Þjóðviljinn - 18.11.1983, Page 20

Þjóðviljinn - 18.11.1983, Page 20
DJÖÐVIUINN Föstudagur 18. nóvember 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins ísíma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 „Fatnaðurinn er alla vega ódýrari en þar sem ég versla venjulega og mér sýnast vörurnar almennt vera ódýrari“, sagði Hafdís sem einkum var að kaupa í matinn í Miklagarði í gær. „Ég hugsa að ég komi aftur út á það“, sagði hún. - Ljósm. Magnús. „Eins og fólkið sé í fríi í dag“ „Það er eins og fólk hafi bara tekið sér fri í tilefni dagsins“, sagði Gunnar Kjartansson, verslunar- stjóri í Miklagarði í gær og var hann að vonum ánægður með við- tökur viðskiptavinanna. Hann sagði að auðvitað kæmu menn mikið af forvitni, en fyrst og fremst til að versla, bæði matvöru og sér- vöru ýmiss konar. „Það hefur verið mikil og almenn verslun í öllum vöruflokkum“, sagði hann. Þegar Mikligaröur var opnaður í gærmorgun klukkan 10 var þegar komin biðröð viðskiptavina utan við húsið.Örtröð var í versluninni allan daginn og fór vaxandi eftir því sem á leið. Starfsmenn skiptust á, enda var opið fram til klukkan 22 og hið sama verður uppi á teningn- um í dag. Sjá2 Flokksmið- stöðin í eigu Sigfúsarsjóðs Alþýðubandalagið hefur komið sér upp flokksmiðstöð að Hverfis- götu 105 í Reykjavík. Á efstu hæð hússins á horni Snorrabrautar og Hverfisgötu hefur Alþýðubanda- iagið búið um sig í austurálmunni er snýr að lögreglustöðinni og utan- ríkisráðuneytinu, en vesturálman verður leigð út. Hér er um rúmgott húsnæði að ræða sem gjörbreytir aðstöðunni til félagsstarfs á vegum flokksins miðað við það sem var á Grettisgötu 3, þar sem Alþýðu- bandalagið var áður til húsa. „Ég vil nota þetta tækifæri til þess að flytja þeim flokksfélögum sem hafa lagt fram fjármuni til hússins þakkir flokksins“, sagði Svavar Gestsson í upphafi lands- fundar Alþýðubandalagsins í gær. „Framlög þessa fólks hafa gert okkur kleift að ljúka mikið til við framkvæmdir. Um leið og ég flyt ykkur þakkir Alþýðubandalagsins fyrir framlög ykkar og stuðning vil ég láta þess getið að Hverfisgata 105, efsta hæðin, er nú að fullu og öllu eign Sigfúsarsjóðs. Sigfúsar- sjóður átti yfir sjötíu prósent í eigninni Grettisgötu 3, en að öðru leyti var Grettisgatan í eigu nokk- urra hluthafa. Þeir hafa nú nær allir gefið Sigfúsarsjóði sinn hlut. Ég flyt þessum einstaklingum þakkir flokksins fyrir framlag þeirra." Svavar gat þess einnig að húsn- æðið að Hverfisgötu 105 hefði styrkt flokkinn og starf hans á síð- ustu mánuðum, eins og best hefði komið fram í kosningabaráttunni. Eignastaða flokksins hefði batnað á árinu, en Alþýðubandalagið á- kveður meirihluta stjórr.ar Sigfús- arsjóðs. _ ekh Leitað leiða til að geyma iifur í skipum Áhugi að vakna á að nýta lifur betur en hingað til Við erum með mann um borð í skuttogara um þessar mundir til að gera tilraunir með nýtingu á slógi. Þar er um að ræða þrennskonar tilraunir. I fyrsta lagi slógmeltu blandaða maurasýru í tanki, í öðru lagi lifrarmeltu blandaða maura- sýru og loks að finna leiðir til að geyma lifur lengur en nú er hægt með niðurlagningu eða aðra vinnslu til manneldis I huga, sagði Sigurjón Arason hjá Hafrannsóknastofnun í samtali við Þjóðviíjann í gær. Þetta eru sannarlega gleðitíðindi þar sem mikill skortur er á lifur til niðurlagningar, þar sem henni er nú allri hent á togurunum, eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær. Sigurjón sagði að svo virtist sem áhugi væri að vakna á að finna leiðir til að geyma lifur um borð í togurunum. Þær tilraunir sem nú er verið að gera miða við að í 10 daga veiðiferð yrði allt slóg sett í tanka til slógmeltugerðar fyrstu 5 veiði- dagana. Síðan yrði lifrin hirt sér síðustu 5 veiðidagana með vinnslu í landi í huga. Sigurjón tók fram að þær tilraunir sem nú er verið að gera eru á algeru byrjunarstigi, en samt sem áður skref í rétta átt. - S.dór Karfaveiðitilraun Hólmadrangs: Bjartsýnir á framhaldið Japanir voru ánægðir með rauðari karfann Sem kunnugt er af fréttum, eru Japanir tilbúnir til að greiða mjög gott verð fyrir karfa, ef hægt er að halda rauða litnum, sem á honum er þegar hann kemur úr sjó. Munu þeir vera tilbúnir til að greiða jafn hátt verð og greitt er fyrir þorsk. Vegna þess var gerð tilraun um borð í togaranum Hólmadrang með að frysta karfa um borð, en til slíks eru tæki um borð í togaranum. Jaþanskur sérfræðingur var með í ferðinni. Að sögn Þorsteins Inga- sonar, sem annaðist tilraunina fyrir útgerðina tökst þetta í alla staði vel með rauðari karfann, en til eru tvær tegundir af karfa og er mikill litarmunur á þeim. Þorsteinn sagði að sér virtist að vel væri hægt að uppfylla kröfur Japananna og að hann væri bjart- sýnn á að af karfaveiðum fyrir þá yrði. Hann sagði ennfremur að Japani sá sem annaðist tilraunina fyrir þá væri nú farinn til síns heima og þau 9 tonn sem veidd voru og fryst um borð færu til Japan, þar sem fiskurinn yrði skoðaður. Varla væri að vænta svars frá Japan fyrr en eftir 2-3 mánuði. Það sem gert er við karfann er einfaldlega það að gert er að hon- um og hann hausaður og síðan frystur. - S.dór Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverki Elízu í My Fair Lady á Akureyri, en sú leiksýning hefur sett allar áætlanir úr skorðum vegna mikillar aðsóknar. My Fair Lady á Akureyri Setur allt úr skorðum Sýningar Leikfélags Akureyrar á My Fair Lady eru að setja allt á annan endann hvað varðar fyrir- hugað vetrarstarf félagsins. Fimmtán sýningar eru að baki. Hefur verið uppselt á þær allar, cinnig á næstu fjórar sýningar og aðgöngumiðapantanir farnar að berast á sýningar í desember. Svo mjög hafa utanbæjarmenn sóst eftir aðgöngumiðum að Akur- eyringar hafa orðið hálfgerðar hornrekur í sínu eigin bæjarfélagi. Reykvíkingar hafa hópast norður, Hornfirðingar að búast til ferðar, svo ekki sé nú talað úr þeim byggð- arlögum,sem nær liggja. Aðdráttarafl My Fair Lady hefur ýmsar afleiðingar. Ráðgert hafzi verið að Arnar Jónsson færi með stórt hlutverk í Þjóðleikhúsinu og áttu æfingar á því leikriti, „Svejk í annarri heimsstyrjöld", að hefjast í næsta mánuði. Én guð má vita hve- nær My Fair Lady sleppir af Arnari og varð hann að biðjast undan því að taka þátt í sýningum á Svejk. Galdra-Loftur átti að vera jóla- leikritL.A. En jafnvel hann verður að láta í minni pokann fyrir Lady. Verða Akureyringar nú að feta í slóð Castros og fresta jólunum, að þessu leyti, fram í janúarlok.. mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.