Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 21
Helgin 29.-30. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
um helgina
myndlist
Gallerí Lækjartorg:
Teiknarinn góökunni, Ragnar Lár, er
með sýningu á um 40 myndverkum og
eru þaö allt ný verk, bæði olíumálverk og
gouache-myndir.
Galierí Langbrók
Sýning Sigurðar Arnar Bryjólfssonar
SÖB á 100 gamansömum smáteikning-
um stendur út mánuðinn. Ókeypis að-
gangur að skemmtilegri sýningu.
Kjarvalsstaðir:
Félag íslenskra myndlistarmanna (FÍM)
er með sína árlegu sýningu í vestursal
Kjarvalsstaða og er þetta síðasta sýn-
ingarhelgin.
Þá er f austursalnum sýning á verkum
eftir meistara Kjarval sem gefin hafa ver-
ið Kjarvalsstöðum.
Norræna húsið
Félagið (slensk grafík opnar nú um helg-
ina samsýningu í kjallaranum og var
utanfélagsmönnum nú gefin kostur á að
vera með. Alls sýna 16 myndlistarmenn
og er þetta frábær sýning.
Nýlistasafnið:
Erla Þórarinsdóttir opnar sína fyrstu
einkasýningu hér á landi í dag. Hún lauk
námi í Stokkhólmi og býr þar (sjá nánar á
bls. 4)
Ásmundarsalur:
Sýning á grafík og listmunum frá sovét-
lýðveldinu Litháen. Opin virka daga kl.
17-22 og um helgar kl. 15-22. Aðgangur
ókeypis.
Listmunahúsið:
Tvær veflistakonur sýna í Listmunahús-
inu Lækjargötu 2, sýningin er opnuð í
dag. Þær eru Ása Ólafsdóttir og Inger
Carlsson. Þær sýna myndvefnað,
taucollage og teikningar. Nánar eftir
helgi.
Listasafn ASf:
Gunnar Örn Gunnarsson, Jón Axel
Björnsson og Vignir Jóhannsson opna í
daa kl. 14 málverkasýningu í Listasafni
ASl við Grensásveg. Bræöur i andanum
og kenndir við nýja málverkið þótt þeir
frábiöji sér stimplanir. Meira um þá í
næstu viku.
Gallerí Grjót:
Þar stendur nú yfir sýning á grafíkmynd-
um eftir Ragnheiði Jónsdóttur einn
fremsta grafíklistamann landsins. Opið
frá 14-18 um helgina og 12-18 virka
daga.
Norræna húsið:
Lífskúnsterinn Jón Laxdal er nú með
sýningu í anddyri Norræna hússins er
hann nefnir Myndþanka. Þetta er fyrsta
myndlistarsýning hans hér á landi.
leiklist
Leikfélag Akureyrar
My fair lady á fullu. Sjá nánar hér á síð-
unni.
Þjóðleikhúsið
Grinleikritið Skvaldur verður á fjölunum
á sunnudagskvöld en Eftir konsertinn
eftir Odd Björnsson á laugardagskvöld.
Lina langsokkur verður sýnd kl. 15 á
sunnudag og á litla sviðinu er Lokaæfing
Svövu Jajrobsdóttur.
Leikfélag Reykjavíkur
Úr lífi ánamaðkana er á sviðinu i kvöld,
laugardag, en á morgun Guðrún eftir
Þórunni Sigurðardóttur. Þá verður mið-
nætursýning á Forsetaheimsókninni í
Austurbæjarbíói á laugardagskvöld.
Leikbrúðuland
Sýning á T röllaleikjum í Iðnó á sunnudag
kl. 15. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Reviuleikhúsið
Sýning á „Revíunni“ i Hlégarði Mosfells-
sveit vegna fjölda áskorana sunnudag
kl. 20.30. Á þriðjudagskvöld í Réttar-
holtsskóla. Höfundur „Revíunnar" er
Gerard Lemarquis.
Brúbubíllinn
í dag, laugardag kl. 3 síðdegis verða
brúðuleikþættirnir. Leikið með liti og Á
sjó á Fríkirkjuvegi 11. Miðasala hefst kl.
1 - síminn er 15937.
tónlist____________________________
Gamla bíó
Á sunnudag kl. 14 halda listamenn frá
Litháen tónleika og danssýningu í
Gamla bíói, (slensku óperunni. Mjög fjöl-
breytt efnisskrá.
Austurbæjarbíó
( dag, laugardag, 29. okt., mun hinn
heimsfrægi sellóleikari Janos Starker
halda tónleika i Austurbæjarbíói á veg-
um Tónlistarfélagsins. Nokkrir miðar
verða til sölu við innganginn.
Bústaðakirkja
Sunnudaginn 30. okt. heldur Nýja
strengjasveitin tónleika í Bústakirkju og
eru á efnisskrá verk eftir Nardini, Bach
og Haydn. Einleikari á fiðlu er Laufey
Sigurðardóttir.
Fríkirkjan
Á sunnudag kl. 17 halda þær Sigrún Val-
gerður Gestsdóttir sópransöngkona og
Anna Norman píanóleikari söng-
skemmtun i Fríkirkjunni.
ýmislegt
Seljaskóli
I dag, laugardag, verður unglinga-
skemmtun f nýja fþróttahúsinu við Selja-
skóla i Breiðholti. Nefnist hún Seljastuð
og verður Valgeir Guðjónsson stuðmað-
ur kynnir. Stendur hún frá 20.30 til 01.0.
AIIs sýna 16 grafíklistamenn á
sýningunni að þessu sinni. Hér eru
11 þeirra. Standandi eru Þórður
Hall, Lísa Guðjónsdóttir, Jóhanna
Bogadóttir, Margrét Zóphanías-
dóttir og Jón Reykdal. í miðju situr
formaður félagsins Ingiberg
Magnússon en umhverfis hann f.v.
Ingunn Eydal, Sigrid Valtingojer,
Edda Jónsdóttir, Björg Þor-
steinsdóttir og Ragnheiður Jóns-
dóttir. A myndina vantar Sigrúnu
Eldjárn, Jónínu Láru Einarsdótt-
ur, Ásdisi Sigþórsdóttur, Kjartan
Guðjónsson og Guðmund Ármann
Sigurjónsson. Ljósm. eik.
Islensk grafík, 83
í dag, laugardaginn 29. okt.
verður sýningin íslensk grafík ’83
opnuð í Norræna húsinu. Félagið
íslensk grafík gengst fyrir samsýn-
ingum félagsmanna sinna annað
hvert ár og er þessi félagssýning sú
6. í röðinni. Fram til þessa hafa
eingöngu félagsmenn getað tekið
þátt í sýningunum, ef frá eru taldir
nokkrir erlendir gestir, sem sér-
staklega hefur verið boðin þátt-
taka.
Að þessu sinni var öllum heimilt
að senda inn myndir til sýningar-
nefndar félagsins. Með þessari ný-
breytni vill félagið gefa ungu fólki,
sem enn er við nám, eða nýkomið
frá námi, tækifæri til þátttöku í
samsýningu grafíklistamanna. Því
miður takmarkar húsrýmið mjög
þann fjölda verka, jafnt félags-
manna sem utanfélagsmanna, sem
hægt verður að koma fyrir.
I tengslum við sýninguna gefur
fslensk grafík út upplýsingarit um
félagsmenn og verk þeirra. Ritið er
44 bls. að stærð, litprentað og allt
hið vandaðasta að frágangi. I því
eru upplýsingar um náms- og
starfsferil listamanna og myndir af
verkum þeirra.
Leikbrúðuland
í dag og á morgun
Leikbrúðuland sýnir í dag
brúðuleikþættina Leikið með liti
og A sjó að Fríkirkjuvegi 11 kl.
15.00. Þættirnir voru áður sýndir
við leikvelli borgarinnar í vor með
Brúðubílnum.
Á morgun sýnir Leikbrúðuland
Tröllaleiki í Iðnó kl. 15.00.
My Fair Lady
á Akureyri
Sönglcikurinn My Fair Lady var
frumsýndur hjá Leikfélagi Akur-
eyrar um síðustu helgi við frábærar
undirtektir. Sýningar eru
fimmtudaga, föstudaga, laugar-
daga og sunnudaga og er uppselt á
allar sýningar helgarinnar og pant-
anir teknar að berast langt fram í
nóvember.
Langt er síðan leiksýning norðan
heiða hefur hlotið eins mikla at-
hygli og eftirspurn og My Fair
Lady. Leikstjóri er Þórhildur Þor-
leifsdóttir og semur hún jafnframt
dansa í sýningunni. Roar Kvam
stjórnar hljómsveit Tónlistarskóla
Akureyrar og Passíukórnum. Jón
Þórisson gerir leikmynd, Una Coll-
ins búninga og Viðar Garðarsson
sér um lýsingu.
Arnar Jónsson og Ragnheiður
Steindórsdóttir í hlutverkum sín-
um.
í aðalhlutverkum eru Arnar
Jónsson (prófessor Higgins) Ragn-
heiður Steindórsdóttir (Elísa),
Marinó Þorsteinsson (Pickering),
Þráinn Karlsson (Doolittle), Þórey
Aðalsteinsdóttir, Gestur E. Jónas-
son, Theódór Júlíusson og Sunna
Borg. Auk þess taka 6 dansarar
þátt í sýningunni.
Flugleiðir og ferðaskrifstofur
eru með pakkaferðir til Akureyrar
til að sjá My Fair Lady.
Litháískir tón-
leikar á sunnudag
Á morgun sunnudag kl. 14 eru
tónleikar á vegum MÍR í Þjóðleik-
húsinu í tilefni Sovéskra daga sem
að þessu sinni eru tengdir Litháen.
Á fyrri hluta tónleikanna syngja
þau Regina Matsiute og Eduardas
Kaniava litháisk þjóðlög, rússnesk
lög, ítalskar óperuaríur og fleira
við undirleik Múzu Rubackyte,
sem einnig leikur einleik á píanó,
m.a. verk eftir hinn sérstæö lithá-
fska myndlistarmann og tónskáld
Ciulionis.
Á seinni hluta tónleikanna kem-
ur fram söngva- og dansflokkurinn
Vetrunge - flytur hann mest lithá-
iska dansa og þjóðlög en einnig
rússnesk. Stjórnandi flokksins er
Juzas Gudavicius.
Aðgöngumiðar kosta kr. 170.
b(b1e1b]g1b1b]b1b]bIe1b1g1bIg1b)b1bIg1Q|(3I
BORGARSPÍTALINN
» LAUSAR STÖDUR
ía
ra
ía
ra
ra
ia
r=i Deildarstjóri
fjji Staða deildarstjóra hjúkrunardeildar Hvítabandsins er
Js laus til umsóknar nú þegar.
ICJ Deildarstjóri
ra Staða deildarstjóra á Dagdeild Geðdeildar Eiríksgötu
ra 5 (Templarahöll), er laus til umsóknar. Geðhjúkrunar-
ra menntun áskilin. Staðan veitist frá 1. janúar 1984.
ra Umsóknarfrestur er til 1. desember 1983.
n Aðstoðardeildarstjóri
Staða aðstoðardeildarstjóra hjúkrunardeildar Hvíta-;
m bandsins er laus til umsóknar nú þegar.
rS Aðstoðardeildarstjóri
Icl Staða aðstoðardeildarstjóra á Slysa- og sjúkravakt,
ÍCl Borgarspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá
nn 1. janúar 1984. Umsóknarfrestur er til 1. desember
m 1983
Hjúkrunarfræðingar
lCJ Stöður hjúkrunarfræðinga á Geðdeild Borgarspítai-
ra ans í Arnarholti á Kjalarnesi, eru lausar til umsóknar
ra nú þegar. Húsnæði á staðnum. Daglegar ferðir frá
m Hlemmi.
rjjj Stöður hjúkrunarfræðinga á ýmsar deildir. Um er að
|£| ræða vaktavinnu fullt starf, hlutastarf og einnig fastar
JCJ næturvaktir.
ra Upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í
föJ sima 81200 kl. 11.00-12.00 daglega.
ia
ra
ra
ra
ra
ra
Reykjavík, 28. október 1983.
BORGARSPÍTALINN
e* 81-200
ai
EJ
BJ
EJ
EJ
EJ
QJ
EJ
EJ
EJ
EJ
EJ
GLI
EJ
IEJ
EJ
1
ra
ra
ra
la
ra
ra
ra
ra
ra
ra
ra
ra
ra
ra
ra
ra
raEJEJÉIÉJQjEjQJelEJElEJElGJÉJEJElEjElElia
Iðntæknistofnun
II íslands
auglýsir lausar
til umsóknir eftirtaldar stöður:
DEILDARSTJÓRI REKSTRARTÆKNIDEILDAR
REKSTRARRÁÐGJAFI
Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði
iðnaðarverkfræði, viðskiptafræði eða rekstrartækni-
fræði. Leitað er að umsækjendum með reynslu í
stjórnunarstörfum og góða innsýn í vandamál og
möguleika iðnfyrirtækja.
Deildarstjórinn mun móta stefnu deildarinnar og
starfsaðferðir. Verkefni deildarinnar verða við al-
menna rekstrarráðgjöf, tölvuráðgjöf, vöruþróun,
gæðaeftirlit og framleiðslustjórnun.
Störfin bjóða bæði upp á fjölbreytt og krefjandi verk-
efni og mikla möguleika á að kynnast nýjustu vinnuað-
ferðum og hugmyndum við stjórnun og rekstur.1 Vænt-
anlegir umsækjendur eru beðnir að hafa samband við
Iðntæknistofnun Islands, Keldnaholti, sími 85400 og
fást umsóknareyðublöð þar.
» UTBOÐ
HHi
*■* «<N
'V
Tilboð óskast í eftirfarandi efni til brúargerðar yfir Graf-
arvog í Reykjavík fyrir gatnamálastjórann í Reykjavík:
A. Forspennt stál samkvæmt útboði nr. 83030/GAT.
B. Brúarlegur o.fl. samkvæmt útboði nr. 83031/GAT.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi
3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað
fimmtudaginn 8. desember 1983 kl. 11 fyrir hádegi.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför
Guðrúnar Snorradóttur
frá Erpsstöðum í Dölum.
Sérstaklega þökkum við læknum, hjúkrunar- og
starfsfólki á Reykjalundi fyrir áralanga umönnun henni
til handa á síðustu æviárum hennar.
Vandamenn.