Þjóðviljinn - 19.11.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Síða 5
- K\l?. t lírirnovw: Of - ,0’ m'iit1.! ✓v-.i Helgin 19. - 20. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Grensásvegi 13, símar 83577 og 83430. Svipmyndir úr daglegu Ingunn Eydal sýnir á Kjarvalsstööum „Nei, ég kem ekki til með að sleppa grafíkinni þó ég hafi aðal- lega unnið í olíu á þessu ári“, sagði Ingunn Eydal, myndlistarmaður, sem í dag, laugardag, opnar sína fyrstu málverkasýningu á Kjar- valsstöðum. Ingunn nam grafík við Myndlista- og handíðaskólann og hefur tekið þátt í um 50 grafíksýn- ingum hér heima og víða erlendis. Fyrsta málverkasýning Ingunnar, þar sem gefur að líta rúmlega 40 olíumálverk, er haldin í tilefni þess að hún fékk starfslaun Reykjavík- urborgar ásamt Messíönnu Tómas- dóttur árið 1983. Myndefni Ingunnar er sótt í nán- asta umhverfi hennar og daglegt líf hvar sem er í heiminum. Ingunn sagðist nánast hafa málað sig út úr eldhúsinu. „Ég á fimm börn“, sagði hún, „og hef verið bundin yfir barnauppeldinu í mörg ár. Það er merkilegt hvað það truflaði mig lítið, - ég var að laumast til að vinna í eldhúsinu meðan allt var á fullu í kringum mig. Fyrst þegar ég fékk frið og ró, börnin fóru í vinnu og á dagheimili, þá var það þögnin sem truflaði mig!“ Ingunn sagði starfslaunin hafa komið að góðum notum, en hins Stór og litsterk málverk Ingunnar eru frábrugðin grafikverkum hennar sem flestir þekkja. Ljósm. - Magnús. vegar væru þau ekki há og þyrftu að vera fleiri á hverju ári. „Tíminn verður að leiða í ljós hvað þetta þýðir fyrir mig sem myndlistar- mann“, sagði hún, „ég kem til með að byggja á því sem ég hef verið að vinna að á þessu ári. Ég kem ekki til með að sleppa grafíkinni, þáð er gott að svissa á milli." Sýningin verður opnuð í hálfum austursal Kjarvalsstaða á laugar- dag kl. 14 og verður opin fram til 4. desember kl. 2-22 alla daga. -ÁI Berber-teppi 349 kr./m2 staðgreitt 60% ull og 40% acryl. Skymsamlegustu teppakaupin. Dæmi: Á 30 m2 íbúð staðgreitt aðeins 10.470,- 30 litir í Berber-teppum. Staðgreiðsluafsláttur - Greiðsluskilmálar Tepprlrnd GISTIHUSIÐ VIÐ BLÁA LÓNIÐ Svartsengi við Grindavík. Sími 92-8650 Höfum opnað. Bjóðum alla gesti velkomna. Bjóðum upp á gistingu og góðar veitingar á góðu verði. 1 Verið velkomin. \ Þóröur Stefánsson gistihússtjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.