Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐ.VILJINN Helgin 29. - 30. október 1983
f ram 09______________
Mundu mig - ég man þig.
Utanaskriftin er:
Arnlín Óladóttir,
Bakka, 510 Hólmavík.
Heitt
kakómalt
með fjalla-
grösum
Það er mjög gott að búa til kakómalt
með fjallagrasabragði. Við hér heima á
Bakka fáum okkur svona GRASAK-
AKÓ þegar við komum inn úr kuidan-
um á veturna.
1. Taktu 1 lófa af fjallagrösum og settu í
pott með svolitlu köldu vatni (einu
glasi).
X
3
I
í
H 5
3. Þegar byrjar að sjóða skaltu lækka
hitann niður á lægstu stillingu og
bíða í 6 mínútur.
& 6>
4. Á meðan tekur þú fram glös, kakó-
malt, könnu og sigti (settu það í vask-
inn).
5. Eftir 6 mínútur hækkarðu aftur hit-
ann, hellir mjólk í (1 lítri = 5 glös) og
bíður við pottinn. Þegar mjólkin er
orðin vel heit tekurðu hana af, slekk-
ur á heilunni og sigtar úr pottinum í
könnuna. (Það má samt alveg borða
6. 1 teskeið af kakómalti er alveg nóg í
7. Svo þarf auðvitað að strjúka af
borðinu og gera fínt, svo ekki sé nú
minnst á að vaska upp.
P.s. Þið farið ekkert í fýlu og hættið við
þó að ég segi ykkur að fjallagrös eru
mjög holl. Góð fyrir magann og gegn
kvefi.
2. Settu á helluna -
stilltu á hæsta hita.
eHed lil
Einu sinni var karl og kerling í koti
sínu. Karlinn var úfinn og illur. Honum
þótti kerlingin aldrei hafa nóg að
starfa. Kvöid eitt um hásláttinn kom
hann heim bölvandi og ragnandi.
„Vertu ekki vondur, væni minn,“
sagði kerlingin, „á morgun skulum við
hafa skipti á störfum. Ég skal ganga að
slætti með heyskaparfólkinu, en þú
getur annast heimaverkin."
Það leist karli þjóðráð. í bíti næsta
morgun tók kerling orfið á öxl sér en
karl sat eftir heima. Nú átti hann að
gæta bús og barna. Fyrst tók hann til
við að strokka. En þegar hann hafði
strokkað um stund þyrsti hann og gekk
út í skemmu til að fá sér sýru. Hann tók
tappann úr sýrukeraldinu og lét
streyma í drykkjarskál. Heyrði hann þá
að heimalningurinn var kominn inn í
búr þar sem strokkurinn var. Hann
rauk af stað með tappann í hendinni,
en þegar hann kom inn í búrið var
heimalningurinn búinn að velta strokkn-
um og stóð og sötraði rjómann sem
flóði út um gólfið. Þegar karl sá hvernig
komið var, varð hann fjúkandi vondur,
gleymdi alveg sýrukeraldinu, en
þeyttist á eftir heimalningnum sem tók
þegar á rás. Hann náði honum í bæjar-
dyrunum og sparkaði svo óþyrmilega í
hann að hann féll og stóð ekki upp
aftur. Nú tók hann eftir því að hann var
með tappann í hendinni, en þegar hann
KARL OG KERLING
kom aftur út í skemmuna var öll sýran
runnin úr keraldinu.
Því næst fór hann inn í mjólkurbúrið,
fleytti rjómann af byttunum, kom hon-
um í strokkinn og tók aftur til við að
strokka, því smjörlaus vildi hann ekki
vera þann daginn. Þegar hann hafði nú
strokkað um stund, datt honum í hug,
að ekki væri búið að láta út kúna. Hún
stóð inni og hafði hvorki fengið vott né
þurrt, þó komið væri langt fram á dag.
Honum þótti of langt að reka hana út í
hagann, fyrst svona var orðið framorð-
ið, en datt í hug að beita mætti henni á
bæjarþakið, því torfþak var á kotinu og
vel sprottið. En strokkinn vildi hann
ekki skilja eftir aftur, því yngsti krakk-
inn skreið á búrgólfinu og gat auðveld-
lega fellt hann, hugsaði karl. Strokkinn
batt hann því á bakið, leysti kúna og
teymdi hana út að brunninum til að
vatna henni. En þegar hann beygði sig
niður til að sökkva í fötunni, rann allur
rjóminn úr strokknum fyrst ofan á háls-
inn og kollinn á karlinum og síðan ofan
í brunninn. En kýrin fékk að drekka og
var síðan teymd upp á kofaþakið.
Nú var komið að matmálstíma en
ekkert var smjörið. Setti karl því pott á
hlóðirnar og fór að elda graut. En þá
kom honum í hug að kýrin kynni að
detta niður af þakinu og fótbrotna eða
hálsbrotna. Hann fór því aftur út á
þekju með reipi til að binda hana.
Öðrum enda reipisins batt hann um
hálsinn á kúnni, en lét hinn falla niður
um strompinn, fór niður af þakinu, inn
í eldhús og batt hinum endanum um
lærið á sér, því að nú mátti hann ekki
frá grautnum hverfa svo að hann
brynni ekki við. Þarna stóð hann og
hrærði í grautarpottinum með reiptagl-
ið um lærið. En kýrin datt engu að síður
niður af þakinu, eins og hann hafði
óttast, en við það kippti reipið í lærið á
karli, og hann dróst upp að strompin-
um. Hékk hann þar, með höfuðið
niður, yfir gínandi grautarpottinum og
gat enga björg sér veitt, en kýrin hékk
utan á bæjarveggnum og kyrktist þar
fljótlega í böndunum.
En á engjunum beið kerlingin og
vinnufólkið eftir því að kallað væri á
þau til matar. En ekki bólaði á karli.
Að lokum fór kerlingu að gruna margt
og Iagði af stað heim. Þegar hún sá einu
kúna í kotinu hanga dauða ofan af
bæjarveggnum, skar hún reipið með
ljánum, en við það féll karlinn á höfuð-
ið beint ofan í grautarpottinn, og þar
stóð hann, þegar kerling kom inn. Hún
var ekki sein á sér að hjálpa karli upp
úr, setti hann á búrstólinn og greiddi
grautinn úr hárinu.
Kerling masaði, en karlinn sagði
fátt, og ekki er þess getið að hann hafi
upp frá því fárast yfir, að kvenfólkið
hafi aldrei neitt að gera, né óskað eftir
verkaskiptum.
Rúnastafaþraut
, HhíAK
hOlhM
i
xtthhfc ,
XHKMhR
MR ík htAXXhK hMMTIfc HhR
^hfthR RfinhM
þf PtmiftfcKK HflM tiM
Hér'hef ég skrifað alge-nga vísu með rúnastöfum. Geturðu ráðið hana?