Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Helgin 29.-30. október 1983 Veistu... að húsið sem Hressingarskálinn er í var áður landfógetahús. að fyrsta tvflyfta íbúðarhúsið sem reist var í Reykjavík stendur enn við Kirkjutorg 6 (bak við Dómkirkjuna). Það þótti svo hátt að það fékk nafnið Strýt- an. að fyrsta íþróttafélag sem stofnað var í Reykjavík var Skotfélag Reykjavíkur. Það reisti æfinga- hús sem formlega hét Reykja- vigs Skydeforenings Pavillon. Við það er Skothúsvegur kenndur. að í eina tíð stóð lítið hús austast í Austurbænum sem hét Ráð- leysa og þótti mjög afskekkt. Vestast í Vestúrbænum var hins vegar býlið Bráðræði. Þess vegna var sagt að ekki gengi vel í Reykjavík þar sem bærinn byrjaði í Bráðræði og endaði í Ráðleysu. að Pósthússtræti er ekki kennt við núverandi Pósthús þar við götuna, heldur fyrsta pósthúsið í Reykjavík sem stóð þar sem nú er Hótel Borg. að á síðustu öld gnæfðu tvær stórar myllur yfir Reykjavík. Það var Hollenska myllan á horni Þing- holtsstrætis og Bakarabrekku og Hólavallamyllan. að Stjórnarráðshúsið við Lækjar- torg var kallað Múrinn er það var fangelsi. að Vesturgata í Reykjavík var eitt sinn kölluð Læknisgata eftir Doktorshúsinu sem stóð skammt ofan við hana. að Suðurgata gekk einu sinni undir nafninu Kærlighedsstíg- ur. að fyrsti spítalinn í Reykjavík var þar sem nú er hús Hjálpræðis- hersins. Hann var þó aðeins á efri hæð hússins en neðri hæðin var ætluð til dansleikjahalds, leiksýninga o.fl. Hefur það ver- ið allsérkennilegt sambýli. að Kirkjusandur heitir svo vegna þess að Reykjavíkurkirkja átti allan reka á honum. að á árunum 1876-77 var unnið kalk úr Esjunni í stórum ofni sem staðsettur var neðan við Arnarhól. Eftir honum heitir Kalkofnsvegur. bscjarrölt Allt frá því að ég man fyrst eftir mér hef ég lesið í Mogganum mínum um hinar óttalegu bið- raðir í ríkjum kommúnismans. Þarna hímir blessað fólkið, blóð- lítið og mergsogið, langtímum saman til að komast inn í ein- hverja verslanir til að kaupa „deli- katesy" - eða svo er að sjá á myndunum. Hitt hefur Mogginn minn aldrei mínnst á - svo að ég muni eftir- en það eru hinar ótta- legu biðraðir sem viðgangast í Reykjavík á síðkvöldum um helgar og hafa orsakað iðrakvef og blöðrubólgu hjá aragrúa fólks. Á laugardagskvöld var okkur hjónum boðið í indælt matarboð í hús hér í borg og áttum þar veru- lega ánæglega kvöldstund. Við kvöddum upp úr miðnætti og á- kváðum að kíkja rétt sem snögg- vast inn á veitingastað áður en við færum heim í háttinn. PjoiJ- leikhúskjallarinn varð fyrir valinu og við tókum leigubíl niður í bæ. Þar runnu að vísu á okkur tvær grímur þegar við sáum biðröðina. Þarna hímdi um 50 metra löng röð af prúðbúnu fólki undir kol- Mikið skal til mikils vinna svörtum húsveggnum og horfði vonaraugum á lokaðar dyr. ískaldur vindur blés úr norðri og snjóýringur var úrlofti. Karlarnir börðu sér en héldu þess á milli utan um konurnar sína sem voru flestar blárauðar í framan af kulda og tárin runnu niður kinnar þeirra. Mikið skal til mikils vinna. Enginn hafði náttúrulega haft hugsun á að fara í föðurland eða duggarapeysu og fæstir voru með Rússahúfu eða vettlinga að ég tali nú ekki um skíðagallann. Við stilltum okkur aftast í röð- ina og reyndum að halda uppi húmornum með gáfulegum at- hugasemdum og söng. Svo hvísl- aði konan því að mér hvort við ættum ekki að reyna að svindla okkur framar í röðina. Mér leist ekki á blikuna en hún lét ekki standa við orðin heldur smokraði sér meðfram röðinni og stillti sér sakleysislega upp um 10 metrum framar. Ég var lengi á báðum átt- um en kom svo í humátt á eftir. Þetta athæfi fór náttúrulega ekki fram hjá neinum í biðröðinni og brátt gullu við glósur úr öllum átt- um og karlarnir gerðu sig líklega til að berja mig. Þetta var orðið mjög varhugavert ástand og ég hvíslaði að konunni minni hvort við ættum ekki bara að flýja. „Jú, komdu“, sagði hún og við struns- uðum upp í næsta leigubfl og gáf- um röðinni um leið langt nef. Mikið var gott að koma í hlýjuna. Við spurðum bílstjórann hvort ekki væri einhvers staðar bið- raðalaus staður en hann var mjög efins í því. Svo hófst mikil og dýr hringferð um bæinn.‘ Eins og í Póllandi var hvarvetna biðröð: Safari, Þórskaffi, Hollywood, Óðal. Loksins hugkvæmdist okkur að fara á þá gömlu og hallæris- legu Hótel Sögu sem ekki hefur verið inn á korti almennilegra skemmtistaða í mörg ár. Þar var ekki biðröð og við lentum á því skemmtilegasta balli sem við höf- um lengi komið á. Afrakstur biðraðastöðunnar undir svörtum vegg Þjóðleik- hússins var hins vegar bullandi kvef og hálsbólga. En mikið skal til mikils vinna. -Guðjón sunnudagskrossgatan / 2L 1 5~ 6 7 9 )o 0/ U 7 T2 2 /3 /o 9? /¥ /<r lt is~ 8 f é 10 /7 U> 12 IS V y T~ 2 1*7 V 20 &/ 20 10 / 14 /X e T~ é 20 20 V 23 /0 )X /£> 7 /S' /0 V 22 V 2S~ 7 13 /0 7 2L V J7- 1 /é /z 2 U> V II 7 1 lú> V 27- 22 V 22 lí, /2 / 0 /o^~ 'K V U? /4 22 II 7 / /é> (Vj IL V 24 T~ 2o 14 /6 V 2 // 7 /£- 2 ? V 2p 22 /6 is 10 íl* t/ 20 y l/f /4 7 $2 lo 2 22 <P /9 31 V /y 2v / f / 20 22 IG 2o 'V' 22 ii¥ 7 /O !¥- V /<r 7 !(? V 1 ? 10 22 79 ? d IX T~ /V 1 V 22 7 2 22 V TT~ 7 Uo 7 AAbDÐEÉFGHIÍ JKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ :l__________________________________ Nr. 395 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á kvæði. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 395“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp. því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru þvs eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar ségja til um. Einnig er rétt að taka fram, að.. i þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum. t.d. getur a aldrei komið í stað áog öfupÁ Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 391 hlaut Margrét Gunnars- dóttir, Reykjahlíð 12, Rvík. Þau eru bókin Frá degi til dags eftir Magnús Kjartans- son. Lausnarorðið var Herðubreið. Verðlaunin að þessu sinni er skáldsagan Mómó eftir Mic- hael Ende.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.