Þjóðviljinn - 19.11.1983, Side 10

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Side 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. nóvember 1983 bóKmenntir Sigurður A. Magnússon. Jakobsglíman. Uppvaxtarsaga. Mál og menning 1983. 263 bls. Jakobsglíman er þriðja bindi uppvaxtar- sögu Sigurðar A. Magnússonar og ber nafn með rentu: sagan er af glímunni við guð sem staðgengill höfundar í sögunni hefur ráðist í og heitir Jakob eins og margir muna. Jakob er nýfermdur þegar sagan hefst, enn það mikið barn að hann getur látið sig dreyma um að refsa hinum fullorðnu með því að týnast, en um leið lífsreyndur á við marga fullorðna. Fátækt og slark föður drengsins ráða heimilsbragnum sem fyrr- en nú opn- ast samt leiðir út úr þeim vítahring og liggja þær annarsvegar um gagnfræðaskóla og í menntaskóla áður en þessari sögu lýkur og Sigurður A. Magnússon. „Glímumaður guð var ei, gat hann ekki Jakob fellt“ hinsvegar um KFUM - inn í fjölskyldu trú- aðra. Fyrri bindin hafa gefið tilefni til að víkja að kostum og göllum þeirrar aðferðar sem Sigurður hefur tamið sér. Sem fyrr má hann sæta gagnrýni fyrir tilhneigingar til að of- segja eða ofskýra með fræðilegum talsmáta sviptingar í sálarlífi ungs drengs. Einnig fyrir það, að leggja öðru hvoru óþarflega langa lykkju á leið sína þegar sagt er frá einföldum hlutum („hún vissi að ég hafði orðið ummælanna áheyrsla‘%... „Gufunes- bærinn... var partur af reynsluheimi mín- um“). Aftur á móti er Jakobsglíman heilstæðari en sú bók sem næst kom á undan, þar er minna um persónur og atvik sem eru laustengd þeim kjarna málsins sem trúarlíf drengsins er, glíma hans við reikula sannfæringu, við syndafallið sem situr fyrír honum við hvert fótmál í líki holdsins fýsna, við skólasystkini og aðra samferðamenn. I Jakobsglímunni er minna reynt en í hinum fyrri bókum að bregða upp lýsingu að þjóðfélagi eða hluta þess. Þetta eru ung- Íingsárin frægu, þegar einstaklingurinn er kannski mest gefinn fyrir að kveða upp af- dráttarlausa dóma fyrir samfélagi - en ein- mitt þá er hann með sínum hætti „andfé- lagslegur", hann þarf að leysa úr svo mörg- um hnútum sem honum sjálfum eru riðnir, að hann sér ekki langt frá sér. Trúarlíf Fróðleg sérstaða þessarar bókar er sem- sagt tengd lýsingu á trúarlífi. Höfundur sýnir okkur þann hluta þroskasögu ungs manns frá því óvenjulega sjónarhorni, að hann hefur í senn gagnrýnið viðhorf til heittrúarstefnunnar í KFUM og heldur um leið vissri tryggð við þá reynslu sem hann varð fyrir í þeim umdeildu samtökum. Nið- urstaðan er svo sú, að lesandinn á þess kost að fylgjast mjög náið með sálarstyrjöldinni - allt frá því að Jakob sögunnar er kominn í vanda uppi í Vatnskógi vegna trúboðs KFUM-manns, sem hefur reynst honum vel - og sér „enga aðra leið“ út úr vandan- um en að játa sig frelsaðan, þótt hugur fylgi ekki máli nema til hálfs. Margt í þessari sögu verður lesandanum eftirminnilegt. Einkakapellan sem Jakob kemur sér upp, en ung frænka og ástleitin gæti lagt í rúst þegar minnst varir. Lýsing á dáleiðslusam- Árni______ Bergmann skrifar kennd sameiginlegra bænstunda. Kafli um kappræðufund í gaggó um trúmál, þar sem hinn frelsaði mætir guðlausum kommum, gagnrýnum ofvitum og alltof fallegri bekkj- arsystur með spíritistaslagsíðu. Það hljóm- ar líka mjög sannfærandi, að þegar Jakob vantar ró og innri sannfæringu, þá reynir hann að bæta sér upp þá vöntun með auknum ytri umsvifum í þágu KFUM, harðari trúboði, blaðaútgáfu - sem er svo öll á þann veg, að hún höfðar ekki til ann- arra en þeirra sem þegar eru frelsaðir. Ljósdeplar og haldið Það sem nú var sagt minnir líka á það, að glíma Jakobs er ekki aðeins saga af unglingi í kristilegu heittrúarfélagi. í því sambandi er ekki úr vegi að vísa til samtals, sem Jakob á við miðaldra sveitamann á kristilegu móti. Sá miðaldra er afar leiður yfir daufu trúarlífi heima hjá sér, og honum finnst sér mikil nauðsyn að sækja árlega kristileg mót til að halda trúarglóðinni lifandi: „Meðan ég ræddi við manninn sló niðrí huga mér mynd af íslandi þarsem örsmáir ljósdflar sáust á víð og dreif um byggðir og ból, sumstaðar margir í hnapp, annarsstað- ar einn og einn á stangli: það voru sálirnar sem höfðu tileinkað sér ljós Krists og veittu því yfir umhverfi sitt í stórum og smáum geislum. Þegar slíkum ljósdeplum fjölgaði mundi þjóðin fá annað yfirbragð og líf hennar nýjan og æðri tilgang“. Hver sá sem hefur hrifist af hugsjón kannast við sjálfan sig í þessari lýsingu, eða er ekki svo? Og sem fyrr segir: Amor karlinn er jafn- an að flækjast fyrir hinum trúaða og skýtur á hann án alla miskunn. Má vera að það valdi einhverri hneykslun að sagt er frá því, að Jakob fellir hug til ungra drengja, sem hann hefur nokkuð yfir að segja sem sveitarforingi hjá KFUM. Reyndar eru þeir kaflar miklu rómantískari en annað það sem Eros skilur eftir sig á síðum þessarar bókar. Þessi tiltölulega saklausi hómósexú- alismi minnir fyrst og síðast á það, að á vissu skeiði er kynhvötin í hverri smugu tilver- unnar, og mætti síðan halda áfram í þá veru, að skásta svarið við brellum hennar sé að láta hana ekki verða að þungri sektarbyrði uppvaxandi manneskjum. -ÁB. Náttúrusól og krataskúrir Sól ég sá Sjálfsævisaga Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum Annað bindi. Örn og Örlygur, 1983. 302 bls. Fyrra bindi þessarar ævisögu Steindórs frá Hlöðum vakti nokkurt umtal fyrir dómagleði höfundar um menn, hreyfingar og þjóðir. Ekki er víst að eins mikið af stórum orðum falli í hinu síðara bindi. Þó er til dæmis þetta hér látið fjúka eftir að Steindór segir frá þingmennsku sinni í eina viku árið 1947: „Sannfærðist ég þá um það, að þingseta væri skóli í iðjuleysi og þarflitlu kjaftæði, og þeir sem lengi sætu á þingi yrðu óhæfir til alls annars, ef þeir hefðu þá nokkru sinni verið til einhvers nýtir“. Þetta er vfst vinsæl kenning fyrr og síðar. Hún kemur svo ekki í veg fyrir það, að Steindór fer aftur í framboð, fellir mann og annan með mælsku (að eigin dómi), situr eitt sumarþing og hefði haldið áfram ef ekki hefði til komið heilsubrestur og einhver óværa í hans flokki, Alþýðuflokknum. Þessu bindi er skipt í kafla eftir viðfangs- efnum - einn er um pólitísk afskipti höfund- ar, annar um náttúrufræðiferðalög hans, hinn þriðji um utanferðir, hinn fjórði um ritstörf. Sumir algengir gallar íslenskra sjálfsæfisagna eru með í för - ekki síst sá upptalningastíll sem er t.d. á kafla um ferðalög Steindórs í önnur lönd. Eða eins og þar stendur: hér kom ég, og þar gisti ég, og var mér vel tekið og varð þar glatt á hjalla og góður rómur gerður að máli mínu. Og flest er vont sem er franskt en flest heldur gott sem er amrískt. Það er nú svo. Steindór breytir að nokkru um ham þeg- ar talið berst að náttúrufræðareisum hans um ísland með Pálma Hannessyni og ýms- um mönnum öðrum. Þær endurminningar virðast draga fram hlýlegustu þættina í fari höfundar, margt er um þær fjörlega skrifað og stflgáfan er með hressasta móti. En fróðlegastur þáttur þessa bindis er pólitísk saga Steindórs, sem stóð í ýmsu vafstri fyrir Alþýðuflokkinn bæði í bæjarmálum á Ak- ureyri, dálftið á þingi og svo í ýmsum nefnd- um - m.a. þeirri sem lenti í Laxárvirkjunar- stríðinu fræga. Pólitíkin Það vill nefnilega svo skemmtilega til að í þessari pólitísku sögu staðfestir Steindór Steindórsson mjög rækilega þá mynd sem margir menn hafa gert sér af hinum dæmi- gerða hægrikrata. Helsta einkenni slíks manns, og þar með höfundar Sólarsögu, er óslökkvandi hatur á kommum: þeir eru, allt frá því á námsárum Steindórs í Höfn, skít- ugir, óþrifalegir, svikulir froðusnakkar, freistarar ungdómsins, hræsnarar, óþurfta- menn í hverju máli. Þetta er sú kompás- stefna sem síðan er tekið mið af - til dæmis eru flokksbræður höfundar í Alþýðu- flokknum dæmdir eftir því fyrst og fremst, hvort þeir hafa viljað eiga samstarf með sósíalistum eða ekki, eða hvort þeir hafa einhverntíma á ævinni sýnt vinstritilhneig- ingar yfir höfuð. Þar eftir fá þeir Gylfi og Hannibal á baukinn og reyndar margir fleiri - en sá sem upp úr stendur er Stefán Jóhann og Emil Jónsson fær að fljóta með. Við þennan sérstæða sálarhnút hægri- kratans blandast svo drjúg ánægja með eigin verk og sárindi yfir því að aðrir kunnu þau ekki að meta sem skyldi - og þá kannski síst flokksbræðurnir. Þegar Steindór er í bæjarmálastríði á Akureyri er ekki að sökum að spyrja: „fundina átti ég ætíð enda þótt kjörfylgið væri oft lítið“ - og þegar hann fer í alþingisframboð á ísafirði hleður hann mótframbjóðendum eins og ekkert sé og „rétti við hrunda borg“ kratismans. En laun heimsins eru vanþakklæti: flokks- stjórnin villekki hafaSteindór á þingi,hann nýtur einskis góðs af ráðherrum krata, hann verður ekki sendiherra í Noregi og Bragi Sigurjónsson bolar honum úr bæjar- stjórn og flokksstjórn. Með vissum frávik- um minnir þetta allt furðu mikið á fyrri ævisögur stórkrata og reyndar ýmissa manna fleiri sem hafa komið nokkuð við sögu í íslenskum stjórnmálum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.