Þjóðviljinn - 19.11.1983, Qupperneq 3
Helgin 19. - 20. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Við bjóðum eftirfarandi þjónustu
sem starfsmenn okkar hafa sér-
hæft sig í á undanförnum árum og
áratugum.
• LEKAVIÐGERÐIR
• VEGGKLÆÐNINGU UTANHÚSS
SEMINNANHÚSS ™
• ALMENNA TRÉSMÍÐAVINNU
• FLÍSALAGNIR UTANHÚSS SEM INNANHÚSS
• MÚRVIÐGERÐIR ,
Skoðun húseigna vegna hugsan-
legra kaupa (ástandskönnun) eða
með tilliti til viðhalds og viðgerða.
r+i SERHÆFÐIR I HÚSAVIÐGERÐUM
SÚÐARVOGI 7 - SIMI 33200 — NNR. 7123 - 2972 - 104 REYKJAVÍK
NEYÐARÞJÓNUSTA
Nsyflarþjónusta Pólarhús hf. er þjónusta
sem vifl veitum þegar upp koma skaðar
á húseignum þannig afl vifl gerum vifl til
bráflabirgða og lagfærum siflar þegar
betra tóm vinnst til ef óskafl er.
Fjórir möguleikar á skurðaðgerð
® Æxli
r’l Fjarlœgt svæöi
1. Nánasti vefur æxlis- 2. Fjóröungur vefjar 3. Meginhluti brjóstvefs 4. Srjóstvefuroghlutl
ins fjariægöur
fjarlægöur
fjarlægður
brjóstvöðva fjarlægður
Ný meðhöndlun
brióstakrabba
Dregur úr líkamslýtUm
Könnun sem gerð var á áhrif-
um mismunandi róttækra
skurðaðgerða gegn brjóst-
krabba í konum hefur leitt í
Ijós að aðgerð sem felur í sér
að aðeins lítill hluti af brjóst-
inu er f jarlægður skilar jaf n
góðum árangri og þegar
brjóstið allt erfjarlægt.
Könnunin náði aðeins til að-
gerða gegn æxlum sem voru
innan við 2 cm í þvermál.
Könnun þessi var gerð á Krabba-
meinsstofnun ítalska ríkisins í Mí-
lano. Náði könnunin til 700 kvenna
sem allar fengu meðferð þegar á
fyrsta stigi sjúkdómsins. Var
brjóstið fjarlægt af helmingi tilfell-
anna en aðeins fjórðungur af
brjósti í hinum tilfellunum. Tíu
árum eftir aðgerðina voru 96%
kvennanna í báðum hópum lifandi
og við góða heilsu. Sfðari meinvörp
voru jáfn algeng í báðum hópum og
komu fram hjá 5% kvennanna.
Frá þessu er sagt í nýjasta hefti
bandaríska vikuritsins Time. Segir
þar að niðurstöður könnúnar þess-
arar hafi aukið þeirri skoðun fylgi
meðal bandarískra lækna að rót-
tækar skurðaðgerðir, þar sem
brjóst og hluti brjóstvöðva eru fjar-
lægð, séu ekki nauðsynlegar þegar
um krabbamein á byrjunarstigi sé
að ræða.
í greininni kemur fram að ein af
hverjum 11 konum í Bandaríkjun-
um megi vænta þess að fá brjóst-
krabba einhvern tímann á lífsleið-
inni. Brjóstkrabbamein er einnig
mannskæðasta og algengasta teg-
und krabbameins hér á landi og
hafa 25 konur látist úr sjúkdómn-
um árlega að meðaltali.
í greininni í Times segir að lækn-
ar hafi almennt álitið til þessa að
hættulegt væri að skilja nokkuð
eftir af brjóstvefnum ef vart hefði
orðið við krabbamein. Enn mun
meirihluti bandarískra lækna á
þessari skoðun, en fyrrnefnd könn-
un og reynsla annars staðar frá hef-
ur orðið til þess að breyta viðhorfi
margra lækna. Helsta ástæðan fyrir
því að læknar hafa viljað fjarlægja
allt brjóstið er sú, að þeir hafa ótt-
ast að sjúkdómurinn tæki sig upp á
ný, væri það ekki gert.
í könnun sem krabbameins-
stofnun Bandaríkjanna lét gera
kom í ljós að 80% kvenna með
brjóstakrabba í Detroit og Atlanta
fengu þá meðhöndlun, að brjóstið
og hluti brjóstvöðvans voru fjar-
lægð. Um 5% höfðu misst það
mikið af brjóstvöðvanum að það
hafði varanleg áhrif á hreyfihæfni
handleggs. Sjö prósent kvenna í
Atlanta og 10.8% kvenna í Detroit
höfðu fengið hluta af brjósti eða
einungis æxlið sjálft fjarlægt.
Time hefur það eftir yfirlækni
krabbameinssjúkrahúss í New
York að sjúklingar með æxli sem er
allt að 5 cm í þvermál þurfi ekki að
missa annað en æxlið og allra nán-
asta vef þess við skurðaðgerð. Síð-
an komi geislameðferð til. Segir
prófessorinn að slíkar aðgerðir
þurfi ekki að leiða til verulegra lík-
amslýta.
Mikilvægasta atriðið við lækn-
ingu brjóstakrabba er að hann sé
fundinn á frumstigi. Segir Times að
margar konur óttíst svo þau lík-
amslýti sem fólgin eru í skurðað-
gerð að þær dragi að leita læknis,
vérði þær varar við óeðlilegan vöxt
í brjósti. Telja læknar að með væg-
ari skurðaðgerðum verði hægt að
draga úr slíkum ótta.
Bandaríska krabbameinsfélagið
hvetur nú bandarískar konur 40 ára
og eldri til þess að gangast undir
árlega röngtenmyndatöku á brjóst-
um til þess að grennslast fyrir um
hugsanlegt krabbamein. Sam-
kvæmt nýlegum fréttum er stefnt
að því að taka upp slíka hópskoðun
með röntgenmyndun hér á landi á
næsta ári.
ólg./Time
15 tonn
plastbátur
- alhliða veiðibátur
Hannaður til rækju-,
skel- og krabbaveiða:
Hafnarfirði
Sími 50520 og 52015
Samvinna er hafin á smíði 15 tonna plastbátum, milli
Skipasmíðastöðvar Guðmundar Lárussonar, Skaga-
strönd og Bátalóns hf., Hafnarfirði.
Þrír bátar verða tilbúnir til afhendingar hjá Bátalóni hf.,
Hafnarfirði, fyrir 1. mars nk.
Bátarnir eru afhentir með öllum tækjum, fullbúnir til veiða:
Verð með togbúnaði kr. 4.700.000,00
Verð án togbúnaðar kr. 4.400.000,00
Rafmagn er lagt að sex veiðirúllum.
Svefnaðstaða verður fyrir 4 menn í lúkar.
Bátalón hf. auglýsir eftir kaupendum og gefur
þeim, er eiga Bátalónsbáta fyrir, kost á að þeir
séu teknir upp í kaupverðið, en þeir verða
metnir til verðs af matsmönnum Bátalóns hf.
Tækja og Vélalisti
Aðalvél: PEGASO T.
9105/4 1800 s/160 HK.
Línu og netaspil: frá Sjóvélum, með
sjálfdragara, afgoggara og dælum.
Stýrivél: WAGNER.
2 lensidælur: JABSCO.
Lífbátadælur: R. Sigmundsson.
Talstöð: Sónar.
Lóran: NELCO 911 c.
Áttaviti: BENCO.
Rafmagnsstyri: ATLAS (WAGNER).
og sjálfstýring: ATLAS (WAGNER).
Dýptamælir: SKIPPER 603.
Lífbátur 4m: VIKING.
(m. losunarútbúnaði).
Stýrisstammi og hæll:
Eldavél: Sóló. (miðstöð)
Radar: FURUNO 24 ml.
Litamælir: FURUNO.
W.C.
2 vaskar.
Öryggisútbúnaður: Samkv.
Siglingamálastofnunar.
Trollbúnaður m. splittvindum
kröfu
Lo.a.
Lb.p.
Bmld.
Depth mld.
11,16 m
10,44 m
3,80 m
1,48 m
Viö bendum væntanlegum kaupendum á að Fiskveiðasjóður hefur auglýst að umsóknir til sjóðsins
fyrir 1984 þurfa að hafa borist fyrir 30. nk.
í símum 50520 og 52015.