta-
flokkinn prúða niður í gjár og
sprungur. Af þessu hefur líka.
sprottið sú umræðuvenja, að gera
sjáíft heiti tiltekinna strauma eða
aðferða að lofsyrði - en þá önnur
heiti að skammaryrðum. Víða og
lengi hafa menn til dæmis látið sig
hafa það, að setj aeinskonarjafn-
aðarmerki á milli raunsæis og
góðra bókmennta. Raunsæi er
hástig lofsins, óraunsæjar bók-
menntir hljóta að vera þvæla. Og
um sama leyti eru menn kannski
inn á því að gera rómantíkina að
skammar- og háðsyrði. Rjóma-
tíkina, iss og fussum svei. Sam-
nefnari fyrir rugl og óra og íhalds-
semi og væmni og guð má vita
hvað.
Þetta er náttúrlega illt og bölvað
og hálfsannleikúr, og sjálfsagt að
reyna að kveða slíka siði niður.
fíöng aðferð?
En ekki með því þó, að snúa nú
dæminu við og gera raunsæið að
einskonar skammaryrði. Eins-
konar samnefnara fyrir íhalds-
semi, fyrir að menn hjakki í sama
fari, fyrir að þeir séu lokaðir fyrir
tilteknum sviðum persónu-
leikans, fyrir því að þeir séu
afturhaldsmenn í stíl. Raunsæ-
ishöfundar að viðleitni geta að
sönnu rogast með allar þessar
syndir á bakinu, en ekki vegna
þess að þeir hafi valið „ranga“
aðferð. Heldur vegna þess að
þeir eru með einhverjum hættj á
rangri hillu.
Matthías Viðar segir um ís-
lenska „nýrealista“: „Þetta er ein
mesta takmörkun ný-realistanna
sem hóps, þeir mikla um of hin
félagslegu áhrif á sköpun manns-
ing. Þar af leiðandi flyst öll þeirra
áhersla á samfélagið en ekki
manninn. Þeir líta einatt á per-
sónur sínar sem þolendur í at-
burðarás og fórnarlömb. En
mótun manneskjunnar er miklu
flóknari". Þetta er alveg rétt -
það gerist fleira með sköpun
mannsins en að „hlutur sem
liggur í saltvatni tekur til sín salt“
eins og Organistinn komst að
orði í Atómstöðinni. Og það ger-
ist líka fleira í verkum þeirra, sem
fyrr og síðar hafa haldið merkjum
raunsæis á lofti. Hreinræktuð fé-
lagsleg vélgengni hefur aldrei
skapað meiriháttar verk.
Niður með tískuna
Það sem er alltaf hvimleitt og
háskalegt er sjálf bók-
menntatískan - hlaupin á eftir því
sem „gengur vel“ í augnablikinu.
Það getur vel vérið að ýmsir ný-
realistar mikli um of „hin félags-
legu áhrif á sköpun mannsins".
En setjum svo að þeirri „tísku“
væri svarað með gagnstæðri
tísku, sem ætti að hafa frelsandi
áhrif: Maðurinn er sinnar gæfu
smiður, hann gefur lífi sinu gildi
með markvissum athöfnum og
svo framvegis, eitthvað í þeim
dúr. Ekkert auðveldara en að
breyta þeim áherslum í kHsjur
líka,í dauðan farm um borð á bók-
menntanökkvanum. Og vekja
upp aftur kveinstafi: Gefið okkur
eitthvað nýtt, gefið okkur aftur
hið félagslega samhengi!
Eða: Það er ekki nema satt og
rétt í fyrrgreindu viðtali, að það
getur verið mjög hressandi að
höfundar bregði fyrir sig orða-
leikjum, eða „skopnæmu líkinga-
máli“, gangi ekki að tungumálinu
vísu, gefi söguþræðinum á kjaft-
inn og þar fram eftir götum. En:
hver maður sinn hatt! Ekkert yrði
hvimleiðara en ef að óráðnir höf-
undar færu að trúa því hver um
annan þveran, að fyrst og síðast
muni þeir bjargast á tilrauna-
starfsemi með tungumálið. Því
miður er ekkert líklegra en bækur
þeirra, sem annars hefðu getað
ræktað garðinn sinn vandræða-
lítið, fyllist þá af illgresi tilgerðar-
innar.
Þegar til lengdar lætur, segir
Scherfig, þegar til lengdar lætur
getur hvorki bindindi né fyllirí
bjargað einum listamanni.
Hvorki raunsæi né and-
raunsæi.
Hitt er svo líklegra, að sú End-
urnýjun með stórum staf, sem á
sér stað hér og þar í bók-
menntunum, hún sé ekki aðeins
undur og stórmerki heldur og
með nokkrum hætti leyndardóm-
ur meðan hún fer fram. Á eftir
koma snjallir menn og ósnjallir
og finna henni sögulegar skýring-
ar. Bókmenntafræði, saga og
hagfræði sýnast öll því marki
brennd að vera vitur eftir á - en
næsta lélegir áttavitar á „rétta“
stefnu í hverjum samtíma.
Ungir bandarískir
tölvugarpar
brjótast inn í
upplýsingabanka
Fyrir skömmu gerðu
útsendarar bandarísku
alríkislögreglunnar FBI
áhlaup á nokkrar íbúðir hér og
þar í landinu og réðust beint
inn í táningaherbergin til að
gera upptækar heimilistölvur
og búnað þeirra. Ástæðan er
sú,að sniðugir
tölvudellukrakkar hafa í
furðulega ríkum mæli komið
sér inn á upplýsinganet
ýmissa stórfyrirtækja og
jafnvel hermálaráðuneytisins.
Ein móðir í Detroit fékk til
dæmis að heyra, að sonur henn-
ar, 14 ára gamall, hefði komið sér
inn á upplýsingabanka hermála-
ráðuneytisins, breytt þar ýmsum
skilaboðum og skilið eftir skila-
boð. Slíkir náungar eru nefndir
„Hackers".
Unglingarnir, sem líta á þessi
„tölvuinnbrot" sem skemmti-
legan og æsilegan leik, voru allir
yfirheyrðir en enginn var hand-
tekinn. Það stafar meðal annars
af því, að enn eru ekki til í landinu
lög sem kveða á um refsingar við
slíku athæfi. En hvort sem refsi-
löggjöf sveiflar vendi sínum fyrr
eða síðar yfir tölvunjósnurunum,
þá eru líkur í raun og veru sí-
minnkandi á því að upp um þá
komist.
f fyrsta iagi eru a.m.k. 180 þús-
und heimilistölvur í USA, nú
búnar fylgitækjum sem opna
þeim aðgang um símakerfið að
stórum upplýsinganetum. Um
leið fjölgar með risakerfum ýms-
um viðkvæmum upplýsingum
sem dreift er um upplýsingabank-
ana. Til dæmis starfa um 8000
stórtölvur fyrir hermálaráðu-
neytið eitt - og hjá bandarískum
vopnaiðnaði einum saman vinna
um miljón manns sem hafa lög-
mætan aðgang að ýmsum leyni-
legum upplýsingum.
Það vekur og nokkra furðu að
„lyklar“ að hinum ýmsu upplýs-
ingabönkum virðast næsta
auðfundnir. Einn þekktur sér-
fræðingur hefur komist svo að
orði, að laumuspilið sé ekki
flóknara en svo, að það líkist því
einna helst að skilja bíllykla eftir í
ólæstum bíl.
Þessir möguleikar hafa þegar
orðið til þess að kvikmynd hefur
verið búin til sem heitir War
Games. Hún segir frá því, að
ungur áhugamaður hefur komist
með heimilistölvu sinni inn í upp-
lýsinganet yfirstjórnar banda-
rísks kjarnorkuvígbúnaðar - og
við sjálft liggur að hann komi af
stað gjöreyðingarstyrjöld. - (áb
endursagði).