Þjóðviljinn - 29.10.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ^lelgin 29.-30. október 1983
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri
óskar að ráða hjúkrunarfræðinga á allar
deildir strax eða eftir samkomulagi.
Á staðnum er húsnæði í Systraseli II, barna-
heimili og skóladagheimili.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
96-22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
rQ
CTfj
Iðntæknistofnun íslands
Tilboð óskast í að reisa og gera fokhelda nýbyggingu
Iðntæknistofnun íslands í Keldnaholti.
Húsið skal byggja úr forsteyptum einingum, sem verk-
kaupi leggur til. Kjallari og gólfplata hafa þegar verið
steypt.
Húsið er alls um 1150 m2.
Verkinu skal að fullu lokið 15. febrúar 1984. Útboðs-
gögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000,- kr.
skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 15. nóv. 1983, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Borgartúni 7, sími 26844.
Sigrún Gestsdóttir syngur við undirleik
Onnu Norman á sunnudag.
Tónleikaröð í
Fríkirkjunni
í vetur er fyrirhugað að halda tón-
leika í Fríkirkjunni í Reykjavík hálfs-
mánaðarlega til styrktar orgelsjóði
kirkjunnar. Orgelið þarf góða viðgerð,
sem verður kostnaðarsöm.
Fram að áramótum verða flytjendur
þessir: Á morgun, sunnudaginn 30.
okt. kl. 17.00, flytja Sigrún Norman,
píanóleikari, ljóðaflokkinn Liederkreis
eftir Schumann, auk þess lög eftir ýmsa
höfunda íslenska. 6. nóvember annast
Guðni Kolbeinsson dagskrá með
upplestri. 27. nóvemberkl. 17.00 verða
tónleikar Dóru Reyndal, sópransöng-
konu, og Hólmfríðar Sigurðardóttur,
píanóleikara. 1. desember kl. 15.00
verða Brahms-tónleikar með flutningi
Gunnars Björnssonar, Ágústu Ágústs-
dóttur, Jónasar Ingimundarsonar,
Gústafs Jóhannessonar, Sólveigar
Björling og Pavels Smíd. 18. desember
kl. 15.00 leikur Jósef Fung, gítarleikari,
áheyrilega og létta hljómleikaskrá.
BE6LUR
UM VIÐBÓTABLÁN
Reglur um sérstök við'bótarláji, samkvæmt ákvörðun
ríkisstjórnarlnnar 20. október sl., til þeirra, sem
fengu frumlán (1. hluta) til nýbygginga á áminu 1981.
1
Þessir aðilar eiga kost á viðbótarláni á
árinu 1983, sem nemur allt að 50% af
þeim lánslilutTim, sem þeim voru veittir
á árinu 1988.
Efum eigendaskipti er að ræða, á núver-
andi eigandi rétt á viðbótarláni, leggi
hann fram þinglýstan kaupsamning eða
veðbókarvottorð.
Viðbótarlán verða afgreidd frá veðdeild
Itandsbanka íslands með kjörum, sem
gilda um nýbyggingarlán (P-lán). Varð-
andi veð skal þó heimilt að taka síðari
veðrétt en 1. veðrétt, að því tdlskildu, að
áhvilandi uppfærð lán, að viðbættu við-
bótarláni húsnæðismálasljómar nemi
ekki hærri Qárhæð en 65% af brunabóta-
mati íbúðarinnar.
Sækja verður um viðbótarlán á eyðu-
blaði, sem Húsnæðisstofnun rikisins
leggur til.
Umsóknir um viðbótarlán skulu berast
Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir
1. desember 1983.
Reykjavík, 29. 10. 1983
<=§=>Húsiiæðisstofnun ríkisins
4
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Árshátíð AB Grundafirði
Þó aö auglýsingin hafi veriö bannfærö höldum við okkar striki og
efnum til árshátíðar í samkomuhúsinu laugardaginn 29. október n.k.
Miðar eru seldir hjá eftirtöldum til föstudagskvölds (ekki við inn-
ganginn!): Rósant Egilsson, Sæbóli 9, s. 8791. Ágúst Jónsson,
Grundargötu 51. Guðlaug Pálsdóttir, Fagurhólstúni 3, s. 8703. Matt-
hildurGuðmundsdóttir, Fagurhólstúni 10, s. 8715. Kristjana Árnadótt-
ir, Hlíðarvégi 7, s. 8842. Miðaverð er kr. 150.- og húsinu verður lokað
kl. 21.30.
AÐEINS MEÐ YKKAR STUÐNINGI tekst skemmtunin vel. Takið meö
ykkur gesti.
-Nefndin
Viðtalstímar borgarfulltrúa
Viðtalstímar
borgarfulltrúa ABR
Næstkomandi laugardag, 29. október verður
Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins til viðtals í Flokksmiðstöðinni Hverf-
isgötu 105. Tekur hún á móti fólki á milli kl. 11 og
12.
ABR
Adda Bára
Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum
Fundi frestað
Almennum fundi um lýðræði og lífskjör sem fyrirhugaður var laugar-
daginn 29. okt. n.k. er fpstað um sinn. Nánar auglýst síðar.
Alþýðubandalagið á Hellissandi
Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Hellissandi verður haldinn nk.
sunnudag, 30.10., kl. 13.30 í Félagsheimilinu Röst. Dagskrá: 1.
Venjuleg aðalfundarstörf, 2. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð, 3. Kosn-
ing fulltrúa á landsfund AB, 4. Önnur mál. Mætum öll! - Stjórnin.
Alþýðubandalagið Akranesi
Bæjarmálaráð
Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 31. október kl. 20.30 í Rein.
Fundarefni: 1) Venjuleg aðalfundastörf. 2) Önnur mál.
Félagar, mætum öll.
Alþýðubandalagið Akureyri
Bæjarmálaráð
Fundur verður haldinn í bæjarmálaráðinu mánudaginn 31. október kl.
20.30 í Lárusarhúsi.
Dagskrá: 1) Bæjarstjórnarfundurinn 1. nóv.,2) Störfog málefni bóka-
safnsnefndar og jafnréttisnefndarinnar. Frummælendur Ingibjörg
Jónsdóttir og Steinar Þorsteinsson, 3) Önnur máL Ath.: íþrótta- og
æskulýðsmál verða rædd á næsta fundi. Gert er ráð fyrir góðri mæt-
ingu. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið Garðabæ
Aðalfundur
Alþýðubandalagið í Garðabæ
heldur aðalfund sinn mánudag-
inn 31. október nk. kl. 20.30 í
Flataskóla. Dagskrá: 1. Venjuleg
aðalfundarstörf. 2. Kosning full-
trúa á landsfund. 3. Kosning full-
trúa í kjördæmisráð. 4 Bæjar-
málin. 5. Önnur mál. Geir Gunn-
arsson alþingismaður og Baldur
Óskarsson framkvæmdastjóri
mæta á fundinum. Nýir félagar
eru velkomnir á fundinn. Kaffi á
boðstólum. - Stjórnin
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Umræðuhópur um sjávarútvegsmál
Næsti fundur í umræðuhóp um sjávarútvegsmál verður þriðjudaginn 1. nóv-
ember kl. 20.30 að Hverfisgötu 105.
Fundarefni: Menntunarmál greinarinnar.
Allir áhugamenn hvattir til aö mæta.
- Hópstjóri
ABR:
Starfshópur um húsnæðismál -
Starfshópur ABR um húsnæðismál kemur saman til fundar þriðjudag-
inn 1. nóvember nk. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Áhugamenn fjöl-
mennið. - Hópurinn.
Alþýðubandalagið í Njarðvíkum
Aðalfundur
Alþýðubandalagið í Njarðvíkum heldur aðalfund nk. fimmtudagskvöld
3. nóvember kl. 20.30 í kaffistofu Slippsins. Dagskrá: 1) Venjuleg
aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á Landsfund. 3) Kosning fulltrúa á
kjördæmisráðsfund. 4) Önnur mál. - .Mætið vel og stundvíslega. -
Stjórnin.
Alþýðubandalagið Vesturlandi
Aðalfundur kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður
haldinn í Félagsheimilinu Röðli, Borgarnesi, sunnudaginn 6. nóvem-
ber n.k. og hefst kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2.
Stjórnmálaviðhorfið. 3. Lög um skipulagsmál AB. 4. Önnur mál. -
Mætið vel og stundvíslega. - Stjórn kjördæmisráðs.